Morgunblaðið - 29.10.1957, Page 3

Morgunblaðið - 29.10.1957, Page 3
Þrlðjudagur 29. okt. 1957 MORCVTSBT AÐIÐ 3 Sigurðsson u ráðstafanir í verði gerðar fyrsta lagi í janúarlok Megn óánægja verkamanna á Dagsbrúnaríundi i fyrradag Edvarð engar málum pplý efn D AGSBBÚN ARFUNDUR var haldinn í gær. Sterk óánægja kom fram á flundinum með fram- komu félagsstjórnarinnar í mál- um verkamanna og félagsstarf- semi Dagsbrúnar almennt. Tillaga kommúnista um, að Dagsbrún skyldi hafa samninga óbreytta áfram var með úrskurði formanns talin samþykkt, og leystist fundurinn loks upp í ring ulreið. Vakti sérstaka athygli, að ræðu menn kommúnista, svo sem Ed- varð Sigurðsson, fengu engar undirtektir, en klappað var fyrir þeim, sem deildu á stjórn Dags- brúnar. Fer hér á eftir frásögn af fund- inum. Dagsbrúnarfundurinn var boð- aður kl. 2 í fyrradag í Iðnó og var aðalfundarefnið það, hvort Dagsbrún skyldi segja upp samn- ingum eða ekki. Um 200 félags- menn voru mættir. Fyrstur talaði Edvarð Sigurðs son og ræddi hann yfirlýsingu A.S.Í. og taldi þau fyrirheit, er ríkisstjórnin hefði gefið, verka- mönnum mjög í hag. Lofaði hann mjög framkomu ríkisstjórn arinnar og taldi stefnu hennar rétta. Ríkisstjórnin hefði stöðv- að dýrtíðina, kaupgeta launa hefði ekki minnkað og væri yf- irleitt nú orðið „allt í lagi“ fyrir verkamenn. Mælti Edvarð ein- dregið á móti því að segja upp samningum og taldi, að verka- menn gætu vel við unað að hafa samninga óbreytta áfram, þar sem ríkisstjórn verkafólks sæti nú að völdum. Þegar Edvarð hafði lokið ræðu sinni var steinhljóð í salnum. Einum fundarmanni sagðist svo frá, að það hefði mátt heyra saumnál detta á gólfið eftir að Edvarð talaði. Enginn hreyfði hönd tii að klappa og er það mjög ólíkt því, sem áður hefur tíðkast á Dagsbrúnarfundum. Næstur talaði Jón Vigfússon og var hann á öndverðum meiði við Edvarð. Deildi hann á félags- stjórnina fyrir að halda sjaldan fundi og hafa yfirleitt ekki sam- ráð við félagsmenn um stórmál, sem varðaði hag þeirra allra. Sagði hann kjör verkamanna nú miklu lakari en þau hefðu lengi áður verið. Þorsteinn Pétursson deildi sér- staklega á meðferðina á Atvinnu leysistryggingasj óði. Sagði hann, að engin reikningsskil hefðu komið fyrir þann sjóð og engin greinargerð um ráðstöfun á fé hans síðan 1955, að hann var stofnaður. Taldi Þ. P. að kjör verkamanna væru miklu lakari nú en áður, hefði verið og færi kaupmáttur launa rýrnandi frá degi til dags. Þorsteinn Pétursson bar fram svohljóandi tillögu: „Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir öllum frekari niður- greiðslum á landbúnaðarafurð- um, umfram þær niðurgreiðslur, sem gert er ráð fyrir í gildandi fjárlögum ríkisins". í fundarlok var þessi tillaga samþykkt og mælti Hannes Stephensen, formaður Dagsbrún- .ar, með því. Var talið að hann hefði gert það í fáti, um það bil sem fundurinn var að leysast upp í höndunum á honum, eins og síðar verður frá sagt, enda hafði Edvarð Sigurðsson ávítað hann harðlega á eftir, fyrir tijtækið. Kristinus Arndal ræddi um önnur félög, sem hefðu fengið kjarabætur á sl. ári og deildi á félagsstjórnina fyrir, að fylgja málum verkamanna slælega fram, enda væri hinn mesti sof- andaháttur um öll mál þeirra, hverju nafni, sem nefndist, inn- an félagsstjórnarinnar. Jóhann Sigurðsson taldi, að ríkisstjórnin hefði mjög brugðizt fyrirheitum sínum gagnvart verkamönnum. J. S. sagði, að Þjóðviljinn hefði um síðustu ára mót sagt í forystugrein: að í fyrsta skipti í mörg ár hefðu vandamálin nú verið leyst án þess að ráðast á lífskjör fólks- ins. Til frekari huggunar sagði Þjóðviljinn þá, að sú hækkun, sem yrði á gildandi vísitölu vegna ráðstafana ríkisstjórnar- innar yrði bætt upp með hærra j kaupi, en Þjóðv. hefði talið að hækkanirnar mundu ekki nema nema einu til tveimur vísitölustig um. Jóhann benti svo á, hvað reynslan hefði orðið varðandi hina raunverulegu hækkun vísi- tölunnar og fölsun hennar. J. S. sagði, að verkamenn sjálfir væru dómbærastir um það, hvernig farið hefði um kaupmátt laun- anna nú á undangengnu ári, og þyrfti ekki að segja þeim neinar sögur af því. Hann kvaðst stað- hæfa, að kaupmáttur launanna hefði stórlega minnkað að undan- förnu. Taldi J. S., að ef ríkis- stjórnin legði nú út í gengisfell ingu, þá mundi hún ekki kallast því nafni, því þá kæmu upp upp- sagnarákvæði kjarasamningsins til greina. Gengisfellingin mundi verða kölluð öðru nafni en hins vegar koma niður á verkamönn- um með öllum sínum þunga. Loks lagði J.S. fram eftirfar- andi tillögu: „Almennur fundur í Verka- mannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík haldinn sunnudaginn 27. okt., lýsir undrun sinni og ó- ánægju yfir viðleitni miðstjórn- ar og efnahagsmálanefndar A.S. í., til þess að eigna verkalýðs- hreyfingunni niðurgreiðslustefnu núverandi ríkisstjórnar með því að gefa þessu niðurgreiðslukerfi heitið: „Verðstöðvunarstefna verklýðshreyfingarinnar". Fund- urinn telur að með kerfi þessu sé stefnt út í beinar ógöngur og verkamönnum og launþegum al- mennt sé það sérlega óhagstætt, því að á þeim lenda að verulegu leyti á annað hundrað milljónir króna í sköttum, sem notaðir eru til þess að greiða vísitöluna nið- ur og þannig að hindra hækkun kaups verkamanna í hlutfalli við v'íixandi dýrtíð. Fundurinn for- dæmir kerfi þetta, því það hefur einvörðungu þann tilgang að halda vísitölunni niðri og verði þeirra vara, er henni ráða, en lætur verðbólguna á annan hátt óáreitta og gerir þannig vísitöl- una, sem átti að vera vopn í kjara baráttu verkamanna að tæki til þess að halda niðri kjörum laun þeganna í landinu“. Haukur Hjartarson talaði um þann fund í Trúnaðarmannaráði félagsins, sem verið hefði sl. föstudagskvöld. í því ráði væru 120 menn en á fundinum hefðu sir að ahags- fyrr en í aðeins mætt 30—35 manns og sæ ist bezt á því, hversu óánægjan væri megn innan Dagsbrúnar. H. H. ságði, að á þessum fundi hefði Edvarð Sigurðsson sagt, að efna- hagur verkamanna væri það bág borinn að þeir gætu ekki lagt út í kaupdeilu. Ennfremur hefði Ed- varð þá sagt, að hægt væri að fá 400 milj. kr. lán hjá Sovétríkj- unum og væri unnt að lána það fé hér út með stórgróða. Það væri raunar ekki von að verka- menn hefðu áhuga að sækja þá fundi, þar sem annað eins og þetta væri borið á borð fyrir þá. H.H. bar fram nokkrar fyrir- spurnir til Dagsbrúnarstjórnar- innar út af dýrtíðinni, sem vax- ið hefði til muna á sl. ári. Gerði hann fyrirspuriiir út af kjarabót- um, sem önnur verkalýðs- og launþegafélög hefðu fengið á sl. ári en verkamenn hefðu þá eng- ar kjarabætur fengið. Spurði hann ýtarlega um hvaða áhrif nið urgreiðslurnar hefðu á verð ein- stakra vara. Gunnar Erlendsson deildi sterk meira af afla sínum upp í Reykja- víkurbæ, en sigldu ekki með hann til útlanda. Deildi hann á þá ræðumenn, sem tekið hefðu til máls og andmælt stjórninni vegna þess að þeir væru, eins. og hann kallaði það, „íhalds-agentar". Jóhann J. E. Kúld, sagði að síðan ríkisstjórnin hefði komið til valda, hefði margt verið gert til hagsbóta verkamönnum. T.d. hefði lánsfjármálum verið komið í miklu betra horf en áður og verðlagseftirlit gert mun sterk ara. Taldi hann, að verkamenn mættu mjög vel við una við að- gerðir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Þegar leið á fundinn, tilkynnti Hannes Stephensen formðaur, að 4 væru á mælendaskrá og bað þá að stytta mjög mál sitt, og bar munnlega fram tillögu um að þegar þessir 4 menn væru búnir að tala, þá yrði öllum umræðum lokið. Hann leitaði ekki mótat- kvæða gegn þeirri tillögu, en úrskurðaði hana samþykkta og beitti þannig fundarstjóravaldi til þess að hindra frekari um- ræður. Þegar þessir 4 ræðumenn höfðu lokið máli sínu, var borin upp frávísunartillaga út af til- lögu Jóhanns Sigurðssonar og var sú frávísunartillaga talin samþykkt, en ekki voru atkvæði talin og ekki leitað mótatkvæða, en fundarstjóri „úrskurðaði“ að frávísunartillagan hefði sam- þykkt verið, þrátt fyrir það þó sterk mótmæli mjög mikils hluta lega á stjórnina fyrir sinnuleysi af fundarmönnum kæmu fram í málum verkamanna og lagði' gagnvart þessari aðferð fundar- áherzlu á, hversu þeim fyndist. stjórans. Neitaði fundarstjóri að kaupmáttur launanna hafa rýrn- ' skrifleg atkvæðagreiðsla færi að. STAKSTEINAR Edvarð Sigurðsson tók til máls og forðaðist hann algerlega að ræða um kjaramálin. Bar hann fram persónulegar dylgjur í garð þeirra, sem höfðu andmælt hon- um til þess að leiða athygli fund- armanna frá kjaramálunum. — Endurtók Edvarð, að verkamenn mættu vel una við sit hlutskipti og tók sérstaklega fram að nú væri „í ágætu Iagi“ fyrir verka- menn að gera ekkert í 6 mánuði, vegna þess að ríkisstjórnin mundi engar ráðstafanir gera fyrr en eftir áramót eða í fyrsta lagi í janúarlok. Mun hann þar hafa átt við að ekkert mundi verða aðhafst fyrr en eftir bæjarstjórn- arkosningar. Gætu verkamenn þá séð, hvernig þær ráðstafanir yrðu og ef til vill sagt upp samn- ingum miðað við 1. maí, ef þeim líkaði ekki það, sem gert yrði. Guðmundur J. Guðmundsson tók til máls og talaði aðallega um félagsmál Dagsbrúnar. Kvað hann félagið mundu leggja áherzlu á að togararnir legðu skýrt hefur verið frá hér að ofan. fram um tillögurnar. Síðan var borin upp tillaga Edvarðs Sigurðssonar um, að ekki skyldi sagt upp samningum og fór um hana á sama hátt og hina tillöguna, að ekki var leitað neinna mótatkvæða, heldur var hún talin samþykkt eftir úr- skurði fundarstjóra, án þess að atkvæði væru talin. Var þessi atkvæðagreiðsla þannig i ófull- komnasta lagi, sem hugsast get- ur. Við þetta ofbeldi fundarstjór- ans og þá óánægju, sem við það skapaðist, leystist fundurinn upp í ringulreið og var síðasta dag- skráratriðið alls ekki tekið fyrir. Það sem sérstaklega vakti at- hygli á þessum fundi var það hve óánægja* verkamanna með stjórn Dagsbrúnar og meðferð hennar á málum félagsins var sterk og almenn og hversu und- irtektir undir ræður kommúnista foringjanna voru daufar. Urðu kommúnistar loks að grípa til ofbeldis í fundarlok í sambandi við atkvæðagreiðslur, eins og Loforðin til verka- mannanna Eftir að „stjórn hinna vina- andi stétta“, „umbótaflokkarnir* og hvað það nú er kallað allt saman, tók við völdum, gaf Al- þýðusambandið út yfirlýsingar, þar sem verkamönnum var lof- að gulli og grænum skógum, ver* stöðvun, aukinni kaupgetu laun- anna og þar fram eftir götunum, ef þeir vildu halda áfram að vinna fyrir sömu laun og áður. „Verðstöðvunarleiðin“ hefur ekkl tekizt betur en það, að vísitalan hefur raunverulega hækkað um 16 stig á einu ári og þar af ern 11 borguð niður. Þannig er vísi- talan fölsuð og dýrtíðin dulbúin. Þannig voru loforðin við verka- mennina efnd. Það kom glöggt fram á Dags- brúnarfundinum í fyrradag aS meðal verkamanna er megn óánægja með stefnu ríkisstjórn- arinnar eða stefnuleysi, i efna- hagsmálunum. Ný loforð Börnin fyllast falslausri gleði, þegar fyrsti snjór vetrarins fell- ur. Áhyggjulaus draga þau fram sleða sína og halda út á tún- blettinn — eða götuna. Leikurinn þar getur verið hættulegur og krefst sérstakrar árvekni þeirra, er farartækjum stjórna. Ljósm.: Gísli Gestsson. Alþýðusambandið hefur nú gef ið út nýja yfirlýsingu, þar sem sagt er, að nú eigi allt að verða í góðu lagi, það eigi að halda þessari sömu,- góðu og árangurs- ríku stefnu, ef verkamenn vilji áfram vera þægir og vinna fyrir sömu laun og áður. t þessu sambandi benti Morg- unblaðið á, að yfirlýsingar Al- þýðusambandsins í fyrra, hefðu reynzt haldlitlar og væri ekki á- stæða til að ætla annað en að þessi yrði það líka. Eins og allir vita, hefur ríkisstjórnin svikið öll sín loforð og er ekki ástæða til að ætla að hún fari nú að efna þau, fremur en áður hefur verið. Það er broslegt að sjá viðbrögð stjórnarblaðanna við þessum um- mælum Morgunblaðsins. Tíminn kallar þetta „hótun Morgunblaðs ins“, og Þjóðviljinn segir eitt- hvað svipað. Það er auðvitað í meira lagi vandræðalegt að kalla það „hótun Morgunblaðsins", þótt bent sé á haldleysi loforða ríkisstjórnarinnar á undangengn- um tíma og gert ráð fyrir að hið sama verði upp á teningnum á næstunni. En einhvernveginn þarf að klóra í bakkann! Einasta ráð stjórnarflokkanna, ef ráð skyldi kalla, er að kenna Sjálf- stæðisflokknum, um allt sem miður fer, á sama tíma, sem þess- ir sömu flokkar hæla sér af þvi, að þeir hafi útilokað áhrif Sjálf- stæðisflokksins á stjórn landsins! Reynt að skrökva Þjóðviljinn segir á sunnudag- inn, að dýrtíð hafi vaxið „hægar hér en í nágrannalöndum okkar og eru það einstæð tíðindi um langt skeið. Þannig hefur vísitala framfærslukostnaðar i Svíþjóð hækkað um 6 stig á sama tíma og hún hefur hækkað um 5 hér, en í Svíþjóð hefur efnahagsá- standið verið næsta traust Iengi“. Þannig er reynt að skrökva að fólki. Þarna sést glögglega, til hvers er verið að reyna að fela þá vísitöluhækkun, sem raunveru- lega hefur orðið og nemur 16 stigum á einu ári. Það er til þess að geta grobbað á eftir með fölsk um tölum og gert falska saman- burði, eins og á sér stað hér þegar verið er að bera saman efnahagsástandið í Sviþjóð og á íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.