Morgunblaðið - 29.10.1957, Qupperneq 6
MORCVNBI AÐIÐ
Þriðjudagur 29. okt. 1957
tlr skrifstofu Flugfélagsins í Kaupmannahöfn.
,,Það er ánœgja okkar að verða þeim
öllum að liði og takmark-
ið er — fraust þjónusta"
Rœtt við Birgir ÞórhalIsson, fulltrúa
Flugfélags íslands í Kaupmannahöfn
FRÁ ÞVÍ snemma á öldum hafa
íslendingar leitað til Kaup-
mannahafnar, margir í mennta-
leit en aðrir í leit að ævintýrum,
gullinu og grænu skógunum.
Hafnarháskóli var um aldir hin
eina æðri menntastofnun, er fá
tækir ísl. námsmenn áttu kost á
að sækja og það var jafnan margt
landa í borginni við sundið. Nú
er þetta breytt: Við höfum eign-
azt okkar eigin háskóla og aðrar
menntastofnanir og á höfuðborg
okkar sjálfra er talsverður heims
borgarabragur. Þrátt fyrir þetta
liggur meginstraumur íslenzkra
ferðamanna til Kaupmannahafn-
ar, sem vegna sinna mörgu og
fjölbreytilegu skemmtistaða hef-
ir verið nefnd hin norræna París.
í Kaupmannahöfn var fyrsta ís-
lenzka sendiráðið og þar voru
vandræði manna leyst af hinni
mestu prýði og svo er enn. En
gangi maður um Vesturbrú að
sumri til, er það hending að rek-
ast ekki á landa og þó sérstaklega
í námunda við Vesterbrogade 6c
— skrifstofu Flugfélags íslands,
eða Icelandair, eins og félagið
heitir nú erlendis. Þarna á skrif-
stofunni er yfirleitt margt um
manninn, því þótt fólk sé ekki i
ferðahug þá stundina, kemur
það til þess að fá fréttir að heim-
an eða af flugvélunum eða til
þess að fá að líta í dagblöðin frá
því í gær eða deginum í dag, ef
þetta er að kvöldi til.
Þá var skrifstofan í einu
hótelherbergi
Á skrifstofu Icelandair í Kaup
mannahöfn vinna nú sex manns,
þar af fimm íslendingar, en einn
Dani. Húsbóndinn er Birgir Þór-
hallsson, sem um margra ára
skeið hefir verið fulltrúi Flug-
félags íslands í Kaupmannahöfn.
í stuttu viðtali við tíðindamann
Mbl. segir Birgir frá því helzta,
sem á dagana hefir drifið síðan
hann tók við þessu starfi.
— Það má segja að starfið hafi
sífellt verið að aukast, segir Birg
ir, er við höfum komið okkur
þægilega fyrir í einkaskrifscofu
hans á arnarri hæð.
— Hveð um uppruna skrifstofu
Flugfélags íslands hér í Kaup-
mannahöfn?
— Þegar Fiugfélag Islands hóf
áætlunarflug til útlanda með
leiguflugvélum frá Schottish Air
lines árið 1946, fór Hilmar Sig-
urðsson hingað og sá um af-
greiðslu flugvélanna. Hilmar
var þannig fyrsti fulltrúi félags-
ins erlendis. Ekki var opnuð
skrifstofa þá strax. Erfitt um hús
næði og allt ærið kostnaðarsamt.
Því næst annaðist Ásbjörn Magn
ússon, afgreiðslu fyrir bæði ís-
lenzku flugfélögin og var skrif-
stofan þá í B. T. Centralen. í árs
byrjun 1950 kom svo Birgir Þor-
gilsson, sem nú er fulltrúi félags
ins í Hamborg hingað og opnaði
skrifstofu. Mjög erfitt var um
húsnæði eftir stríðið og tók hann
það til bragðs, að opna skrifstof-
una í hótelhei bergi á Hótel Cos-
mopolite. Þar var hún í mánað-
artima, unz hann með dugnaði
sínum fékk inni í Shellhúsinu,
en hollenzka flugfélagið K. L. M.
hafði þá þetta húsnæði til um-
ráða. Og þarna var skrifstofan
er ég kom hingað, 20. janúar árið
1951.
— Tildrögin til þess að þú tókst
að þér þetta starf?
— Ja, ég frétti að starfið væri
laust og sótti um. Ég vann þá hjá
K.E.A. á Akureyri og langaði til
þess að reyna mig við þetta. —
Hafði þar að auki mikinn áhuga
á Flugfélaginu og flugmál-
um yfirleitt. En það, sem þyngst
varð á metunum var það, að þeg-
ar Anna kona mín veiktist af
lömunarveikinni sem gekk á Ak-
ureyri 1949 og varð að leita sér
lækninga hér í Kaupmannahöfn,
fór ég einnig hingað til þess a8
geta verið sem næst henni og
fékk vinnu í skrifstofu Sam-
vinnufélagasambandsins danska.
Það var upphafið að Danmerkur
vistinni.
í Jernbanagade 7
Nú, svo við snúum okkur a<
efninu, þá var skrifstofan þarna
í Shellhúsinu í eitt ár. Þá bauðst
okkur húsnæði í Jernbanegade T
og þangað var starfsemin flutt
Starfið jókst jafnt og þétt. Gull-
faxi hélt uppi ferðum og þegar
ég þurfti að skreppa út á flug-
völl var Anna fyrir mig á skrif-
stofunni. Síðar vann hún þar alÞ
an daginn í tvö ár. í Jernbana-
gade vorum við tvö ár unz skrif-
stofan fluttist í þetta hús og þá
á þriðju hæð.
ICELANDAIR — Vesterbro-
gade 6 c
Svo rættist draumurinn um
fullkomið húsnæði á góðum stað
sl. vetur, er við fengum þetta hús
næði hér á götuhæð. Við erum
hér í hjarta borgarinnar beint á
móti Hovedbanegaden, aðaljám-
brautarstöð borgarinnar og hér
við hliðina er flugfélagið S.A.S.
að byggja stórhýsi. Húsnæði það,
sem við höfum til umráða er á
Framh. á bls. 15.
Birgir Þórhallsson.
shrifar úr
daglega lífinu
mikið stundaðar hér á landi, þó
að þær séu vafalítið ánægjuleg
íþrótt fyrir þá, er sigla, og falleg
íþrótt fyrir þá, sem á horfa. Ein-
hvern tíma var sagt frá því í
Morgunblaðinu, að norður á
Akureyri væru menn, sem stund-
uðu kappsiglingar eftir ströng-
ustu reglum íþróttarinnar. Ekki
veit Velvakandi, hvort þær eru
nokkuð stundaðar í Reykjavík, en
það er a.m.k. ekki að neinu ráði.
Einhvern tíma var honum sagt,
að smábátasiglingar voru miklum
erfiðleikum bundnar í nánd við
höfuðstaðinn vegna veðráttunnar
almennt og vegna liættu á mis-
vindum. Ekki hafa fróðir menn
viljað staðfesta þetta. Má vel
vera, að ástæðan fyrir þvi, að
þessi íþrótt er ekki stunduð hér
að ráði, sé sú, að enginn áróður
hefur verið fyrir henni rekinn
eða sú, að fólk nennir ekki að
dútla við bátana og seglin.
Hér í bænum eru hins vegar
nokkrir, sem stunda kappróður,
og hafa þeir með sér tvö félög.
En gaman væri, ef rennilegir
bátar með hvítum seglum bættust
við trillurnar og kappráðrabátan*
í Skerjafirðinum og Sur.dunuta.
Nefertíte
Kæri Velvakandi.
IPISTLI þínum í dag segirðu,
að stytta Nefertíte sé hýst
í Wiesbaden í Þýzkalandi. Ég
gerðist svo frægur að sjá hana í
allri sinni frumfegurð á fyrsta
degi þessa árs, og þá var hún í
Dahlem safninu í Vestur-Berlín,
og hygg ég hana vera þar enn.
Hins vegar mun það rétt vera, að
þar áður haCi hún verið í Wies-
baden. Fyrir stríð var hún í Pa-
hlem safninu, en komst á flæking
og hefir safnið nú sem sagt end-
urheimt hana.
Það má segja að hún sé stolt
safnsins, því að myndir af henni
eru mest notaðar, þegar auglýsa
skal þetta safn og við innganginn
í safnið blasir við manni stór
mynd af henni, Styttan er annar»
sjálf geymd í sérherbergi, að því
er mig minnir, og í glerkassa-
í honum getur einnig að líta, ef
skoðað er frá öfium hliðum, raka-
mæli, því að gæta verður þes«
vel að rakastigið sé rétt.
Þjóðverjar kalla hana annari
Nofretete, en það er aðeins annar
lesháttur, því að i frummálinu
munu engir sérhljóðar hafa verið.
Vinsamlegast M.F.
Framhlið skrifstofu Flugfélags Islands.
Nauthólsvíkin
ÞAÐ hefur oft verið minnzt á
Nauthólsvíkina í þessum
dálkum, en reyndar sjaldnast á
þessum tíma árs, er það jafn-
gildir að minnsta kosti viku kvefi,
ef ekki lungnabólgu og andláti
að stunda sjóböð. En Velvakanda
langar til að segja hér stuttlega
frá hugmyndum Gísla Halldórs-
sonar verkfræðings um víkina og
ströndina þar nálægt, Gísli vék
að þessum efnum á Varðartundin
um, sem sagt hefur verið frá hér
í blaðinu síðustu dagana, m..a
hér í dálkunum á sunnudaginn.
Gísli sagði eitthvað á þessa leið:
í Nauthólsvikinni verður bað-
staður Reykvilanga. Við strönd-
ina verður hlýr og upphækkaður
sjóbaðstaður, þar sem geislahitun
yrði notuð til að skapa svipuð
skilyrði til útilífs og sjóbaða og
eru í heitari löndum. Þar hjá
væri svo nýtízku baðhús. þar sem
fá mætti ýmiss konar gufuböð,
ljósböð og nudd.
Bátahöfn
VIÐ ströndina í Skerjafirði
mætti, sagði Gísli, koma upp
lítilli höfn fyrir skemmtibáta,
kappróðríbáta og litla fiskibáta.
Ofan við bryggjurnar ætti að
koma fyrir bátaskýlum. Þar sem
áhugamenn um þessi efni gætu
geymt farkosti sína cg dyttað að
þeim um vetrartímann.
Þessar hugmyndir Gísla um
Nauthólsvíkina og smábátahöfn-
ina eru skemmtilegar úns og
annað, sem hann lætur frá sér
fara. Skemmtisiglingar eru ekki