Morgunblaðið - 29.10.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 29.10.1957, Síða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1957 Skáldib, bóndinn og kennar- inn, sem hefir drepið yfir2000 tófur og minka Vetrarheimsókn til Gunnars Einars- sonar i Bergskála á Skaga ÉG finn þétt og hlýtt handtak hafa gert minna að því á landi. smárrar og fíngerðrar handar. Fyrir framan mig stendur meðal- maður á hæð, grannur en lið- lega vaxinn. Fyrir hægra auga han§ er svartur leppur, sem væri hann sjóræningi. Hitt augað er hvasst og kvikt, en óvenjuskært og skýrlegt. Hárið er úfið og tekið að grána. Eftir að við höfum heilsazt snýr hann sér að Árna Þorvalds- syni, sem ekið hefir mér hingað heim á hlað og segir: — Kondu blessaður Árni minn. Alltaf er það eitthvað þokka- legt, sem þú færir manni. Á eft- ir fylgir góðlátlegur hlátur beggja. — Jæja, gjörið þið svo vel að ganga í bæinn. Það vill nú svo til að betri helmingurinn af mér er ekki heima svo að ég losna við að gefa ykkur kaffi. Þannig voru fyrstu kynni mín af bóndanum, skáldinu og refa- skyttunni landskunnu, Gunnari Einarssyni í Bergskála á Skaga. Hingað er ég kominn frá Sáuð- árkróki undir öruggri handleiðslu Árna Þorvaldssonar, hins vísna- fróða og skemmtilega ferðafélaga. Það er norðaustan hríðarhragl- andi og brimið dynur við Selnes og Hvalnes og lemur skerin fram undan Borgarlæk, en svo heitir jörðin, sem Bergskáli er reistur á. Fyrir meira en tveim tugum ára reisti Gunnar sér lítið hús norðvestan við Bergskálahamar, sem mun draga nafn sitt af gamalli verbúð, sem þar hefur staðið niðri við sjóinn. Síðar keypti hann jörðina Borgarlæk og hefur búið á henni siðan. Hef- ur svo Bergskálanafnið festst við jörðina og mun svo að öllum líkindum verða. Við tökum okkur sæti inni í lítilli og hlýlegri stofu og röbb- um um daginn og veginn. Ég tek mér nokkra stund til þess að virða húsbóndann fyrir mér, veit ekki almennilega hvernig ég á að leggja til atlögu við hann. Hann er svo óvenjulega ákveð- inn í öllu látbragði og orðum, oft stórorður og bölvar hressi- lega. Orkan og lífsfjörið gneistar af honum. Ég tek það ráð að svara hon- um í sömu mynt, nota stór orð og sterk og bölva eins og hann, teprulaust og án allrar tilgerð- ar, á okkar blæríka máli. Gunnar kann þessu sýnilega vel og ég finn að við erum á sömu bylgjulengd. Þó er greini- legt að hann hefir enga löngun til þess að munnhöggvast við menn, til þess er hann of greind- ur. Og þótt orðin séu á stundum stór er hver setning meitluð og hugsuð, hvergi fum eða hik. Það er auðséð að í hausnum á bak við svarta leppinn búa fljúgandi gáfur. En ekki dugir þetta. Það líð- ur óðum á daginn og meðan birtu nýtur ætla ég að taka af gest- gjafa mínum nokkrar myndir. Ég spyr hann umsvifalaust hvort ég megi mynda leppinn. — O, blessaður það er nú svo ■em ekkert að mynda, og ósjálf- rátt leitar hægri hendi hans upp að auganu og hann lagfærir lepp- inn. Ég horfi athugull á hið glampandi vinstra auga, reyni að sjá hvort honum hefir líkað miður. Svo er ekki. Bros færist um munnvikin og hann segir: — En sjóræningi er bara ekki aóg. Ég hef að sönnu drepið ýmis tff á sjó, en ég tel mig ekki setti létt skot í byssuna. Hefði ég verið með stórt refaskot, þá væri ég ekki hér og þú sætir ekki hérna hjá mér og drykkir einiberjabrennivín, karl minn. Þegar skotið hljóp úr byssunni varð ég alblindur á báðum aug- um. Þetta var þriggja tommu löng patróna og þegar ég þreif- aði upp að andlitinu var hún á En ræningi er réttnefni, Við þetta situr og umsvifa- laust fellst Gunnar á að ég myndi hann. Alltaf annað slagið höfum við verið að tala um vísur, skáld og skáldskap, hagyrðinga og hugs- uði andans. Á meðan við erum úti berast skammar- og níðvísur í tal. En Gunnar er jafnvígur á allt, hvort sem það eru dægurvísur, sveitakveðskaparins, beinakerl- ingavísur af grófari gerðinni, létt og lyrisk kvæði eða þungar og torskildar drápur. — Eiginlega finnst mér eng- inn hafa gert almennilega skamm arvísu síðan Bólu-Hjálmar leið, segir hann. En það var allt svona hjá Hjálmari, tröllsleg átök. Mik- ið andskoti hefir hann verið snjall. — Nýlega heyrði ég eina, sem mér finnst góð. Við skulum engu skeyta um höfundinn eða hann sem í vísunni er getið. Hún er svona: Víst er Helgi vinur sára fárra, virtur er hann lágt af sínum grönnum. Utlitið er innrætinu skárra, er hann þó með skuggalegri mönnum. — Jæja, héma hefirðu þrjú villidýr, segir Gunnar og stillir sér upp með refsskinn í annarri hendinni en mink í hinni. Síðan kallar hann á Plató sinn, en það er minkahundurinn hans. Með honum hefir hann unnið milli 70 og 80 minka frá áramótum. Plató er frá Carlsen. Við setjumst inn á ný. Gunnar snarar ákavítisflösku á borðið. Hún er hálffull af einiberjum, sem hann hefir sjálfur tínt upp í heiði . — Mér finnst það betra svona. Þú ættir lagsmaður að koma hérna eftir nokkra mánuði. Þá er það orðið gott. Þetta er varla búið að standa nógu lengi. — Drekkurðu þig stundum fullan Gunnar? — Nei, ég hef tvisvar orðið fullur um ævina, og ég er nú orðinn 56 ára. Það»er fjandann ekkert varið í að verða fullur. Ég vil vita fótum mínum for- ráð og kunna skil á öllum orðum mínum og gjörðum. En ég hef gaman af að smakka það í góðra hópi, en þegar ég fer að finna á mér hætti ég. — ÞonrSu kannske ekki að drekka íyrir konunni þinni? — Jú, biessaður vertu, segir Gunnar oe hlær við — en vel á minnzt. Kári vinur minn á Sauð- árkróki var að tala um að hann þyrði ekki almennilega að senda þig til mín,-þegar ég sagði hon- um að hún væri ekki heima. Hann var hræddur um að ég gerði alveg út af við þig. Að þessu er hlegið dátt. — Segðu mér annars, Gunnar, Hvernig misstirðu augað? Snér- irðu byssunni einhvern tíma öfugt? — Nei ekki var það og ég mun ekki gera það. En það var skotið sem fór í öfuga átt. Það hljóp sem sé aftur úr bölvuðum hólkn- um. — Segðu okkur hvernig það atvikaðist. — Ég var á refaveiðum hér norðvestur af Fossánni uppi í heiði. Það var stráklingur með ^ mér. Ég ætlaði að skjóta rjúpu I hún losnaði. Það voru mestu í agn. Hafði eina af þessum | kvaiir, sem ég hef nokkurn tíma patrónuna. Síðar sagði Jónas læknir að þetta hefði bjargað lífi mínu. En rui tók að blæða glatt, laxmaður. Jónas sótti mig svo á báti hingað út eftir og honum á ég líf mitt að launa. Ég lá £ nokkrar vikur með bund- ið fyrir augun. Og verst þótti mér að vita ekki hvort ég fengi aftur sjónina á vinstra augað. Færi svo að ég fengi hana ekki, óskaði ég mér að patrónan hefði lent ofurlítið ofar. Hún hafði sem sé ekki snert heilann. En þetta reyndist allt í bezta lagi. En nóg um það. Hvað viltu vita meira? — Hvernig ferðu svo að miða byssunni? Berðu hana upp að vinstri öxlinni? Gunnar Einarsson: — Hérna hefirðu þrjú villidýr. kafi inni í kinninni rétt neðan við augað, slétt aí við kinnbein- ið. Hitt augað blindaðist af púðri og bruna. — Misstirðu ekki meðvitund- ina? spurðum við Árni báðir í einu. — Nei. Strákauminginn hálf sturlaðist og þaut af stað heim að Fossi. Þar mun hann þó hafa stunið upp því, sem gerzt hafði. Ég vissi af Fossánni skammt frá mér. Heyrði niðinn í henni. Mér varð það fyrst fyrir að halda í áttina að henni og fylgdi svo hljóðinu meðfram henni. — Skammt ofan við Foss komu menn á móti mér. — En sárið? Blæddi ekki mik- ið? Sástu aldrei neitt á leiðinni með vinstra auganu? — Nei, ég sá ekki neitt. Það blæddi ekkert úr sárinu. Ég hafði heyrt að blóðeitrun-gæti hlaupið í sár, ef spanskgræna úr látún- inu kæmist i það. Fór ég þá að reyna að losa patrónuna, stakk fingrinum framan í hana og fór að skaka hana til, en hún var blýföst. Smátt og smátt losnaði hún þó. Beinahrönglið fór að hrynja niður í sárið eftir því sem gömlu ema Húskvarna-byssum. Ég I liðið. En mér tókst að losa — Nei, ég ber hana upp að þeirri hægri. Ég komst fljótt upp á lag með það. Gunnar sækir tvíhleypuna sína og sýnir mér hvernig hann fer að þessu. Ég furða mig á þessu. En það er ekki um að efast. Fyrir framan mig hef ég einhverja orð- lögðustu skyttu þessa lands, sem hefir verið blindur á öðru aug- anu síðan 1933 eða 34. Hann seg- ist andskotann ekki muna það. — Og hvað hefirðu drepið mörg dýr? — Það eru nú orðnir um 1800 refir og 300 minkar. Og til þess að þú haldir ekki að ég sé að raupa eða ljúga að þér þá er hérna skjal frá Búnaðarfélaginu. Ég les heiðursskjal, sem stjórn Búnaðarfélags fslands hefir sæmt Gunnar fyrir afburða- frammistöðu við eyðingu refa og minka. Það er ekki um að vill- ast. — En segðu mér, Gunnar. Manstu ekki einhverja öðrum fremur eftirminnilega sögu um refadráp? — Ég veit ekki. Ég hef np skotið refi frá 18 ára aldri til 56 ára og það er svo margt sinn- ið, sem skinnið. Af flestum grenjum, sem ég hef unnið, hef ég lært eitthvað nýtt. Það eru margar aðferðir við að vinna dýr- in og þau eru misjöfn viðureign- ar. Stundum gengur maður þau uppi í auðu, og þá koma sjónin og kíkirinn til. Stundum liggur maður fyrir þeim í skothúsi með agn. Svo þarf stundum að leika á dýrin, og þau geta verið ótrú- lega slungin. Ég hef að vísu oft leikið á þau, en þau hafa líka oft leikið á mig. Þannig er þetta. En ég get sagt ykkur frá tveim- ur grenjum, sem ég vann einu sinni í sömu férðinni. Þau eru jafnframt gott dæmi um, hve misjafnt getur verið að eiga við þetta. Ásgeir á Fossi hafði fundið greni í svokölluðum Hraunhól- um vestan í Bjarnarfelli. Við héldum þangað saman í blíð- skaparveðri. Þarna var ljómandi gott að liggja, fagurt til fjalla, logn og blíða. Skammt frá okkur var steindepilshreiður. Það var unaðslegt að horfa á foreldrana mata ungana sína, óhrædda við þessa nýstárlegu gesti, mannver- urnar. Álftirnar syntu á heiða- vötnum og kvaki þeirra blönd- uðust raddir himbrima og lóma. Já það halda allir að refaskytt- an sé full af morðhug og sjái ekki fegurðina í kringum sig og skynji ekki töfra náttúrunnar. En það er ekki svo. Auðvitað verðum við að gera fleira en hlusta á vorkliðinn. Við erum líka komnir til annars. Kl. 11 um kvöldið sé ég hvar dýr kemur með aðburð í kjafti. Var það blár refur, ungt dýr og var að færa ungum sínum rjúpu. Ég skaut hann án mikillar fyr- irhafnar á melbarði skammt frá greninu. Undir kvöldið kom læð- an og átti sér einskis ills von. Hún bar ekkert handa ungura sínum nema full júfur af mjólk. Hún fór sömu leiðina og bóndi hennar. Þetta voru ung dýr. Hjá þeim var engri slægð að mæta. Þau fundu engan þef af okkur, voru grandalaus, höfðu aldrei lent í tæri við ofjarl sinn. Þetta var dæmi um greni, sem auðvelt var að vinna. Á heimleiðinni gengum við hjá gömlu greni, sem ekki hafði ver- ið leitað á þessu vori. Hér var heldur öðru vísi um að litast en á hinu greininu, allt löðrandi í lambspörtum og alls konar æti. Ég sá, að hér hafðist skæður bítur við. Oftast verður tófan dýrbítur vegna þess að hún mæt- ir hörðu í lífinu. Ég lagðist skammt frá einura munnanum og tók að athuga grenið. Skyndilega kemur stálp- aður ungi út og sér mig þegar. Nú er um að gera að bæra ekki á sér, helzt að depla ekki aug- unum, því styggist unginn rekur hann upp viðvörunaröskur og þá koma dýrin ekki að greninu. Ég horfði á ungann nokkra hríð hreyfingarlaus. Hann teygði sig út úr munnanum, velti’ vöngum nokkra hríð, horfðist í augu við mig, en lét sig svo síga hljóð- laust inn í grenið aftur. Það var ekki um að villast, hér var bú- skapur í fullum gangi. Ég ákvað að setjast hér að. Við Ásgeir vorum orðnir matarlausir og varð því að ráði, að hann héldi heim á leið til þess að sækja matföng. Mér þótti heldur ekkert að þessu. Eg vil gjarna vera einn fyrstu nóttina á greninu. Ég get þá ekki kennt öðrum um ef mistekst. Lognið og blíðan hélzt fram eftir deginum og fram á kvöld, en þá skall yfir sótsvört þoka. Það er ágætt að liggja á greni í góðu veðri, en í þokunni er ekkert hægt að gera nema bíða. Það er ekki skemmtilegt að sitja aleinn og horfa á kolgráann í kringum sig. Úrsvalur rakinn læs ir sig um mann og nú eru engir fuglar, engin heiðavötn og eng- in fjallasýn. Ég fer að bölva með sjálfum mér og heita því að þetta skuli vera síðasta grenið, sem ég ligg á. Þetta er hættulegt starf, það sannar tóm augnatóftin á mer. Það er líka vanþakklátt og ekki mikið upp úr því að hafa. Það er lika sífellt talið eftir, sem maður fær fyrir þetta, og ekki i sf.endur á baknaginu ef ílla geng-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.