Morgunblaðið - 29.10.1957, Qupperneq 9
Þriðjudagur 29. okt. 1957
MORGVNBLAÐIÐ
■ur og manni mistekst. Nóttin líð-
ur og þokan helzt. Ásgeir kem-
ur með kaffi og hressir mig.
Ég vil síður leggja hvolpaboga,
því ég veit ekki hvenær vökul
augu kunna að sjá til mín. Það
líður önnur nótt og ekkert sést
eða heyrist. En eftir hana kemur
norðvestan kaela og þokunni létt-
ir lítið eitt. Þá öskrar dýr
grimmdarlega alllangt í suðvest-
ur frá mér, og er mér þegar
Ijóst að það hefir vitað af mér
allan tímann. Sé ég þegar, að
ekki er hægt að koma dýrunum
að óvörum, og_ yrðlingarnir eru
mín eina von. Ég leggst því yfir
einn munnann og kvaka eins og
læðan þegar hún kallar á unga
sína til matar. Ég heyri brátt
þrusk inni fyrir og tveir yrðling-
ar koma út úr munnanum. Tekst
mér að grípa annan og setja hann
í poka. Og aftur skellur þokan
yfir. Yrðlingurinn er nú mín ein-
asta von, því meðan þokan er
get ég ekki gengið tófuna uppi
og vonlaust er að bíða hennar
á greninu, þar sem hún veit af
mér. Þriðju nóttina kl. að ganga
fjögur kemur sunnangola og
sviptir burt þokunni. Skömmu
síðar öskrar dýr norðan við mig.
Þannig hagaði til, að skammt
norður af greninu var skafl.
Hleyp ég nú með hvolpinn og
tjóðra hann rétt við skaflinn. Það
verk framkvæmi ég þannig að
ég bind um báða afturfætur hans
með mjúku snæri og tjóðra hann
við 2—3 kg. hellustein. Þetta geri
ég til þess að hann geti ekki
sloppið þótt nagaður væri sund-
ur annar spottinn. Fyrst kippir
hann í og reynir að losna. Síðan
fer hann að athuga bandið og
steininn. Hann glefsar í það en
hefir ekki eirð í sér til þess að
naga það í sundur og hellunni
veldur hann ekki.
Þegar öll sund virðast lokuð,
fer hann að gefa frá sér hljóð.
Fyrst ýlfrar hann, en það er ekki
kvalahljóð. Yrðlingar eru ekki
kvaldir nema svo sem 10 metra
vanti til þess að dýr komi í skot-
mál. Síðan gaggar yrðlingurinn
hátt, en faðir hans tekur undir
\ nákvæmlega sama tón. Hef ég
sjaldan séð rösklegar tekið til
fóta, en þegar rebbi hélt af stað
til sonar síns. Nú gerist margt
í senn. Ég bíð á bak við stóran
stein með byssuna spennta. Ætla
ég mér að skjóta refinn þegar
hann er í ákveðinni fjarlægð frá
yrðlingnum, en áður en hann er
kominn á þann stað, sem ég ætl-
aði honum að falla, er læðan
komin við hliðina á hvolpinum.
Hafði hún komið ofan úr fjalli
að baki mér, hafði steininn, sem
ég lá við, borið á milli. Svo vel
vill til að bæði dýrin bera sam-
an, sem við skyttur köllum. Ég
hleypi af. Læðan liggur, og ref-
urinn kastast til undan skotinu.
Ég hef sært hann. Læðan var í
um 20 m. fjarlægð, en refurinn
60 m. frá mér. Ég tek nú til
fótanna og fer á öllum gangi nið-
ur skaflinn glerhálan. Hugðist
elta refinn, sem rann niður
brekkuna. Ef ekki hefði verið
mjúkt fyrir neðan skaflinn, hefði
farið illa fyrir mér. Hófst nú
eldingaleikur um móana, sem
endaði með því að rebbi féll
dauður niður. Voru þrír fætur
hans brotnir eftir skotið. Ég blés
nú mæðinni og hélt af stað með
rebba og sótti skóna mína upp í
brekkuna, en þá hafði ég misst
í upphafi hlaupsins. Yrðlingana
var þægilegt að vfnna. Við tók-
um frá þeim allt æti og lögðum
hvolpaboga. Hungrið dregur þá
loks út úr greninu.
Þannig getur þetta verið þeg-
ar við slægan dýrbít er að eiga.
Ég gæti sagt þér margar sögur
svipaðar þessari. Ég hef víða
legið á grenjum, verið fenginn í
aðrar sveitir og jafnvel allt fram
undir jökla til þess að reyna að
vmna greni, sem aðrir hafa geng-
ið frá. Auðvitað gæti ég einnig
sagt þér margar sögur, þar sem
ég hef farið hinar herfilegustu
hrakfarir, einkum á yngri árum.
— En hvernig stóð á þvi að
þú lagðir svona mikla rækt við
að vinna refi?
— Það er ljótt atvik, sem varð
orsök þess. Ég var þá ungur mað-
ur — það mun hafa verið 1921.
Ég lá þá á greni og refurinn kom
heim með júgur af svartri kind.
Ég skaut refinn en gaf engan
frekari gaum að júgrinu, gerði
ráð fyrir að refurinn hefði drep-
ið kindina og tekið mýksta bit-
ann með sér heim. En þegar ég
var á leiðinni heim af greninu
tveimur sólarhringum eftir að
ég hafði skotið refinn, fann ég
kindina og þá deplaði hún enn
augunum. Hún hafði dottið fram
af barði, er refurinn hefir verið
að elta hana, oltið um hrigg
og fest hausinn. Gat hún því
ekki hreyft sig. Hefir þá refur-
inn rifið undan henni júgrið, lif-
andi. Þá sór ég þess eið að unna
mér engrar hvíldar við útrým-
ingu þessarar meinvættar. Og ég
tel mig hafa staðið við það.
— En minkarnir?
— Það er ekkert gaman að
eiga við þá. Þeir virðast grunn-
færnir og treggáfaðir. Hundur-
inn hefir mest fyrir að di-epa þá.
Þó tel ég að minkurinn sé jafn-
vel enn hættulegri okkur en ref-
urinn. Hann er harðsnúinn og
grimmur. Ég veit til þess að
minkur hefir drepið fullorðna
Gunnar með minkahundinn
sinn, sem hann fékk hjá
Carlsen
álft. Það er sama þótt hún fljúgi.
Hann bítur sig fastan og hang-
ir svo á henni þar til hún lækk-
ar flugið og gefst upp.
— Við fleira hefurðu fengizt
en tófu- og mikadráp.
— Já, ég hef stundað sjó og
drepið flest, sem drepið er á
sjó.
— Og þú ert kennari.
— Það er ég búinn að vera í
31 ár.
— En hvernig gengur þér,
svona skömmóttum eins og þú
ert, að uppfræða börnin? Eru
ekki tómir skammarkjaftar hér
á Skaga?
Gunnar hlær dátt að þessu, en
segir svo:
— Nei, ég læt þá hafa það
óþvegið, sem þola það, svona
menn eins og þig og þína líka,
en börnin læt ég alveg í friði.
— En þú ert nú búinn að lofa
okkur að heyra nokkrar vísur
eftir þig, eins og t. d. þá, sem þú
ortir á morgunsiglingunni út með
Reykjaströnd.
Nú þætti mér gaman ef þú
vildir lofa okkur að heyra kvæði
eftir þig.
— Það er eitthvað til af þessu
I bulli, segir Gunnar og sækir
handskrifaða bók, gleraugu og
lampa, því nú er tekið að skyggja.
Siðan les hann hvert kvæðið af
öðru og við hlustum. Ég undrast
hvernig þessi harðsvíraði dráps-
maður verður allt í einu að
mildu, ljóðrænu skáldi, sem yrk-
ir um iðgræna bala og hlýja vor-
golu. Sem sýnishorn tek ég hér
tvö af kvæðunum, sem hann las
okkur. Hið fyrra heitir „Upp til
heiða“ og hljóðar svo:
Leikur við hafsbrún lítið ský.
Ljósnáttað vor er komið á ný.
Iðgrænir balar anga.
Vorgolan andar hógvær og hlý.
Til heiðar ég ætla að ganga.
Þar átt hef ég marga unaðsstund.
Yngist og hressist þjökuð lund,
er hvarf ég frá byggð til heiðar.
Ég sný nú baki við hal og hrund
og held þangað minnar' leiðar.
Sögu ég marga og minning á
um mosarinda og stararflá
með vötnum og tærum tjörnum.
Oft hef ég hvílt mig örskammt frá
öndum og svanabörnum.
Hér engir vágestir unnu mein.
Hér ei hafa snortið nokkurn stein
mannanna mislögðu hendur.
Hér ríkir náttúra íslands ein.
Ég eigna mér þessar lendur.
Þó biðist mér gull og gripafjöld,
þó gefa ætti mér konungsvöld,
ég aldrei eign minni farga.
Þó borgir ræningjum greiði gjöld
guð mun heiðinni bjarga.
En verðir þú þreyttur, vinur minn
og virðist þér borgarglaumurinn
hættur að heilla og seiða.
Vera skaltu hér velkominn
að vormorgni, upp til heiða.
Hér muntu finna frið og skjól,
fegurri veröld, hlýrri sól.
Lund þín léttast og kætast.
Og vordraumar þeir sem æskan ól
aftur birtast og rætast.
Annað kvæði, um uppreisnina
í Ungverjalandi. Það heitir
„Verndarar“:
Stálgráir fuglar fljúga,
fljúga yfir landamerkin.
Svo byrja þeir böðulsverkin. —
Blóðið um göturnar streymir.
En drenginn í vöggunni dreymir.
Hann dreymir að saklaus dúfa
dreifi út boðskap um friðinn.
En bróðir hans liggur liðinn. —
Og logandi rústirnar blína.
Þær vitna um verndara sína.
Guðni Jónsson vélstjóri
minníngarorð
EINS og lesendum blaðsins er
kunnugt, varð hörmulegt bílslys
suður á Keflavíkurvegi að kvöldi
fimmtudagsins 17. þ. m. Setuliðs-
bifreið ók á ofsahraða aftan á
mann á hjóli, og hlaut hann
bana. Maðurinn var Guðni Jóns-
son, vélstjóri í Keflavík. Hann
var að koma frá vinnu sinni við
vélbát þann, sem hann var vél-
stjóri á, en báturinn var í við-
gerð á skipasmíðastöð.
Guðni Jónsson fæddist 3. jan.
1906 að Steinum undir Eyjafjöll-
um. Foreldrar hans voru Jón
Einarsson, bóndi í Steinum, og
kona hans Jóhanna Magnúsdótt-
ir, sem var Fljótshlíðingur að
ætt og uppruna. Þau hjón eign-
uðust átta börn og áttu sér sér-
stæða sögu. Stúttu eftir að þau
hófu búskap sinn, veiktist Jón
og varð síðan farlama maður
til ævíloka. Gat hann helzt stund-
að bókband. Kona hans sá svo
fyrir barnahópnum, og reyndist
þrek hennar, þolgæði og elja
með miklum ólíkindum. Hún
gekk á fjörur, eftir reknu fiski-
fangi á vetrum, fór austan und-
an Eyjafjöllum margoft með
hest í taumi vestur á Suðurnes
til þess að afla sér bjargar,
ihirti allar skepnur, sló og batt
hvern bagga. Og hún fór með
veikan son sinn á hestvagni alla
leið til Reykjavíkur til þess að
leita honum lækningar við ill-
kynjuðu fótarmeini. Þau hjónin
urðu fyrir einstæðu óláni á
skepnum sínum, en það gat ekki,
ofan á allt annað, bugað kjark
og þrótt hinnar furðulegu konu.
Hjónaband þeirra Jóns var með
afbrigðum ástúðlegt. Jón var allt-
af hýr og glaður við konuna og
börnin, og konan sýndi honum
undraverða nærgætni og um-
önnun. Jón lézt árið 1916, en Jó-
hanna hélt áfram búskap um
hríð. Árið 1919 flutti hún til
Vestmannaeyja, og þar var hún
svo til æviloka. Hún er látin fyr-
ir aðeins fáum árum. Af þessari
miklu konu skrifaði Þórður
fræðimaður Tómasson í Vallna-
túni þátt í Sagna-Gest, sem út
var gefinn 1953.
Eins og nærri má geta, vönd-
ust börnin vinnu strax og þau
máttu verða að einhverju gagni,
og þrátt fyrir basl og fátækt
heima fyrir, uiðu þau hinar nýt-
ustu manneskjur. Guðni var
snemma laginn, duglegur og
vinnusamur. Hann fór að stunda
sjó sextán ára gamall, og tiltölu-
Iega fljótlega varð hann vél-
stjóri og var það svo til dauða-
dags. Árið 1933 flutti hann til
Keflavíkur, þá kvæntur myndar-
konu, Karólínu Kristjánsdóttur,
dóttur sjógarpsins, sem Örn Arn-
arson orti um stórfrægt kvæði.
Þau hjón hafa eignazt fimm börn.
Hafa tvö þeirra, piltur og stúlka,
þegar stofnað sín eigin heimili,
einn sonur stundar nám í Kenn-
araskólanum og tvær telpur, inn-
an við fermingu, eru í foreldra-
húsum.
Guðni heitinn var sérstæður
máður að dugnaði, reglusemi og
trúmennsku við störf sín. Ég
undirritaður þekkti hann frá
bernsku, bar fundum okkar oft
saman. Eitt sinn á styrjaldarár-
unum, þegar mest uppgrip voru
við vinnu á Keflavíkurflugvelli,
sagði ég við hann, að jafnlag-
hentur og duglegur maður og
hann mundi geta unnið sér inn
geysilega mikið fé í setuliðs-
vinnu. Guðni svaraði:
„Ég kemst vel af, og mér finnst
það satt að segja ekkert stór-
mannlegt að rjúka úr starfi á
bátnum og fara að snúast kring-
um Kanana. Einhverjir verða að
sinna sjómennskunni, því að
varla mun herinn verða okkur
einhlítur til frambúðar“.
Guðni var hinn mesti gæða- og
greiðamaður. Hann var kátur og
skemmtilegur, en þó jafnan prúð-
ur, mikill vinur vina sinna og
ágætur fjölskyldufaðir. Er að
honum mikill mannskaði, og
munu margir sakna hans, auk
allra nánustu vina og aðstand-
enda, svo svipleg sem ævilok
hans urðu.
Hann var að koma frá skyldu-
störfum sínum, þegar hann féll i
valinn, og ekki of sagt að hana
hafi fallið á þeim vettvangi, þar
sem það stríð er háð, sem eiti
sæmir góðum drengjum og sönn-
um manndómsmönnum.
Guðmundur Guðjónssoa.
Gunnar er náttúrudýrkandi,
jafnvel þótt hann hafi látið hagla-
byssuna gjalla í vorkliðnum.
Hann trúir því að björgun manns
ins sé fólgin í því, að hann taki
sig upp og yfirgefi borgarglaum-
inn, vélaskröltið, trúmáladjöful-
skapinn — þessa iðandi kös,
sem er að brjála mannkynið, —
haldi til heiðar og finni þar frið.
Þegar hann leggur frá sér bók-
ina með Ijóðunum sínum, segir
hann að stundum sé hann not-
aður eins og þarfanaut, fluttur á
milli skemmtistaða og látinn
lesa upp.
— Ég geri þetta að gamni mínu
að bulla þetta, og menn hafa
gaman af þvi.
Ekki er trú hans meiri á sjálf-
um sér sem skáldi.
Það er almyrkt, þegar ég kveð
þennan sérkennilega og skemmti-
lega mann, skáld, bóndann og
kennarann, sem drepur tófur
eins og óður stríðsmaður.
bjarfastur
KIWI
\ ! / / gljáinn
- er
og
dýpstur
Kiwi verndar sk« yðm
og tykur endinguna.
vig.
4ðalumboðsmenn: O. JOHNSON & KAABER H.F.
Málverkauppboð verður í Sjálfstæð-ishúsinu nk. föstudag (1. nóv.) kl.
5 síðd. Málverkin verða til sýnis fimmtud. 31. okt. ld. 2—7 og
föstud. kl. 10—4 í litla sal Sjálfstæðishússins.
Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar