Morgunblaðið - 29.10.1957, Qupperneq 11
Þriðjudagur 29. okt. 1957
MORCVJSBt AÐIÐ
11
Verksmiðjuframleiðsla kommú-
nista og Framsóknarmanna á
útsvarskærum
Kært yfir útsvörum, sem ekki voru til
Samfal við tormann Niðurjöfnunarnefndar
MBL. hefur átt tal við formann
Niöurjöfnunarnefndar Reykja-
víkur, Guttorm Erlendsson hrl.,
varöandi afgreiöslu á útsvars-
kaerum. Eins og kunnugt er, voru
tveir kærufrestir auglýstir á
þessu ári og í síðara sinnið bár-
ust allmargar kærur. Skv. heim-
ild formanns voru þær 3976. Var
útsvari 1118 gjaldenda breytt og
nam nettólækkunin kr. 2,071,760.
Heildarnið urstaða
útsvarsálagningar
Eins og kunnugt er heimilaði
Hannibal Valdimarsson, félags-
máiaráðherra, að leggja mætti á
gjaldendur í Reykjavík, útsvars-
upphæð, sem næmi kr. 199,435,
500. En Niðurjöfnunarnefnd hef-
ur ekki notað sér þessa heimild
að fullu með því að heildarniður-
staðan af útsvarsálagningunni,
eftir að kærufrestir eru liðnir og
kærur afgreiddar, er kr. 197.
080. Munar því hér kr. 2.366.420,
sem útsvarsupphæðin er lægri en
sú upphæð, sem félagsmálaráð-
herrann leyfði að jafnað yrði
niður.
%
Kært fyrir gjaldendur
án beiðni þeirra.
Það er rétt að hafa í huga, í
sambandi við kærufjöldann nú,
sagði formaður, að mikil brögð
voru að því að tvær kærur bár-
ust vegna sama gjaldenda, í
fyrsta lagi frá gjaldandanum
sjálfum og í öðru lagi frá endur-
skoðendum, lögfræðingum og
ýmsum, sem talið hafa fram fyr-
ir menn. Var þar einkum um að
ræða endurskoðendur og lög-
fræðinga, sem eru kommúnistar
eða Framsóknarmenn og vildu
hengja hatt sinn á svonefndan úr-
skurð Hannibals.
Þessir menn sendu kærur fyr-
ir alla, sem þeir höfðu aðstoðað
við framtal í upphafi, alveg án
tillits til þess, hvort þeir höfðu
verið beðnir að kæra útsvarið
eða ekki. Var því hér um eins
konar óbeðinn erindisrekstur að
ræða. Þegar svo gjaldendurnir
kærðu sjálfir, lágu þannig fyrir
tvær kærur og var báðum svarað
í þeirri röð, sem þær voru teknar
fyrir. Þannig gat sami gjaldandi
fengið tvö svör, annað þar scm
útsvarið var lækkað og seinna
svarið, þar sem útsvarið var á-
kveðið óbreytt frá því, sem verið
hafði í fyrra svarinu. Má vel
vera að ýmsir liafi misskilið
þetta en hér er ekki öðru um
að kenna en þeirri „framtaks-
semi“ endurskoðenda og iögfræð-
inga úr hópi aðdáenda Hannibals,
að senda kærur óbeðið, til að
kærufjöldinn yrði sem mestur.
Verksmiðjuframleiðsla á
kærum
Um vinnubrögð þessara manna
er ýmislegt annað að segja, sagði
formaður Niðurjöfnunarnefndar
og er rétt að skýra frá sumu af
því, svo almenningi verði ljósar
þær aðfarir, sem hér var um að
ræða. Þessir framtakssömu kær-
endur virtust ekkert skeyta um
annað en að senda kærublað. Var
í fæstum tilfellum um það að
ræða, að þeir hefðu athugað út-
svar þeirra, sem þeir kærðu fyr-
ir og báru þeir þess vegna oft-
ast ekki fram neinar sérstakar
ástæður fyrir hönd þeirra gjald-
enda, sem þeir kærðu fyrir, held-
ur skrifuðu pólitískar kærur á
Hannibalsvísu. Einn kommún-
ista-endurskoðandi sendi þannig
281 kæru af þessu tagi. Voru þær
allar samhljóða og voru Ijós-
prentaðar en án undirskriftar en
aðeins með stimpli, sem líka var
ljósprentaður. Var hér um eins
konar verksmiðjuframleiðslu að
ræða á útsvarskærum. Þessum
kærum var öllum svarað eftir að
framtöl gjaldenda höfðu verið at-
huguð.
Kært út af útsvörum, sem
ekki voru til
Bæði sá endurskoðandi, sem átt
er við hér að ofan, og ýmsir aðr-
ir, sama sinnis, kærðu fyrir all-
marga, sem ekkert útsvar hafði
verið lagt á. Ber það ljósastan
vott um vinnubrögð þessara
manna, að þeir athuguðu ekki
einu sinni hvort þeir einstakling-
ar, sem þeir kærðu fyrir, um-
boðslaust og óbeðið, bæru útsvar
eða ekki.
Kommúnistalögfræðingurinn,
sem skaut sér bak við skólapilt.
í þessu sambandi má taka eitt
dæmi. Fyrir lágu tvær kærur frá
sama manninum. önnur var frá
honum sjálfum og voru þar færð-
ar fram persónulegar ástæður,
sem hann hafði ekki getið um
á framtali og voru þær teknar
til greina og útsvarið lækkað.
Hin kæran var með hannibals-
sniði, fjölrituð á lítinn miða og
hafði borizt talsverður fjöldi af
sams konar miðum. Nefndin tal-
aði við gjaldandann og kannað-
ist hann alls ekki við að hafa
beðið þann mann,' sem undiritaði
kærublaðið, að senda umkvörtun
fyrir sig. Var nú haft upp á þeim
manni, sem undirskrifað hafði
Hannibalskæruna og reýndist það
vera drengur í Menntaskólanum.
Gaf hann þá skýringu, að lög-
fræðingur nokkur, sem talinn er
standa mjög nærri kommúnist-
um, hefði beðið sig að und-
irrita fyrir sig þessar fjölrituðu
kærur. Hins vegar sendi þessi
lögfræðingur nokkrar kærur
fyrir aðra, þar sem færðar voru
fram persónulegar ástæður, sem
mæltu með breytingu, en þær
kærur hafði lögfræðingurinn vél-
ritað á bréfsefni sin og undirritað
sjálfur. Er engu líkara en að
þessi lögfræðingur hafi ekki vilj-
að kannast opinberlega við fjöl-
rituðu Hannibalskærurnar, sem
hann hafði sent óbeðið. Ýmis-
legt þessu líkt bar við í kæru-
herferð kommúnista og Fram-
sóknarmanna. Er vitaskuld ekki
vandi að auka kærufjöldann með
slíkum -aðferðum.
Myndirnar í Timanum
Loks bar Mbl. undir formann
Niðurjöfnunarnefndar grein í
Tímanum á sunnudag, þar sem
birtar eru myndir af tveim til-
kynningum frá nefndinni. Vant-
ar að vísu á þessar myndir bæði
undirskrift og nafn þess, sem
tilkynninguna fékk, svo ekki er
hægt að segja að „gögnin“ séu
í sem beztu lagi. En nú hefur ver-
ið gerð ýtarleg athugun á þessu
tilviki, sagði formaðurinn, og
hefur eftirfarandi komið í ljós:
Starfsmaður hjá prentsmiðju
Tímans . sendi snemma í seinni
kærufrestinum kæru til nefndar-
innar og óskaði eftir lækkun, af
persónulegum ástæðum, á útsvari
sínu. Þessi kæra var tekin fyrir
á fundi nefndarinnar 26. sept
sl. og þar ákveðið að útsvarið
skyldi lækka úr kr. 12490 í kr.
11000 eða um kr. 1490. Síðar
barst önnur kæra frá sama
manni, þar sem hann óskar lækk-
unar af sömu ástæðum og til-
greindar voru f fyrri kærunnL
Seinni kæran var tekin fyrir á
fundi nefndarinnar 12. okt. s.L
og þótti ekki ástæða til að breyta
fyrri ákvörðun um útsvarið og
var manninum því sent svar um,
að það stæði óbreytt. Þetta þýð-
ir að sjálfsögðu að útsvarið er
kr. 11000,00 á manni þessum, ein*
og ákveðið var, þegar fyrri kær-
an var úrskurðuð. En það er því
vitaskuld alrangt, sem „Timinn"
segir, að lækkun útsvars þessa
starfsmanns, hafi verið afturköll-
uð. Hins vegar var óvenjulegt,
að sami maður sendi þannig tvær
kærur um sama efni innan sama
kærufrestsins, með fárra daga
millibili.
í gær átti sá starfsmaður á
Skattstofunni, sem sendir út til-
kynningar Niðurjöfnunarnefndar,
tal við mann þann sem átt er við
í „Tímanum“, og virtist ekki gæta
neins misskilnings hjá honum,
þannig að honum var ljóst,
hvernig í málinu lá. „Tíminn“
hefur því búið þennan misskiln-
ing til, eins og raunar máttl
vænta.
Allir nefndarmenn sammála
um starfsaðferðir.
Ég vil að lokum taka það fram,
sem oft hefur verið skýrt frá áð-
ur, sagði formaður Niðurjöfnun-
arnefndar, að álagningaraðferð
nefndarinnar var hin sama á
þessu ári og á undanförnum ár-
Framh á bls. 19
REYKJAVIK
NESKAUPSTAfcU* HAFNAR.FJ0P.-9UP.
AKR.AWES
-ffc
Kn 32.^0,- Kr.4590,~ Kr.4635-; - l<r.A9IO, -
Sölutækni hyggst koma
upp kvöldskóla fyrir
starfandi verzlunarfólk
Frá aðalíundi
f élagsins
AÐALFUNDUR félagsins Sölu-
tækni var haldinn 23. þ.m. Félag
þetta var stofnað fyrir rúmu ári
af 30 áhugamönnum. Markmið
þess er: 1) að vinna að auknum
skilningi á nýtízku auglýsinga-
og sölustarfsemi og skipulegri
vörudreifingu, 2) að efla rann-
sóknir og fræðslustarfsemi á
sviði sölutækni.
Nú eru félagsmenn 114, þar af
72 fyrirtæki. Stjórn félagsins var
öll endurkosin, en hana skipa:
Sigurður Magnússon, formaður,
Þorvarður J. Júlíusson, varafor-
maður, Guðm. H. Garðarsson, rit
ari, Páll Sæmundsson, gjaldkeri
og meðstjórnendur Jón Arnþórs-
son, Árni Garðar Kristinsson og
Ásgeir Júlíusson. Stjórn félagsins
hefur nýlega ráðið Gísla Einars-
son, viðskiptafræðing sem fram-
kvæmdastjóra félagsins. Hann
hefur dvalið erlendis um eins árs
skeið og kynnt sér starfsemi
verzlunarráðunauta bæði á Norð
urlöndum og í Bandaríkjunum.
Sambandið við norrænu félögin
í öllum stærri bæjum Norður-
landanna fjögurra, Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi,
hafa verið starfandi um langan
tíma félög hliðstæð Sölutækni.
Félögin í þessum löndum hafa
með sér samtök, sem nefnast
„Nordisk Salgs- og Reklamefor-
bund“ og var 25 ára afmæli þess
haldið hátíðlegt í Gautaborg í
fyrra. Þangað var boðið fulltrú-
um frá Sölutækni og var félag-
inu veitt innganga í samtökin.
Þrír fulltrúar Sölutækni eiga nú
sæti í framkvæmdastjórn Norð-
urlandasamtakanna, en innan vé-
banda þeirra eru nú um 13 þús.
félagsmenn. Félaginu er mikill
styrkur af því að starfa í þessum
samtökum, enda hafa þau og ein-
stök félög á Norðurlöndum stutt
félagið með ráðum og dáð þetta
ár, sem það hefur starfað.
Námskeið á vegum Sölutækni
Á því tímabili, sem félagið hef-
ur starfað, hefur það haldið 4
námskeið. Fyrsta námskeiðið
beindist að þjálfun verzlunar-
fólks í sölustarfi og afgreiðslu.
Leiðbeinandi var norskur kunn-
áttumaður í þessum greinum,
Hans B. Nielsen að nafni. Þá var
haldið hér námskeið í glugga-
skreytingum, en þar var leiðbein
andi norskur gluggaskreytingar-
maður, sem Per Skjönberg heitir.
Þá kom hingað til landsins vara
formaður norrænu sölu- og aug-
lýsingasamtakanna, Leif Holbæk
Hansen og flutti fyrirlestra um
markaðskönnun. Loks var svo
haldið hér fyrir skömmu nám-
skeið í rekstri smásöluverzlana,
en því stjórnuðu Bandaríkjamað-
urinn Walter H. Channing og
Norðmaðurinn Hans B. Nielsen.
Alls hafa því fjórir erlendir sér-
fræðingar verið hér á vegum fé-
iagsins og einn þeirra tvisvar. —
Hvað greiðir iðnverka-
maður í útsvar ?
ÞAB sem kratar, Framsókn og konnnúnistar ráða, eru
þyngstu útsvörin.
Tökum dæmi um iðnverkamann með 55 þús. kr. tekjur,
sem hefur l heimili konu og 3 börn. Hann borgar í útsvar:
Reykjavík, undir stjórn Sjálfstæðis-
kr.
kr.
kr.
kr.
3240
4590
4635
4910
manna,
í Neskaupstað, sæluríki kommúnista,
í Hafnarfirði, þar sem kratar og komm-
únistar ráða,
á Akranesi, þar sem öli hersingin, krat-
ar, Framsókn og kommúnistar leggja
útsvörin á í sameiningu.
Því fleiri, sem „floklcar hinna vinnandi stétta“ eru, sem
sameinast um að leggja á útsvörin, því hærri eru þau — og
einkum á láglaunafólki og barnafjölskyldum. Slíka útsvars-
álagningu sér Hannibal Valdimarsson ekki ástæðu til að
„ógilda“.
Þeir hafa dvalið hér í 68 daga og
nemendafjöldi er nú orðinn nokk
uð á þriðja hundrað.
Margir hafa lagt félaginu lið.
Einkum ber að nefna Iðnaðar-
málastofnun íslands, sem hefur
veitt félaginu ómetanlegan stuðn
ing með útvegun erlendra verzl-
unarráðunauta o.fl. Þá ber og að
nefna Handíða- og myndlistaskól
ann, sem aðstoðaði við að koma
námskeiðinu í gluggaskreyting-
um á fót. Vill stjórnin nota tæki-
færið að þakka bæði nefndum og
ónefndum stuðning og hlýhug í
garð félagsins.
Leiðbeiningar fyrir auglýsendur
Erlendis, a.m.k. á Norðurlönd-
unum öllum, þykir það sjálfsagt
og einfalt mál, að öll dagblöð og
tímarit láti örugglega skrá ein
takafjölda sinn til þess að aug-
lýsendur fái að vita hvað þeir
eru að kaupa, þegar í boði er rúm
fyrir auglýsingu. Hér er þetta
með allt öðrum hætti og mikil
þörf úrbóta. Þá skortir marga
auglýsendur upplýsingar um ým-
islegt er lýtur að verði og gerð
auglýsinga. Félagið gerði fyrir
nokkrum mánuðum tilraun með
öflun upplýsinga um ýmislegt er
lýtur að verði og gerð auglýsinga
svo og tilraun með öflun upp
lýsinga um eintakafjölda dagblað
anna og ýmislegt, er lýtur að aug
lýsingum. Félafsmönnum var rit-
að bréf um niðurstöður þessarar
athugunar. Hér var aðems um
byrjunartilraun að ræða og verð-
ur haldið áfram á þessari brauL
Bókasafn
Félaginu hefir tekizt að afla
nokkurra bóka og tímarita um
sölu og auglýsingamál. Það varð
að ráði, að afhenda Iðnaðarmála-
stofnun íslands þennan vísi að
Framh. á bls. 14.