Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 12

Morgunblaðið - 29.10.1957, Side 12
12 MORCVNBLAÐIÐ J»riðjudagur 29. olct. 1957 in við rótina, svo heilar flyksur detta af. Ef hægt er að koma því við, langbezt að geyma loð- kápur á köldum stað yfir suniar- ið. Skinnvörur ljókka líka ef þær eru geymdar í hita, þær þorna og verða stökkar. Erlendis tíðkast það mjög að konur koma fyrir loðkápum sínum til geymslu hjá fagmönnum yfir veturinn fyr- ir lítig verð. Margir hengja fatnað í bréf- poka til geymslu til varnar möln- um, og er það öruggt á meðan bréfpokinn er alveg heill. Lítið dugar dagblaðapappír. Það er að minnsta kosti ekki rétt að prent- sverta eyði möl. Nú er hægt að fá í verzlunum plastpoka fyrir fatnað, sem lokaðir eru með renni lásum, en myndarlegar húsmæð- ur ættu að geta saumað slíka poka sjálfar. Það er erfitt að sauma úr plastefnum, en eins mætti pok- inn þá vera úr dúnheldu lérefti eða þéttu bómuliartaui. Minni poka t d. fyrir vettlinga, húfur, sokka og trefla er auðvelt að sauma úr gegnsæju plastefni og er þá langhentugast að sauma einn poka fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar. Þá finnur hver sín plögg, án þess að róta í plögg- um annarra. Þann fatnað sem ekki er hægt að þvo, og ekki á að senda í hreins un, áður en hann er lagður til hliðar, er bezt að pressa eða setja yfir gufu. Klæðaskápinn á að þvo að inn- an upp úr sápuvatni en á eftir er ágætt að setja svolítið salmiak í vatnið, því mölflugunrii íellur ekki lyktin af því. — H. M olar .... vitið þér að smákökur eiga alltaf að kólna á rist og fara 1 kökukassann um leið og þær eru orðnar kaldar .... ^J^venjyjóÉin oc^ heimiíiÉ Fallegur siðdegiskjóll með tlegnu hálsmáli og stórri rós að framanverðu tem hafði manna bezt vit á því hvernig konur áttu að klæða sig til þess að líta sem bezt út. Mað- urinn sem var óhræddur við að láta eftir duttlungum hins frjóa fcugmyndarflugs síns. Þið vitið ábyggilega við hvern er átt. Christian Dior, íranski tizkukonungurinn. Hann lézt sl. þriðudag er hann ▼ar á ferðalagi á ítalíu. En hann hefur undanfarið ferðast víða um eg haldið fyrirlestra og hvar- ▼etna flykktust konur og tízku- frömuðir utan um hann til þess að nema alla þá speki sem hann léti frá sér fara. ÁUi að vera lögfræðingur En hvernig væri nú að kynn- ast þessum vini kvenfólksins ör- lítið nónar. Ekki hefur hann ver- ið tízkuteiknari allt sitt líf. Líf hans var skipt niður í mörg tíma- bil, ef svo mætti að orði kom- ast. Hann átti áhyggjulausa barn æsku í föðurhúsum, við auð og alis nægtir þar til xaðir hans varð gjaldþrota og varð það til þess að lifskjör fjölskyldunnar breytt ust til muna. — Foreldrarnir óskuðu eindregið eftir að hann leggði stund á laganám, en það *at Christan ekki hugsað sér Dæmigerður Dior-klæðnaður frá haustsýningunni. Jakkinn er hálfsíður með skinn kanti að framan, innan undir er aðskor- inn kjóll með jakka utan yfir. Nýtízku vopn í barátt- unni vrð mölfluguna FLJÚGANDI mölur er ekki hættulegur, segir fólk. Mölflug- ur sem fljúga eru karlkyns og verpa ekki eggjum, en það er ekki þar með sagt að þeir gegni ekki sínu hlutverki í tímg- uninni, svo það er víst heppi- legra að hafa þá ekki á sveimi í híbýlum. Mölflugur eru skaðsemdardýr allan ársins hring. Áður fyrr voru menn þeirrar skoðunar að þær verptu eggjum aðeins á vorin, en nú er komið á daginn að þær verpa eggjum á öllum tímum ársins í upphituðum íbúðum. Að minnsta kosti finnast lirfur möl- flugunnar á öllum árstímum og það er lirfan, sem er skaðleg. Lirfan spinnur utan um sig silkivef og hengir sig í honum utan í efnið og rótar yfir sig ló og kuski svo hún verður lítið áberandi. En fljótlega hefur lirf- an étið sig í gegnum efnið, hvort sem það er áklæði á húsmunum eða fatnaður. Lirfurnar eru ótrú- Jega soltnar og éta viðstöðulaust. Tjónið sem mölurinn veldur á hverju ári getur skipt milljónum. Eftirlætisfæða hans er ull og skinnvörur, en þó kemur fyrir að hanri ræðst á bómull og silki. Versti óvinur mölflugunnar er ýtrasta hreinlæti. Gagngerðar vorhreingerningar eru ágætt með al í baráttunni við mölinn. Nauð- synlegt er að þvo, berja, bursta, viðra og pressa. En auk þessa er nú til í verzlunum margs konar möleitur. Kamfóra og naftalín eru ágæt til möleyðingar en hafa þó þann galla að þau gufa fljótlega upp. Það gerir hins vegar ekki hið nýja DDT möleitur, sem selt er í verzlunum með ýmsum nöfnum. Það er ýmist duft, sem stráð er yfir efnig eða fljótandi og er þá sprautað á. Að minnsta kosti einu sinni á ári verður að taka allan fatnað út úr klæðaskápum. Sérstaklega verður að gæta vel að fötum, sem sjaldan eru notuð. Sósublett- ur á kjólfötunum eða fitublettur á sparikápunni er mölnum hið mesta sælgæti. Nauðsynlegt er að hreinsa alla bletti úr fatnaði áður en hann er hengdur upp til geymslu yfir langt tímabil. Einn- ig er mjög heppilegt að hengja allan ullarfatnað út í sólskin nokkrum sinnum á ári og berja hann og bursta. Gætig þess sér- staklega að bursta undir upp- slögum og snúa við vösum. Bólstruð húsgögn eru mölflug- unum kærkomin dvalarstaður og erfitt að eyða þeim þegar þær eru þangað komnar. Bezt er að taka stólinn eða legubekkinn út og berja hann duglega, svo lirf- urnar detti niður. Inni geta þær skriðið burt án þess að maður verði var við það og þær geta soltið vikum saman þangað til þær finna sér nýjan dvalarstað. Venjulega er strigafóður undir ullaráklæðinu á bólstruðum hús- gögnum, en komi gat á það, þá getur mölurinn dafnað vel undir því svo árum skiptir án þess að vart verði við hann. Fæstir gera sér víst ljóst, að filt getur verið mölflugum hið mesta sælgætí, t. d. filtið á píanó-nótun- um og í skúffum, þar sem silfur- borðúnaður er geymdur og sömu- leiðis filtið á spilaborðum. Mölflugurnar skríða á milli hár anna á loðfeldum og naga af hár- Svona hefur það verið síðan. í 10 ár hefur Dior svo að segja ráðið hvernig höfuð línur tízk- unnar hafa verið. Hann hefur reynt marga stafi í stafrófsins. — Honum fyrirgafst allt. Hann var meistarinn, sem allir öpuðu eftir. En þótt merkilegt sé var Dior ákaflega hlédrægur maður. Hann vildi ekki láta bera mikið á sér, ekki fyrr en nú upp á síðkastið, er hann fór að fara í fyrirlestra- ferðir að áeggjan vina sinna. Hann hafði nú fyrir skömmu opnað verzlanir í Bandarikjun- um og hefur hann teiknað föt sérstaklega fyrir bandarískan markað, en eins og kuimugt er, er vöxtur evrópskra kvenna frá- brugðin hinna bandarísku. Síð- asta verzlunin sem hann opnaði Átrúnaðargoðið Dior HANN ER ÐÁINN. Maðurinn sem var virtur og dáður af nærri éllum kouum heimsins. Hann Hugur hans hneigðist eirigöngu að listum og þar sem hann gat hvorki málað eða „modelerað“ tók hann að selja annarra list. Hann leigði sér húsnæði og hagn- aðist vel á hinu nýja starfi sínu. En þá varð hann veikur og varð að vera um nokkurra ára skeið í Davos í Sviss sér til heilsu bóta. Þar var það sem hann byrj- aði á tizkuteikningu — og þegar hann hafði fengið fulla heilsu flýtti hann sér til Parísar með töskurnar sínar yfirfullar af tízkuteikningum. Maður að nafni Lucien Lelong tók honum opnum örmum, en sá hafði áður tekið á móti ungum teiknurum, m.a. Balmain. Dior hugsaði sér nú að reyna að stofna sitt eigið „tízkuhús", það eina sem vantaði var stofnfé. Og þá gerðist kraftaverkið. Kvöld eitt er Dior var staddur á Champs-Elysées og mætti þar baðmullarkonginum Boussac. Honum datt í hug að þarna væri svarið við öllum draumum hans. Hann gerði Boussac tilboð, — síðan teiknaði Dior og Boussac- efnin urðu fræg. Hálfu ári seinna stóð heimur- inn á öndinni, Dior hafði sent frá sér „New Look“-tízkuna. Sumar konurnar hrisstu höfuðið og kváðust aldrei mundu láta sjá sig í hálfsíðum kjólum — én áður en langt var um liðið voru allar konur komnar í „New Look“-tískun" Róslitaður samkvæmiskjóll. Mittið er á sínum stað, og óneit- anlega er 18. aldar keimur af kjólum. F.n klæðilegur er hann. Christian Dior vestan hafs var skóverzlun í Chicago. En hann teiknaði ekki skóna sjálfur heldur maður að nafni Vivier. Nú eru þvi á markaðinum allur hugsanlegur kvenklæðnaður frá Dior, allt frá sokkum og skóm, kjólum og kápum, undirfatnaði, alls kyns snyrtivörum að ógleymd um ilmvötnunum/ Það eitt að nafn Diors var áfest vöruna var nóg til þess að hægt var að selja hana — enginn spurði þá um verðið. Og nú er hann látinn. Hann var ekki nema 52 ára að aldri. Þær eru eflaust ekki fáar kon- urnar um gjörvallan heim sem hafa orðið slegnar við að heyra andlátsfregnina. Og þær sem eitt- hvað eiga af fötum eftir hann prísa sig líklega sæla yfir að eiga föt, sem frægasti og jafn- framt mesti konungur tízkunnar hefur skapað. Fróðlegt verður að vita hver verður til þess að taka við sessi hans í tízkuheiminum. Það sæti verður vandfyllt, — slíkur snill- ingur var hann. — A.Bj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.