Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.10.1957, Blaðsíða 14
M MOKCUNBT. ABIB Þrlðjudagur 29. oVt. 1957 Óskar Bjarnasen umsjónarmaður Háskólans ANDI bvgginganna er að veru- legu leyti andi þeirra manna, sem 5 þeim búa eða starfa. Ég man, b-vað það var bjart yfir Háskóla- kyggingunni sumarið 1948, þegar ég kom hingað til Islands í fyrsta »inn. Það var ekki bara bygging- im sjálf, sem verkaði aðlaðandi á mig; það var miklu meira vin- gjarnlegt viðmct þeirra manna, »em bárust mér þar fyrir sjónir. Og einn þeirra —, einn þeirra tpiðmótsþýðustu, var sjálfur um- •jónarmaður hússins, Óskar Bjarnasen. Hann var hress þetta •umar, alltaf á ferð og flugi. Ég var sjálfur bíllaus, en hann ók bil og bauð mér sæti. Fyrsta bíl- ferð mín í Reykja\rík var ferð okkar til pósthússins. Óskar kunni vel við Norðmenn. Frá þeim tímum, er hann átti heima í Eyjum, gat hann sagt margt skemmtilegt um sambúð Islendinga og Norðmanna, þar á meðal um hinn ógleymanlega skipstjóra, kaptein Hansen á Lyru, sem þótti afar gott að fá *ér snaps, en sigldi jafn stöðugt, þótt sjórinn væri ekki alveg slétt- ur. I þá daga munu margir Vest- mannaeyingar hafa getað talað sæmilega vel norsku; svo mikið var skipasambandið milli land- anna, þar til allt breyttist í verra horf. Óskar talaði norsku mæta vel; og móðurmál sitt, íslenzk- una, talaði hann svo fallega og skýrt, að ég átti auðveldast með að skilja hann af öllum þeim mönnum sem ég fyrst reyndi að tala islenzku við á þessum fyrstu og erfiðustu dögum erlends manns á Fróni. I Alltaf var Óskar hjálpfýsin sjálf. Ekki sízt gaf hann sér gott ! næði til að vinna, þó að vinnu- I tíminn vegna hinnar stuttu dval- j ax og hinna miklu anna gæti j dregizt nokkuð lengra fram á kvöldið en strangtekið var leyft að sitja á bókasafninu. En Ósk- ari var mannúðin allri reglugerð meiri, ef hann bara treysti þeim mönnum, er hann sýndi sína vel- vild. Og ekki er Háskólabygging- in brunnin til þessa dags vegna ófullkominnar umsjár Óskars Bjarnasen umsjónarmanns! Þegar maður kemur til annarra landa, kemur honum í fyrstu í hug að dæma um þjóðina eftir þeim mönnum, sem hann fyrst hittir. Og dómur .mirm um ís- lendinga eftir kynnum mínum af Óskari varð hinn ákjósanleg- asti. Hann var ekki bara vin- gjarnlegur og hjálpfús, jafnvel yfir takmark ráðandi reglna; hann var svo blessunarlega ó- hátíðlegur, óþvingaður og eðli- legur í framkomu, að maður var eins og heima í samvist hans. Allt dramb var honum ógeðfellt. ■á bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1 hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni ... gull, ryðfritt stál, beztu gæði og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing- «m og verkfræðingum í frægasta penna heims . . . Parker „51“ Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina. Til þess að ná sem beztnm árangri við skriftir, notið Parker Quink í Parker 61 penna. Terð: Parker ”51" með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846, — — Parker ”51“ með lustraloy hettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680 JCinkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík 7-51*4 Hann hafði þvert á móti glöggt auga fyrir mörgu, sem er há- mæltari mönnum hulið huliðs- hjálmi. Þess vegna var einmitt sérstaklega gaman að tala við hann. Hann skildi flestum bet- ur, að gagnrýni, öllum lofræð- um fremur, leiðir á framfara- braut. Oskar var gestrisinn. Og þó enginn samkvæmismaður. Hann var gestrisinn á þann hátt, að ætíð var hans hús opið, þótt maður hefði ekki sent skilaboð um komu sína með hæfilegum fyrirvara. í húsi Óskars Bjarna- sen gat góður vinur stígið fæti sínum inn um dyr, án þess að berja að dyrum eða hringja. Og þar var griðastaður fyrir sál, sem þjáðist af andúð gagnvart öllum kerfisbundnum venjum. „Þú kemur aftur til íslands!“ sagði Óskar oft við mig hið um- talaða sumar. Honum fannst eg eiga eftir að vera hér — lengi. Og ég kom aftur og varð hér miklu lengra en ég bjóst við í upphafi. Hin hlýju orð íslenzks vinar míns voru ekki sízt mikil- vægur þáttur í þeim áhrifum, sem orsökuðu, að mig langaði hingað á ný. En smám saman dapraðist andi hússins. í nokkuð mörg ár varð Óskar að þjást af æ versnandi heilsuleysi. Þetta setti svip sinn á bygginguna. Þar var enginn umsjónarmaður lengur að flýta sér til verka. í hinni töluvert niðurgröfnu og þess vegna ó- hollu kjallaraíbúð lá hann oft sárþjáður vegna máttleysis. Hann kvartaði aldrei, en þó mátti skilja óánægju hans, að geta ekki sinnt störfum sínum eftir óskum. Sá harmur varpaði líka skugga á líí hans, að Rannveig, hans ágæta, líknarfulla eiginkona, lézt í apríl í fyrra. Óskari þótti gaman af að mála, og hann var snjallur teiknarL Vatnslitamyndir málaði hann oft mjög góðar. — En á síðustu ár- um var lestur góðra bóka mesta huggun og skemmtun hans. — Sem Norðmaður var mér mikið gleðiefni, hvað áhugi hans á norskum bókum var lifandi og sterkur. Ég þekki engann mann íslenzkan, sem hefur lesið jafn margar norskar skáldsögur á þessum árum, þó að þær væru ekki einu sinni orðnar metsölu- — Sölutækni Framh. af bls. 11 bókasafni, en stofnunin mun halda um hann sérstaka skrá og eru öllum félagsmönnum heimil afnot bókanna innan þess ramma sem settur er um aðrar bækur hennar. Nauðsynlegt er félaginu að efla þennan bókakost og fé- lagsmönnum að hagnýta hann. Kvöldskóli fyrir verzlunarfólk Félagið hefir nú á prjónunum áætlanir um að koma upp kvöld- skóla fyrir starfandi verzlunar- fólk hér í bænum. Eins og nú horfir er helzt í ráði, að komið verði upp föstu 8—10 vikna nám- skeiði eða kvöldskóla, sem mun hefjast um miðjan janúar nk. — Munu þar væntanlega annast kennslu bæði innlendir og erlend ir kunnáttumenn. Maður sem vinnur vakta- vinnu, óskar eftir aukavinnu 3—4 tíma á dag, hefur bfl. Tilboð sendist Mbl., xner.kt: „Aukavinna — 3146“. bækur. Öskar mat þær bækur, sem lýsa lífi og örlögum hinna óbreyttu starfandi manna, sem ekki aðeins byggja handa sjálfum sér, heldur að þjóðargagni. Hann leit ekki upp til stórvelda heims- ins í takmarkalausri, gagnrýnis- lausri aðdáun. Hann leit fyrst og fremst austur um haf til nánustu frænda sinna, Norðmanna, þar sem hann fann verðmæti, sem vel mætti bjóða mönnum jafnvel á dögum dollara og gervitungla. Svo er þinn þáttur í að gera anda hússins sem viðkunnanleg- astan, góði vinur. — Andi landsins er líka orðinn hlýjum geisla fátækari um leið og vet- urinn ríður í garð. En á meðan við lifum, sem þekktum þig, gefst snjónum og kuldanum ekkert athvarf hjá endurminning þinni. Þú varst skemmtilegur, tryggur og góður maður, og við skulum vona, að andi Háskólabjrggingar- innar fái að dafna um ókomin ár, eins og hún dafnaði á þínum sólskinsdögum. í þeim góða frjálsa anda bróðernis og um- burðarlyndis verður hún aldrei kalt og dautt lærdómssetur, held- ur háskólabygging lifandi og hlýrrar menningu hjartans. Við kveðjum þig og þökkum þér, kæri Óskar. Vertu ætíð bless- aður. Ivar Orgland. Danskur veður- fræðingur kynnir sér veðu rfarsra n nsókn ir hér DANSKUR veðurfræðingur, Ern- est Hovmöller að nafnL sem er starfsmaður sænsku vcðurstof- unnar, hefur dvalizt hér á landi í röskan mánuð, sem ráðgjafi ís- lenzkra stjórnarvalda og veður- stofunnar um þau mál er varða veðurfarsrannsóknir á íslandi. Verkefni Hans er m.a., að gera til- lagur um starfrækslu veður- stöðva og nýjar aðferðir til að vinna úr þeim athugunum, sem gerðar eru, þannig að þær r.ýtist sem bezt í þágu vísmdanna og atvinnuvega landsmanna. Veðurstofustjóri æskti þess fyr- ir nokkrum árum, að ríkisstjórn- in fengi hingað sérfræðinga frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni til aðstoðar við skipulagningu hag- nýtra veðurfarsranr.sókna hér á landi, og var þá sótt um tækni- aðstoð til Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna. í fyrra dvaldizt Dr. A. Ángström hér um mánaðarskeið til að kynnast aðstæðum almennt, og nú hefug Alþjóðaveðurfræði- stofnunin sent Ernest Hovmöller hingað til að gera endanlegar til- lögur, Ernest Hovmöller starfaði í dösku veðúrþjónustunni árin 1937—46. Síðan hefur hann starf- að í Svíþjóð og er nú yfirmaður veðurfarsdeildar sænsku veður- stofunnar. Hið islenzka náttúrufræðifélag bauð Hovmöller að flytja erindi á vegum félagsins og fjall- aði fyrirlesturinn um veðurfars- rannsóknir og möguleikana á því að fullnægja þeirn kröfum, sera gerðar eru uxn hagnýl gildi slíkra rannsókna. Fyrirlesturinn var haldinn í gær í fyrstu kennslu- stofu Háskólans. Hovmöller flutti mál sitt á dönsku, og nefndist erindi hans Klimatologien i gár, i dag og i morgen: en gamrael videnskab overfor nye opgaver. (Frá Veðurstofunni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.