Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 1
Valdastreitan í Kreml: HarBvítugar deilur vegna brottrekstrar Ágreiningur kemur upp milli kommúnistaflokks- ins og Rauða hersins Moskvu og Lundúnum, 29. október. ENN hefur engin opinber skýring verið gefin á frávikningu Zhukovs marskálks. Þriggja daga fundi framkvæmdaráðs Sovétríkjanna lauk í dag, án þess að nokkur opinber til- kynning hefði verið gefin út um fundinn og er það einsdæmi. Rússnesk blöð hafa heldur ekkert rætt frekar um mál Zhukovs, þótt það sé málið sem allir tali um. — En enska kommúnistablaðið Daily Worker segir í dag nokkuð frá jnálinu og má ætla að þar birtist í fyrsta skipti sú opinbera fkýring, sem valdhafarnir í Moskvu muni gefa á brott- vikningu Zhukovs. Hindraði störf flokksins Daily Worker hefur fregnina frá fréttaritara sínum í Moskvu. Segir hann, að Zhukov hafi verið rekinn vegna þess, að hann hafi hindrað starfsemi kommúnista- flokksins innan Rauða hersins. Þegar Zhukov fékk sæti í æðsta ráði Sovétríkjanna vonuðust menn til, segir Daily Worker, að hann myndi beita sér fyrir auknu flokksstarfi í Rauða hernum. En sú varð raunin á að hann hindr- aði það enn meir og ætlaði að hefja sjálfan sig upp með því að takmarka flokksstarfið. Kom nú til átaka milli Zhukovs og Seratovs hershöfðingja, yfir- manns flokksdeildanna í hernum. Kærði Seratov framferði Zhukovs fyrir æðstaráðinu og varð niður- staðan sú, að ákvörðun var tekin um, meðan Zhukov var í heim- sókn í Júgóslavíu og Albaníu að reka hann. Snörp átök í KrcmX Engin tilkynnirig var gefin út í dag, þegar þriggja daga fundi Æðstaráðsins lauk. Sterkur orð- rómur gengur í Moskvu um það á þessum fundum hafi orðið vart mikils ágreinings í æðsta- ráðinu, ekki aðeins um brottvikn- ingu Zhukovs, heldur um mörg grundvallaratriði í stjórnmála- stefnunni. Fundir þessir hófust skömmu eftir að tilkynningin var gefin út um brottvikningu Zhukovs, Hermir orðrómurinn, að til snarpra átaka hafi komið í um- ræðunum. Var Krúsjeff krafinn skýringar, hvers vegna svo vin- sæll og góður maður sem Zhukov hefði verið niðurlægður með þessum hætti. Það er vitað að nýr fundur í Æðstaráðinu verður boðaður innan skamms. Er stofnun Kominterns að renna út ■ sandinn? Tító verður fjarstaddur annaðhvort vegna gigfar eða Belgrad 29. október. Einkaskeyti frá Reuter. ÞAÐ var opinberlega tilkynnt í Belgrad í dag, að Titó forseti Júgóslavíu gæti ekki verið við- staddur 40 ára afmæli rússnesku byltingarinnar í Moskva þann 7. nóvember nk. Því er borið fyrir að þessi einvaldsherra þjáist af gigt. Að undanförnu hefur almanna- rómur hermt að Tító myndi verða foringi júgóslavnesku sendinefnd arinnar, sem send verður til Moskvu í tilefni byitingarinnar. Munu Rússar nú hafa undirbúið að kveða til sáttafundar með fjór- um leiðtogum kommúnismans, Krúsjeffs, Mao Tse-tung, Gom- ulka og Tító og stofna nýtt al- þjóðabandalag kommúnismans. Með fjarveru Títós er hætt við að fyrirætlanir Rússa í þessu renni út í sandinn. Stjórnmálafréttaritarar á Vest- urlöndum telja sumir hverjir að önnur ástæða kunni að vera fyrir fjarveru Títós en gigt. En það er helzt að brottrekstur Zhukovs kunni að valda einhverju um þetta. Svo virðist sem Krjúsjeff hafi þegar verið búinn að víkja Zhukov frá völdum, þegar hann móðgunar Tító — gigtveikur? Móðgaður? var í Júgóslavíu-helmsókn sinni. Er þá ekki annað sýnt en að Tító hafi gert samninga við mann, sem ekki hafði lengur neitt umboð sem ráðherra í Rússlandi í þessu felst ákaflega gróf móðg un við Tító og Júgóslava. í Moskva Zhukovs Krúsjeff misreiknaði sig Stjórnmálafréttaritarar á Vest- urlöndum reyna að geta í eyðurn- ar. Þeir telja að Krúsjeff hafi fundizt Zhukov vera farinn að skyggja á sig. Því hafi hann ætl- að að losa sig við hann á hand- hægan hátt, alveg eins og þegar hann losaði sig við þá Malenkov og Molotov. Krúsjeff mun ekki hafa reiknað með svo harðri mót- spyrnu, sem nú hefur orðið raun- ín á. En hún stafar af hinum geysilegu persónulegu vinsæld- um sem Zhukov hefur notið jafnt meðal kommúnista og þeirra sem eru óflokksbundnir. Þá telja stjórnmálafréttaritar- ar, að brottvikning Zhukovs kunni að hafa feikilegar afleið- ingar. Telja megi, að allur rúss- neski herinn sé á hans bandi að undanteknum fáeinum hershöfð- ingjum, sem ,hafi verið afbrýði- samir vegna frama hans. Brott- vikning Zhukovs mun auka á upplausnina í Rauða hernum og valda því að herforingjar verða nú enn móthverfari pólitískum afskiptum í hernum. Einnig er hætt við því að brott- vikningin dragi á eftir sér dilk í leppríkjunum og í viðskiptum Rússa við hinar svonefndu „hlut- lausu“ þjóðir, en eins og menn minnast fór Zhukov marskálkur í heimsókn til Indlands og Burma s. 1. vetur. Zhukov fœr nýtt em- bœtti, segir Krúsjetf MOSKVU, 29. okt. — Krúsjeff kom í dag öllum að óvörum til tyrkneska sendiráðsins í Moskvu- borg, en þar stóð þá yfir kokk- teil-boð til þess að minnast þjóð- hátíðardags Tyrkja. Lék Krjúseff á alls oddi í þessari veizlu, skál- aði hann margsinnis fyrir friði í heiminum. Þarna gafst vestrænum blaða- mönnum í fyrsta skipti tækifæri til að tala við Krúsjeff eftir að hamagangurinn hófst við brott- vikningu Zhukovs marskálks. Krúsjeff sagði blaðamönnunum, að Zhukov myndi verða skipað- ur í annað embætti sem sæmdi kunnáttu hans. Enn væri þó ekki búið að ákveða hvaða embætti þetta væri. Krúsjeff sagðist halda að nú væri aftur orðið friðsam- legra fyrir botni Miðjarðarhafs- ins. Lét hann jafnvel í það skína, að það hefði verið Zhukov, sem meira var riðinn við málefni ná- lægra Austurlanda að undan- förnu. Zhukov ókærðui um persónu- dýrkun KAUPMANNAHÖFN, 29. okt. — Fréttaritari danska kommúnista- blaðsins Land og Folk í Moskvu skýrir frá því að Zhukov hafi barizt gegn áhrifum kommúnista- flokksins í Rauða hernum. Hann hafi sýnt einræðishneigð og skap- að persónudýrkun á sjálfum sér. — Páll. Þessir tveir menn hafa komið mikið við sögu á fundum S. Þ. að undanförnu. Til vinstri er fulltrúi Saudi-Arabíu Ahmed Shukairy en til hægri utanríkisráðherra Sýrlands Salah El- Bitar. Eftir að El-Bitar hafði flutt langa ræðu, þar sem hann ákærði Tyrki fyrir að undirbúa hernaðarárás á Sýrland buðust Saudi-Arabía til að miðla málum. Tyrkir tóku sáttaboðinu vel, en Sýrlendingar tóku því fálega. Erlander falið að mynda minnihlutastjórn Stokkhólmi, 29. okt. — Einkaskeyti frá NTB. í DAG tilkynntu þeir Jarl Hjalmarsson, foringi Hægri-flokksins, og Bertil Ohlin, foringi Frjálslynda flokksins, Svíakonungi, að ekki væri framkvæmanlegt að mynda meirihlutastjórn borgaraflokk- enna þriggja. Ástæðan er sú, að Miðflokkurinn óskar ekki að taka þátt í slíku stjórnarsamstarfi. Er það ósk Miðflokksins að þing- kosningar fari fram hið fyrsta. Eftir þetta kvaddi Gústav Adolf Svíakonungur á sinn fund Tage Erlander, foringja Jafnaðar- mannaflokksins, og fór þess á leit við hann, að hann myndaði minni hlutastjórn jafnaðarmanna. Þegar Erlander kom frá kon- ungi sagði hann fréttamönnum, að hann myndi nú ræða stjórnar- myndunarmálið við fyrrverandi ráðherra Jafnaðarmannaflokks- ins. Hann kvaðst ekki búast við að stjórnin yrði mynduð fyrr en á fimmtudag. Ekki vildi hann greina frá því, hvaða ráðherrar yrðu teknir inn í stjórnina. Talið er að tveir menn komi einkum til greina í embætti innanríkis- ráðherra, Erik Severin og Rune Johansson. En í því embætti sat áður Gunnar Hedlund, foringi Miðflokksins. ísraelsku stjórninni sýnt banatilræöi Jerúsalem 29. okt. Einkaskeyti frá Reuter. Davíð Ben-Gúríon forsætis- ráðherra ísraels og fimm ráð- herrar í stjórn hans særðust í kvöld, þegar tingur maður kastaði lítilli handsprengju frá áheýrendapöllum niður í sal þjóðþingsins. Stóð þing- fundur yfir. Tilræðismaðurinn var sálsjúkur ofsatrúarmaður. Hann kastaði sprengjunni yfir að sætum ráðherranna. Varð mik ill hvellur í salnum og fylltist hann af reyk. Urðu margir þing- menn skelkaðir og var öngþveiti í þingsalnum. Tilræðismaðurinn var handtekinn þegar á eftir við útgöngudyr áheyrendapallanna. Herma fregnir að lögreglan hafi orðið að bjarga honum úr hönd- um annarra gesta á áheyrenda- p>öllunum, sem ætluðu að aflífa hann þar án dóms og laga. Ben-Gúríon forsætisráðherra særðist lítið eitt af sprengjubrot- um. Alvarlegast særðist Moshe Shapiro trúarmálaráðherra, sem fékk sprengjbrot í höfuð Og brjóst. Frú Golda Meir utanríkis- ráðherra fékk sprengjubrot í ann- an fótlegg og eru það minniháttar meiðsli. Auk Moshe Shapiro voru tveir ráðherrar bornir út á sjúkra börum. « > Orlagaríkur fundur MOSKVU, 29. okt. — Orð- rómur í Moskvu hermir að nýr fundur hafi byrjað í kvöld í Æðstaráði Sovétríkjanna. Er fundur þessi álitinn mjög þýðingarmikill, þar verði gert út um örlög Zhukovs og kannske ýmissa fleiri manna, sem opinberlega hafa stutt hann í átökunum síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.