Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 30. okt. 1957 MORCTJTSB1 4 ÐIÐ 9 Sr. Sigurður Einarsson: í landi leyndardóma og minja Inn í auðnina Alexandría er mikil hafnar- borg. Fjöldi skipa hvaðanæva af löndum liggur þar að jafnaði. Þegar skip er komið í höfn taka egypzkir lögreglumenn sér þegar stöðu um borð, því að skipið er brátt hersetið af kauphéðnum, sem mundu vaða um allt eins og engisprettur ef þeir mættu ráða. Þeir koma jafnvel á kænum langt út á ytra skipalægið og hengja sig þar utan í skipin og byrja verzlun sína með miklum hróp- um og köllum og gífurlegu handa pati. Má þar heyra skringilegan blending af ýmsum málum. Aug- ljóst var, að þeir gerðu sér mik- ið far um að flíka orðum úr Norðurlandamálum við okkur, til að örfa viðskiptin. Flestir voru kaupahéðnar þessir fremur tötra legir, berfættir margir, en glað- hlakkalegir og háværir. Við ókum frá Alexandríu snemma morguns. Það fyrsta, sem gera á, er að skoða pýramidana miklu. Vegurinn liggur að miklu leyti um eyðimörk. Þar sem ekki er vatn er ekki stingandi strá að sjá og sandurinn er svo dauð- ur og snauður, að hann á ekki einu sinni næringu handa ormi. Þegar nær dregur Kairo er þó um alllangt skeið ekið á mörk- um eyðimerkurinnar og hins unaðslegasta gróðurlendis. Svo langt verður Nílarvatninu komið upp í aflíðandi höllin vestan fljótsins. Og svo tekur auðnin og dauðinn við, svo bleikur, ömur- legur og brunaheitur, að orð fá varla lýst. Og sem við ökum yfir þessa og riddara sómdi, en ég hossaði á úlfalda og við flest hin og þótti mér fremur óþægileg reið. Hitt var þó öllu verra, að við vorum ekki komin nema rétt af stað, þegar úlfaldarekinn tók að þrefa við mig um aukaþóknun sína og lét þá dælu ganga mjög óslitið þaðan af. Sömu sögu höfðu allir aðrir að segja. Varð ég því og dufti. Og það er ekki hægt að reika þarna um og skoða þessi fornu stórvirki án þess að fyll- ast lotningu fyrir lífsalvöru þess fólks, sem svo miklu fórnaði fyr- ir vissu sína um ódauðleik sál- arinnar og upprisu látinna. Hitt er svo önnur saga og sorglegri, hvernig grafarræningjum tókst að fara ruplandi höndum um allt, Sfinxinn mikli þeirri stundu fegnastur er ég var laus við hann. Yfirleitt varð mað- ur hvarvetna fyrir harðsnúinni og ófyrirleitinni áleitni í Egypta- landi. Allt gert, til þess að reyna að hafa út úr manni fé. Þetta er þreytandi og á illa við okkur Norðurlandabúa. En ég fór að reyna að finna þessu fólki málsbætur í huga mínum. í Egyptalandi búa yfir 20 milljónir manna. En ræktar- landið er minna en Dánmörk, að- Við pýramídana auðn í fremur slæmum bíl á fremur holóttum vegi, blasir við augum undursamleg sýn: Grænir trjálundir — óasinn Wadi Natrun. Þar er numið staðar og menn fá sér hressingu. Síðan haldið rakleitt til pýramídanna miklu við Giseh. Við stígum úr bílnum ekki all- skammt frá pýramidanum og nú fáum við úlfalda til reiðar, um pýramidasvæðið, þeir sem það kjósa geta þó fengið létta kerru tii að sitja í sem dregin er ann- að hvort af asna eða hesti. Úlf- aldarnir voru flestir heldur rytju legir og áreiðanlega engir stólpa- gripir, en úlfalda- og asnaeigend- ur voru hinir áfjáðustu að kom- azt í þessa atvinnu, kjöftuðu með öllum skrokknum og börðust fast um ferðafólkið. Þarna bar fyrir augu mér ömurlega sýn, sem þó er engin nýlunda í Austurlönd- um. Einn kerrueigandinn kom skrönglandi með bykkju sína og lætur svipuna ganga ákaft til þess að verða ekki of seinn. En hann þarf að komast upp yfir dálitla vegarbrún til þess að komast inn á veginn. Vesalings klárinn gerir nokkrar atrennur, en orkar ekki. Eigandinn tryllizt, en það stoðar ekki. Bykkjan velt- ur útaf með vagn og eiganda. Hann var þar enn að stumra yfir henni, þegar við lögðum af stað. Jón Björnsson var svo sleipur að ná sér í hest og sat hann eins eins þessi ræma meðfram Níl, það er því hætt við, að lítið komi einatt í hlut, ekki sézt þeg- ar þess er minnzt, að stjórnar- farið hefur lengzt af verið svo að lítið tillit hefur verið tekið til hins óbreytta manns. ITndursamleg mannvirki Pýramidarnir eru undursamleg mannvirki og ógleymanlegir. Cheops-pýramidinn er svo vold- ugur í allri sinni tign, að mér er til efs að nokkru sinni hafi marínleg hönd smíðað neitt svo stórkostlegt í öllum sínum ein- faldleik. Ég er ekki dómbær um það, að hve miklu eða litlu leyti sá vísdómur er fólginn í gerð pýramidans, sem sumir halda fram, en þetta risamannvirki sem fellt er saman úr 2Vz smálestar blökkum hefur krafizt þeirrar verksnilli, sem naumlega á sér hliðstæður annars. Rétt hjá pýramidanum mikla eru þrír minni, grafir þriggja barna konungsins og nokkrir aðr- ir fjær mjög stórfenglegir. Þarna er og fjöldi grafhýsa ýmsra stór- menna, þó að ekki væru konung- ar. Eru þeir jafnframt hof og furðuleg völundarsmíð og lista- verk. Forn-Egyptar litu svo á að hofin og grafhýsin væru þeirra eilífu heimkynni. Þess vegna var svo til þeirra vandað að þau standa nú, þó að borgir og hallir þessa fólks séu orðnar að eisu sem þarna átti að geymazt í ei- lífum friði. Þarna er einnig Sfinxinn mikli, ljónslíkneskið með mannshöfuð- ið, sem ég ætla að Cheops hafi látið höggva út til þess að vera vörður grafar hans og annarra. Líkneskið er afar tilkomumikið, höggvið út úr einni blökk, hvíl- ir fram á fætur sér og starir í steindri ró niður yfir dalinn. Það er yfir því einhver dulúðug og máttug fegurð, sem ég kann ekki orð til að lýsa. í Sakkara Næsti áfangi okkar var Sakk- ara. Þar eru margir stórmerkir pýramidar, og þó einkum öllu I fremur stórmerk neðanjarðar- J grafhýsi, sem eru einhverjar full- komnustu heimildir um menn- ingu Forn-Egypta, lífs háttu þeirra, list og trúarbrögð, sem varð veizt hafa. Einkum er afar merkilegt neðanjarðargrafhýsi hinna heilögu Apis uxa. Musteri Apis var í Memphis hinni fornu höfuðborg, en uppi í eyðimörk- inni í Sakkara er grafhýsi þeirra, nálega 400 metra langt og hið furðulegasta völunarsmíð, allt höggvið út í berg neðanjarðar. Grafhýsinu er svo háttað, að eftir því endilöngu liggja mið- göng en út frá þeim grafhvelf- ingar uxanna. Standa þar vold- ugar steinkistur þeirra úr fægð- um granit, marmara eða alabast- in og eru ekki meiri smá smíði en svo, að lokin á þeim vega allt að 70 smálestir. Er það í raun inni nálega óskiljanlegt hvernig mönnum tókst að sækja þessar risablakkir um óraveg og koma þeim hingað. Apis var greftraður með of fjár í greipum og gulli, en öllu hefur því verið rænt fyrir mörg- um öldum. Hins vegar fann franskur vísindamaður seint á 19. öld eina apis-kistu, sem ekki hafði verið rænd. Þar hvíldi múmía uxans svo vel varðveitt eftir 3000 ár, að hvergi gætti rota unar. Listin sú að smyrja sv* vendilega er nú löngu glötuð of týnd. Memphis Það er aðeins farið að bragða birtu þegar við komum til Mem- phis. Þar er nú fátt eitt að sjá af fornri dýrð. Þó er þarna varð- veitt hin stórfenglega mynda- stytta Ramsesar II, sem var 42 feta há, á meðan hann hafði báða fætur heila, en nú er brotið af báðum fótum neðan við kné. Lík- neskjan liggur útaf eins og hann hefði lagt fyrir að hvíla sig, en komið fyrir svölum í kring, svo að áhorfendur geti virt fyric sér þetta yndislega listaverk. Þarna, sennilega þar nálægt, sem áður var torg hinnar voldugu borgar er fræg Sfinxlíkneskja úr hvítu alabastin, furðulega vel varð- veitt. En annars er þarna ekkert, sem gefur til kynna dýrð hinnar fornu höfuðborgar. Horfin eru hin voldugu musteri, hallir og skrúðgarðar, — horfið „hús lífs- ins“, hinn mikli læknaháskóli og „hús dauðans“, þar sem iðkuð voru hin leyndardómsfullu vís- indi að ganga frá Smyrlingum. Ég stóð þarna einn mér stundar- korn í hinu einkennilega fölgula kvöldljósi Egyptalands og lét hug ann reika inn í fortíðina. Exi fann jafnframt til þess með sakn- aðartrega, hve fáfróður ég var. Og því er það svo, að ég hefi ekki viljað missa af þessari stund. Síðan héldum við til Kairó. í Damaskus 12/10. Sigurður Einarsson. Hlustað á útvarp ÞÁ hefur formaður útvarpsráðs og þó einkum útvarpsstjormn, Vilhjálmur Þ. Gíslason ávarpað hlustendur og gert grein fyrir vetrarstarfsemi útvarpsins, eins og hún er fyrirhuguð. Var sann- arlega mál til komið að eitthvað yrði lífgað upp á útvarpið, því dæmalaus deyfð hefur verið yfir því undanfarnar vikur, enda þótt nokkur ágæt erindi hafði verið flutt, við og við. Svo virðist að útvarpsstarfsem- in í vetur muni verða allfjöl- breytt og mikil. Músík mun taka nær hálfan tímann og ber því að fagna að talsvert verður nú flutt af léttri klassískri músik undir stjórn Þjóðverja eins, sem talinn er fær maður á því sviði. Alþýða manna skilur ekki þunga klassíska músík og hlustar ekki á hana. Gott er að eiga von á próf. Einari Ól. Sveinssyni lestri íslendingaságna, fleiri þættir virðast munu verða fróð- legir, en undarlegt er að fara að leika íslandsklukkuna, það leikrit virðist mörgum hvorki hafa ver- ið „fugl né fiskur“, hefði verið nær að lesa sögu eftir Laxness ef endilega þurfti að koma hon- um að í útvarpinu nú þegar í vetrarbyrjun. Annars virðist dag- skráin verða muni fróðleg en lít ið um létta skemmtun og humor, að minnsta kosti heyrði eg þá formann útvarpsráðs og útvarps- stjóra ekki geta um neinn slík- an gamanþátt. ★ Einar Ásmundsson, hæstarétt- arlögmaður, flutti erindið Um daginn og veginn á mánudag 21. okt. Hafði hann verið á ferðalagi í Sviss nýlega, og gist þar sveita- fólk. — Fannst honum ekki ólíkt þangað að koma og var hér á landi áður en tækniþróun nútím- ans hófst hér, t. d. var áburður barinn með klárum á túnum þar. — Eg man varla eftir þessu, sá þó klárur, en þá var farið að nota áburðarkvarnir í Skagafirði, víðast, fyrir rúmlega 60 árum. Mikið þótti ræðumanni til koma gestrisni þeirra Svisslendinga, var þar etin ketsúpa og kálmeti. Fólkið er þar nýtið og sparsamt. íslendingar mjög mikið eyðslu- samari og hirðulausari um verð- rnæti. — Þetta er satt, núlifandi kynslóð, unglingar og fólk fram yfir fertugt er allt of margt ó- þarflega eyðslusamt. En er þetta ekki eðlilegt? Alþingi og stjórn- ir hafa gengið á undan með illu eftirdæmi í alls konar óþarfa eyðslu og bruðli. Af því að landið komst í nokkrar álnir í tveimur styrjöldum, þóttust ráðamenn allt geta og bersýnilega hefur stjórn vor, Alþingi og forráðamenn, reist sér hurðarás um öxl. — Aldrei hefur þó óhófið farið í annan eins ofsa og nú eftir að hin núverandi rauðskjótta stjórn komst til valda. Er það reyndar undarlegt að íhaldssömustu menn landsins, framsóknarmenn, skuli láta sósíalista og kommúnista draga sig út í slíkt fjársukk. Ein- staka menn, eins og t. d. Snorri Sigfússon, eru að reyna að hvetja til sparnaðar — og vafalaust er í landinu fjöldi af sparsömu fólki. En stjórnarvöldin gera lítið til þess að örfa sparnaðaranda og nýtni. Ræða Einars Ásmundsson- ar gaf mér tilefni til þessara hug leiðinga. Þingmenn Sjálfstæðis- manna á Alþingi vilja, efalaust, gera það sem gert verður í hóf- semdarátt, en samkvæmt yfirlýs- ingu forsætisráðherra og fjár- málaráðherra á ekki að ráðgast við þá um úrbót á neyðarástandi því er nú ríkir í fjármálum. Þau 45—50 prósent af þjóðinni sem gera má ráð fyrir að nú mundu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eiga, sem sagt, engu að ráða í fjármál- um né lagasetningu þessa þings. ★ Nokkrir menn hafa stungið upp á því, að útvarpið taki upp rímna þátt, t. d. 15—20 mínútur á viku. Eg held að rétt væri að fá góðan mann og hæfan til þess að lesa upp rímur, t. d. Númarímur Breiðfjörðs og Göngu-Hrólfs rímur Bólu-Hjálmars — en um fram allt, ekki að kveða rímurn- ar. Beztu rímurnar eru skemmti- legur skáldskapur sé vel með þær farið, en rímnakveðskapur mundi verða álíka vinsæll og sinfóníurn- ar, það er, aðeins örfáir menn hlusta. Rímna-stemmur er útdauð list, sem fólkið vill ekki hlusta á, og hvergi í heiminum hafa menn, almennt, vit á sinfóníum, aðeins sérstaklega söngvitrir menn geta notið þeirra — og svo allur sá fjöldi fólks sem vill láta aðra ætla að það hafi vit á slík- um tónsmíðum og hlusta svo með andakt á hið óskiljanlega. ★ A miðvikudaginn sagði Ólafur Gunnarsson, sálfræðingur, ferða- sögu frá Hollandi. Bar hann Hol- lendingum hina beztu sögu og var nú annað hljóð í strokknum en er íþróttamenn gistu Hollend- inga fyrir skömmu og kváðust hafa fengið slæmar viðtökur. — Ólafur Gunnarsson skoðaði hinn mikla sjávargarð er byggður var er Hollendingar þurrkuðu mikinn hlusta Suðurflóa (Zudersee). Er garður þessi 44 km á lengd og S0 metra breiður. Eftir það talaði Ölafur um bókmenntir, og er. ný- komin út bók um grimmdaræði nazista í Hollandi í síðustu styrj- öld. Er það dagbók ungrar stúlku af Gyðingakyni er vakið hefur al- heims athygli. Hefur leikrit ver- ið samið upp úr þessari óskemmti legu dagbók og kvað ræðumaður það mundi leikið verða hér í vetur. Sama dag var samtalsþáttur er Edvald B. Malmquist talaði við þá framkvæmdastjórana Jóhann Jónasson (Grænmetisverzlun bænda) og Þorvald Þorsteinsson (Sölufélag garðyrkjubænda), um uppskeru og sölu garðávaxta. —■ Var þetta fróðlegt samtal. Alls munu nú koma 70—80 þús. tunn- ur af kartöflum til sölu og verða nægilegt til næsta sumars. Þor- valdur amaðist við innflutningi ávaxta, einkum appelsína. Eg held það sé ástæðulaust, fólk kaupir tómata alveg jafnt fyrir því, mörgum — þar á meðal mér) fara að leiðast tómatar er líður á sumar og borða þá minna af þeim. Það kom fram í samtalinu að kynbæta þarf kartöflur, einn- íg að sala úr gróðurhúsum fer vaxandi og gróðurhús hafa mörg verið byggð í sumar. Uppbætur ríkisins á kartöflur dregur mjög úr áhuga kaupstaðabúa að rækta handa sjálfum sér, sem eðlilegt er. — ★ Ævar Kvaran flutti síðasta þátt sinn „Um víða veröld" nú í vik- unni. Var þátturinn um Jörund hundadagakóng, þann undarleg* Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.