Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL4ÐIÐ Miðvikudagur 30. okt. 1957 Erhard og Adenauer. LUDWIG ERHARD, VIÐSKIFTA- MÁLARÁÐHERRA SÁ rnaður, senr nýtur einna mests trausts og álit meðal Vestur-Þjóðverja, að Adenauer kanslara einum undanteknum, er Ludwig Er- hard, viðskiptamálaráðherra. Ef til vill má segja ag stefna Aden- auers í ýmsum málefr.um, svo sem í utanríkismáium sé meira umdeild en meðferð Erhards á viðskiptamálunum er orðin nú. Meðal almennings í landinu er Erhard framar öllum cðrum þakkað, hversu fljótt Vestur- Þjóðverjar hafa reist við í við- skiptalegum efnum eftir styrjöld- ina og hversu velmegun í landinu hefur aukizt hröðum skrefum. Eftir því var tekið í kosninga- batáttunni nú í haust, að Erhard var eini maðurinn, sem Adenau- er kanslari bar sérstaklega iof á í kosningaræðum sínum. Sagt var, að kanslarinn hefði aldrei, hvorki fyrr né síðar, borið lof á nokkurn samstarfsmauna sinna, fyrr en Er hard nú. Ýmsir eru og þeirrar skoðunar, að hann muni verða sá maður, sem taki við af Aden- auer, þegar hann lætur af kansl- araembættinu. ★ Ludwig Erhard "æddist hinn 4. febrúar 1897 í bænum Fúrth, sem er nálægt Núrnberg. Faðir hans var af bændaættum, en fluttist til bæjarins og stofnsetti þar smá- söluverzlun. Erhard var hermað- ur í fyrri heimsstyrjöldinni og varð illa særður í orrustu í Frakk lar-di og gat eigi gengt herþjón- usiu eftir það. Hann gekk nú í haskólann í Franfurt og varð doktor í hágfræði. Aðalkennari vi;;' háskólann var svarrnn and- stæðingur hafta og ríkisafskipta og innprentaðl nemendum sínum, að slíkt væri dragbítur í hverju þjóðfélagi. Erhard var ungur maður, þegar verðfallið mikla varð í Þýzkalandi eftir styrjöld- ina og allir peningar misstu gildi sitt. Töpuðu foreldrar hans þá öllu, sem þau áttu. Það er ein af minnisstæðustu æskuminningum Erhards, þegar hann tók hjól- börur og fyllti þær af seðlum, sem lítið gildi höfðu, til þess að kaupa fyrir þá treyju og buxur. Reynsla þessara ára kom því inn hjá Erhard, að það riði á mestu, að peningar landsins væru í góðu gildi, þannig að fólkið gæti treyst á verðmæti þess, sem það hefði milli handa.. í næstu 16 ár starfaði Erhard í stofnun, sem haldið var uppi af Núrnberg-borg og hafði með hönd um rannsóknir á sviði markaðs- mála og viðskipta. Eftir að heims- styrjöldin síðari hófst vildu þjóð- ernisjafnaðarmenn fá Erhard til þátttöku í ýmsum störfum, en hann neitaðí þeim ‘ilmælum og missti hann þá atvinnu sína, en hann stofnaði þá þegar í stað eins konar hagfræðilega rann- sóknarstofnun, sem hann veitti sjálfur forstöðu. Á þessum árum bjó hann við frekar þröng kjör, en vinjr hans og velunnarar hjálp uðu honum með verkefni, sem dæmi um það má nefna eitt af því sem stofnun Erhards fékkst við að rannsaka var hve mikið það fólk, sem misst hafði aleigu sína í loftárásum þyrfti af .alls konar höfuðbúnaði, og fengu framleiðendur vefnaðarvara hon- um það verkefni. Erhard varð snemma Ijóst að Þjóðverjar mundu tapa styrjöld- inni og að allt mundi verða í r úst og eyði í landinu. að styrjöld inni lokinni. Fór hann því snemma að hugsa um, hveinig bezt mundi brugðist við þeim vanda, sem þá bæri að höndum í efnahagsmálum þjóðarinnar og hvernig reisa ætti hana við á því sviði. Stuttu eftir að Þjóðverjar höfðu gefist upp, komu nokkrir Bandaríkjamenn í jeppa að húsi Erhards í Fúrth. Út úr jeppanum steig bandarískur höfuðsmaður og spurði: „Eruð þér Erhard? Gerið svo vel að koma með mér“, Frhard vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið kvaddi fjölskyldu sína og hélt burt. Þegar hann kom til herstöðva Bandaríkjamanna, varð hann þess vísari, að ferill hans hafði verið athugaður af yfirvöldunum þar og þau komist að xaun uin, að hann hefði engin tengsl haft við þjóðernisjafnaðar- rnenn. Sömuleiðis var þá nokkuð or'ð.ð kunnugt þar, hvaða skoðan- ir hann hefði á efuahagsmálum og féllu Bandaríkjamönnum þær ekki illa. Ákváðu þeir því, að har.r skyldi verða viðskiptamála- ráðherra í Bayern. En Erhard, sem var mótmælendatrúar og hafði auk þess mjög frjálslegar skoðanir í efnahagsmálum, kom sér ekki fyllilega sanian við hina kaþólsku embættisbræður sína, sem einnig voru af öðrum skóla í viðskiptamálum og þegar breyt- ing varð á ráðuneytinu nokkru seinna, tapaði Erhard embætti sínu. En árið 1947 kölluðu her- námsstjórar vescurveldanna Er- hard til Frankfurt og gerðu hann að aðalráðunaut í efnahagsmál- um. Erhard réði nú til þess að gera gagngera breytingu á pen- ingamálum landsins. Ákváðu heryfirvöldin því, að peninga skipti skyldu fara fram í landinu, samkvæmt því, sem Erhard hafði gert tillögur um, og voru skiptin þannig að fyrir hver tíu mörk var skilað einu marki. Erhard var hins vegar þeirrar skoðunar að þessi peningaskipti væru ekki einhlít, heldur þyrfti hér ýmsar aðrar ráðstafanir, og sérstaklega taldi hann lífsnauðsyn að gera viðskipti og atvinr.umál sem frjálsust og veita framtakssömum mönnum sem bezt olrrþpgarúm, til að reisa landið, aftur úr rústum. Það var á sunnudegi, þegar hvorki þýzkir starfsbræður né hernaðaryfirvöldin voru viðlátin, að hann lýsti því yfir i útvarpinu, að hann hefði gefið út tilskipun, þar sem öll skömmtun og verð- lagseftirlit væri afnumið. „Siepp- ið fólkinu og fjármununum laus- um og þá mun landinu vel :í vegna“, hrópaði Erhald. Yfir- menn hans urðu bæði undrandi og reiðir. Á þessum tíma höfðu bæði Frakkar og Bretar, sem þó voru sigurverarar í orði kveðnu, mjög strangt eftirlit og vöru- skammtanir hjá sei og atferli Er- hards þótti ganga brjálæði næst. En það var búið sem búið var. Ráðherrann hafði lýst þessu yfir í útvarpi í áheyrn allra lands- manna og yfirvöldin treystust ekki til að gera hann ómerkan orða sinna. Nú stóð þannig á að þegar Erhard gaf út þessa til- skipun sína, þá var mikill vöru- skortur í öllum búðum í landinu. Samkvæmt þeim ataugunum sem þá höfðu farið fram, var ekki til á opnum markaði meiva af bux- um en svo að hver maður gæti eignast einar buxur á hverjum 18 árum, eina sokka á hverjum 29 árum og einn fatnað á hverj- um 98 árum. En þannig var þetta einungis á yfirborðinu og það vissi Erhard. Svartur markaður þróaðist og á honum fóru fram miklu meiri viðskipti heldur en í búðunum og höfðu hin ströngu höft og verðlagseftirlitið mjög stutt að þessu ástandi. Hernaðaryfirvöldin gengu til Erhards og spurðu hann, hverju það sætti a.ð hann hefði gefið út þessa tilskipun um að slaka á nautar sínir segðu, að honum J hefði orðið á hin herfilegustu mis , tök. Þá svaraði Erhard: „Clay I hershöfðingi, þér skulið ekki láta þetta á yður fá, því ráðu- nautar mínir segja hið sama“. Það er talið að þessi ákvörðun , Erhards hafi valdið þáttaskipt- ‘ um í lífi býzku þjóðarinnar, eftir stríðið. í fyrstu varð allmikið kaupæði meðal almennings, því að menn þutu til að kaupa tapr vörur, sem skammtaðar hofðu verið og skortur var á. En það fór eins og Erhard bjóst við að þeir, sem áttu vörur „á bak við“, eins og það er kallað og bændur, sem einnig höfðu falið eða geymt vörur til þess að selja þær á okur verði á svörtum markaði, komu nú fram með þessar vörur í dags- ljósið og síðan kom svo til aukin iðnaðarframleiðsla til sögunnar, en iðnaðurinn fékk nú nýja hvatn ingu, þar sem hann var nú orð- inn laus við öll höft Kepptist nú hver við, sem mest hann mátti.að framleiða neyzluvörur handa almenningi og fylla mark- aðinn. Það má nærri geta að Er- hard var ekki með öllu rólegur þeniian tíma meðan reynsla var að komast á, hvernig þessi skipan hans gæfist. Sagt er að hann hafi spurt konu þá, sem var einkarit- ari hans á hverjum morgni: „Hvernig er það i dag frú Muhr. Eru einhverjar vefnaðarvörur 1 búðargluggunum í morgun?" Verðlagið hækkaði í bili vegna þess hve skorturinn var mikill og margir urðu mjög óánægðir og heimtuðu, að Erhard yrði sviptur ernbætti sínu og einkum voru það skemmsýnir menn innan verka- verðlagseftirlitinu og skömmtun- inni, eins og á stæði. Erhard svaraði: „Ég hefi ekki slakað á höftunum, ég hefi afnumið þau“. Við landa sína sagði Erhard: „Sá skömmtunarseðill, sem þið nú hafið í höndunum, er markið ykk ar“. Hann bað um samtal við yfir mann bandarísku herstjórnarinn ar, sem þá var Clay hershöfðingi, og sagði Clay við hann, að ráðu- lýðshreyfingarinnar, sem heimt- uðu að strax yrðu teknar upp aftur skammtanir og verðlagseft- iriic. En Erhard stóð fast á því, að verðlagið yrði látið laga sig eftir markaðnum og spáði því að verð muni fljótlega lækka. Það fór eins og Erhard hafði spáð, að verðlagið iækkaði. En Erhard gerði fleira en þetta. Hann hvatti framleiðendur til þess að keppast nú sem mest við og byggja upp nýjar verksmiðjur og stofna nýjar atvinnugreinar, enda var þeim heitið miklum friðindum í opinberum gjöldum, som slíkt framtak hefði með hönd urn. Erhard notaði iíka vald sitt, til þess að lækka tolla og rýmka innflutning á hráetnum til iðn- aðarins, til þess að skapa honum sem bezt skilyrði. Byggingamenn irnir losnuðu við eftirlit með leigu og varð það til að ýta undir aukið framtak í bvggingarmálum. Síðan þetta gerðist eða árið 1948 hafa Vestur-Þjóðverjar haldið óbilandi tryggð við stefnu Erhards um sem mest frelsi í við- skiptum og atvinnumálum. Vita- skuld hefur Erhard átt við sína örðugleika að etja. en hann hefur yfirstigið þá hingað til. Eins og nú stendur á hann I vandræðum útaf hækkun þeirri, sem kola- framleiðendur í Ruhr hafa gert á kolunum og býst Erhard nú til að gera ýmsar ráðstafanir til þess að hnekkja þeirri hækkun og þá meðal annars með pví eð gera erlend koi ódýrari og skapa þannig samkeppni við kolafram- leiðendurna. Er þetia. eins og nú stendur. hið mesta hitamál í Þýzkalandí og óvist um hvaða úr slit það fær. Hagalín les upp á kvöld- vöku í Stúdentafélaginu STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efnir til kvöldvöku í Sjálfstæðis- húsinu n. k. föstudagskvöld. — Er þetta önnur kvöldvaka félags- ins á þessu hausti, en eins og kunnugt er hefur félagið einnig haldið einn umræðufund um kjördæmamálið. — Á kvöldvök- unni á fimmtudaginn koma fram margír góðir og þjóðkunnir skemmtikraftar, þeirra meðal má nefna Guðmund G. Hagalín, er les upp úr verkum sínum, söngv- ararnir Kristinn Hallsson og Guðmundur Guðjónsson syngja einsöng og tvísöng með aðstoð Fritz Weishappel og leikararnir Klemenz Jónsson og Valur Gisla- son flytja gamanþátt. Að lokum verður stiginn dans. Bréf til NATO-ríkja DAMASKUS, 28. okt. — Sýr- landsstjórn hefur sent sjö Atlants hafsríkjum bréf, þar sem hún lætur í ljós kvíða sinn yfir því, að Tyrkir muni færa sér í nyt NATO-æfingarnar á Miðjarðar- hafi til að gera innrás í Sýrland. Bréfið var sent til Bandaríkj- anna, Vestur-Þýzkaalnds, Dan- merkur, Hollands, Belgíu, Italíu og Grikklands. — Einnig fengu stjórnir Indlands og Pakistans sams konar bréf. shrifar úr daglega lifinu Á Kambabrún Farþegi skrifar: 27/10,57 NÚ er vetur seztur að og færð tekin að spillast á vegum. Allrar aðgæzslu er því þörf lil að komast hjá töfum og óhöppum af erfiðri færð. í dag var ég farþegi í áætlunar- bifreið á leið upp Kamba. í efstu brekkunni hafði dregið saman töluverðan snjó, en vegagerðin hafði enn ekki látið ýta honum. Bílarnir urðu því að þræða fremstu brúnina til að komast upp. Færðin var þarna mjög þung, og allt í einu, þar sem bíllinn erf- iðaði mest, hrökk hann úr gír. Sém betur fór Var traustur bíl- stjóri við stýrið og bremsur í lagi, og náði hann því bílnum upp — með þVí þó, að farþegar ýttu. Þarna á brúninni er ekkert til að stöðva bíl, ef eitthvað ber útaf, nema nokltrír hnullungs- steinar, og væri sannarlega ekki vanþörf á, að vegagerðin tæki þetta til athugunar og kæmi þarna upp öflugri vörnum, áður en slys henda“ Maðurinn á Suðurlandsbrautinni UM daginn var sagt frá þvi hér í dálkunum hve ótrúleg og ánægjuleg áhrif góðakstursverð- laun höfðu á geðstirðan ökumann, sem Velvakanda er sagt, að all- mikið beri á á Suðurlandsbraut- inni í matartímunum. En nú hefur komið babb í bát- inn. Einhverju sinni fyrir skömmu var manntatrið búið að hrista af sér virðuleika hins verð- launaða bílstjóra og tekinn að bregða aftur á sinn fyrri leik — þjóta fram úr bilnum, þótt aðrir kæmu á móti, þvinga þá út á yztu brún eða neyða þá til að nema staðar. Heimildarmaður Velvak- anda fór að athuga, hvort náung- inn hefði venð sviptur verðlauna merkinu. Svo virtist ekki vera. Sást óljóst móta fyrir því, en aur af götunni hafði hulið það nær alveg og lílega hefur bílstjóran- um þá ekki þótt ástæða til að vanda sig /3 ráði Stimplaðir konfektkassar OÁNÆGÐUR sætindabelgur hefur bent á, að konfekt- gerðir komi dagsetningarstimpl- um nokkuð undarlega fyrir á 'framleiðsluvörum sínum (ef þær nota þá slíka stimpla yfirleitt). A.m.k. ein súkkulaðiverksiniðja setur stimplana á lítinn miða, sem á er letruð auglýsing til við- skiptavina um aðíerðir til að koma umkvörtun varðandi vör- una á framfæri. Miðinn er brot- inn saman, og er ekki hægt að sjá stimpilinn nema maður kaupi kassann og taki utan af honum glæra pappírinn. Það er vissulega góðra gjalda vert að gefa til kynna, hvort súkkulaðið er nýtt, en óneitanlega væri betra að vita þsð, áður en maður Kaupir kass- ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.