Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 30. okt. 1957 MORCVISBLAÐIÐ 11 — Utan úr heimi Framh. af bls. 8 Harðskeyttir kommúnistar eins og Ernö Gerö og Andras Hege- dus höfðu látið í það skína, að það hefði verið Nagy, sem kall- aði rússneska herliðið á vett- vang. Þetta höfðu þeir máske gert til að vekja tortryggni á honum og sundra þannig mót- spyrnunni. Eitf fyrsta Nagys, eftir að hann var orðinn raunverulegur for- sætisráðherra var að kveða niður þennan orðróm. í æðu sem hann flutti 29. október sagði hann m. a.: — Sá óhróður hefur verið bor- inn út um mig, að ég hafi kall- að á rússnesku hermennina. Hvernig getur nokkrum manni dottið slíkt í hug, ég sem ætíð hef barizt fyrir sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Það er þvert á móti ég, sem hef fengið því áorkað, að þeir fari nú brott úr landinu. Lýðræðiskosningar undirbúnar 29. október viðurkenndi stjórn Nagys, að byltingarráðin og verkamannaráðin, sem stofnuð höfðu verið út um allt Ungverja- land væru réttir aðiljar til að ræða um og framkvæma stjórn- armálefni. Þau fengu fulltrúa í ríkisstjórninni og einkum urðu verkamannaráðin mikilvæg til að framkvæma héraðsstjórn ýmis konar. Þau höfðu verið stofnuð í öllum hverfum borgarinnar og einnig víðast út á landsbyggð- inni. Víða önnuðust þau löggæzlu og framkvæmd aðkallandi mála. Jafnframt þessu lýsti Nagy því yfir, að efnt yrði hið bráðasta til lýðræðislegra kosninga, þar sem þjóðin fengi raunverulega að láta álit sitt í ljósi. Þá var heimil- að að stofna aðra stjórnmála- flokka en kommúnistaflokkinn. Það þýddi samtímis að einok- unaraðstaða kommúnistaflokks- ins var afnumin. T. d. voru hin- ir lögskipuðu kommúnistasellur í verksmiðjum og meðal skóla- nema afnumdar. Áður en kommúnistar rændu völdum í Ungverjalandi voru 4 aðal stjórnmálaflokkar starfandi í landinu. Fulltrúar þeirra komu nú aft- ur fram á sjónarsviðið og þegar Nagy myndaði nýja ríkisstjórn þann 30. október fengu þeir ráð- herra í henni. Mikil verkefni Þessi nýja ríkisstjórn ákvað að taka upp að nýju skjaldarmerki Kossuthsum og hinn gamla þjóð- söng og þjóðhátíðardag. Hún hafði mörgum verkefnum að sinna auk þess sem hún átti að undirbúa lýðræðislegar kosning- ar. Nokkur helztu verkefni henn- ar hafa verið talin upp á eftir- farandi hátt: 1) að koma á lögum og reglu. 2) að stofna heimavarnarlið. 3) endurskipulagning dómstóla og opinberra stofnana í lýðræðis- átt. 4) að koma stjórnsýsluathöfn- um og opinberum framkvæmd- um í rétt horf. 5) að skipuleggja og útvega meðöl og vistir til sjúkrahús- anna. 6) að koma á réttlátri dreif- ingu matvæla og á dreifingu hjálpargagna og annarra gjafa frá útlöndum í samráði við Rauða krossinn. 7) að úthluta réttlátlega hús næði til þeirra mörgu sem misst höfðu húsnæði sitt í bardögun- um. 8) að hreinsa húsarústir. 9) að hefja þegar í stað við- gerðir á slcemmd húsnæði. ★ Var nú þegar tekið til starfa við að hreinsa til í rústunum. Það var t. d. mikið og merkilegt átak hjá borgarbúum, að hinn 3. nóvember voru strætisvagna og sporvagnasamgöngur í Búdapest komnar í lag. Og ákveðið var að kennsla í öllum skólum skyldi hefjast 5. nóvember. Þann dag átti og að hefjast vinna al- mennt í verksmiðjum og vinnu- | stöðvum borgarinnar. Er vafa- laust að svo hefði orðið, ef Rúss- ar hefðu ekki aftur skorizt í leik- inn 4. nóvember. Það var sannarlega langt síð- an ungverskar hendur höfðu ver- ið svo vinnufúsar. Enda var nú starfað fyrir bjarta framtíð og frjálst föðurland. Um þessar mundir var og tals- vert rætt um það í stjórninni, í hve ríkum mæli ætti að slétta yfir spor kommúnismans í efna- hags og atvinnumálum. Andstöðu , flokkar kommúnista viður- kenndu, að þar væri ekki hægt að þurrka allt út í einu vetfangi. Þeir lögðu áherzluna á það fyrst í stað, að almenn mannréttindi kæmust á í landinu og einnig vildu þeir hið bráðasta afnám þjóðnýtingar í landbúnaðinum, samyrkjubúskaparins. — Hinir frjálslyndu kommúnistar, sem nú sátu í stjórninni með Nagy töldu það eðlilegt, að samyrkjubúskap- ur yrði lagður niður, því að hann hefði verið kostnaðarsamur eyðslubúskapur fyrir þjóðina. Hann hafði í rauninni lagt land- búnaðinn í rústir. Aldrei hafði þó allur landbún- aður Ungverjalands verið þjóð- nýttur og var það nú táknrænt, að á þessum erfiðleikatímum voru það kotbændurnir, sem komu íbúum Búdapest til hjálp- ar. Hætt er við alvarlegum mat- vælaskortur hefði gert vart við sig í borginni, ef ekki hefði komið þangað gangandi eftir þjóðveginum með hestvagna sína, hinn mesti fjöldi smábænda, fær andi matvæli. Eru sagnir af því að bændurnir hafi jafnvel verið gjöfulir á þessar nauðsynjavör- ur. Þannig fögnuðu þeir fengnu þjóðfrelsi Ungverjalands. Þ. Th. (Síðari hluti þessar greinar birtist á morgun. Þar er fjallað um það að Ungverjar tóku upp sjálfstæða utanríkisstefnu, dag- ana sem þeir nutu frelsis). Gufuketill 7 ferm., nýr gufuketill, til sölu. Einnig h"s á traktora. VélsiniSjan Kyndill Sími 32778. KEFLAVIK Róleg, e!dri koi.u óskar eftir HERBERGI með innbyggðum skáp, sem næst Miðbænum. Símaafnot æskileg. Lestur með barna- skólabörnum eða barnagæzla tvö kvöld í viku, kemur til greina. Uppl. í síma 2-30-55. Adenauer gengur frá ráðherralista sínum Bonn, 26. október/ ADENAUER kanslari, hefur nú gengið frá ráðherralista sínum og er um ýmsar breytingar að ræða frá því, sem var í hinu fyrra ráðuneyti hans. Nokkrir erfiðleikar hafa verið á að mynda stjórnina og hefirþar komiðýmis legt til greina. Sl. 5 vikur hafa miklar umræður verjð um það, hvernig í ýmis embættj yrði skip- að. Hefur þar einkum borið á átökum í sambandi við fjármála- ráðuneytið. Talið er nú víst að fullákveðið sé, að Franz Etzel verði fjármála ráðh. í stað Scháffers, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra Valdamesti maður í ráðunevtinu, utan kanslarans sjáifs verður Ludwig Erhard, en hann gegnir embætti varakanslara, viðskipta- málaráðherra og forseta efnahags ráðsins, sem nvo er kallað. Utan- ríkisráðherra verður von Brent- ano, eins og áður og landvarnar- ráðherrann verður Strauss. Það vekur athygli að Theodor Blank, sem var varnarmálaraðherra, en lét af embætti fyrir nokkru síð- an, tekur nú við embætti vinhu- málaráðherra. Italskur námsstyrkur RÍKISST J ÓRN ÍTALÍU hefur ákveðið að veita íslendingi styrk til náms á Ítalíu skólaárið 1957— 1958. Nemur styrkurinn 400 þús. lírum, og greiðist hann með jöfn- um greiðslum á átta mánuðum. Auk þess fær styrkþegi greiddar 10 þús. lírur í ferðastyrk, og ef um skólagjöld er að ræða, mun styrkveitandi endurgreiða þau. Umsækjendur verða að hafa lokið stúdentsprófi eða prófi frá listaskóla. Umsóknir um styrk- inn sendist menntamálaráðuneyt- inu fyrir 22. nóvember n. k. í umsókn skal tilgreina námsferil umsækjanda, svo og hvaða nám hann hyggst stunda á Ítalíu og við hvaða menntastofnun. Enn- fremur fylgi afrit af prófskirtein- um, svo og heilbrigðisvottorð og tvær myndir af umsækjanda. (Frá menntamálaráðuneytinu) SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA vestur un land í hringferð hinn 4. nóvember. — Tekið á móti flutn- ingi til áætlunarhafna vestan Ak- ureyrar, í dag og árdtgis á morg- un. — Farseðlar scldir árdegis á laugardag. SKAFTFELLINGUP fer til Vestmannaeyja •' föstu- dag. Vörumóttaka daglega. „FJALLFOSS“ fer frá Reyk'avík föstudaginn 1. nóvember til Austur- og Norð- Urlands. — Viðkomustaðir: Reyðarfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Húsavík, Akureyri. H.f. Eimskipafélag Islands. n ÁÆTLUN okt.—des. 1957 M.S DRONNINC ALEXANDRINE Frá Kaupmannahöfn 8./11. Og 6./12., um Thorshavn til Rvíkur. Frá Reykjavík 15./11. (um Grænland) og 14,/li.. um Thors- havn til Köbenhavn. M.S. H. J. KYVIG Frá Kaupmannahöfn 22./11. til Færeyja og Reykjavíkur, Hentug ferð fyrir jólavarning. Frá Keykjavík 5./11. Of 2./12. til Kaupmannahafnar. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen. Erlendtir Péturaaon. Nú er alveg einstakt tæki- færi til að eignast nýtt hús á bezta stað í bænum. Uppl. gefur: Tómas Tómásson | Sími 430. I Sólrík stofa til leigu fyrir reglusaman karlmann. Sími 19398. HERBERGI til leigu Fæði á sama stað. — landsbraut 66. Suður- Vefnoðarvöiuverzlun á bezta stað í Vesturbænum er til sölu strax. Hagkvæmir skilmálar. Tilboð merkt: „Verzlun 3155“, óskast sent Mbl. fyrir 1. nóvember. Til sölu margs konar trésmíðavélar. Einnig nokkuð af mótakrossvið. Símar 33778 og 34059. Stúlkur Stúlkur, helzt vanar saumaskap, óskast strax. Skóverksmiðjan ÞÓR Skipholti 27. Gjöfnm í minningnrsjóð Randvers Þorvaldar Gunnarssonar, vélstjóra, er‘ veitt móttaka í skrifstofu Vélstjórafélags íslands, Tryggva- götu 2, — bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, — leður- verzlun Jóns Brynjólfssonar, Austurstræti 3 og hjá hús- verði Sjómannaskólans. Skólastjóri Vélskólans. Hefi til sölu nú þegar 200 ársgamlar hænur og 20 nautgripi, ásamt heyi, með því að hreppsnefnd Mosfellshrepps hefur fyrirskipað mér að flytja gripahúsin brott. Nánari upplýsingar gefur Haraldur Guðjónsson, Markholti, Mosfellssveit, Sími 6 A (um Brúarland). Röskur ungur maður sem hefir bílpróf óskast strax. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. nóvember merkt: Sendibíll —7865. Lœknaskipti Þeir meðlimir Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar, sem óska að skipa um heimilislækni frá næstu áramót- um, þurfa að tilkynna skrifstofu samlagsins það fyrir nóvemberlok. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.