Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 30. okt. 1957 MORGVNBLAÐIÐ 15 Ég hef unnið Svnrtu- gilsheimilinu vel segir frú Bergljót Haraldsdóttir eftir 75 ára búskap í Svartagili ENN er haldið áfram rannsókn- inn á brunanum í Svartagili. I gærdag mætti fyrir réttinum frú Bergljót Haraldsdóttir, sem er tengdadóttir Markúsar bónda Jónssonar í Svartagili. — Ég vona, að guð gefi það, að þetta verði í fyrsta og síðasta skiptið, sem ég er kölluð fyrir rannsóknardómára, sagði Berg- ljót Haraldsdóttir, er tíðinda- maður Mbl. hitti hana að máli í gærkvöldi, skömmu eftir að hún hafði lokið við að gera grein fyrir þeim spurningum, er rann- sóknardómarinn lagði fyrir hana. Bergljót er Norður Þingeying- ur að ætt og uppruna. — Ég kom fyrst í Svartagil í júlímánuði 1942. Þar hef ég síð- an átt óslitið heima. Þó bærinn sé afskekktur og lífsbaráttan þar hörð, kunni ég vel við mig. Nátt- úrufegurð er þar mikil á sumrin. Veturnir hafa stundum verið langir og strangir, en þá minnist maður hinna unaðslegu sumar- daga í hinni fögru sveit. Alla tíð hefur fóirið vel á með mér og Markúsi tengdaföður mínum. Á sl. vori fór maðurinn minn, Sigurður, frá mér og sex börn- um okkar á aldinum 2—15 ára. Fór hann að búa með ungri konu í Reykjavík, en þau búa nú í Hveragerði. Fram að þeim tíma, er Sigurð- ur fór frá mér, hafði á ýmsu geng ið í búskap 'okkar. Nærtækt dæmi er, að í marzmánuði sl., varð ég að brjótazt í umbrota- færð til Reykjavíkur því -þá var Svartagilsheimilið að mestu bjargarlaust. Sigurður var þá á vertíð suður í Sandgerði. Hafði hann farið suður í janúar, en í marzmánuði var hann ekkert far- inn að senda heimili sínu af pen ingum. — Þessi ferð verður mér einna minnisstæðust frá 15 ára dvöl í Svartagili. Var ég tvo Hauslmóf Tafl- félagsins Á HAUSTMÓTI Taflfélags Reykjavíkur hafa verið tefldar 3 umferðir og standa leikar j þannig: f meistaraflokki er efstur Guð- mundur Ársælsson með 2M> vinn., en næstir koma Gunnar Gunnars- son og Kári Sólmundarson með 2 hvor. í 1. flokki hefur Sigurður Gunnarsson einn forustuna með 3 vinn., honum næstir ganga Bald ur Davíðsson og Theódór Guð mundsson með 2% hvor. í 2. flokki eru þrír jafnir um efsta sætið með 3 vinn., þeir Björn Þorsteinsson, Björn Þórðarson og Guðmundur Júlíusson, en í drengjaflokki er Jón Björnsson einn með 3 vinn., Fjórða umferð verður tefld í kvöld og hefst kl. 8 í Þórscafé. Þátttakendur í mótinu urðu alls 81, þar eð 12 bættust við á sið- ustu stundu. Þar af eru 40 í 2. flokki. Inflúenzan STYKKISHÓLMI, 29. okt. — Skólunum hér var lokað í dag vegna inflúenzuunnar, enda vant- aði 26—50% í bekkina. Verða skólarnir lokaðir fram yfir helgi a. m. k. A sumum heimilum hafa allir lagzt. — Árni. HVERAGERÐI, 29. okt. — Barna skólanum var lokað í dag vegna inflúenzunnar. Af 30 börnum úr nærsveitunum komu aðeins 3 í skólann síðasta daginn. — Georg. daga að komast til Reykjavíkur. Ég fékk 1000 kr. til kaupa á nauð synjum til heimilisins frá manni mínum, kom þeim á bíl, en komst sjálf ekki með. Þá var þungu fargi af mér létt. — Ég hafði þá verið í þessari kaupstaðaferð frá því á mánudegi og nú var kominn fimmtudagur. Aðfara- nótt föstudags var Hellisheiðin ■ opnuð og komst ég austur í Hveragerði. Þaðan komst ég í mjólkurbíl að Ljósafossi, og síð- an þaðan með jeppabíl Kristjáns Jóhannssonar í Gjábakka að Pen- ingagjá. Var þá komið laugar- dagskvöld og klukkan 7. í myrkri og bleytu varð ég að brjótast heim að Svartagili, og man ég, að klukkan sló 8, er ég kom heim um kvöldið. Fleiri slíkar sögur um búskap á þessu afskekkta býli gæti ég sagt. í júnímánuði í sumar kom til okkar að Svartagili sem sumar- maður Sveinbjörn Hjaltason. Það var ég, sem réð hann til okkar. Segi ég það ósannindi, að hann hafi legið upp á Svartagils- heimilinu. Hann var duglegur sumarmaður. Eins frábið ég mig öllum getgátum um það að ég, gift kona, hafi hlaupið á brott með kaupamanninum, en það las ég í einu dagblaðanna. Eins og komið var fyrir mér og börnum mínum, þá gat ég ekki til þess hugsað, að vera vetrar- langt í Svartagili. Markús veit það bezt að ég hef unnið 0 /artagilsheimilýiu vel, og milli okkar ríkir enginn fjand skapur, og ég held, að undir niðri þyki honum vænt um mig, svo ég tali ekki um börnin, því að hann er ákaflega barngóður. — Hvert er svo álit yðar á at burðunum þar eystra? — Ég held og ég trúi ekki, að Sveinbjörn Hjaltason hafi farið austur í neinum illum tilgangi. Vissi ég ekki til þess, að þeir ættu neitt sökótt hvorir við aðra, hann og Markús bóndi. Varð ég ekki var við neinn alvarlegan á rekstur milli þeirra, nema þá ef vera kynni smávegis orðahnipp- ingar nokkru áður en Sveinbjörn fór, en yfir það fyrndist. Markús átti upptökin að þessu. En sem sé, eg veit ekki til þess að nein óvin- átta hafi verið milli þeirra. — Hvað haldið þér um elds upptökin? — Um það get ég ekki sagt með neinni vissu, frekar en aðr- ir. En ég minnist þess að kring um síðustu mánaðamót, urðum við vör við leka í gaspípunni, er lá að eldhúslampanum, sem sagt er að brotnað hafi í átökunum milli bræðranna í eldhúsinu. Var lekinn svo mikill, að bæri maður eld að lekanum kviknaði í gas inu. Markús gerði við þennan leka til bráðabirgða, en hrædd er ég um, að gaspipan hafi aftur bilað, er eldhúslampinn brotnaði, sagði Bergljót. — Misstuð þér mikið í brunan- umi — Ég missti aleigu mína þar og barna minna, fötin þeirra og harðast kom það niður á yngstu börnunum. — Ég missti allar bækurnar mínar, en ég var búin að koma mér upp nokkru safni bóka, einnig allar hannyrðir mín ar, eftir 15 ára búskap, búsáhöld öll og innbú heimilisins. Dreg ég ekki fjöður yfir það, að ég stend uppi allslaus. Ég hef komið börn um mínum fyrir hjá venzlafólki og vinum. Verð ég nú að fara að vinna fyrir mér og börnum mín- um, sagði Bergljót að lokum, þvi að við svo búið getur ekki lengur staðið. — Hlustað á útvarp Framh. af bls. 9 samsetta mann, afreksmann í aðra röndina en glæpamann í hina. — Þættir Kvarans hafa orð- ið mörgum til fróðleiks og skemmtunar, en hlutu að taka enda. Vonandi kemur Ævar Kvaran fljótt í útvarpið aftur með eitthvað nýtt, því hann er ágætur útvarpsmaður og áreið- anlega vinsæll. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir talaði um barnavernd. Var það í tilefni af fjársöfnun er fram fór nú. Erindi frú Aðalbjargar var afbragðs vel flutt og hverju orði sannara að umhyggja og ástúð við börn er eitt hið nauð- synlegasta í hverju þjóðfélagi. Menn bera þess minjar alla ævi hvernig að þeim er búið í bernsku og æsku. Daginn eftir að frú Aðalbjörg flutti erindið talaði eg við nokkra foreldra, sem eiga ung börn, — því miður hafði ekkert þeirra hlustað á þennan ágæta fyrirlestur! Svona er það, fólk hefur annað að gera en sinna því, sem athyglis- vert er. Vonandi hafa þó margir hlustað á erindið, þótt svona hitt- ist á með þá er eg átti tal við. í næsta þætti mun eg geta um það, sem flutt var laugar- dagskvöld 26. okt. meðal ann- ars. Þorsteinn Jónsson. Félagslíf Körfuknattleiksmem, K.R. Æfing hjá meistára, öðrum og þriðja flokki, í kvöld kl. 7,40— 3,20 í félagsheimilinu. Körfurnar eru komn- í húsið. Mætið allir. Mr. Norlander mætir á æfinguna. Stjórnin. Körfuknattleiksdeild K.R. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 6. nóvem- ber næst komandi, kl. 8,30 (að lok inni æfingu). Venjuleg aðalfund- arstörf. — Stjórnin. Körfuknattleiksdeild Í.R. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í l.R.-húsinu í kvöld kl. 8,30. Mætið stundvíslega. — Stjórnin. Knattspyrnudeild K.R. Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þriðjudaginn 3. nóvember kl. 8,30 í félagsheimilinu. — Stjórnin. Handknattieiksdeild Ármanns 4. flokkur , Æfing í kvöld í íþrótah., Lind- argötu kl. 7. — Mætið vel. — Þjálfarinn. Körfuknattleiksdeild Ármanns Æfingar í kvöld í íþróttahús- inu Lindargötu, kl. 8—10. — John Norlander mætir. Nýir félagar eru ávallt velkomnir. — Stj. SamkoBHiasr Z I O N Vakningarsamkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Krístnibo^shúsið Belanía Laufásvegi 13 Samkoma fellur niður í kvold. Filadelfía Biblíulestrar kl. 2 og 5. Vakn- ingarsamkoma kl. 8,30. Aðkomnir ræðumenn. Allir velkomnir. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í Gt.-húsinu í kvöld kl. 8,30. (Yngri embættismenn stjórna fundi). Inntaka nýrra fé- laga. — Blaðið „Einherji"; ung- ur smásagnahöfundur kynntur, o. fleira. — Æ.t. St. Sóley nr. 242 Fundur kvöld kl. 8,30. Vetrar- íagnaður: Mörg skcmmtiatriði, — kaffi, dans. Mætið réttstundis. “• Æ.t. Maðurinn minn, faðir minn og sonur okkar RANDVER ÞORVALDUR GUNNARSSON vélstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðviku- daginn 30. okt. kL 3 síðd. Þeim, sem vilja minnast hans skal bent á sjóð, er stofnaður verður til minningar um hann við Vélskóla íslands. Hjörðis Þorsteinsdóttir, fris Dóróthea Randversdóttir, Dóróthea Óiafsdóttir, Gunnar Jónasson Faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁRNI TRYGGVI EBENEZERSON frá Hvammstanga, andaðist 28. október að heimili mínu Breiðagerði 27. Fyrir hönd aðstandenda Lára Árnadóttir. Útför eiginmanns míns og föður okkar GUÐJÓNS VALDEMARSSONAR fer fram fimmtudaginn 31. október frá heimili hans Kirkjuvegi 32, Keflavík og hefst kl. 2,30 e. h. Ferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.30. Ásta Þórðardóttir og börnin. GUÐRÚN ÞORVARÐARDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. okt. klukkan 10,30 árdegis. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Árni Viihjálmsson, SeyðisfirðL Móðir okkar og tengdamóðir GUÐNÝ EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 31. október kl. 1,30 e. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Stefanía Friðjónsdóttir, Lárus Jóhannesson, Guðný Guðjónsdóttir, Óskar Árnason, Sigurður Guðjónsson, Guðni G. Sigurðsson. Minningarathöfn um móður okkar STEINUNNI ODDSDÓTTUR, frá Óslandi í Höfnum, fer fram í Neskirkju miðvikudag- inn 30. október klukkan 14. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum, laug- ardaginn 2. nóvember kl. 14. Börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför GARÐARS FLYGENRING Sérstaklega þökkum við læknum Landsspítala Islands, hjúkrunarliði og stofufélögum hans fyrir frábæra alúð. Fyrir hönd dætra okkar, tengdadætra og annarra vandamanna Ingibjörg Flygenring. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar ÓLÍNU ELÍSABETAR ÓLADÓTTUR Ragnar Guðmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Jóna Jónsdóttir. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og jarðarför eiginmanns og föður okkar EGGERTS EINARSSONAR Vík í Mýrdal. Hulda Magnúsdóttir, Kristín I. Eggertsdóttir. Ég þakka innilega hina margvíslegu samúð og hlut- tekningu, sem mér var sýnd við fráfall og jarðarför föður míns JÓNASAR BJÖRNSSONAR Hólabaki Einnig þakka ég lækni og hjúkrunarfólki Héraðshæl- isins á Blönduósi fyrir góða aðhlynningu á síðustu árum hans, svo og öðrum, er hlynntu að honum í einstæðings- skap hans. Helga Jónasardóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.