Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUNBT 4 Ð IÐ Miðvikudagur 30. okt. 1957 Cítg.: H.l. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Augiýsingar: Arni Garðar K.ristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjalct kr 30.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr 1.50 eintakið. BLEKKINGAR ÞAGNARINNAR SÍÐASTLIÐINN sunnudag var á það bent hér í blaðinu, að ósamræmi væri í meginatriðum milli yfir- lýsingar Alþýðusambands ís- lands og þess sem forsætisráð- herrann sagði um þessa sömu yf- irlýsingu í Tímanum á laugardag. 1 yfirlýsingunni var það haft fyrst og efst, að samizt hefði við ríkisstjórnina um „að gengis- felling verði ekki lögleidd." En forsætisráðherrann minntist ekki einu orði á þetta höfuðmál. Einn- ig kom fram ósamræmi um önn- ur atriði. Það vekur athygli að ekkert stjórnarblaðanna hefur minnst á þetta einu orði. Það er deginum ljósara, að hér eru óheil- indi að baki og ekkert af mál- gögnum rikisstjórnarinnar hefur enn treyst sér til að andmæla því, sem fram kom í Mbl. um afstöðu forsætisráðherrans ann- ars vegar og ASÍ hins vegar. Þá hefur Mbl. skýrt frá því, að vísitalan hafi raunverulega hækkað um 16 stig á einu ári en þar af eru 11 stig borguð nið- ur af almannafé. Þannig er vísi- talan „fölsuð“ og dýrtíðin dul- búin. Ekkert stjórnarblaðanna og enginn talsmaður ríkisstjórn- arinnar hefur treyst sér að mæla gegn þessari staðreynd. Þá hefur hér í blaðinu verið rætt um fjálmálaástandið að öðru leyti og bent á hið uggvænlega gjaldeyrisástand en nettóskuld bankanna við útlönd var í lok september um 90 milljónir króna á móti 70 milljónum kr. á sama tíma í fyrra. Öll stjórnarblöðin hafa vendilega þagað um þessi vandræði. Þau hafa líka þagað um vöruskortinn, sem er afleið- ing gjaldeyriskreppunnar í fjár- málum og atvinnumálum, sem stjórnarflokkarnir þegja yfir, af því þeim finnast þær óþægileg- ar. Ástandið, eins og það er nú, er augljóslega allt annað en sú „alhliða viðreisn efnahagslífsins", sem lofað var fj rir ári síðan Á sama tíma og þannig er komií í þjóðfélaginu, fjalla greinai stjórnarblaðanna að mestu un inr.byrðis erjur þessara flokkc eða eru fánýtar hártoganir og skattyrði í garð andstæðinganna. Sjálfstæðismenn eru þeir einu sem skýra almenningi frá stað reyndum um það hvernig komið er. Stjórnarblöðin hafa hvað eftir annað álasað Sjálfstæðismönnum fyrir að þeir skuli ekki taka þátt í þeim blekkingum þagnarinnar, sem nú er haldið uppi. En Sjálf- stæðismenn telja það tvímæla- lausa skyldu sína að segja al- menningi frá því, hvernig komið er, á hvaða vettvangi sem er, Það er vitaskuld öllum ljóst, að ríkisstjórnin ræður ekki við þau vandamál, sem fyrir höndum eru. Þeir sundurleitu flokkar, sem fyrst og fremst halda í völd- in af hræðslu við dóm þjóðarinn- ar í nýjum kosningum, hafa eng- in skilyrði til að vinna bug á erfiðleikunum. Allt miðast nú við að halda öllu fljótandi fram yfir kosningar til bæja- og sveita- stjórna, sem eiga að fara fram, eftir áramótin, eins og kom fram í ræðu Edvarðs Sigurðssonar á Dagsbrúnarfundinum. Flýtur á meðan ekki sekkur, er kjörorð ríkisstjórnarinnar. Hún hefur engin ráð tiltæk og viðleitni hennar beinist að því einu að fela staðreyndirnar og komast hjá því að horfast í augu við vandamálin. Það er ekki von að vel fari, þegar þannig er ástatt um stjórn landsins. Þegar alltaf situr í fyrirrúmi hvað er talið pólitískt heppilegt fyrir tiltek- inn flokk á tilteknum tíma, eins og nú er gert, en ekki hugsað um almannahag, er engrar lausn- ar að vænta á nokkru vandamáli. Þess vegna rekur líka allt á reið- unum og þess vegna vaxa áhyggj- ur almennings dag frá degi. EFTIR DAGSBRUNARFUNDINN SÍT ÓÁNÆGJA, sem kom fram á fundi Dagsbrún- armanna á sunnúdaginn var, er eitt táknið af mörgum um það, hve fólk er orð- ið þreytt á sífelldum loforðum ríkisstjórnarinnar, sem jafnóðum eru svikin. Nú er komin þögn í stað klapps og fagnaðarláta í Dagsbrún, sem kommúnistar telja sterkasta vígi sitt. Verka- menn, eins og aðrir, eru orðnir þreyttir á þessum sífelldu slag- orðum um „alhliða viðreisn", „umbætur" og annað þvílíkt, þeg- ar ekkert kemur í aðra hönd, nema vaxandi dýrtíð og minnk- andi kaupmáttur launanna. Almenningur trúir ekki nú fremur en verið hefur undanfar- ið, á að verkföll séu hin rétta leið. Mönnum verður betur og betur Ijóst að hin „gamla leið“ kommúnistanna stefnir til ófarn- aðar. En hver er þá afstaða kommúnistanna sjálfra? 1 dag berjast þeir á móti verkföllum en ber þá að skilja það svo, að þeir séu nú komnir á þá skoðun að verkföll séu tvíeggjað vopn? Nei, þannig er því ekki farið. Kommúnistar eru sama sinnis og áður. Þeir berjast nú á móti verkföllum einungis af því að þeir sitja sjálfir að völdum. — Verkamenn og aðrir launþegar mega ekki láta á sér bæra með- an kommúnistar sitja í stjórn. Verltföll eru í augum kommún- ísta pólitískt tæki flokks þeirra, sem beita skal eða láta ónotað, eftir því hvernig flokkshagsmun- ir kommúnista eru á hverjum tíma, en alveg án tillits til hags- muna verkalýðsins. Kommúnistar telja enn að verkföll séu sjálfsagt pólitískt tæki þeirra sjáifra, þeg- ar þeim þóknast að nota það. Þannig hafa kommúnistar leik- ið verkamenn og aðra launþega á undanförnum árum. Ólgan á Dagsbrúnarfundinum og þögnin eftir að talsmenn kommúnista höfðu lokið máli sínu bendir ó- tvírætt í þá átt að fleirum sé nú farið að skiljast en áður, hvern- ig kommúnistar leika sér með hagsmuni verkafólksins. Kommúnistar hampa því í sí- fellu að stjórnarstefnan sé mörk- uð af „samkomulagi ríkisstjórn- arinnar og alþýðustéttanna". — Þannig er reynt að koma ábyrgð- inni á öllum ófarnaðinum yfir á launþegana sjálfa. Þeir eiga að hafa samþykkt og krafizt alls þess, sem hvergi hefur verið ráðgert annars staðar en í flokks- herbúðum kommúnista og hinna stjórnarflokkanna. Þetta er grár leikur en Dagsbrúnarfundurinn sýnir að einnig þetta skilja nú fleiri en áður. Eftir orusturnar í Búdapest áttu margir um sárt að binda, því að ástvinir þeirra höfðu fallið. Mynd þessi var tekin rið jarðarför í Búdapest 29. október — 3. nóvember Hinir irelsisdagcrr Uffigverfa Frelsisdagur ÞAÐ er staðreynd í sambandi við ungversku byltinguna í fyrra- haust, að Ungverjaland var sjálf- stætt ríki með sjálfstæða ríkis- stjórn í 6 daga, eða eins og telja í vopnaðri árás Rússa þann 4. nóvember. Sagan af frelsisdögum Ung- verjalands hefur ekki áður verið sögð í íslenzkum blöðum, svo að mér finnst timi til kominn að rekja hana nokkuð. Hún er safn má frá 29. október til 3. nóvem- ber. Ekki er óliklegt að þessir sex dagar þyki merkilegt rann- sóknarefni fyrir sagnfræðinga í framtíðinni. Á þeim gerðist það, að ógnarstjórn kommúnismans var leyst upp, drög voru lögð að lýðræðislegum kosningum í land- inu, rústir voru hreinsaðar og málum skipað af röggvísi. Þá gerðist og sá merkilegi atburður, að Ungverjaland, sem um langt árabil hafði verið leppríki Rúss- lands, skapaði sér sjálfstæða ut- anríkisstefnu. Vegna brota Rússa á Varsjársamningnum sögðu þeir sig úr samnefndu bandalagi og lýstu yfir hlutleysisstefnu. Allt miðaði þjóðlíf Ungverja- lands þannig ört í áttina til fram- fara. En á einni nóttu var það verk aftur molað mélinu smærra Fyrri hluti merkilegra atburða, sem aldrei munu deyja í sögunni. Rússar töpuðu fyrstu orrustu um Budapest Rússneskt herlið réðst inn í Búdapest í fyrra skiptið nóttina eftir 23. október og hóf skothríð kl. 6 að morgni næsta dags á hina ungversku alþýðu, sem þá hafði borgina á valdi sínu. Það Stjórn Imre Nagys hófst þegar handa 29. október að hreinsa til í rústunum. Að því verki vann m. a. fjöldi sjálfboðalið'a, konur jafnt sem karlar. var upphaf fimm daga bardaga í borginni. Rússarmr höfðu staðið í þeirri trú, að þeir ættu að bæla niður fasista-uppreisn. Þeir komust að því, að þetta var uppreisn allr- ar þjóðarinnar. Rússarnir höfðu og vænzt aðstoðar ungverska hersins við að bæla niður upp- reisnina. í stað þess voru ung- versku hermennirnir þátttakend- ur í byltingunni, eins og aðrir borgarar í Búdapest. Með Rúss- unum stóðu aðeins tiltölulega fá- mennar sveitir öryggislögreglu- manna Avóa. Vegna þessa töpuðu Rússar hinni fyrri orustu um Búdapest. Þeir höfðu einfaldlega ekki bol- magn til að kveða byltinguna rnður. Skriðdrekar þeirra urðu einskis nýtir en ágæt skotmörk í götubardögum, þegar ekkert fótgöngulið var þeirn til aðstoð- ar. Þetta leiddi til þess, að 28. október féllust Rússar á að hætta bardögum. Þeir settu engin skil- yrði, heldur voru það byltingar- menn sem settu það skilyrði að aiiur rússneskur her yrði á burtu úr borginni. Avóta-sveitir leystar upp. Nóttina eftir 23. október hafði framkvæmdastjórn ungverska kommúnistaflokksins falið Imre Nagy að mynda stjórn. Þrátt fyr- ir það var Nagy fangi hinna harðsvíruðustu kommúnista og Avóa meðan götubardagarnir geisuðu. Allt fram á kvöld 28. október var hann undir stöðugri gæzlu tveggja Avóa. En um leið og bardagar hættu kom hann fram og lýsti yfir vopnahléi. Þjóðfrelsisdagar Ung- verjalands má segja að hefjist 29. október, þegar Imre Nagy gaf út tilkyningu um það, að sveitir Avóanna væru leystar upp. Eftir það gátu Avóar ekki lengur bundið hendur hans. Og Imre Nagy hóf þegar- sjálfstæðar stjórnaraðgerðir. Um leið og öryggislögreglan var leyst upp voru fangelsi henn- ar opnuð og mörgum hundruðum pólitískra fanga gefið frelsi. Þeirra á meðal var leystur úr haldi fjöldi presta, sem komm- únistar höfðu fangelsað fyrir það, að þeir vildu ekki prédika komm- únískan kristindóm. Þar var meðal annars leystur úr haldi Mindszenty kardínáli. Á Þegar Imre Nagy kom nú fram, sem raunverulegur forsætisráð- herra Ungverjalands bar á því i byrjun meðal ungversks almenn- ings að hann vantreysti honum. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.