Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.10.1957, Blaðsíða 2
MOItCVTSBl 4Ð1Ð Miðvikudagur 30. okt. 1957 Handahófskennd úthlutun 75 millj. kr. til atvinnujöfnunar Frumvarp 4 Sjálfstæðismanna um bætt vinnubrögð á þessu sviði 1 FYRRADAG báru fjórir Sjálfstæðismenn fram lagafrumvarp um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Leggja þeir tíl, að stofnaður verði jafnvægissjóður, sem stjórnað skal af þing- kjörnum mönnum. Stofnfé hans skal m. a. vera 75 millj. kr., sem rikissjóður leggur fram á næstu 5 árum. Frumvarpið var tekið til 1. umræðu í gær og ítrekaði þá Magnús Jónsson, sem fylgdi frum- varpinu úr hlaði, það, sem fram kemur í greinargerð, að megin- tilgangurinn væri' að koma ráðstöfunum til atvinnuaukningar í skipulegt hori. Benda flutningsmenn á, að óverjandi sé að úthluta meira og minna af handahófi um 15 millj. kr. svo sem gert er í ár. Er og full ástæða til að álíta, að ýmis annarleg sjónarmið hafi ráðið þeirri úthlutun. — Flutningsmenn frumvarpsins eru, auk Magnúsar, Kjartan J. Jóhannsson, Sigurður Ágústsson og Jón Sigurðsson. í frumvarpinu segir, að hlut- verk jafnvægissjóðs skuli vera að stuðla að jafnvægi í byggð Frá Alþingi EFRI DEILD Alþingis hélt þrjá fundi í gær. Stjórnarfrumvarp um skattfrelsi vinninga í síma- happdrætti lamaðra og fatlaðra 1957 var rætt á öllum fundun- um og afgreitt til neðri deildar. Frumvarpið kom fram í fyrra- dag. í>á var rætt um áframhald- andi innheimtu eignarskattsvið- auka. Bernharð Stefánsson hafði orð fyrir fjárhagsnefnd, en síðan fór frv. til 3. umr. Loks var rætt um aðflutnings- gjöld af jarðbornum eins og seg- ir annars staðar í blaðinu. í neðri deild var rætt um frv. upi jafnvægi í byggð landsins (sjá frétt í blaðinu í dag). f fyrradag voru lögð fram 7 ný þingskjöl. Eru 4 þeirra varðandi vegalög, og þau 2 þingskjöl, sem útbýtt var í gær eru sama efnis. Tillögurnar eru frá þessum þing- mönnum: Ólafi Thors, Pétri Ottesen, Jóni Pálmasyni, Sigurði Ágústssyni og Pétri Péturssyni, | _ Ásgeiri Bjarnasyni og Halldóri JÓHANN KÚLD, rithöfundur, landsins með því að veita lán til eflingar atvinnulífi, þar sem við atvinnuörðugleika er að etja. Sveitarfélög sem verða fyrir sérstökum áföllum vegna afla- brests eða af öðrum sökum, skulu sitja fyrir um lán. Auk beinna framlaga úr ríkis- sjóði á næstu árum er gert ráð fyrir, að til jafnvægissjóðs renni fé það, er veitt hefur verið á 20. og 22. gr. fjárlaga til að bæta úr atvinnuörðugleikum og enn er ekki endurgreitt. — Tekjur sjóðs- ins í framtíðinni skulu auk vaxta vera árlegt framlag ríkisins, sem ekki sé minna en 5 millj. kr. Sjóðurinn skal taka 4% í árs- vexti, en lánstímann skal sjóðs- stjórnin ákveða með tilliti til að- stæðna. Sama gildir um trygging- ar fyrir lánum. Afgreiðslustörf og reiknings- hald sjóðsins skal Framkvæmda- bankinn annast. Sjóðsstjórnina kýs Alþingi í upphafi hvers kjör- tímabils, og skal hún skipuð 5 mönnum. í greinargerð frumv. og við 1. umræðu um málið í gær kom fram, að frumvörp um þetta efni hafa verið flutt á þremur undan- förnum þingum, en ekki náð fram Leiðrétting E. Sigurðssyni. Önnur ný þingskjöl í fyrradag voru um símahappdrættið, um jafnvægi í byggð landsins og loks um staðfestingu á bráðabirgða- lögunum frá 26. september um heimild yfirskattanefnda og ríkis skattanefnda til að breyta út- svörum. óskar þess getið, að hann hafi alls ekki talað um þau mál, sem nefnd séu í frásögn Mbl. af síð- asta Dagsbrúnarfundi, heldur hafi hann rætt um nauðsyn á aukningu fiskiskipaflotans og vinnslustöðvanna, og um nauðsyn þess að koma á meiri vöruvönd- un í fiskframleiðslu. Iðja segir ekki upp samningum vegna alvarlegs ástands i málum iðnaðarins Á FUNDI í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík, sem haldinn var í gærkvöldi, var rætt um, hvort segja skyldi upp nú- gildandi kjarasamningum. Stjóm og trúnaðarráð lögðu fram eft- irfarandi tillögu: „Fundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks, 29. okt. 1957 samþykkir að segja ekki upp samningum að þessu sinni, þrátt fyrir minnkandi kaupmátt launa, vegna þess alvarlega ástands, sem framundan er i atvinnu- og efnahagsmálum iðnaðarins. Jafn- framt lýsir fundurinn yfir megnri óánægju sinni vegna hins ótrygga atvinnuástands, sem iðn- verkafólk verður nú að búa við vegna stöðugs skorts á nauð- synlegustu efnavörum, felur félagsstjórninni að stuðla að því við ríkisstjórnina, að viðunandi úrbætur fáist á þessum málum og skorar á ríkisstjórnina að stuðla að því að haldið verði uppi nægri og tryggri atvinnu". Formaður, Guðjón S. Sigurðs- son, fylgdi tillögunni úr hlaði. Næstur tók til máls Björn Bjarna- son, fyrrverandi formaður fél- agsins. Taldi hann, að dýrtíðin I landinu hefði ekki aukizt að und- að hann væri framkominni til- lögu samþykkur. Einnig tóku til máls Þorvaldur Ólafsson ritari félagsins og Konráð Bjarnason. Deildi Konráð mjög á núverandi ríkisstjórn og var gerður góður rómur að máli hans. Síðan var tillaga stjórnar og trúnaðarráðs borin upp og sam- þykkt samhljóða. Fomður tók þá aftur til máls og skýrði frá verkefnum þeim, er stjórn félagsins vinnur nú að. Samþykkti fundurinn að fela félagsstjórninni að gangast fyrir stofnun byggingarfélags að ganga. Á síðasta þingi var frumv. vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Treystist stjórnarliðið þá ekki til að greiða atkvæði gegn frum- varpinu, en valdi þessa leið til að koma málinu fyrir kattarnef. Á síðasta þingi var fjárveiting til atvinnujöfnunar hækkuð í 15 millj. kr. án þess að nokkrar reglur væru settar til tryggingar því, að féð kæmi að tilætluðum notum. Þingið tiltekur oft mjög nákvæmlega, hvernig ráðstafa skuli fé til ýmissa annarra mála og ákveður sjálft greiðslur, sem aðeins nema nokkur hundruð krónum. Væri því ástæða til að þingig fylgdist vel með úthlutun stórupphæða. Flutningsmenn skýra svo frá að þeir hafi ekki séð skýrslu um úthiutunina á þesssu ári, en full ástæða sé til að álíta, að ýmis annarleg sjónarmið hafi þar ráðið. Og hvað sem því líður, ætti að liggja í aug- um uppi, hversu óhæfilegt er að ráðstafa skipulagslaust allt að 15 millj. kr. Er óverjandi fyrir Alþingi að leyfa slík vinnubrögð við ráðstöfun á ríkisfé. Frumvarpið miðar að því, að settar verði fastar reglur um þessi efni. Gert er ráð fyrir sama framlagi næstu 5 árin og var á þessu ári. Er ekki deilt um að þess sé þörf, svo að hér verður ekki um útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð að ræða. En til þessa hefur aldrei ver ið unnt að vita með vissu, hvaða fé yrði til ráðstöfunar nema eitt ár í senn og því ekki unnt að gera neinar áætl- anir um kerfisbundna upp- byggingu atvinnuiífs á ein- stökum stöðum. Lánveitingar af atvinnuaukningarfé hafa víða komið að góðum notum, en engum vafa er bundið, að með kerfisbundnum ráðstöfun um og skipulagi hefði féð nýtzt enn betur. Hefur þetta komið fram hjá þeim, sem áður hafa beitt sér fyrir þessum málum ni. a. í nefnd aráliti Gísla Jónssonar og Gísla Guðmundssonar sem af fyrrver- andi ríkisstjórn voru skipaðir til að gera tillögur um þetta efni. Frumv. um gjöld af jarðborum snertir hagsmuni margra byggðarlaga Flarðar deilur á Alþingi í j»ær FRUMVARP það, sem þingmenn úr 3 flokkum flytja á Alþingi um að heimilt skuli vera að fella niður eða lækka aðflutningsgjöld af jarðborum, kom til 2. umræðu í efri deild í gær. Fjárhagsnefnd deildarinnar er klofin í afstöðu sinni tii málsins. Leggur meirihlut- inn (Gunnar Thoroddsen, Sigurður Ó. Ólafsson og Eggert Þor- steinsson) til, að frumvarpið verði samþykkt, en minnihlutinn (Bernharð Stefánsson og Björn Jónsson) vilja, að það verði af- greitt með rökstuddri dagskrá. Miklar umræður urðu um máiið, en atkvæðagreiðslu um það var frestað. Einn af flutningsmönnum frv., Hagsmunir fólks víða um land Gunnar Thoroddsen, sem er 1. flutningsmaður frv., hafði orð fyrir meirihluta fjárhagsnefndar. Hann sagði m. a.: Nauðsyn ber til, að jarðhitasvæðin í Krýsu- vík, Námaskarði, Hengli og víð- ar verði rannsökuð sem fyrst. Er réttmætt, að ríkisvaldið stuðli að því, að svo megi verða. Ætti það því að sjá svo um, að bor- tæki séu ekki of dýr. Aðflutn- ingsgjöld af bor þeim, sem ríki og Reykjavíkurbær hafa keypt saman, verða um 3,5 millj. kr., og verði þau innheimt, kemiu: það fram í hærri afnotagjöldum, sem öll þau bæjar- og sveitar- félög víða um land verða að greiða, er væntanlega leigja borinn til rannsóknastarfa. Röskun tollakerfis — fjárþörf ríkisins Því hefur veirð haldið fram, að „samþykkt frumvarpsins mundi raska samræmi í tollakerfi lands- ins“. í gildandi tollskrá eru þó tugir undanþáguheimilda, og hef- ur sumum þeirra verið bætt í skrána að frumkvæði núverandi ríkisstjórnar án þess að það þætti fela í sér hættu fyrir samræmið í tollkerfinu. Er því furðulegt, að þessi röksemd skuli koma fram. Þá er um það rætt, að ríkis- stjórnin hafi boðizt til að taka að sér borinn og slíta sameign- arsamningnum við Reykjavík. Einnig er því haldið fram, að hið opinbera geti ekki verið án toll- teknanna af bornum. Virðist ekki mikið samræmi í þeim tveim lýsingum á fjárhagsaðstæðum ríkisins, sem koma fram í þess- um staðhæfingum. Alfreð Gíslason, hefur reynt að ljá andstæðingum þess nokkrar röksemdir. Hann segist standa að frumvarpinu, þar sem fjárhagur Reykjavíkur sé slíkur, að bærinn geti ekki greitt sinn hluta af að- flutningsgjöldunum. Sannleikur- inn er hins vegar sá, að bærinn á 23 millj. kr. hjá ríkinu vegna ýmissa framkvæmda, sem það á að greiða hluta af kostnaði við. Fáist ekki undanþága sú, sem frv. fjaHar um, verða gjöldin greidd með skuldajöfnuði við ríkissjóð. Ríkisstjórnin hefur margt gert til að halda jarðbornum, sem hún sjálf hefur umráð yfir ásamt Reykjavík, í haldi. Hún neitaði munu um £viinan;r Qg er þoðin var full bankatrygging fyrir gjöldunum, þverneitaði fjármálaráðherra að taka það gilt. Hefur öll fram- koma ráðherrans mótazt af ein- stakri óbilgirni og stirfni. Jarðborinn og cfnahagskerfið Bernharð Stefánsson hafði framsögu fyrir minnihluta fjár- hagsnefndar, en hann vill sem fyrr segir afgreiða málið með rökstuddri dagskrá. Bernharð sagði m.a.: Ég sé ekki, að afstaða minni- hlutans geti á nokkurn hátt orð- ið því til fyrirstöðu, að jarðbor- inn komi að fullum notum, enda hefur ríkisstjórnin boðið, að rík- ið taki hann eitt að sér. Afstaða minnihlutans byggist á því, að samþykkt frumv. myndi valda óheppilegri röskun á tolla- kerfi landsins. Margir myndu Friðrik keppir á stórmóti í Texas KAUPMANNAHÖFN, 28. okt,— Ekstrabladet í Kaupmannahöfn birtir stutt samtal við Bent Lar- sen um svæðakeppnina og vænt- anlegt stórmeistaramót í Dallas í Texas, Bandarikjunum. Blaðið segir, að þetta verði stórmót og aðeins stórmeistarar taki þátt í því. Blaðið segir: „Þetta verður reglulegt stórmeistaramót, þar sem allir þátttakendurnir eru anförnu, en lýsti síðan yfir því, stórmeistarar. Eini þátttakand- inn, sem hefur ekki enn fengið hinn opinbera titil, er Friðrik Ólafsson frá íslandi, en um getu hans verður ekki deilt. Síðan segir blaðið, að á meðal þátttak- enda verði Stálberg, Szabo og Gligoric, auk Friðriks og Bents. Þessir menn fara allir með sömu flugvélinni til Bandaríkjanna eft þátt í Dallas-mótinu, auk dr. Euwes og Reschewskys frá Banda ríkjunum. Meðal þátttakenda frá Suður-Ameríku verða Panno og Najdorf. — Fyrstu verðlaun í þessari keppni nema 'A milljón ísl. króna. Áður en Bent lagði af stað í svæðakeppnina, sagði hann um ir svæðakeppnina. — Einnig er ( hana, að hann gerði ráð fyrir að búizt við, að hinn nýbakaði heims | verða meðal þriggja hinna fyrstu. meistari, Rússinu Smyslov, taki t — Það á ég að geta, sagði hann. telja sig eiga jafnmikinn rétt á, að hagsmunir þeirra yrðu teknir til greina á svipaðan hátt, enda er reynsla fyrir því, að tilslak- anir á þessu sviði valda oft vafn ingum og óánægju. Væri bezt að afnema allar undanþágur. Þá stendur nokkuð öðru vísi á fyrir ríkissjóði nú en oft áður, er tekjuafgangur hefur verið á fjár lögum. Nú er fjárlagafrumv. með rúmlega 70 millj. kr. greiðslu- halla og því sízt tilefni til að skerða tekjur ríkissjóðs. Samþ. frumv. myndi að vísu ekki valda neinum straumhvörfum ein sér, en það er ekki sanngjarnt að létta gjöld, sem notuð eru til að halda uppi gengi íslenzkra pen- inga. í efnahagsmálum íslendinga ríkir nú einkennilegt fyrirkomu- lag, og er ekki hægt að sjá, ,að það geti staðið lengi að halda at- vinnuvegunum uppi með greiðsl- um úr ríkissjóði eða útflutnings- sjóði, sem fá tekjur af aðflutn- ingsgjöldum, sagði Bertnharð Stefánsson. Skyldur ríkisins Gunnar Thoroddsen benti á, að fé hefði ekkert verið veitt til að ríkið geti keypt bor- inn eitt. Alls hefðu verið veitt- ar 2,5 millj. kr. á fjárlögum til borkaupanna, en borinn kostar 11 millj. kr., ef aðflutningsgjöld- in eru reiknuð með, en þau nema um 3,5 millj. kr. Þá urðu nokkur frekari orða- skipti milli Gsmnars Thoroddsen, Eysteins Jónssonar og Alfreðs Gíslasonar. Mótmælti fjármála- ráðherra því, að ríkið skuldaði Reykjavíkurbæ fé, þar sem því bæri ekki að inna af hendi sinn hluta kostnaðar við hinar ýmsu framkvæmdir nema fé værj til þess veitt á fjárlögum. Gunnar Thoroddsen benti á í því sam- bandi, að lagaákvæði um þessi mál væru með ýmsum hætti. Um skóla væri ákveðið, að ríkið skyldi greiða helming stofnkostn- aðar án þess að talað væri um, að vera ætti sérstök heimild á fjár- lögum. Hins vegar segði í lögum, að til hafnargerða skyldi greiða eftir því, sem fé er veií á fjár- lögum, og þátttaka ríkis í að koma upp íþróttamannvirkjum byggist á venjum, sem mennta- málaráðuneytið og stjórn íþrótta sjóðs hafa lengi farið eftir. Á öllum þessum sviðum er um verkaskiptingu að ræða milli rík is og bæjar og sveitarfélaga, og er það sjálfsögð krafa, að rlkið standi í skilum með sinn hluta. Fjármálaráðherra hefur hins veg arar ekki einungis tregðazt við að greiða það sem honum bar, heldur og vanrækt að fá nauðsyn legar heimildir settar í fjárlög eða beinlínis staðið á móti þvL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.