Morgunblaðið - 06.11.1957, Page 1
Ferð félagsmálaráðherra íslands
og forseta neðri deildar Alþingis
til Moskvu er þjóðarhneyksli
segir Bjarni Benediktsson
Ómakleg ummæli um eina af okkar
þýðij»narmestu og beztu viðskipta-
þjóðum segir LúBvik Jósefsson
FÉLAGSMÁLARÁÐHKRRA fslands, Hannibal Yaldimarsson,
forseti neðri deildar Alþingis, Einar Olgreirsson, eru farnir úr landi
til að vera við hátiðahölöd í tilefni af 40 ára afmæli kommúnista-
hjltingarinnar í Rússlandi. Hefur flokkur þeirra óskað þess, að
varamenn taki sæti þeirra á Alþingi. Fyrri váramaðurinn, Eðvarð
Sigurðsson, hefur áður setið á þingi, en.kjörbréf hins, frú öddu
Báru Sigfúsdóttur, var lagt fram í fyrradag. Afgreiðslu þess var
þá frestað, og kom málið aftur fyrir í gær. Þingið féllst á tillögu
kjörbréfanefndar um að bréfið skyldi tekið gilt, en framsögumaður
annars hluta nefndarinnar, Bjarni Benediktsson, gerði í ræðu at-
hugasemdir vegna þess tilefnis, er varð til að varamaðurinn settist
á þingbekk. Benti hann á, að það væri í fullkominni óþökk meiri
hluta fslendinga, er ráðherra og einn af forsetum Alþingis fara
til hátíðahaldanna í Moskvu, enda væri hér um þjóðarhneyksli að
ræða og fullkomna vansæmd fyrir islenzku þjóðina.
Gísli Guðmundsson (F) hafði
framsögu fyrir annan hluta kjör-
bréfanefndar. Kvað hann Áka
Jakobsson hafa verið fjarverandi
er nefndin athugaði kjörbréfið,
en hún væri sammála um að
leggja til, að það yrði samþykkt,
en annar hluti hennar vildi gera
athugasemd út af tilefni þess, að
varamaðurinn er til kallaður.
Bjarni Benediktsson tók þá til
máls og sagði:
Herra forseti. Ég vil fyrst taka
fram, að ég er alveg jafnrétt-
kjörinn framsögumaður nefnd-
arinnar eins og háttvirtur þing-
maður N.-Þingeyinga og á ekki
síður en hann að nefnast því
nafni, úr því að hæstv. forseti
hafði þá nafngjöf um hann.
Nefndin klofnaði og kaus sér sinn
hvorn framsögumann. Án þess að
það skipti miklu máli, þá er það
rétt sem rétt er.
Út af fyrir sig, þá er nefndin
sammála um það, að við það
kjörbréf, sem hér liggur fyrir, sé
ekkert að athuga, að sá maður
sem þar er sagður kjörinn sé
réttkjörinn sem 2. varaþingmað-
ur Alþýðubandalagsins fyrir
Reykjavík. Hins vegar töldum við
tveir í kjörbréfanefnd, að þetta
mál væri svo vaxið, að við vild-
um láta koma fram athugasemd
um tilefni þess, að þessi hv. full-
trúi er kvaddur til þingmennsku.
°5 Eg skal þó ekki fara að rekja
hér formleg atriði, sem vissulega
skipta þó máli í þessu sambandi,
um skyldu þingmanna til að
gegna þingstörfum og að þing-
menn mega ekki kalla varamenn
sína nema annað hvort forföll
hamli eða þeir hafi fengið leyfi
forseta til brottfarar. Um þetta
eru ákvæði í kosningalögum og
þingsköpum. Hitt er rétt, að það
hefur yfirleitt ekki verið fylgzt
sérstaklega með því, að því er ég
hygg, hingað til, hvorki af for-
setum — og þetta mundi einkum
heyra undir deildarforseta — né
þingheimi, hvort um raunveru-
leg forföll eða fjarvistarheimild-
ir sé að ræða og ég geri það út
Engin eldflaug á leið tiltunglsins
MOSKVU, 5. nóv. — Frétta-
maður Moskvuútvarpsins
sagði í dag: Við höfum engar
fréttir haft af því, að rúss-
nesk eldflaug sé á leið til
tunglsins. Fregnir um það að
Hússar hafi sent eldflaug til
tunglsins hafa birzt í blöðum
á Vesturlöndum undanfarið
Kommúnista-
foringi ferst
MOSKVU, 5. nóv. — í gær fórst
flugvél á Moskvuflugvelli, sem
flutti meðlimi í rúmönsku stjórn
inni til borgarinnar. Tass skýrir
frá því, að fjórir menn hafi far-
izt, þar af einn Rúmeni. Var
það Preoteasa, sem átti sæti í
rúmenska æðstaráðinu. — Nokkr
ir aðrir úr rúmönsku sendinefnd-
inni særðúst lítillega og var líð-
sn þeirra góð í dag.
Preoteasa var utanríkisráð-
herra Rúmeníu þangað til í júlí
sl., að hann var leystur frá störf-
um.
Eisenhower
WASHINGTON, 5. nóv. — Til-
kynnt var í Hvíta húsinu í kvöld,
að Eisenhower forscti mundi
flytja ræðu til bandarísku þjóð-
arinnar í sjónvarp og útvarp á
fimmtudagskvöld og fjalla þar
um atburði síðustu daga á tækni-
sviðinu.
og hafa sumar þeirra hermt,
að rakettan mundi koma til
tunglsins á byltingarafmæl-
inu 7. nóvember. — Þá var
þess einnig getið, að Rússar
hefðu í hyggju að senda enn
einn gervihnött út í hjimin-
hvolfið og yrði hann einnig
með tilraunadýr innanborðs.
Fundum stjórn-
múlunefndur-
innur frestuð
NEW YORK, 5. nóv. — Rússar
tilkynntu í gær, að þeir mundu
ekki lengur taka þátt i fundum
afvopnunarnefndarinnar ef ekki
yrði gerð breyting á skipan henn
ar, en sem kunnugt er hafa þeir
stungið upp á því að stofnuð
verði ný nefnd þar sem fulltrúar
alira aðildarríkja S.Þ. eiga sæti.
Dulles utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna lét svo um mælt er hann
ræddi við blaðamenn í dag, að
útlit værir fyrir að Rússar ætl-
uðu á þennan hátt að reyna að
þröngva Vesturveldunum til þess
að ganga að' tiilögu Rússa. Hins
vegar mundu störf svo fjölmennr
ar nefndar verða harla árangurs-
lítil. Fundum stjórnmálanefndar
S.Þ. hefur verið frestað til þess
að fulltrúarnir í nefndinni geti
ráðgazt við rikisstjórnir sinar
vegna þessarar skyndilegu á-
kvörðunar Rússa.
Gaillard hlaut traust
FARÍS, 5. nóv. — Gaillard hlaut
i kvöld traust franska þingsins
og var þar með bundinn endi á
hina 36 daga löngu stjórnar-
kreppu. Hann varð 38 ára í dag
og er yngstur þeirra er gengt
hafa forsætisráðherraembætti í
Frakklandi. í stjóm Gaillards
eiga sæti menn úr nær öllum
flokkum öðrum en kommúnista-
flokknum. Pineau fer með utan-
ríkismál og Lacoste með Alaír-
mál. Er Gaillard kynnti þing-
heimi stefnuskrá sína í dag sagði
hann, að Frakkar yrðu að færa
miklar fórnir til þess að losna úr
efnahagsvandræðunum. Gengis-
lækkun kæmi ekki til greina en
hann krafðist víðtæks valds á
sviði efnahagsmála, sem hann
kvað verða fyrsta verkefni stjórn
arinnar. Alsirmálið yrði síðan tek
ið til meðferðar og kvað hann
takmark stjórnarinnar verða að
binda endi á skærurnar þar og
koma á takmarkaðri heimastjórn
í Alsír.
SEINUSTU FRÉTTIR
Atkvæðagreiðslan um trausts-
yfirlýsingu til handa Gaillard fór
á þá leið, að hann hlaut 332:173.
Vísindamenn heyrðu gelt
í „Sovéthundinum”
Fi'h. á bls. 3.
LUNDÚNUM, 5. nóv. — Sputnik
II. hafði um kvöldmatarleytið
farið 1 millj. mílu kringum jörð-
ina. Moskvuútvarpið tilkynnti í
kvöld, að hundinum liði vel.
Forseti rússnesku visindaaka-
demíunnar, prófessor Nesmeya-
nov, skýrði frá því í dag, að rétt
væri, að í Sputnik II. væru rann-
sóknatæki, sem vega um Vi tonn.
Frá Kína berast þær fregnir,
að vísindamenn í Nanking hafi
tekið mynd af Sputnik II.
Rússneskir vísindamenn skýrðu
frá því I dag, að í ráði væri að
ná hundinum aftur til jarðar,
áður en vika er liðin. Einnig
skýrðu þeir frá því, að hundur-
inn mundi lenda í fallhlíf á rúss-
nesku landi.
Þegar Sputnik þaut yfir Lond-
on siðdegis í dag, heyrðust ein-
hver ókennileg hljóð frá honum
og halda vísindamenn, að þarna
hafi verið um að ræða gelt í
„Sovéthundinum“.
Rússar hafa tilkynnt, að Sput-
nik II. hafi lent í loftsteinabelti
án þess að skaddast nokkuð, og
bendir það til þess að belti þetta
sé ekki eins hættulegt geimför-
um og áður var talið.
Hálfrar aldar byltingarafmæli Rússa
haldið á tunglinu!
MOSKVU, 5. nóv. — í dag var Ráðstjórnarþjóðunum, sem byrja
hátiðahöldin i tilefni af fertugsafmæli byltingarinnar á morgun, til-
kynnt, að Rússar mundu auðveldlega geta haldið hátíðlegt háifrar
aldarafmæli byltingarinnar á tunglinu.
Sjötta meginlandið
Issakov prófessor segir í grein
sem hann ritar í Komsomsla-
skaya Pravda, að ekki líði á
löngu áður en tunglið verði kall-
að sjötta meginlandið.
Lenin
Fyrsta kjarnorkuknúða ísbrjótn
um verður hleypt af stokkunum
á byltingarafmælinu. Hann hlýt-
ur nafnið Lenin. Rússar halda
því fram, að hann getið gengið
í heilt ár án þess að taka elds-
neyti.
Aðalræðan
Fréttamenn segja, að búast
megi við því, að á hersýningu
Fd NatQiikin
kjornorku-
skey ti ?
WASHINGTON 5. nóv. — Dulles
lét svo um mælt á fundi með
blaðamönnum í dag, að æskilcgt
væri að Bandaríkin létu banda
menn sína í Nato hafa birgðir
af fjarstýrðum vopnum. Hvort
þau vopn yrðu kjarnorkuvopn
hefði enn verið ákveðið — sagði
hann, en málið yrði tekið til um-
ræðu á ráðherrafundinum í Par-
ís. Lét hann það uppi, að franska
stjórnin hefði farið þess á leit að
fá kjarnorkuflugskeyti hjá
Bandaríkjamönnum.
Rauða hersins á Rauða torginu
á byltingardaginn verði sýnd
mörg ný vopn, hin ægilegustu
manndrápstæki. Líklegt er talið,
að Krúsjeff haldi aðalræðuna á
afmælinu.
Góður árangur
LUNDÚNUM, 5. nóv. — í dag var
aðalritari Atlantshafsbandalags-
ins, Paul Henri Spaak, spurður
að því, hvort gervimánarnir
Rússnesku mundu hafa áhrif á
störf NATO. Hann sagði, að því
væri ekki að neita, að Rússar
hefðu náð góðum árangri í geim-
vísindum og væri ekki annað
hægt að segja en lánið hefði leik-
ið við þá i þeim efnum. — Að
öðru leyti lét hann spurningunni
ósvarað.
WASHINGTON, 5. nóv. — Á
blaðamannafundi í dag gerði
Dulles fall Zhukovs að umræðu-
efni. Kvað hann atburði þessa
hafa leitt í ljós að veldi Krúsjeffs
er mikið, en hvort styrkur hans
hefði aukizt við fall marskálks-
ins mundi framtíðin ein geta skor
ið úr um.
Dularfullur
hlutur
KAIRO, 5. nóv. — Margir urðu
sjónarvottar að því í Alexandriu
í dag, að lítill glóandi hlutur féll
til jarðar og kom niður í garð að
baki skóla eins í borginni. Vís-
indamaður, sem kvaddur var til,
skýrir svo frá, að hlutur þessi
væri átta sentimetrar að lengd og
sjö sentimetrar að þvermáli, og
virðist vera úr gummí. Á annarri
hlið þessa hlutar voru tvö safn-
gler, einn sentimeter að þver-
máli hvort um sig, og hinum
megin hafa einnig verið tvö
safngler, en annað þeirra hefur
losnað af hlutnum. Vísindamað-
urinn kom fram með þá tilgátu,
að hlutur þessi væri hluti af
ratsjársamstæðu, sem eldflaug
hefði borið út í geiminn — og
fullyrti hann það, að hluturinn
hefði fallið úr meiri hæð en nokk
ur flugvél hefði komizt hingað
til.
LONDON, 5. nóv. — Tilkynnt hef
ur verið í London, að hópur
brezkra vísindamanna á sviði
eldflaugasmíði fari innan skamms
vestur um haf til þess að ráðgast
við bandaríska vísindamenn un
framtíðarverkefnin.
Dulles sagð'i, að Zhukov hefði: NEW YORK, 5. nóv. — Hammar-
skjöld hefur gefið út skýrslu um
hreinsun Súez-skurðarins. Kost-
aði verkið 8,4 millj. dollara og
var greitt af 11 aðildarríkjum
S.Þ. Bandaríkin greiddu meira
en helminginn. Leggur Hammar-
skjöld til, að féð verði endur-
Tyrklandi! greitt með því að láta skip, er
var ekki sigla um Súez-skurðinn greiða
byggður á neinum rökum. Í3% hærri siglingagjöld. .
m. a. verið ákærður um ævin-
týramennsku í utanríkismálum,
en hins vegar hefðu Rússar birt
hótanir sínar í garð Tyrkja á
meðan Zhukov var á ferð I Júgó-
slavíu og Albaníu. Síðar hefðu
Rússar neyðzt til þess að láta af
andróðrinum gegn
I vegna þess að hann
j