Morgunblaðið - 06.11.1957, Síða 7
Miðvikudagur 6. nóv. 1957
M O R C V N B L 4 Ð 1Ð
n
Píonótónleikoi í Þjóðleikhúsinu
EITT hið ánægjulegasta við þetta
litla þjóðfélag hér norður á hjara
veraldar er sú uppörfun, sem
allir eru sammála um að sýna
ungu fólki, sem með samvizku-
semi og elju er að brjótast áfram
á einu eða öðru sviði. Hið opin-
bera styrkir það til náms og
frama, og það sem þó er enn
meira um vert að fólk almennt
reynir að fylgjast með starfi þess
með því t. d. að kaupa bækur
þess og sækja tónleika þess eða
sýningar. Einn slíkur „debútant"
kom fram í Þjóðleikhúsinu á
sunnudaginn var, og var þar hús-
íyllir, eins og þegar frægir menn
koma fram. Slikt mun næstum
vera einsdæmi annars staðar, og
er mjög athyglisvert; það er eins
og vera ber hjá fólki sem lcennir
sig við menningu.
Ung listakona, Steinunn S.
Briem, efndi til fyrstu píanótón-
leika sinna. Hún lauk á sínum
tima námi við tónlistarskólann og
hefur siðan, í mörg ár, stundað
nám hjá beztu |ennurum er-
lendis. Verkefnin voru eftir Scar-
latti, Bach, Beethoven, Ravel,
Alwjm og Chopin. Ungfrúin hef-
ur náð mjög mikilli leikni á
hljóðið, og er auðheyrt að hún
hefur stundað námið af miklu
kappi. Verk Scarlattis og Bachs
lék hún af næmum skilningi, og
var meðferð hennar fáguð og
smekkleg, en verkin níðþung í
flutningi. Sónötur Beethovens eru
ekki allra meðfæri, hvað túlkun
snertir. Sumir eru þeirrar skoð-
unar að ungt fólk eigi ekki að
falla í þá freistni að freista að
leika þær opinberlega. En um
þetta má deila, og æfingin gerir
meistarann. Menn þroskast einna
,mest á því að leika sifellt opin-
berlega. Margt var hér fallega
leikið og athyglisvert í meðferð
ungfrú Steinunnar á Es-dúr són-
ötunni op. 31. En þrótturinn og
kyngi Beethovens kemur betur í
Ijós með árunum. Einna mest
hreif mig meðferð ungfrúarinnar
á sónötu alla Toccata eftir Al-
Wyn, en hér er um athyglisvert
verk hins brezka tónskálds að
ræða. Kom hér vel í ljós hvers
virði það er að hafa góðan fyrsta
flokks flygil til að leika á. En
hinn nýi flygill Þjóðleikhússins
er afbragðs góður í alla staði.
Svo sem fyrr segir, var Þjóð-
leikhúsið þéttskipað og forseta-
hjónin heiðruðu listakonuna með
nærveru sirmi. Var fögnuður
áheyrenda mikill og varð ung-
frúin að leika aukalög eftir
Debussy og Chopin. Músikgleði
auðkennir allan leik þessarar
gáfuðu listakonu. Veri hún vel-
komin í hóp íslenzkra tónlistar-
manna.
P. í.
12 núlna verncLarsvæði
Tillaga Péturs Ottesen á þingi
PÉTUR OTTESEN hefur lagt fram eftirfarandi tillögu til þings-
ályktunar;
„Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að sjávarútvegs-
málaráðherra setji nú þegar nýja reglugerð um verndun fiskimiða
umhverfis ísland og verði þar ákveðið, að botnvörpu- og drag-
nótaveiðar skuli bannaðar umbverfis allt landið innan linu, sem
dregin er 12 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum og skerjum.“
I gi-einargerð segir Pétur Otte-
sen: — Þingsályktunartillögu
þessa flutti ég á síðasta þingi, og
náði hún ekki fram að ganga.
Aðgerðir í þessu efni þola ekki
bið, eins og nú er komið fisk-
veiðum hér við land, svo sem
rækilega voru leidd rök að í grein
argerð þeirri, er tillögunni fylgdi
þá. Fram skal tekið, að felld eru
niður úr tillögugreininni orðin
„eigi síðar en að loknu yfirstand-
andi þingi Sameinuðu þjóðanna“,
en þess í stað lagt til, að reglu-
gerðin verði sett nú þegar.“ Er
síðan prentuð með tillögunni
greinargerð sú, er fram kom í
fyrra.
Í tilefni þess að verzlun mín á 15 ára afmæli um
þessar mundir hefi ég ákveðið að gefa 10% afslátt
öllum þeim, sem panta föt hjá mér til 15. þ.m.
Þórli. Friðfinnsson,
klaeúskeri,
Vellusundi 1.
SKODA
Sætisáklæði á Skoda 440, nýkomið
Einnig oiíufilter og rúðuvírar
SKODA-verkstæðið
v/Kringlumýrarveg — Simi 32881
Til sölu
Nokkrar ibúðir eins og uppdrátturinn sýnir eru til sölu í 4ra hæða húsi við Álf-
heima. Ibúðirnar verða seldar fokheldar með hitalögn, gleri í gluggum og fullgerðu
þaki. I kjallara fylgir sér geymsla, hlutdeild í þvottahúsi, þurrkherbergi, hús-
varðaríbúð, sameiginlegri geymslu fyrir reiðhjól og barnavagna o. fl.
Flatarmál íbúðanna sjálfra er um 110 ferm.
Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála gefur
Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR,
Austurstræti 9, sími 14400.
PÍANÓ ódýrt píanó t!’ sölu. Sími 15158. íbúö óskast 1—2 herbergi, með húsgögn um og baði, óskast sem fyrst. Tilboð ásamt upplýs- ingum um verð, leggist inn á afgr. Mbl., fyrir laugar- dag, 9. þ.m., merkt: „Góð leiga — 3225“.
Nýleg kjólföt lil sölu, ódýrl. — Upplys- ingar í síma 16056.
Kaupum brotajárn KEFLAVÍK
Borgartúni. Herbergi til leigu. Sér inn- gangur, ásamt W.C. og handlaug. Upplýsingar á Túngötu 20, virrgtri dyr.
TIL LEIGU tvö lierbergi og eldhús, í Smáíbúðahverfi, strax. Til- boð sendist afgr. Mbl., — merkt: „Ibúð — 3222“, fyr ir föstudagskvöld. KEFLAVÍK Lítið lierbergi til leigu á Suðurgötu 32. Sími 314.
Kvenullarnærföt ltrepperlon-sokkar, saum- lausir, krepkarlmannssokk- ar frá 25,60 kr. B A N G S I Reynimel 22. Billeyfi til sölu fyrir Austur-þýzka 4ra manna — eða sendiferðabif reið. Tilboð merkt: „Bifreið — 3220“, óskast afh. strax til afgr. Mbl.
Atvinna Afgi-eiðslustúlkur og aðstoð arstúlka í eldhús, óskast nú þegar. — H V O L L Hafnarstræti 15.
Halló meistarar! Ungur maður utan af landi, óskar eftir að komast að sem nemd í húsasmíði, er lítils- háttar vanur. Þeir, sem vildu sinna þessu, komi til- boðum sínum á afgr. blaðs- ins fyrir mánudagskvöld — merkt: „Vanur — 3221“^
Iðnaðarhúsnæ&i til leigu, ca. 25—30 ferm. að stæ.ð. Hentugt fyrir léttan iðnað. Uppl. í sáma 17270.
Iðnaðarhúsnæði Upphitað húsnæði, 40—60 ferm., óskast til leigu, fyrir léttan og hreinlegan iðnað. Tilb., er greini stað og mán- aðarleigu, sendist afgr. blaðsins merkt: „Léttur iðn aður — 3218“, fyrir föstu- dag«kvöld.
Dangkur píanóbekkur útskorinn, til sölu. — Upp- lýsingar á Öldugötu 12.
Ef þér hafið svo núkið að gera, að þér megið tæplega vera að því að sofa, þá stuðlar REST-BEZT koddi meir en nokkuð annað að því, að yður notist eins vel og unt er að hvíldartíman- um. — Haraldarbnð
Vil kaupa 4ra manna bíl eða góðan sendáfei'ðabíl, ekki eldra model en 1947. Uppl. uan ár- gang, teg. og verð, óskast sent blaðinu fyrrr 10. þ.m,, merkt: „Bíll — 3211“.
Athugið Á dúnhreinsunarstöð Péturs Jónssonar, Sóivöllum, Vog- um, eru ávallt fyrir hendi til sölu, mjög vandaðar æð- ardúnssængur. Verðið mun lægra en annars staðar. — Póstsendi. Leitið upplýsinga í síma 17, um Hábæ. Matreiöslumaöur eða þjónn óskast til að veita forstöðu, vcitiugastofu. Eignarhluti kemur til greina. Tilboð merkt: „Veitingahús — 3223“, sendist afgr. blaðsins fyrir helgi.
Húsbyggjendur Getum nú aftur bætt við okk ur smíði á eldhús- og svefn- herbergisskápum. Einnig tökum við að okkur hurða- ísetningar. Gerum tilboð í verkið, ef óskað er. Upplýs- ingar í síma 19683, á kvöld in milli 7 og 9). — (Geymið anglýsingnna). Vil kaupa fólksbifreið 4—5 manna, eldri árgang- ur en 1949 kemur ekki til greina. Tilb., er greini verð, teguad, árgerð og hve mik- ið keyrður, sendist afgr. Mbl., fyrir 7. þ. m., merkt: „Staðgreiðsla 1957 — 3215“