Morgunblaðið - 06.11.1957, Side 13

Morgunblaðið - 06.11.1957, Side 13
Miðvikudagur 6. nóv. 1957 MORGV1SBLAÐ1Ð 13 Sýning Bat Yosef SÝNINGARSALURINN í Al- þýðuhúsinu sýnir sem stendur verk eftir unga listakonu frá Isra el, er dvalið hefur hér að undan- förnu og unnið að list sinni. Flest þeirra verka, sem sýnd eru, hef- ur listakonan unnið hérlendis, ef ekki öll, og bera sum verkin þess nokkur merki, að isienzk náttúra og íslenzkir staðhættir hafa örv að listakonuna til átaka. Sýning þessi er nokkuð misjöfn, og þar kennir margra grasa. Sumt er gert á nokkurn annan hátt en við eigum að venjast, og án efa má rekja þær ástæður til ættar og uppruna listakon- unnar. Margt bendir til, að Bat Yosef sé fyrst og fremst aðdá andi expressionisma 'í myndlist og ljós áhrif má finna frá sum- um Semitum, sem unnið hafa í nánum tengslum við þá stefnu myndlistar. Nokkurra áhrifa gæt ir frá meistaranum Soutine, en hann er einn af öndvegismálur- um síðari tima. Hitt skal ekki fullyrt, að verk Bat Yosef, hafi enn sem komið er náð þeim þroska, að gera megi samanburð við verk meistarans. Litameðferð Bat Yosef er hörð og oft fráhrindandi, þar gætir sterkra geðhrifa, sem stundum koma miklu róti á myndflötinn. Samt er að finna mjög róman- tískan þráð verkum hennar, sem raunverulega er alger and- stæða við litameðferðina. Nokk- uð er myndbyggingin í samræmi við þetta og vill stundum verða of laus og nær ekki fyllilega til- gangi sínum. Eitt verk á þessari sýningu finnst mér bera af öðr- um, og þar hefur listakonunni tekizt ágætlega. Á ég þar við verk nr. 1 á sýningunni, og er það algeriega sjáifstætt verk, sem nær fyllilega tilgangi sínum og þarfnast hvorki nafns né skýr ingar. Andlitsmyndirnar sem sýndar eru, finnast mér síðri en þau verk, sem byggð eru upp hér um bil án fyrirmyndar. Sýning þessi gefur vel til kynna, að lista- konan vill gjarnan vera í meiri tengslum við fyrirmyndir, en samt virðist hún fjarlægjast meir og meir einmitt það atriði. I>að mætti segja mér, að Bat Yosef stæði á krossgötum í list sinni, og má það vel vera ástæða fyrir þvi, að þessi sýning er ekki sterkari en raun ber vitni. Sýning Bat Yosef er þriðja sýning ungra erlendra, lista- manna á vegum Sýningarsalar- ins. Það er ástæða til að gleðj- ast yfir því, að nú er svo komið að tækifæri bjóðast til að kynn- ast verkum erlendra listamanna á þann hátt. En hitt fæ ég ekki séð, að þeir af yngri listamönn- um okkar, sem fremst standa, þurfi að hafa nokkrar minnimátt arkenndir gagnvart hinum er- lendu starfsbræðrum sínum. Gott starf INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ Gomlu og nýju dansarnir Ungur, vel menntaður maður óskar eftir góðu og vel launuðu starfi nú þegar. Hefi áhuga á hvers kyns | rannsóknarstörfum. Góð þekking á bókhaldi fyrir hendi. Tilb. sendist Mbl. fýrir laugardag merkt: | Strax — 3214. VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9,- Hljómsveit Vetrargarðsins leikur. Miðapantanir i sima 16710, eftir kl. 8. V. G. Þórscafe Miðvikudagur. DAIMSLEIKUR AÐ ÞÓRSCAFÉ 1 KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR í Ingólfscafé í kvöld kl. 9. Söngvarar Didda Jóns og Haukur Morthens Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 12320 Stór húsöign með góðri lóð innan Hringbrautar óskast keypt. — Tilboð ásamt slærð húss og lóðar óskast sent blað- inu fyrir mánudag merkt: Strax — 3213. M0M0IFISHING NET MFG. C0..LTD. Herpinœfur Þeir útgerðarmenn sem hafa hug á að fá sér herpinætur úr nylon eða marlon fyrir næsta vor, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við okk- ur sem allra fyrst. IVIARCO H.F. S í mi 1 5 9 5 3 Söngvari: Ragnar Bjarnason. Sími 2-33-33 ( OF LONOON AA-kabarettinn 2 sýningar i kvöld kl. 7 og 11,15 Aðgöngumiðasala í Austurbæjarbíó frá kl. 2—11 Um leið og þér njótið góðrar skemmtunar, styrkið þér gott málefni. Ath.: Aðeins 4 sýningar eftir. Naglalakk Varalitir í öllum hausl-tízkúlitum Næturkrem Hreinsunarkrem F ondasionkrem Gala-vörur eru seldar í öllum apótekum og helztu snyrtivöruverzlunum um land allt. — Heildsölubirgðir: V Pétur Pétiirsson AA kabarettinn Hafnarstræti 4, símar 11219 — 19062 Valtýr Pétursson. VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐIIMM Spilakvöld lialda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fimmtud. 7.nóv. kl. 8.30 e.h. í Sjálfstæðishúsinu skemmtiafriði: 1. Félagsvist. — 2. Ávarp: Eyjólfur K. Jónsson, lögfr. — 3. Vcrðlaunaafhending. — 4. Dregið f happdrætti. — Kvikmyndasýning. — Aðgm. verða afhen tir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í dag kl. 5—6 e.h. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.