Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ
Norðan gola léttskýjaff.
252. tbl. — Miðvikudagur 6. nóvember 1957
Manntalsskrifstofan.
Sjá bls. 9.
Fjallvegir onstan Öxnadalsbeiðar
algjörlega ófærir bifreiðum
Yíða umbrolafærð í byggð
TALSVERÐ snjókoma hefur verið undanfarna daga norðanlands og
austanlands. Víða hefur kyngt niður xniklum snjó. Fjallvegir hafa
teppst unnvörpum þessa daga en aðrir eru ilifærir. Verst færð mun
vera í byggð í Þingeyjarsýslum og örðugleikum bundiff að koma
mjólk til Húsavíkur. Fjallvegir allt frá Öxnadalsheiði austur til
Héraðs það sem vegir ná, eru tepptir, eftir því sem fréttarritarar
Morgunblaðsins á þessu svæði skýrðu frá í gærdag. Á Vestfjörðum
er snjólétt víðast hvar í byggð, en fjallveir frá Patreksfirði til ísa-
fjarðar tepptir, en það eru Kjölur, Hálfdán, Hrafnseyrarheiði,
Gemlufellsheiði og Breiðadalsheiði.
Einn bíll á leið norður.
Þrátt fyrir ófærð og slæma veð
tirspá, lagði einn áætlunarbíll frá
Norðurleiðum af stað norður til
Akureyrar í g ærmorgun kl. 8.
Var færðin sæmileg norður fyrir
Holtavörðuheiði, en umbrotafærð
í Víðidal milli Hrútafjarðar og
Blönduóss. Var öll Húnavatns-
sýslan mjög seinfarin vegna skaf-
hríðar. Kom bíllinn að Blöndu-
ósi kl. 8 í gærkvöldi. Hugðist
bílstjórinn halda áfram til Varma
hlíðar í gærkvöldi og áætlaði
að vera kominn þangað um mið-
nætti, ef allt gengi að óskum, en
hann ætlaði sér þrisvar sinnum
lengri tíma þessa vegalengd en
undir venjulegum kringumstæð-
um, enda þá vitað að Vatnsskarð
er mjög þungfært. Norðurleiðir
ákváðu í gær, að bíllinn sneri við
í Varmahlíð, þar sem þá var vitað
að Öxnadalsheiði var ófær.
Þung færð.
Fréttaritari blaðsins á Skaga-
strönd símaði í gær, að færð á
vegum milli Blönduóss og Skaga-
strandar væri þung. í gær og
fyrradag snjóaði þar talsvert.
Ekki hefur verið mokað ennþá,
enda hægt að framkvæma nauð-
synlega flutninga, en lítið þyrfti
til að vegir tepptust alveg í hér-
aðinu.
Búið að tnoka Vatnsskarð.
Fréttaritari blaðsins á Sauðár-
króki kvað færð orðna mjög
þunga í Skagafirði í gærdag. —
Ekki hefði þó verið mokað ann-
ars staðar en á Vatnsskarði, en
það var ófært sl. laugardag. Snjór
var hvergi djúpur í Skagafirði
og hægt að komast milli bæja á
bílum og mjólkurflutningar
gengu seinna en venjulega. Élja-
gangur var þar í gær og nokkur
snjókoma og undanfarna sólar-
hringa hefur snjóað af og til.
Vaðlaheiði ófær.
Frá Akureyri var símað, að
Vaðlaheiði hefði verið ófær síð-
an fyrir síðustu helgi. Dals-
mynnisvegurinn er farinn ennþá,
en hann er hugsaður sem vetrar-
vegur milli Akureyrar og
Fnjóskadals, þegar Vaðlaheiði
lokast. Hefur verið unnið að hon
um undanfarin sumur. Þessi veg-
ur var þó mjög snjóþungur í gær.
1 nágrenni Akureyrar var færð
mjög örðug. í gær snjóaði tals-
vert í Eyjafirði og var skafrenn-
ingur svo að dró í skafla. Síðan
um helgi hefir snjóað á hverjum
degi og mest í logni, svo jafnfall-
inn snjór hefur verið til þessa.
Stórhríð í Mývatnssveit.
Fréttanvari blaðsins í Mývatns-
*veit símaði í gær eftirfarandi:
1 dag er hér stórhríð að heita
má, og var talsverður snjór fyrir.
Vegir eru óðum að teppast í hér-
aðinu og fjallvegir þegar tepptir.
Trukkbíll fór í gær til Húsavíkur
með mjólk úr Reykjadal og Aðal-
dal. Var hann nærri því allan
daginn á leiðinni. Fyrir þetta
hret var einna verst færð á Mý-
vatnsheiði, en nú má heita að hún
sé jafnslæm alls staðar. Ekki er
um aðrar ferðir að ræða héðan
en mjólkurferðir tvisvar í viku
til Húsavíkur.
Ófært yfir Mývatnsöræfi.
Alveg er ófært austur yfir Mý-
vatnsöræfi að Grímsstöðum. Ann
ars er oft fært þangað á vetrUm
þótt annars staðar sé ófært.Nárha
skarð er nú algerlega teppt og
raunar víðar á þeirri leið. Líkur
eru á þessi vegur verði opnaður
aftur ef unnt reynist, vegna póst-
ferða og líka vegna þess að fjöldi
fjár Mývetninga gengur ennþá í
Meðallöndum milli Nýjahrauns
og Jökulsár á Fjöllum. Þarf að
líta eftir fénu, sem venjulega
gengur þarna fram undir jól, og
koma því til byggða. Verður það
ekki gert nema á bílum, og er
því mjög nauðsynlegt að halda
þessum vegi opnum. Milli bæja
hér í sveitinni er nokkurn veginn
fært bílum.
Mikil fannkoma í Borgarfirði
eystra.
Frá Borgarfirði eystra bárust
þær fregnir í gær, að Vatnsskarð
væri teppt, en það er vegurinn
til Héraðs og eini fjallvegurinn
sem um er að ræða er liggur frá
Borgarfirði. Þar hefur verið mjög
umhleypingasamt um tíma, en
versta veðrið var í gær. Hlóð þá
niður miklum snjó. Var talið að
vegir í byggð myndu teppast þar
í gær. Vatnsskarð var fært til
mánaðamóta. Óvíst er hvort það
verður opnað meira i vetur.
Jafnfallinn snjór á Mið-Héraði.
Frá Egilsstöðum var símað að
Fjarðarheiði væri teppt síðan um
siðustu helgi. Snjóað hefur tals-
vert síðustu daga en engin stór-
viðri komið. Ýta þurfti snjó af
flugvellinum í gær og mjólk hef-
ur ekki verið flutt til Seyðisfjarð-
ar síðan um helgi. Vegurinn um
Fagradal, milli Reyðarfjarðar og
um, en hann er aðal samgöngu-
Egilsstaða var þó fær stórum bíl-
leiðin milli Egilsstaða og Fjarð-
anna.Verður lagt kapp á að halda
honum opnum í lengstu lög. Á
Miðhéraði var jafnfallinn snjór
í gær og færð mjög þung.
Reynt að komast Fjarðarheiði
á snjóbíl.
Frá Seyðisfirði bárust eftirfar-
andi fréttir: í dag er verið að
reyna að komast yfir Fjarðar-
heiði á snjóbíl. Heiðin er fær allt
upp undir brún beggja vegna,
svo ekki er langur kafli sem ófær
er. Lítill snjór er í byggð. í dag
er nokkurt fjúk, en hvergi skafl-
ar. Norðanátt hefur verið hér i
2—3 daga.
Hríðarveður á Reyðarfirði.
Frá Reyðarfirði var símað:
Norðan hríðarveður . hefir geisað
hér sl. sólarhring með talsverðri
fannkomu. Færð á vegum er nú
orðin mjög þung og sumir vegir
algjörlega ófærir bílum, öðrum
en snjóbílum. Oddsskarð, vegur-
inn milli Neskaupstaðar er teppt-
ur og einnig Fjarðarheiði til Seyð
isfjarðar. Fagradalsvegurinn til
Egilsstaða er að teppast.
Eina fjallaleiðin sem hér er fær,
er vegurinn til Eskifjarðar, en
haldist þessi norðanátt í einn dag
til, þarf ekki að efa, að allir ak-
vegir hér fyrir austan teppist
að meira eða minna leyti.
Nýjar hœkkanir á kinda-
kjöti og sauðfjárafurðum
Það er leitað til lögreglunnar
um hin ýmsu vandamál dag-
legs lífs í höfuðborginni. XJm
daginn var ljósmyndari Mbl.
á ferð í Hlíðarhverfinu. Sá
hann þá hvar lögreglumaður
var þar í húsagarði, smeygði
hann sér léttilega úr jakkan-
anum, reisti stiga upp að svöl-
um, og var á örskotsstund
kominn upp á handriðið, en
þaðan gat hann teygt sig upp í
grindur svalanna á næstu hæð
fyrir ofan, þangað upp las
hann sig. Konan í þeirri íbúð
hafði læst sig úti, og hafði leit-
að aðstoðar lögreglunnar, sem
brá skjótt við.
Ætlaði sem laumu-
larþegi til Rvikur
SELFOSSI, 5. nóv. — Stroku-
fanginn, Jóhann Víglundsson,
sem slapp úr höndum gæzlu-
manna á Litla-Hrauni í fyrradag,
er flytja átti hann og félaga
hans tvo á vinnuhælið eftir strok
þeirra á sunnudaginn, náðist í
gærdag milli kl. 5 og 6 og var
fluttur að Litla-Hrauni þegar,
þar sem hans er nú vel gætt.
f skotti á olíubil
Jóhann fannst í skotti á olíubíl
frá Reykjavík sem staddur var
á Eyrarbakka. Hafði hann falið
sig þar í ýmis konar dóti og
ætlaði að komast sem laumufar-
þegi til Reykjavíkur.
Það var gæzlumaður frá Litla-
Hrauni sem fann Jóhann. í gær-
dag skiptu leitarmenn sér niður
í öll kauptúnin fyrir austan Fjall,
Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri,
Þorlákshöfn og Hveragerði, og
var hver einasti bíll sem til
Reykjavíkur fór athugaður vand-
lega. Ekki hafði bílstjóri olíu-
bílsins hugmynd um að Jóhann
hafði falið sig þarna. Sýndi Jó-
hann engan mótþróa er hann
var fluttur að Litla-Hrauni. — G.
Stjörnurn-
ar nœst!
MOSKVU, 5. nóv. — I dag skýrði
Tassfréttastofan frá því, að rúss-
neskir vísindamenn séu að vinna
að flugskeyti, sem hægt er að
skjóta til næstu stjarna. Kom
þetta fram í grein, sem rússneski
vísindamaðurinn Nikolayev ritar
nýlega í blaðið Sovietskaya Ross-
ya Vísindamaðurinn segir, að
geislaáhrif og annað, sem nauð-
synlegt er að vita deili á í sam-
bandi við slíkar geimfarir, verði
nú kannað með því að fylgjast
með hundi þeim, sem dvelzt í
Sputnik II.
ÞJÓÐVILJINN birtir i gær grein^
um dýrtíðina undir yfirskriftinni:
„Mál er að linni“, og segir þar:
„Allir kvarta undan því að dýr-
tíðin sé mikil og skal því sízt
mótmælt“.
Þessi ummæli Þjóðviljans eru
staðfest í nýjuistu verðlagsregl-
unum, sem birtar hafa veriff, en
þær koma frá Framleiðsluráði
landbúnaðarins og varða verð-
hækkanir á kindakjöti í heilum
og hálfum skrokkum úr kr. 26,70
pr. kg. í kr. 28,50 pr. kg., hangi-
kjöt í lærum úr kr. 30,20 pr. kg.
i kr. 32,20 pr. kg. í heildsölu en
í kr. 36,80 í smásölu úr kr. 34,60
pr. kg. Hangikjöt i frampörtum
hækkar í kr. 26,50 pr. kg. í heild-
sölu úr kr. 24,65 pr. kg. og úr kr.
29,30 i smásölu upp í kr. 31 pr.
kg. Lifur, hjörtu og nýru hækka
úr kr. 19 pr. kg. upp í 21,25 pr.
kg. i smásölu, sviðnir hausar úr
kr. 18,25 pr. kg. i smásölu upp
í 21,55 pr. kg.
Það er von að Þjóðviljinn segi:
„Mál er að linni“. En vafalaust
verður þetta ekki seinasta verð-
hækkunin, sem fólk fær að
verða fyrir.
Friðrik - Larsen
biðskák
Wageningen, 5/11 (Reuter)
t 6. UMFERÐ svæðakeppninnar
í skák fóru leikar þannig:
Friðrik og Larsen: biðskák.
Troianescu (Rúmeníu) vann
Niephaus (Vestur-Þýzkalandi).
Kolarov (Búlgaríu) og Trifuno
vic (Júgóslavíu): jafntefli.
Ivkov (Júgóslavíu) vann Lind-
blom (Noregi).
Stáhlberg (Svíþjóð) vann
Clarke (Bretlandi).
Orbaan (Hollandi) og Teschner
(Vestur-Þýzkalandi): biðskák.
Uhlmann (Austur-Þýzkal.)
vann Hanninen (Finnlandi).
Donner (Hollondi) vann Dúck-
stein (Austurríki).
Alster (Tékkóslóvakíu) og
Szabo (Ungverjalandi): jafnt.
Staðan er þá þannig: Szabo 5'A
v., Uhlmann 4 v. og biðskák,
Donner 4 v., Friðrik 3(4 v. og
, biðskák, Trifunovic og Stáhl-
berg 314 v., Larsen 3 v. og tvær
, biðskákir.
Fyrirhugað að endur
vekja stúdenta-
kórinn
NOKKRIR framtakssamir stúd-
entar hér í Reykjavík, hafa nú
ráðist í það, að endurvekja hinn
gamla stúdentakóí-, s*m legið
hefur niðri um 2—3ja ára skeið.
Hefur undirbúningsnefnd verið
sett á laggirnar til að hafa með
höndum framkvæmd málsins.
Undirbúningsnefndin hefur
ekki látið sitja við orðin tóm.
hefur þegar ráðið söngstjóra og
er það dr. Hallgrímur Helgason
tónskáld. Mun hann einnig æfa
hinn væntanlega kór. Kórinn er
hugsaður sem blandaður kór, og
er ætast til að sem flestir kven-
stúdentar gerist meðlimir hans.
Einnig ef ætlunin að jafnt eldri
stúdentar sem yngri gerist kór-
félagar.
Þeir sem hafa áhuga á þessum
söngmálum eru þvi beðnir að
mæta á fundi á Gamla-Garði á
fimmtudagskvöldið kl. 9, en þá
mun endanlega verða gengið frá
kórstofnuninni, eða réttara sagt
endurvakningu gamla stúdenta-
kórsins.
Kosið í Norður-
londaróð
A DEILDAFUNDUM á Alþingi I
gær fóru fram kosningar í Norð-
urlandaráð.
Kosningu hlutu:
í efri deild: Sigurður Bjarna-
son og Bernharð Stefánsson. —■
Friðjón Þórðarson og Páll Zóp-
hóníasson til vara.
í neðri deild: Bjarni Benedikts-
son, Iimil Jónsson og Einar Ol-
geirsson. — Til vara: Magnús
Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason og
Karl Guðjónsson.
Fulltrúarnir eru valdir að við-
hafðri hlutfallskosningu. Kjör-
tími þeirra er þar til ný kosning
hefur farið fram á næsta reglu-
legu Alþingi.
Happdrætti S.Í.B.S.
f GÆR var dregið í 11. flokki
Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dregið
var úm 600 vinninga að fjárhæð
alls kr. 745.000,00. Hæstu vinn-
ingar komu á eftirtalin númer:
200 þús. kr. nr. 15510. Miðinn
seldur í Reykholti, Borgarfirði.
50 þús. kr. nr. 33747. Miðinn
seldur í umb. Grettisg. 26,
Reykjavík.
10 þús. kr. nr. 454 18529 23327
25378 25535 34452 42196 44738
53093 59201.
5 þús. kr. nr. 4012 9047 10119
12014 19681 21930 26857 29131
29377 33033 33237 34195 39825
40754 47751 49027 49858 51950.
(Birt án ábyrgðar).
Kvöldvaka
Heimdallar
sunnudag
a
FYRSTA kvöldvaka Heimdallar
á þessum vetri var haldin í Sjálf-
stæðishúsinu nk. sunnudagskvöld
og hefst hún kl. 8,30.
Heimdallur hefur gengizt
fyrir kvöldvökum fyrir
unga Reykvíkinga undanfarna
vetur. Hafa þær tekizt vel og orð-
íð vinsæll þáttur í skemmtana-
lífinu, enda vel vandað til allra
dagskráratriða. Félagið hefur
jafnan lagt áherzlu á að stilla að-
gangseyri að kvöldvökum sínum
mjög í hóf og mun svo enn verða
nú í vetur. Er því þess að vænta,
að þær verði sem fyrr fjölsóttar
af skólaæskunni og öðru ungu
fólki í höfuðstaðnum.
Orðsending frá
Morgunblaðinu
VEGNA inflúenzutaraldurs
vantar börn til blaðburðar.
Meðan þannig stendur a þarf
blaðið að fá börn og unglinga
til að hlaupa í skarðið og taka
að sér biaðburð
Börn þau, sem vilja hjálpa
til eru vinsamlegast beðin að
hringja til afgreiðslu Morgun-
blaðsins, simi 22480, eða koma
og tala við afgreiðsluna Aðal-
stræti 6.