Morgunblaðið - 29.11.1957, Page 9

Morgunblaðið - 29.11.1957, Page 9
Föstudagur 29. nóv. 1957 MO* CT'ivttT 4ftlÐ 9 Páll V. G. Kolka: Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði SJÁLFSÆVISÖGUR þær, sem ritaðar eru af sæmilegri hrein- skilni, gefa alljafna dágóða lýs- ingu á skapgerð og sálarlífi höf- undarins, en eru lika oft stór- merkileg heimild um umhverfi hans og aldarhátt á hans tímum. Þær vaxa því oft að gildi, eftir því sem árin líða, þótt aðrar sam- tímabókmenntir, sem meira voru metnar í upphafi, verði eins og slitin og fúin flík, sem enginn kærir sig um að nota. Enginn, að örfáum grúskurum undan- teknum, les nú franskar skáld- sögur frá 18. öld, leikrit þess tíma eru hvergi sett á svið, en allmargir lesa enn Játningar Rousseau’s, þessa hálfgeggjaða heimspekings, sem varð ráðvillt- um skýjaglópum dáð og mikils metið leiðarljós. Dagbók Pepys bregður upp fróðlegum smá- myndum af stjórnarfari og dag- legu lífi í London á 17. öld, auk hrikamynda af svartadauðaplág- unni þar 1665 og brunanum mikla 1666, enda mun hún vera einhver bezta heimild, sem til er um þessa atburði. Svipuðu máli gegnir um dagbækur Bos- well’s og lýsingu þeirra á ensku þjóðlífi hundrað árum seinna. Það er rótgróinn eðlisþáttur ís- lendinga að vilja hlýða sögum og að segja sögur, ekki hvað sízt af sjálfum sér. Skáldum og rit- höfundum, eins og Gunnarí Gunnarssyni, Guðmundi Haga- lín og Þórbergi Þórðarsyni, endist það efni í mörg bindi, þar sem endurminningarnar eru aðeins uppistaða og skáldskapurinn er skrautlegt ívaf, niðurraðað með stílbrögðum og listbrellum kunn- áttumannsins. Algerð andstaða er heimaofið vaðmál alþýðumanns- ins, sem ekkert kann til slíks handbragðs, en notar efnið eins og það kemur fyrir í eðlilegum sauðarlitum, oft með leiðinlegum hnökrum og bláþráðum. Þetta grófa vaðmál getur þó þolað slit- ið engu síður en glitvefnaðurinn Sigurður Ingjaldsson og jafnvel betur, þegar um það er að ræða að fá óskreytta og óskreytna mynd af samtíð sögu- ritarans, af lífinu sjálfu eins og því var lifað, ekki í hugarheimi skáldsins, heldur á grýttri alfara- leið almúgans. oo—oo—oo Sjálfsævisaga Sigurðar Ingj- aldssonar frá Balaskarði verður eitt af allramerkilegustu heimild- arritum í þessum flokki, þegar kynnast skal lífi íslenzkrar al- þýðu á síðari hluta 19. aldar. — Hún er nú komin út á vegum Bókfells í veglegri útgáfu, skreytt allmörgum myndum, sem mér virðist að hafi sumar verið tekn- ar traustataki úr „Föðurtúnum" mínum, og eru þær að vísu ekki verri fyrir það. Sigurður kenndi sig við Balaskarð í Húnavatns- sýslu, þar sem hann ólst upp og átti lengi heima, en var Skag- firðingur að ætt og uppruna. Móðir hans ól hann upp í því bjargfasta trúaröryggi á föður- lega forsjón Guðs, sem gerði mörgum íslenzkum manni og konu fært að standast ótrúlegar þolraunir, án þess að flýja af v ” ynfv ERTCHMORm TZEMŒi m m Höfundur hinna vinsælu bóka „Tíðindalaust á vesturvíg- stöðvunum“, „Sigurboginn“ og „Vinirnir“ hefir á ný skrif að mikla skáldsögu. Remarque er ekki lengur eins beizkur og fyrr. Hann lætur frásagnargleðina ráða, minnist kátbroslegra atburða fyrri daga, leiðir vini sína fram, bregður upp skyndimyndum og lætur fyndnina óspart fjúka. FALLANDI GENGI er stórkostleg skáldsaga — fyndin og fögur — gegnsýrð því lífsviðhorfi, sem bjargar manninum þótt heimurinn hrynji, — ástarsaga um manneskjurnar, sem lifa, þótt markið falli. „Þetta er skemmtilegasta og bezta bókin mín", segir höfundurinn um bókina. BOKAUTGAFAN ^RÖÐUjj | hólmi lífsins út í kviksyndi upp gjafar og sturlunar. Faðir hans, sem var harðduglegur hörku karl, innrætti honum þá lífsspeki, að með dugnaði og kjarki mætti sigra alla erfiðleika, enda mól hann ekki undir þennan son sinn í upvextinum. Sigurður var frek- ar lágvaxinn og tók seint út vöxt og hefur það ásamt skagfirzku upplagi hans og því uppeldi, sem hann hlaut, gert sitt til að gera hann nokkuð sjálfhælinn og er honum það sjálfum ljóst, en hann gefur Guði dýrðina með þessum orðum: „Þetta þykir ef til vill sjálfshól, en eg vil ekki draga af skaparanum það, sem hann hefur gefið mér.“ Sigurður var lítt gefinn fyrir kyrrsetur og virðist alltaf hafa verið reiðubiúnn til að leggja út ný ævintýri, dvaldizt sjaldan lengi á sama stað eða við sama starf og lenti í mörgum svaðil- förum, allt frá því er hann týnd- ist uppi í fjöllum sjö ára gamall og lá þar úti á annan sólarhring í vondu veðri illa búinn. Átján ára brauzt hann undan harð- stjórn föður síns og strauk frá honum á næturþeli, fór suður til sjóróðra og var síðan öðru hverju sjómaður í fjölda ára, bæði á opnum skipum og þilskipum, en stundum formaður. Hann lenti oft í sjávarháska og bjargaði hvað eftir annað sér og öðrum með snarræði sínu og óbilandi kjarki. Oft var hann í sendiferð- um á landi og mátti hvað eftir annað litlu muna að hann yrði úti eða færist í straumvötnum. A öllu þessu flakki kynntist hann fjölda manna í öllum landsfjórð- ungum og segir af þeim ýmsar sögur. Frásögn hans er oftast mjög ýtarleg og lýsir því lífinu, eins og því yar lifað við sjó og í sveit á ýmsum stöðum landsins, svo að vart munu aðrir gera það betur. Eftir harðindin 1887 tók hann sig upp eins og fleiri og hélt til Vesturheims. Lýsing hans á lífi vesturfaranna á leið- inni og viðtökum þeirra vestra er einnig mjög merkileg heim- ild. Hann dó á Gimli í hárri elli 1933. Fyrri útgáfa af ævisögu Sig- urðar kom út í tveimur bindum 1913—14, en þriðja bindið 20 ár- um seinna. Því er sleppt í þessarj útgáfu, enda á það minna erindi til Islendinga og var skrifað eft- ir að hann var orðinn aldurhnig- inn. Full þörf hefði verið í svo vandaðri útgáfu sem þessari að hafa neðanmálsgreinar með skýringum- um ýmsa þá menn, sem nefndir eru í sögunni, og geta helztu afkomenda þeirra, því nú orðið kannast varla aðrir við þá en þeir, sem fróðir eru um sögu og ættir viðkomandi hér aða. Á þetta einkum við um þá mörgu Húnvetninga og Skag- firðinga, sem fyrir koma, en fjöldi manna er út af þeim kom- inn. Eins hefði verið æskilegt að hafa nafnaskrá aftan við bók ina. Þrátt fyrir þessa ágalla er þessi nýja útgáfa af sögu hins ótrauða ævintýramanns mikili fengur fyrir þá, sem unna ís- lenzkum fræðum. Hún er sann- kölluð hetjusaga, þótt þar sé aðeins fjallað um hetjuafrek hversdagsleikans, eins og hann leit út á íslandi á öldinni sem leið. Á MORGUN, 30. nóvember, efn- ir Árnesingafélagið í Reykjavík til fullveldisfagnaðar í Tjarnar- kaffi, svo sem venja hefur verið hjá félaginu undanfarin ár. Aðalræðuna flytur Þorlákur Jónsson og minnist hann full- veldisins. Þá verður einsöngur, Guðmundur Guðjónsson, söngv- ari, syngur nokkur lög; undirleik ari er Kristín Ólafsdóttir. Að lok- um verður dansað. Sparið byggingarkostnaðinn Smíðum eldhúsinnréttingar, skápa, hurðir o. fl. fyrir mjög sanngjarnt verð. ATH. Leiðbeiningar um hagrætt fyrirkomulag í eldhúsinu, ásamt teikningu ókeypis fyrir viðskiptavini. Trésmiðjan Barónsstig 18 Sími: 14468. íbúð til sölu 6 herbergi og eldhús, ásamt sér þvottahúsi og sér inn- gangi og innbyggðum bílskúr í kjallara, til sölu. íbúðin selst í fokheldu ástandi. Ibúðin er við Austurbrún. Nánari upplýsingar gefur Haukur Pétursson, múrara- meistari kl. 8—10 á kvöldin, alia vii'ka daga. Sími 24570. Vonduð donsk borðstofuhúsgögn fyrir 10 manns Til sýnis og sölu á Hraunteig 28 (efri hæð) milli kl. 7—9 í kvöld. Féflag VOLVO- hifreiðaeigenda Framhalds-stofnfundur verður haldinn í kvöld föstudaginn 29. nóv. kl. 8,30, í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, Skólavörðuholti (inngangur aðaldyr). Öllum Volvo-bifreiðaeigendum boðið á fundinn. Undirbúingsnefndin. Les/ð CHINA Reconstructs Mánaðarrit á ensku Flytur greinax um: Kínverska list að fornu og nýju, vísindi, samgöngur, heilbrigðismál, leiklist, tón- list, kvikmyndir, íþróttir, frímerki, matargerð o. m. fleira. Ritið er mikið myndskreytt og vandað að frágangi. 3 fylgirit árlega, t. d. fylg- ir kínversk matreiðslubók með 50 uppskriftum, des- emberheftinu. 1 kaupbæti fá nýir áskrif- endur: tvær litprentaðar myndir (fornlist). Verð árgangsins, 12 hefti, 40 blaðsíður, er kr. 20,00 (2 árg. kr. 35,00), burðar- gjaldsfrítt sent áskrifend- um mánaðarlega heim, beint frá Kína. — Tiliboð þetta gildir tH 28. febrúar 1958, en eftir þann tíma hækkar verð ritsins. Pantið því strax í dag PÖNTUNARSEÐILL: ffi U K> x « > « (ð -r >> m QJ C'J tn co '+H 13 ~ X! ’S C/3 ^ "O o & > § *o « tj M :Ö J O W ro J2 'ð 73 5o c3 c •a £ •H B QJ tn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.