Morgunblaðið - 29.11.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 29.11.1957, Síða 10
10 MORGVISBL AÐ1Ð Föstudagur 29. nóv. 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðaxritstjorar: Valtyr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 emtakið. ÁHRIF VERÐBÓLGUNNAR Á SJÁVARÚTVEGINN 14 eiginmenn — og einn, sem vanfar — Adenauer á ekki sjo dagana sœla UM síðustu áramót voru gerðar bráðabirgðaráð- stafanir til þess að tryggja rekstur sjávarútvegsins á þessu ári. Um 300 millj. kr. voru teknar af þjóðinni í nýjum tollum og sköttum til þess að standa undir stuðningnum við útgerðina. Engum datt í hug, allra sízt vinstri stjórninni, sem lofað hafði að leysa allan vanda efna- hagslífsins „að nýjum leiðum“, að hér væri um nokkur varan- leg úrræði að ræða. Hins vegar var þó gert ráð fyrir því, af hálfu stjórnarflokkanna, að „verðstöðvunarstefna" stjórnar- innar ásamt „millifærslunni". sem fólst í hinum nýju álögum, ætti að tryggja rekstur útgerð- arinnar a. m. k. tvö ■*». Nú er tæplega eitt ár liðið síð- an ríkisstjórnin lagði fram til- lögur sínar til stuðnings útgerð- inni. Nokkur reynsla er því komin á framkvæmd þeirra. Og hvað segir sú reynsla? Mikið hefur vantað á það, að staðið hafi verið við það sam- komulag, sem gert var við út- gerðina um síðustu áramót. Fjöl- margar af nauðsynjum hennar hafa t. d. verið tollaðar um 7— 38%. Hefur þetta haft í för með sér verulega hækkun útgerðar kostnaðar. Ennfremur heíur staðið mjög á greiðslum úr Út- flutningssjóði, þannig að sjóður- inn hefur verið undanfarið og er enn í tugmilljóna króna skuldum við útgerðina. Hafði því þó sér staklega verið lofað af hólfu sjávarútvegsmálaráðherra að ekki skyldi standa á greiðslum. Vaxandi verðból^a Þá hefur vöxtur verðbólgunn- ar ekki hvað sízt aukið erfið leika útvegsins. Kaupgjald hefur hækkað og þar með margir af kostnaðarliðum útgerðarinnar, t. d. viðhald og endurnýjun véla og skipa. Ennfremur hafa erfið- leikarnir á að fá menn á skipin aukizt að miklum mun. Voru a síðustu vertíð um 1400 Færey- ingar á íslenzka fiskiskipaflotan- um eða allt að 40% þeirra manna, sem sjóinn sækja. Fyrir þetta erlenda vinnuafl varð þjóðin að borga rúmar 15 millj. kr. í erlendum gjaldeyri. Á þessu ári voru rúmlega 400 fleiri útlendingar á flotanum en árið 1956. Sækir þannig stöðugt á ógæfuhliðina fyrir útgerðinni. Færri og færri íslendingar fást til þess að stunda sjó. Þetta gerist á sama tíma og sjávarútvegsmálaráðherra seg ist hafa tryggt fiskimönnum 14—15% kauphækkun. Árang urinn er: aldrei meiri erfið- leikar á að manna skipin ís- lenzkum sjómönnum. Stóraukinn rekstrarhalli „Millifærslan" um siðustu ára- mót átti, eins og áður er sagt, að tryggja rekstur útgerðarinnar næstu tvö ár, enda þótt engar nýjar leiðir eða „varanleg úr- ræði“ fyndust þegar vinstri stjórnin átti að leggja fram til- lögur sínar um lausn efnahags- vandamálanna. En nú er svo komið, samkvæmt útreikningum verðlagsráðs og afurðasölunefnd- ar L.Í.Ú., að stórkostlegur rekstr- arhalli til viðbótar hefur enn orðið á bátum og togurum. Miðað við meðalvélbát er gert ráð fyrir 140 þús. kr. halla á næsta ári, ef reiknað er með sömu greiðslum úr Útflutningssjóði og óbreyttu fiskverði. Á hvern togara er hins vegar gert ráð fyrir rúmlega 1,1 millj. kr. tapi á næsta ári, að óbreyttum aðstæðum og styrkj- um. Þannig hefur hin vaxandi verðbólga leikið aðalútflutn- ingsframleiðslu þjóðarinnar á þessu eina ári. Vitanlega á minnkandi afli einnig nokk- urn þátt í þessu. En hinn aukni útgerðarkostnaður er þó aðalorsökin. Vinstri stjórnin hefur því enn einu sinni orðið uppvís að brigð- mælgi. „Verðstöðvunarstefna“ hennar átti að tryggja stöðvun verðbólgunnar og hækkun fram- leiðslukostnaðar. Staðreyndirnar um hinn aukna rekstrarhalla framleiðslunnar tala sínu máli um árangurinn. „Ekki framtíðarlausn“ „Tíminn“ viðurkennir það líka hreinlega í gær, að milljónaálög- ur vinstri stjórnarinnar um síð- ustu áramót hafi ekki falið í sér neina frambúðarlausn á efnahags vandamálunum. Kemst blaðið þk þannig að orði í forystugrein sinni: „En varla getur nokkrum ' manni blandast hugur um, að slíkt uppgjör um hver áramót að kalla er ekki framtíðarlausn þessa máls. Eðlilegur rekstur út- gerðar hér á landi, á grund- velli erlends markaðsverðs ann ars vegar, en grunni vöruvönd- unar, hagsýni, dugnaðar og harð- fengi íslenzkra sjómanna hins vegar, er það, sem koma skal. Ekkert annað leysir dæmið til frambúðar“. Engin tæpitunga um gengislækkun Þetta voru ummæli málgagns Framsóknarflokksins í gær. Þar er ekki talað neinni tæpitungu: Gengisbreyting er það eina, sem „leysir dæmið til frambúðar“, segir „Tíminn“. Athugum þetta nánar. Sjálf- stæðismenn og Framsóknar- menn leystu vandamál sjávarút- vegsins og íslenzks efnahagslífs árið 1950 með nýrri gengisskrán ingu. í ííokkur ár tókst að halda jafnvægi í íslenzku efnahagslífi. Þá tókst kommúnistum að koma á trylltu kapphlaupi milli kaup- gjalds og verðlags og hleypa verðbólguskriðu af stað. Þá sögðu Framsóknarmenn að ekki væri hægt að leysa vanda efnahagslífsins með Sjálfstæðis- mönnum. Það væri aðeins hægt að gera með kommúnistum! Nú segir málgagn Fram- sóknarflokksins að ekki sé hægt að leysa vandamálin nema með gengisbreytingu. En kommúnistar hæla sér sí- fellt af því að hafa hindrað Framsókn og krata í að fram- kvæma gengisbreytingu! Hvernig ætlar hin ráðsetta Framsóknarmaddama þá að „leysa dæmið til frambúðar?" ÞESSA dagana ræða dagblöðin beggja vegna Atlantshafsins ekki um aðrar konur meira en Barböru Hutton, Evelyn Keyes og Evu Bartok. Og allar þessar umræður snúast um hjúskapar- mál kvennanna þriggja, sem eru í rauninni í frásögu færandi. ★ Sjö eiginmenn Ríkasta kona heims hefur hún verið nefnd, Woolworth erfinginn Barbara Hutton, sem unir nú illa hag sínum í sjötta hjónabandinu. Hún er gift þýzkum baron og fyrrum tennismeistara, von Cramm. Barbara er í þann veg- inn að fá skilnað frá honum og ganga í það heilaga í sjöunda sinn. Tilvonandi eiginmaður er, Bandarikjamaðurinn Philip van Rensselaer, 15 árum yngri en hún, aðeins þrítugur — en hann hefur látið svo ummælt við blaðamenn, að Barbara sé falleg, gáfuð og aðlaðandi. Sjálfsagt þykir að ætla, að sjönuda hjónabandið Barbara Hutton hennar Barböru verði því ham- ingjuríkt. ★ Átta eiginkonur Evelyn Keyes er kvikmyndadís, sem fyrir skemmstu gekk í hjóna band með bandaríska jazzleikar- anum Artie Shaw. Þau voru ekki fyrr gift en Evelyn fékk eigin- manninn til þess að kaupa höll eina á Costa Brava á Spáni, sem vakti mikla athygli. Og þetta gerði Artie Shaw fyrir áttundu Lvelyn Kc., es eignkonu sína, sem ekki er nema fjórgift. Meðal fyrri eiginkvenna jazzleikarans eru leikkonurnar Ava Gardner og Lana Turner svo og rithöfundurinn Kathleen Windsor. Evelyn Keyes og Artie Shaw hafa því samtals verið gift tólf sinnum — og bæði segja þau, að þetta sé síðasta hjónabandið — vegna þess að þau hafa megn ustu ótrú á tölunni 13. ★ Vantar eiginmann Og þá kemur röðin að kvik- myndadísinni Evu Bartok. Hún Eva Bartok hefur einnig verið gift fjórum sinnum, en það vekur nú alheims athygli, að þessa stundina er hún ekki gift neinum. Og ekki nóg með það. Hún hefur alið dóttur utan hjónabands og vill ógjarnan láta faðerni hennar uppi. Sagt er að hún geri það einungis til þess að láta bera á sér og öðlast meiri frægð en hún hafði áður notið, og svo mikið er víst, að fræg er hún orðin að endemum. Blaða- menn spurðu hana á dögunum hvort hún héldi faðerni barnsins leyndu að fyrrgreindri ástæðu, en hún brást bálreið við — og varð enn frægari fyrir bragðið. Og það þykir fátítt meðal kvik- myndadísa, að þær finni sér ekki eiginmann. ★ Adenauer fékk það, sem hann vildi. Adenauer kanslari hefur jafnan brugðið jafnaðarmönnum um lít- ið baráttuþrek og sagt þá lé- lega stjórnarandstöðu. Við síð- ustu kosningar sagðist hann vilja fá sterka og harðvítuga stjórn- arandstöðu, það væri ekkert gam an að eiga við þessi dauðyfli. En nú hefur Adenauer loksins feng- ið það, sem hann hefur óskað eft- ir — og er ekkert öfundsverður af Hann hefur fengið sterka stjórn- arandstöðu þar sem er öll kven- þjóðin í V-Þýzkalandi. ★ Á Fiskiþingi: Landhelgin, gæzlan og fleiri mál rædd Fiskiþing hélt áfram störfum sl. mivikud. og voru til umræðu þessi mál: Landhelgismál. Framsögu hafði Arngrímur Fr. Bjarnason. Gerði hann grein fyrir hvernig málið stæði nú og samþykktum fjórð- ungssambanda og fiskideilda. — Aðrir ræðumenn: Hólmsteinn Helgason, Helgi Benónýsson, Niels Ingvarsson, Magnús Magn- ússon. Landhelgisgæzlan. Framsögu- hafði Einar Guðfinnsson. Taldi hann landhelgisgæzluna ófull- nægjandi eins og hún er nú. Komu fram kröfur frá fjórðungs- þingi Vestfirðinga og sambandi fiskideilda á Snæfellsnesi um aukna landhelgisgæzlu. Gleymdi kvenfólkinu Fyrir kosningarnar er Aden- auer sagður hafa lofað þvi statt og stöðugt, að hann mundi taka kvenfólk í stjórn sína, ef hann ynni sigur. Og svo vann hann sig- ur — og myndaði nýja stjóm — en gleymdi kvenfólklnu og loforð unum. Hann hafði haldið margar ræður í útvarp og á mannamót- um. Víða talaði hann á fundum kvennasamtaka margs konar — og sagt er, að kvenfólkið hafi ver ið ákaflega hrifið af honum, sér- staklega vegna umhyggju hans fyrir kvenþjóðinni ★ Ekki auðkeyptur friður. En nú kom annað hljóð í strokkinn. I 17 manna stjórn hans situr enginn kvenmaður —■ og kvenþjóðin hefur risið upp. Þegar hafa 19 fjölmenn kvenna- samtök samþykkt vítur á lof- orðasvikin — og sent sérlega sendimenn með þær á fund kansl arans í Bonn. Á þinginu í Bonn sitja 48 konur af 494 þing- mönnum og til þess að bæta fyrir brot sit bauð Aden- auer einni þingkonunni úr sín- um flokk háa stöðu í „heimilis- málaráðuneytinu“. En það var tmesti misskilningur hjá Adenau- er að halda, að hann gæti keypt sér frið, því að þessi flokkssystir hans var þegar komin á band kyn systra sinna og þverkallaðist við að taka við embættmu. Enn hafa engar breytingar verið gerðar á ráðuneyti Adenauers, það situr hið fastasta og hefur „streka“ st j órnarandstöðu. Vitamál. Framsögumaður var Árni Vilhjálmsson. Margar óskir höfðu borizt um umbætur á mörgum vitum og nokkrar um nýja vita. Aðrir ræðumenn voru: Ágúst Pálsson, Arngr. Fr. Bjarna son, Hólmsteinn Helgason, Helgi Benónýsson, Níels Ingvarsson. — Vísað til allsherjarnefndar. Hafnarmál. Framsögumaður var Þorvarður Björnsson og var málinu vísað til allsherjarnefnd ar. Stofnlán sjávarútvegsins. Fram sögumaður var Margeir Jónsson. Var erindinu vísað til sjávarút- vegsnefndar. HlivUúrygg'ingasjóður, fram- sögumaður Magnús Gamalíels- son. Aðrir ræðumenn: Ingvar Vil hjálmsson, Helgi Benónýsson, Margeir Jónsson, Magnús Magn- ússon. Vísað til sjávarútvegs- nefndar. Fiskirannsóknir, síldar og fiski leit, framsögumaður Sveinbjörn Einarsson. Var málinu frestað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.