Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVISBI AÐIÐ Sunnudagur 8. des. 1957 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssorj. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargia Ld kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. HVERSVEGNA HALDA KOMMUN- ISTAR DAUÐAHALDI í ÁLÞÝÐU- SAMBANDIÐ ? ÞEGAR lýðræðissinnar hófu samstarf sitt innan verka- lýðssamtakanna árið 1948 höfðu kommúnistar ráðið Alþýðu sambandi íslands um skeið og mis notað það á marga lund til efling- ar pólitískum klíkuhagsmunum sínum. Er óhætt að fullyrða að völd kommúnista innan þessara heildarsamtaka verkalýðsins hafi ráðið miklu um þá rótfestu, sem þeim tókst að ná í þjóðfélaginu á þessum árum. Þeir lögðu þvi hið mesta kapp á það að halda valdaaðstöðu sinni þar áfram. En með einhuga samstarfi og þróttmikilli baráttu tókst lýðræð issinnum að ná meirihluta á A1 þýðusambandsþingi árið 1948. Kommúnistum var rutt úr stjórn samtakanna og hún síðan skipuö fulltrúum allra lýðræðisflokk- anna. Gleynti eininpar‘c- flu«una Enda þótt kommúnistar berð- ust eins og ljón fyrir því að ná völdum aftur innan Alþýðusam- bandsins, var þó vonlaust að þeim tækist það af eigin rammleik. Var þeim sjálfum nokkurn vegin ljós sú aðstaða sín. Þess vegna reyndu þeir sína gömlu aðferð, sem var í því fólgin að reyna að kljúfa raðir lýðræðissinna með til boðum um „samfylkingu" vinstri aflanna. Mikill meirihluti lýðræð- issinnaðs fólks innan verkalýðs- samtakanna þekkti þetta hræsn- ishjal kommúnista alltof vel til þess að láta ginnast af því. En einn maður sem nýlega hafði beð- ið mikið pólitískt skipbrot gleypti einingarflugu kommúnista. Það var Hannibal Valdimarsson, sem nýlega hafði verið sviptur for- mennsku í Alþýðuflokknum og ■fallið hafði með miklum bresti í kjördæmi sínu í alþingiskosning- unum, sumarið 1953. Þennan mann hirtu kommúnistar nú af hinum pólitísku rekafjörum sín- um og með tilstilli hans og ör- fárra manna, er fylgdu honum, tókst þeim að ná stjórn Alþýðu- sambandsins í sínar hendur haust ið 1954. Byggðist sá sigur þeirra eingöngu á þeim klofningi, sem Hannibal Valdimarssyni tókst að valda innan Alþýðuflokksins. Haustið 1956 tókst kommúnist- um að halda stjórn Alþýðusam- bandsins með örfárra atkvæða meirihluta. í skjóli þess meiri- hluta beittu þeir fáheyrðum yfirgangi og frekju á þessu þingi sambandsins. Fvlfirishrun kommúnista í fvrravetur Siðan þetta gerðist hafa komm- únistar orðið fyrir miklum áföll- um í verkalýðshreyfingunni. I fyrravetur töpuðu þeir stjórnum margra félaga hér í Reykjavík, þar á meðal í Iðju, Trésmíðafélag- inu og Félagi pípulagninga- manna. Er nú svo komið að kommúnistar halda aðeins stjórn í tveimur stórum verkalýðsfé- lögum í Reykjavik, en það er x Verkamannafélagið Dagsbrún og Félag járniðnaðarmanna. Óhætl er að fullyrða að s:ð- UTAN IIR HEIMI Eitt og annað úr umheiminum Drottningin sá það ekki PAUL HENRI SPAAK, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, var fyrir skemmstu boð- inn til miðdegisverðar hjá Elísa- betu Englandsdrottningu — og þar kom það fyrir, sem alls ekki á að koma fyrir við slíkt tæki- færi. Spaak hellti úr fullu sherry glasi niður á buxurnar sinar. Þeg ar hann sagði frá þessu á eftir an í fyrravetur hafi fylgi kommúnista enn minnkað inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Kom það m.a. í Ijós í því, að nú í haust þorðu þeir ekki að bjóða fram lista við stjórnar- kjör í Sjómannafélagi Reykja- víkur, þar sem þeir þó hafa fengið nokkur hundruð at- kvæði undanfarin ár. Þrátt fyrir þetta gera kommún- istar sér von um að halda stjórn Dagsbrúnar með rangindum. Hef- ur það verið leikur þeirra undan- farin ár að halda stórum hluta félagsmanna í Dagsbrún atkvæðis lausum með því að hindra þá í að njóta þar fullra félagsréttinda. saSðist honum svo frá, að þegar Það er því mjög þýðingarmikið staðið var upp frá borðum hefði Spaak að hver einasti félagsmaður í Dagsbrún, sem vill losa félag sict við stjórn kommúnista þar gæti þess að félagsréttindi sín séu í lagi, þannig að hann njóti at- kvæðisréttar, er stjórnarkjör fer fram í félaginu í vetur. Á það má einnig benda, að fuli félagsréttindi innan verka lýðsfélags eru samkvæmt lög- um skilyrði fyrir því að verka menn geti notið þeirra hlunn- inda, sem lög um atvinnuleys- istryggingar áskilja þeim. ,Eining“ til að kljúfa með. Af ályktun flokksþings komm- únista, sem haldið var fyrir nokkr um dögum, er auðsætt að komm- únistar eru nú mjög uggandi um völd sín innan Alþýðusambands Islands og verkalýðshreyfingar- innar yfirleitt. Flokksþingið lýsti því yfir að það teldi brýna nauð- syn „að koma á samstarfi allra þeirra, er að ríkisstjórninni standa um einingu í verkalýðs- samtökunum, en það er sá horn- steinn, sem ríkisstjórnin byggist á“. Ennfremur taldi flokksþingið „brýna nauðsyn" bera til þess „að skapa pólitíska einingu í verka- lýðshreyfingunni, þannig að verkaiýðsflokkarnir geti komið fram sem einn aðili í kosninga- baráttunni, sem næst fer fram til Alþingis". Það fer ekki á milli mála að kommúnistar hafa nú hafið upp sama „einingar“ hjalið og fyrir kosningar til Alþýðusambands- þings haustið 1954. Enn ætla þeir sér að nota „eininguna“ til þess að kljúfa með raðir lýðræðis- sinna. Allt bendir til þess að í þetta skipti muni það ekki takast. Lýð- ræðissinnar vita hvers vegna kommúnistar halda dauðahaldi í völd sín í Alþýðusambandinu. Á- stæða þess er engin önnur en sú, að slík völd gefn hinum alþjóð- lega kommúnisma tækifæri til þess að grafa undan hagsmunum íslenzku þjóðarinnar, eyðileggja fjárhag hennar og leiða svart- nætti kúgunar og ofbeldis yfir þessa þjóð. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar skilur þá hættu, sem í þessu felst, þess vegna er samvinna lýðræðis- sinna innan verkalýðssamtak- anna nú lífsnauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. hann fært sig út að glugga og staðið þar þangað til hann fór. Ætlaði hann að láta sólargeisl- ana þurrka blettina úr buxunum, en allt kom fyrir ekki. Blettirn- ir sátu kyrrir —” en sem betur fer tók drottningin ekki eftir þessu“ — sagði hann. Stríð — eða friður? Ekki alls fyrir löngu var skýrt frá því í „Pravda“, að síðustu fimm árin hefðu 34 herforingjar í Rauða hernum látizt. Ekki var greint frá því hvort hér hefði verið um framkvæmd síðustu fimm ára áætlunarinnar að ræða, en hins vegar minntist vestrænn sendiráðsstarfsmaður í Moskvu á Ekki vildi dómstóllinn fullgilda leiguuppsögnina, en hins vegar var leigjandinn dæmdur til þess að þrífa íbúðina. Er það í fyrsta skipti í danskri réttarsögu, að maður hefur verið dæmdur til að þvo gólf. Hann lét ekki leika á sig Það mun vera alltítt við knatt spyrnuleiki í Þýzkalandi, að á- horfendur reyni að grípa í taum- ana, ef „þeirra lið“' fer halloka í leiknum. Þó gerist það ekki á sama hátt og í Suður-Ameríku, að áhorfendur reyni að ráða dóm arann eða leikmenn í andstöðu liðinu af dögum. Hins vegar kero- ur það alloft fyrir, að áhorfend- ur komi með hljóðnema með sér og reyni að hafa áhrif á leikinn með þvíað kallaframí.eða aðþeir komast í hátalara leikvallarins. Það hefur t. d. komið fyrir oftar en einu sinni, að kallað hafi ver- ið upp í miðjum leik, að áríðandi símtal biði dómarans — að kona hans hafi slazast, eða eitthvað því um líkt. Það hefir dómarinn gert hlé á leiknum, hlaupið í símann — og þá hefur tilganginum ver- ið náð. Við knattspyrnukappleik fyrir skemmstu endurtók sig sama sagan. Kallað var í hátal- arinn, að hús dómarans stæði nú í björtu báli og kona hans bæði hann að koma strax heim. „Lát- um það brenna“, sagði domarinn — og leikurinn hélt áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. Dóm- arinn var staðráðinn í því að láta ekki leika á sig. Síðan lault leiknum og dómarinn hélt heim- leiðis glaður í bragði. En að- koman var ekki glæsileg. Einung- is voru rjúkandi rústir þar, sem hús hans hafði áður staðið. Frú Roosevelt vill ekki í kvennabúr James Roosevelt, sonur Roose- velts, fyrrum Bandaríkjaforseta, dvelst nú í ísrael. Hefur hann skýrt frá því, að á dögunum hafi hann fengið allóvenjulega heimsókn. Var þar kominn ara- biskur sheik — og fór þess via- Frú Roosevelt samlegast á leit við James, að hann hjápaði sér til þess að fá móður hans, Eleanor Roosevelt, í kvennabúr sitt. Sheikinn a 39 konur — og hafði mikinn hug á því að Elanor yrði sú fertugasta. Þegar Elanor barzt fréttin — sagði hún: Ég er hrædd um að þetta hafi James minn búið til. Kvaðst hún engan áhuga hafa á að ganga í kvennabúr hins arab- iska sheiks. Skrifsfofa bœjarverk- frœðings ieggur undir- stöðuna að tœknilegum framkvœmdum Tillögur minnihlutans um að þrengja að þessari sioímun Bulganin þetta við Bulganin í veizlu einni fyrir skemmslu. „Þetta er nokkuð há dánartala — á friðartímum, marskálkur“ — sagði sendiráðs- maðurinn. „Alveg rétt“, svaraði Bulganin — í „stríði eru kúlurn- ar miklu fleiri, en þær hæfa ekki allar í mark“ Harður dómur Húseigandi í þorpi einu í Dan- mörk vísaði fyrir skemmstu leigj anda sínum á dyr, en sá hafði leigt í þessu sama húsnæði í 34 ár. Leitaði hann á náðir hins op- inbera og neitaði að fara úr í- búðinni. Kom málið fyrir dóm- stólana og skýrði húseigandinn þá frá því, að ástæðan til þess að hann sagði gamla leigjandan- um upp væri sú, að hann hefði ekki þrifið leiguhúsnæði í 34 ár, eða síðan hann hefði flutt í húsið. ÞEGAR minnihlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa á undanförnum árum veriff að hvaða myndast við að gera það sem þeir kalla „sparnaðartillögur“, hefur þeim helzt orðið fyrir að stinga upp á, að skornar yrðu niður f jár- veitingar til skrifstofu bæjarverk fræðings. Nú er það einmitt skrifstofa bæjarverkfræðings og þeir tækni- menntuðu menn, sem þar vinna, sem skapa undirstöðuna að fram- kvæmdum Reykjavíkurbæjar. Ef skera ætti niður fjárveitingu til þessarar stofnunar, mundi það stórkostlega tefja og hindra verk- legar framkvæmdir bæjarins. Á sama tíma og minnihlutaflokkarn ir tala um nauðsyn á einum eða öðrum framkvæmdum og álasa Sjálfstæðismönnum fyrir seina- gang og tómlæti, þá bera þessir menn fram tillögur, sem miða að því að tefja og hindra þær sömu framkvæmdir, sem þeir í öðru orðinu þykjast vilja flýta. Nýlega var lagt fyrir bæjar- stjórn álit frá gatna- og holræsa- nefnd bæjarins, þar sem skýrt var frá þeim verkfræðingafjölda, sem nú starfa hjá skrifstofu bæj- arverkfræðings og hver væri hin raunverulega þörf þessarar stofn unar fyrir verkfræðinga. Kom þar fram að nú starfa hjá bæj- arverkfræðingi 18 verkfræðing- ar, en nefndin telur að raunveru- lega þyrfti þessi stofnun að hafa um 30 verkfræðinga í þjónustu sinni. Sést gioggiega af þessu, afleiðingar það mundi hafa, ef „sparnaðartillögur“ minnihlutaflokkanna um niður- skurð á fjárframlögum til skrif- stofu bæjarverkfræðings mundi hafa. Ef slíkar tillögur næðu fram að ganga mundi það þýða full- komna lömun á framkvæmdum og tæknilegri starfsemi á vegum bæjarins. Tillögurnar um þennan niður- skurð eru mjög táknrænt dæmi um starfsaðferðir glundroðaliðs- ins í bæjarstjórn Reykjavíkur. Luciu-hátíð AKUREYRI, 6. des. —- Karlakór Akureyrar hefur æft af miklum krafti í vetur og er starfsemi hans með talsverðum blóma. Hef- ur kórinn fyrirhugað samsöng og Luciu-hátíð, en slíka hátíð hefur hann haldið áður nokkrum sinn- um. Lucia verður Björg Baldvins- dóttir og með henni 12 syngjandi þernur. Aðrir einsöngvarar verða bræðurnir Jóhann og Jósteinn Konráðssynir. Undirleikari verð- ur Guðrún Kristinsdóttir píanó- leikari. Gígja Jóhannsdóttir mun leika á fiðlu. Söngstjóri Karla- kórsins er Áskell Jónsson frá Mýri. — vig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.