Morgunblaðið - 08.12.1957, Blaðsíða 20
20
MORGVTVBl AÐIÐ
Sunnudagur 8. des. 1957
" Sannleikurinn um Ef tir GEORGES SIMENON
Þýðing: Jón H. Aðalsteinsson ^ 'ét>é 1 V s
17. <y
— Ég er að hugsa um að fara
út á La Chataigneraie og vera
þar í nótt. Ég þarf að hvíla mig
dálítið. Viltu að ég færi konu þinni
nokkuð?
— Nei, ekkei*t sérstakt. Ég fer
þangað á laugardaginn og verð til
mánudags. Bíddu annars. Hún
bað mig víst að koma með ósaltað
•mjör.
— Ég get fœrt henni það.
Atlt í einu tók hann hendinni
íyrir augun.
— Hvað er að, Francoiis?
— Ekkert. Hafðu engar áhyggj
v.
— Þú ert slappur.
— Já, dálitið.
En Felix hafði séð vota rönd
eftir kinninni.
— Við sjáumst þá á morgun.
— Ferðu án þess að borða há-
degisverð?
— Það er áreiðaniega nógur
aiatur þar.
— Heldurðu að það sé rétt að
þú akir sjálfur?
— Já, já, hafðu engar áhyggj-
«r. Viffvíkjandi þessum tíu þús-
•ndum, sem þú borgaðir....
— Ég taldi réttast að gera það.
— Ég álít það líka. Það var á-
reiðanlega hárrétt hjá þér.
Felix skildi hvorki upp né nið-
ar. Francois hefði átt erfitt með
að útskýra, hvað hann átti við.
Allt í einu sperrtu þeir eyrun.
Undarlegt hljóð heyrðist, en það
væri erfitt að átta sig á hvaðan
það kom. Að lokum iitu þeir til dyr
'anna, ,sem lágu inn í kústakomp-
xnna.
Þar sat frú Flament og grét,
alein í skoti sínu. Hún lagði hand
leggina fram á ritvélina, huldi
■andlitið í höndunum og snökti.
SJÖTTI KAFLI.
Lítill, hvítur tveggja sæta bíll,
sem stóð fyrir framan hliðið á La
Chataigneraie, stöðvaði hann á
fluginu. Því hann hafði „flogið“
alla leið úr borginni, alveg frá
Quai des Tanneuns, eins og hann
væri á leið til stefnumóts.
„Hver gat verið í heimsókn á La
'Chataigneraie? Hliðið var lokað.
‘Með hnyklaðar brýnnar steig
hann út úr bifreiðinni til að opna,
og leit inn í garðinn um leið.
'Hann sá, að Jeanne sat makinda
lega í garðstóli undir appelsínu-
litri sólhlífinni. Önnur kona, með
íhatt á höfði, sat gegnt henni í
ihægindastóli, »n í svo mikilli fjar
'lægð skynjaði I',rancoiis aðeins
ilitaskraut.
Hann varð að aka meðfram
itígulsteinastígnum og fram hjá
isólskýlinu, til að setj.a bifreiðina
á skúrinn. Stór hundur, hvitur
imeð svarta flekki, reis upp af
grasflötinni, þegar hann nálgað-
ist, og um leið rann upp ljós fyr-
ár Francois. Það var Mimi Lam-
íbert, sem etóð upp úr stólnum, og
■sennilega sagði hún rétt í þessu:
„Ég vil helzt ekki hitta hann“.
Þegar hann kom út úr .skúrnum,
isem hann lét standa opinn, sá
'hann mágkonu sína halla sér út
■yfir hliðgrindina. Mimi Lambert
sat undir stýri í litla opria bíln-
um, og við hlið hennar sat hund-
urinn, sem var höfði hærri en
’hún.
Þær höfðu drukkið „apératif",
og annare hugar tók Francois
Hrærivélin
er eftirlæti
húsmóðurinnar
og bezta aðstoðin
við jólabaksturinn.
Aðeins örfáar hrærivélar væntanlegar
um miðjan mánuðinn.
JfekleL
Ansturstræti 14
Sími: 1-16-87.
eftir frumlegri og smekklegri lög
un kristallsglasanna. Vegna issins
’hafði setzt létt móða innan á þau.
Bitar af sítrónuberki flutu í fag-
urrauðum vökva.
Jeanne kom til hans og rétti
honum ósnyrta höndina.
— Komdu sæll, Francois. Hvern
ig líður þér?
— Komdu sæl, Jeanne. Hvar
eru börnin?
— Ég sendi þau til Quatre-
Sapins með Mörthu. Þau koma
bráðum aftur.
Hún settist aftur í garðstólinn.
Þegar hún stóð upp, virtist hún
þrungin starfsorku, en um leið
og hún settist teygði hún ósjálf-
rátt frá sér fæturna, eins og dýr
isem leggst ti'l hvíldar.
— Jæja, svo fröken Lambert
vildi ekki hitta mig.
— Hún t°k til fótanna, vesaling
urinn. Þú hefur víst verið mjög
ókurteis við hana.
Hann sat næstum á ,sama stað
og á sunnudaginn. Meðan hann
ihellti í glas handa sér og dreypti
4 drykknum, renndi hann augun-
um hægt, allt að bví direymandi
■yfir húsið, garðinn, borðið og sól-
iskýlið. Ef til vill stafaði tilfinn-
ingasemi hans af því, hve hann
var líkamlega slappur. Áðan, þeg
•ar hann var úti á þjóðveginum,
varð hann svo áfjáður að komast
•til La Chataigneraie og sjá hvítt
hliðið og þakið, að hann hafði
kreist stýrið.
— Ég heifði haft gaman af að
tala við hana.
Piparmær með hestsandlit —
enda var hún kölluð „Merin“ í
borginni. Hvað skyldi hún vera
gömul? Þrjátíu og fimm ára? Það
var erfitt að geta sér þess til eft-
ir útlitinu. Hún hafði alltaf verið
eins, alltof löng og alltof vöðva-
mikil, með karlmannlegt andlit og
djúpa rödd. Hún gekk ætíð í klæð
skerasaumuðum drögtum, sem
sýndu enn betur karlmannlegan
vöxtinn, og heima á búgarði sín-
um, Moulin, þar sem hún hafði
hundarækt, gekk hún í stígvélum
og reiðbuxum.
Ef ókunnugir, sem höfðu lesið
hundaauglýsingar í blöðunum,
spurðu til Vegar til Moulin, var
fóik vant að svara spotzkt:
— Það er húsið, sem stendur á
miðri brúnni. Það er ekki hægt að
fara fram hjá því.
Allt, sem varðaði Mimi Lam-1
bert, var frumlegt. Framkoma
hennar, húsið, sem var byggt á
fljótsbrú rétt neðan við borgina,
innrétting þess og stórvaxnir
hundarnir, sem hún ók um með í
smábílum.
— Leyfist mér að spyrja, hvað
hún var að gera hér?
— Það er augljóst! Hún er
eins og allir aðrir. Það er bein-
línis ótrúlegt, hvað fólk getur
verið heimskt. Nú ímyndar Mimi i
sér, að það sem kom fyrir sé að
nokkru leyti henni að kenna.
Hún lyfti höfðinu örlítið og leit
á mág sinn, sem sat þögull.
— Ertu að hlusta?
— Hafðu engar áhyggjur. Ég
heyri allt, þótt ég sé að hugsa.
— Hún sagði ýmislegt, sem ég
skildi ekki af þvi ég veit of lítið
um málið. Meðal annars sagði
hún, að hún hefði ekki átt að taka
framkomu þína svo alvarlega, en
halda áfram að heimsækja Bébé.
Er satt, að þú hafir verið ósvíf-
inn við hana?
Það var satt. Mimi Lambert hafði
verið sjúklega hrifin af Bébé. 111-
ar tungur fullyrtu, að það væri
meira milli þeirra en vinátta.
Francois hafði ekki verið af-
brýðisamur. Hitt þoldi hann ekki,
að hvenær, sem hann kom inn til
konu sinnar, gat hann verið viss
um að rekast á „Merina" þar. Hún
virtá hann tæplega þess að kasta
á hann kveðju, en lét hann finna,
að honum væri ofaukið. Konurnar
steinþögnuðu í miðjum samræðum
og biðu þess eins, að hann fœri
leiðar sinnar. Ef hann gaf til
kynna, að hann væri ekki á för-
um, reis fröken Lambert á fætur
og kyssti Bébé á ennið.
„Blessi þig. Við sjáumst þá á
morgun. Ég skal taka með það
sem ég lofaði þér.
Þegar hún var farin, spurði
Francois:
„Hvað var það, sem hún lofaði
þér?
Bébé var vön að svara:
„Það var smáræði".
Á þessu hafði gengið í fjögur
ái. Herbergi Bébé var gegnsósa
af daunillum reyk úr sígarettum
„Merarinnar".
Dag nokkurn fyrir um það bil
hálfu ári, hafði Francois ekki ver-
ið eins þolinmóður og venjulega.
Eða öllu heldur hafði hann hegð-
að sér eins og hann átti vanda
til. Svo mánuðum og árum skipti
þoldi hann allt og alla. En skyndi-
lega var þolinmæðin á þrotum og
sauð upp úr honum illskan.
í þetta skipti — hann kom út til
La Ohataigneraie eftir erfiða
viku og langaði til að hvíla sig —
leit hann hvasst og kuldalega til
fröken Lambert, sem sat í her-
bergi Bébé eins og hún ætti þar
heima. Með þessum rólega svip,
sem gerði skrifstofufólk hans og
aðra undirmenn, dauðskelkaða,
sagði hann:
„Fröken Lambert, hafið þér
nokkuð á móti þvi að leyfa mér
einhvern tíma að vera einum með
konu minni?“
Hún fór steinþegjandi. t fátinu
gleymdi hún handtöskunni sinni.
Daginn eftir lét hún sækja hana,
og eftir það hafði hún ekki sýnt
sig.
— Á ég að halda áfram. Ég
þreyti þig vonandi ekki?
— Nei, alls ekki.
— Jú, ég sagði — þó þú hlustað
ir ekki á það — að Mimi Lambert
væri ekki vond manneskja. En ég
held, að hún sé ákaflega róman-
tísk, eins og raunar flestar pipap-
meyjar. Hún hélt því fram, að
hún hefði orðið að koma hingað og
tala við mig, samvizku sinnar
vegna. Vinátta hennar hafði ekki
bara verið afþreying fyrir Bébé.
Hvað sagði hún nú aftur? Hún
hafði auðgað líf hennar. Og úr
því svo var, þá var ekki rétt af
henni að yfirgefa Bébé vegna smá
vegis óþæginda, einkum þar sem
karlmaður hafði valdið þeim.
Hvers vegna hlærðu?
— Ég hló ekki. Haltu bara á-
fram.
— Hún vildi hitta Bébé og hug
hreysta hana. Hún ætlaði að
sækja um leyfi til að heimsækja
hana. Ég ráðlagði henni að láta
systur mína í friði fyrst um sinn.
HÓTEL BORG
Kaldir réttir
framreiddir
(Smörgaas Bord)
í dag kl. 12—3.30
í kvöld kl. 7—9.
aitltvarpiö
Sunnudagur 8. desémber:
Fastir liðir eins og venjulega.
11,00 Messa í Laugarneskirkju
(Prestur: Séra Garðar Svavars-
son. Organleikari: Kristinn Ing-
varsson). 13,15 Sunnudagserind-
ið: Átrúnaður þriggja, íslenzkra
höfuðskálda, eins og hann birtist
í ljóðum þeirra; I: Bjarni Thor-
arensen (Séra Gunnar Árnason).
14,00 Miðdegistónleikar (plötur).
15.30 Kaffitíminn: a) Jan Mora-
vek o. fl. leika vinsæl lög. b)
(16,00 Veðurfregnir). — Létt lög
(plötur). 16,15 Á bókamarkaðn-
um: Þáttur um nýjar bækur. —
17.30 Barnatíminn (Skeggi Ás-
bjarnarson kennari). 18,30 Mið-
aftantónleikar: Frá landsmóti
lúðrasveita á Akureyri s.l. sumar.
20.20 Tónleikar í hátíðasal Há-
skólans: Verk eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson. — Flytjendur:
Hljómsveit Ríkisútvarpsins, Guð
rún Á. Símonar, Guðmundur Jóns
son, Þorsteinn Hannesson og Dóm-
kirkjukórinn. Stjórnandi dr. Páll
Isólfsson. 21,00 Um helgina. —■
Umsjónarmenn: Gestur Þorgríms-
son og Páll Bergþórsson. 22,Oö
Danslög: Sjöfn Sigurbjö' nsdóttir
kynnir plöturnar 23,30 Dagskrárl.
Mánudagur 9. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Búnaðarþáttur: Vetrarhirð
ing nautgripa (Ólafur E. Stefáns
son ráðunautur). 18,30 Fornsögu-
lestur fyrir börn (Helgi Hjörvar).
18,50 Lög leikin á ýmiss hljóðfæri
(plötur). 19,05 Þingfréttir. — Tón
leikar. 20,30 Einsöngur: Sigurður
Ólafsson syngur; Fritz Weiss-
happel leikur undir á píanó. 20,50
Um daginn og veginn (Séra Jakob
Jónsson). 21,10 Tónleikar (pl.).
21.20 Frá opnun Nonna-húss á
Akureyri 16. f.m. 22,10 Úr heimi
MARKtJS EftirEdDodd
MARK AND HIS FRIENDS
HAVE GOTTEN A RIDE ON A
FOREST SERVICE PLANE AND
ARESOON IN MILWAUKEE,,..
1) Markús og vinir hans fara
aaeð flugvél til borgarinnar Mil-
waukee.
Við höfum hér tveggja klst.
viðstöðu áður en við höldum
áfram til Týndu skóga. Þú og
pappi þinn ættuð að íara L
2) Á meðan fer ég yfir í nátt-
úrugripasafnið til að hitta gamla
vin minn Odd Gunnarsson.
3) — Komdu nú sæll og bless-
aður Markús. Það er langt síðan
ég hef séð þig. Hvað er erindið
til Milwaukee?
— Oddur, ég er atvmnulaus.
Þú veizt alltaf um einhverja at-
vinnu handa mér.
4) — Já, þú ert einmitt maður-
inn sem ég þurfti á að halda. Ég
veit um verk, sem enginn er betur
til fallinn að inna af hendi.
myndlistarinnar (Björn Th.
Björnsson listfræðingur. 22,30
Nútíma tónlist (plötur). — 23,0ð
Dagskrárlok.
Þriðjudagur 10. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,30 Útvarpssaga barnanna' —
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir
Nonna; XIV. (Óskar Halldórsson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt-
ir. — Tónleikar. 20,30 Dagiegt
mál (Árni Böðvarsson kand.
mag.). 20,35 Frá tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar Islands í Þjóð-
ieikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi
Wilhelm Sohleuning. Einleikari á
píanó: Jón Nordal. 21,30 Upplest
ur: „Sól á náttmálum“, kafli úr
skáldsögu eftir Guðmund G. Haga
lín (Höfundur les). 22,10 „Þriðju-
dagsþátturinn". — Jónas Jónas-
son og Haukur Morthens hafa á
Ihendi umsjón. 23,10 Dagakrárlok.