Morgunblaðið - 10.12.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 10.12.1957, Síða 6
6 MORCVNBT 4ÐTÐ T>riðjudagur 10. des. 1957 VÍGBÚNAÐUR BANDARIKJAMANNA NÚ ERU tveir mánuðir liðn- ir síðan fyrra rússneska gervitunglinu var skotið á loft. Þegar fregnin um það barst til Washington, var henni af stjórnarinnar hálfu tekið með mestu ró. Talsmenn stjórnarinnar viðurkenndu að Rússar hefðu með þessu unnið mikið afrek en augsýnilega reyndu embættis- mennirnir bandarísku að draga eins mikið úr áhrifunum af fregn inni um hinn rússneska Sputnik, eins og þeim var frekast unnt. Talsmenn stjórnarinnar töldu, að þótt Rússar hefðu getað skotið slíku gervitungli á loft, mundu þeir ekki vera þess megnugir að smíða eldflaug, sem unnt væri að skjóta milli meginlanda. Ýmis- legt annað var borið fram til þess að gera eins lítið og unnt var úr þeim árangri, sem Rússar höfðu náð á sviði eldflaugatækninnar. Það er ekki ljóst, hvað fyrir Bandaríkjamönnum hefur vakað með því að gera svo lítið úr því, sem gerzt hafði í sambandi við hina rússnesku eldflaug og talið er að bandarískir stjórnmála- menn og vísindamenn hafi vitað alllöngu áður, að Rússar væru komnir mjög langt á þessu sviði. Talið er öruggt að það hafi verið kunnugt vestan hafs, að Rússar væru um það bil að senda gervi- hnött út í heiminn en vel má vera að þeim hafi ekki verið kunnugt um það, hversu stór og þungur gervihnötturinn var. ★ Það er glöggt að fyrstu dag- ana eftir að Rússar höfðu skotið gervitunglinu á loft, voru áhrif þessa atburðar úti í heiminum gersamlega vanmetin af banda- rísku stjórninni og talsmönnum hennar. En fljótlega kom fram mjög sterk gagnrýni í Bandaríkj- unum gegn þeirri afstöðu, sem stjórnin hafði tekið í byrjun. Stjórninni var brugðið um, að hún reyndi að stinga höfðinu í sandinn og liti ekki raunsæjum augum á það, sem gerzt hefði. Því var ennfremur haldið fram, að stjórninni hefði verið vel kunn- ugt um framfarir Rússa á þessu sviði, eins og getið er um hér að ofan, en hún hefði vanrækt að taka afleiðingunum af því en þvert á móti farið öfuga leið og skorið niður fjárveitingar til smiði og tilrauna með nýjar eld- flaugar. Því var haldið fram, að í seinustu tvö ár hafi bandarískir vísindamenn getað, með aðstoð radartækja, fylgzt með tilraunum Rússa og hafi þeim því verið mjög vel kunnugt um, hvernig komið var. Allt um það hafi Bandaríkjastjórn tekið þá óheilla stefnu að draga úr fjárveitingum til Bandaríkjahers í því skyni að fullkomna eldflaugar. Það fór líka þannig að eftir nokkrar vikur var hljóðið alger- lega orðið breytt þar vestur í Washington. Eisenhower varaði nú við hinum mikla styrkleika Rússa og skoraði á allar vest- rænar þjóðir að taka höndum saman. Forsetinn lýsti því yfir, að hann myndi hafa forustu um, að vestrænir vísindamenn hefðu nú náið samstarf á sviði kjarn- orku- og eldflaugatækni. Forset- inn fékk sér sérstaka ráðgjafa í þessum efnum, sem áttu að sam- hæfa tilraunirnar með eldflaug- ar og ennfremur hvatti hann mjög til þess að greiða fyrir því, að ungir Bandaríkjamenn legðu stund á alls konar tæknivísirídi. í kjölfar þessa fylgdi svo mikill áróður um það, hvað Bandaríkja- menn hefðu þegar aðhafzt í þess- um efnum, hvað þeir ættu í fór- um sínum, og hvaða tilraunir þeir hefðu þegar gert með eldflaugar. Þetta var sýnilega gert til þess að finna mótvægi meðal vest- rænna þjóða gegn áhrifum af gervitunglskeyti Rússa. Allur þessi áróður náði svo hámarki 1 sínu í Cap Canveral á dögunum, þegar fulitrúum frá heimsblöðun- um var boðið að vera viðstadd- ir, þegar skotið yrði á loft hinu fyrsta bandaríska gervitungli. Allar þær miKiu auglýsmgar og áróður, sem gengið höfðu áður en skjóta átti upp eldflauginni frá Cap Canaveral fær á sig næstum því broslegan svip, þegar litið er á það, hversu allt þetta end- aði. Viðurkennt er að hér hafi verið um mjög mikinn siðferði- legan ósigur að ræða fyrir Banda ríkjamenn, ósigur, sem þeir hefðu vel getað komizt hjá. Amerísku vísindamennirnir, sem stóðu að þessari tilraun, telja að þeir hafi að því leyti verið illa leiknir, að þeim hafi verið gert að skyldu að nota Vanguard-skeyti, sem talið er úrelt en herinn ráði yfir miklu fullkomnari eldflaugum en þeim. í þessu sambandi er á það bent að engir viti hversu oft eldflaugaskot Rússa misheppnuð- ust, áður en Spútnik fyrri komst loksins á loft. Rússneskur vís- indamaður lét svo ummælt eftir ófarirnar í Cap Canaveral, að réttast væri, þegar um eldflauga- skot væri að ræða, að tilkynna ekkert um það fyrr en liálfri klukkustund eftir, að augljóst væri að skotið hefði heppnazt. Bandaríkjamenn sjá nú að hyggi- legra hefði verið af þeim að fara hægara í sakirnar og láta ekki eins mikið og þeir gerðu. ★ Talið er að frá hernaðarsjón- armiði, hafi þessar tilraunir með geimskot ekki mjög mikla þýð- ingu. Hitt sé aftur miklu þýð- ingarmeira að nú sé augljóst að Bandaríkin hafi vaknað til nýrra dáða og, að stjórninni sé ljóst að nú verði hún að auka framlögin til landvarna. Er þar um að ræða um það bil 2ja milljarða dollara aukingu á næsta ári. Þetta mun hafa það í för með sér að hern- aðarútgjöldin ná um 40 milljörð- um dollara og er talið líklegt að stjórnin verði að. leggja á nýja skatta á næsta ári. Talið er þó að hún hafi umfram allt viljað komast hjá því vegna þess að mikilvægar þingkosningar fara fram á því ári. Á það er líka bent í þessu sam- bandi að alls konar hindranir og höft, sem sett voru á í sparn- aðarskyni á s. 1. sumri, séu nú fallin burt og nú hafi verið gef- in út skipun um að hefja fjölda- framleiðslu á meðal-langdrægum skeytum, sem nefnd eru Júpiter og Thor og það jafnvel áður en þessi skeyti séu fullreynd. Þessi skeyti á svo að flytja til Vestur- Evrópu, þar sem þau eiga að vera aðalvopn hinna vestrænu herja. Þegar Eisenhower veiktist ótt- uðust margir, að þessi mál mundu fara í handaskol og mikilvægar ákvarðanir út af vígbúðaðinum dragast. En þetta fór á allt ann- an veg. Ýmsir stjórnmálafrétta- menn segja, að það hafi verið Nixon og þeir menn, sem nánast- ir honum eru, sem tekið hafi af skarið og komið því til leiðar, að endanlega var ákveðið að auka vígbúnaðarútgjöldin og gera nýtt stórfellt átak í sambandi við smíði eldflauganna. Enginn síldarafli SANDGERÐI, 7. des. — Bátarnir hér hafa verið á sjó undanfarna daga, en síldveiði er sára-lítil í Miðnessjó. Aflinn hefur verið hjá 13 bátum alls s. 1. þrjá daga, mest- ur 350 tunnur og allt niður í 270 tunnur, eða um 30 tunnur á bát. Telja menn hér að sjórinn sé of heitur fyrir síldargö.igur, og að síldin standi mjög djúpt. Bátarnir munu halda eitthvað áfram fyrst um sinn. — Enginn bátur fer út í kvöld. — Axel. Bækur Armanns Kr. Einarssonar ÁRMANN Kr. Einarsson hefur samið fjölda bóka fyrir fullorðna, börn og unglinga. Undanfarin ár hefur Ármann sent frá sér sög- urnar um ævintýrapiltmn Árna Torfason. Það eru nú fimm bæk- ur, er komið hafa út í þessari röð: Falinn fjársjóður, Týnda flugvélin, Flugferðin til Eng- lands, Undraflugvélin, og nú síð- ast Leitarflugið, sem komin er. út fyrir nokkrum dögum. Hver þessara bóka er sjálfstæð saga, en atburðarásin tengir þær saman, og aðalsöguhetjan er áður nefndur Árni. Hann er fátækur drengur frá Reykjavík, áhrifa- gjarn og uppfinningasamur. Og eru tiltæki hans í fyrstu ekki ætíð að allra skapi. Framtíð snáð- ans er óráðin gáta, og aðstand- endum nokkurt áhyggjuefni, eins og gengur. En þá gerist það, að Árni ræðst að Hraunkoti í Heklusveit. Og það er ekki að orðlengja það, að allar Árna- bækurnar, nema ein, gerast á þessum slóðum. Við þær lífsað- stæður, sem þar bjóðast, kemur í ljós, að Árni er mesta manns- efni. Og felst ekki ómerkur boð- skapur í því hjá höfundi, hvern- ig hann lætur hinum fátæka dreng vegna í þessu nýja um- hverfi. Sannast þar, að oft verð- ur góður hestur úr göldum fola. Margar fleiri persónur koma hér við sögu, og gegna hinir skringilegu karlar þar veiga- miklu hlutverki, þó að verk þeirra séu ekki ætíð öllum til þægðar. Má þar minna á Búa broddgölt, Svarta-Pétur og Gvend gullhatt. Annars vil ég skjóta því hér að, að þessi upp- nefni eru mér ekki að skapi. Mér þykir slíkt hvimleiður siður, hvar í sveit sem er. En hvað um það. Höfundur bóka þessara kann þá list að gera þetta sögulegt og spennandi og það stundum, svo að með ólikindum má telja. En að þvx leyti er þetta réttur skiln- ingur hjá höfundi, að þessi „guð- spjöll" verða því aðeins girnileg til lestrar, að einhver sé í þeim bardaginn. Stíllinn er lipur og léttur og allt vitnar um frásagn- argleði höfundar. Atburðarásin er hröð og í föstum tengslum, en oft óræð, svo að margt kemur les- andanum á óvart, bæði um vand- kvæðin og það hvernig úr rætist. Ármann Kr. Einarsson Og frá sjónarmiði hinna ungu lesenda, þá mun þetta m.a. gera Árna-bækurnar svo eftirsóttar. Það er ekki allt unnið með því að hafa allt slétt og fellt. Árekstrar og jafnvel eilítið ýktatriðieruþeg in með þökkum. Dóttir mín, sem nú er á fjórtánda ári, hefur und- anfarin ár sett það upp við eldri bræður sína, að ef þeir ætli að gefa henni bók á jólunum, þá skuli þeir gefa henni Ái'na-bók. Og nú, þegar ég er að rita þessar línur, kemur hún til mín, að loknum lestri nýjustu bókarinn- ar og segir, að hún sé ógurlega spennandi. Og hvað hef ég þá meira um þetta að segja. Æskan veit, hvað hún syngur. Og í þessu sambandi vaknar spurn um það, hvort bækur af þessu tagi, væru ekki einmitt vænlegar til að útrýma hinum illræmdu haz- arbókum. Þeim verður, hvort eð er, varla útrýmt með banni. En til marks um vinsældir Árna-bókanna hans Ármanns Kr. Einarssonar, má geta þess, að þær hafa selzt svo gersamlega upp, að ófáanlegar eru. Og sum- ar hafa verið gefnar út í annarri útgáfu. Auk þess er nú farið a3 þýða þær á norsku, og er fyrsta bókin komin út, bæði á lands- máli og nýnorsku og lofað fram- haldi, jafnvel tveimur á ári. For- lag Odds Björnssonar hefur búið bækur þessar vel úr garði. Þegar athugaður er ferill þessa höfundar, kemur í ljós, að hann hefur hafið göngu sína með því að semja skáldsögur fyrir full- orðna, en níu síðustu bækur hans eru skrifaðar fyrir börn og ungl- inga. Gæti tvennt borið til þessa: Annað, að höfundur hefði talið sér hentara að semja fyrir börn og unglinga, en hitt, að hann þættist með þessu fá þakklátari lesendur, nema hvorttveggja væi-i. En hvað sem því líður, þá má telja það íslenzkum barna- og unglingabókmenntum happ, að Ármann sveigðist til þessarar átt- ar. Það eru of fáir hjá þjóð vorri, seme finna köllun hjá sér til að rita fyrir börn og unglinga. Það er þjóðargæfa að eiga þar góðum mönnum á að skipa. Og þessar línur eru fyrst og fremst skrifaðar til þess að þakka höfundi fyrir hönd ungu kyn- ( slóðarinnar og stappa í hann stúl- inu um að halda áfram sem horf- ir og hopa hvergi. 5. des. 1957. ísak Jónsson. Utcmrikisráðherrar talast við LONDON 5. des. Greiðslubanda lag Evrópu og ýmis vandamál í sambandi við framtíðarstöðvar brezkra hersveita í Vestur-Þýzka landi voru aðalumræðuefni á ráð stefnu Selwyn Lloyds og von Brentano í London í dag. í tilkynningu um fundinn segir I og að áætlunina um aukna sam- vinnu Atlantshafsríkjanna eigi að tak fyris og afgreiða á ráðherrafundi ríkjanna í París 16. des. Látin var í ljós sú von beggja ráðherranna, að takast ‘ mætti að sameina Þýzkaland. | Reuter NTB sbrif“ar úr daglega lifinu BORGARI hér í bæ hefur snúið sér til Velvakanda og beðið hann að koma á framfæri kvört- un vegna þess, að strætisvagn- arnir, sem aka suður í Skerja- fjörð og vestur í Haga, hafa enda stöð sína á Lækjargötunni neðan við Menntaskólann. Er þetta skipulag nýtilkomið sem kunn- ugt er. Akstur á Hagaleiðinni hófst fyrir skömmu — til mikils hagræðis fyrir þá, sem í Suð- vesturbænum búa — og um leið var Skerjafjarðarvagninn fluttur af torginu. Borgarinn kvartar ekki vegna þess, að hann vilji, að bílarnir hafi bækistöð sína á Lækjartorgi, heldur af því, að honum þykir stöðin hafa verið sett óþarflega langt frá torginu. Vill hann, að bílarnir verði látnir standa á Lækjargötunni milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Að sögn Eiríks Ásgeirssonar for stjóra strætisvagnanna var reynt að fá þennan stað fyrir endastöðv ar þessara tveggja vagna, en um- ferðanefnd bæjarins taldi það ekki unnt. Ástæðan var sú, að þá hefði þurft að leggja niður 16 bílastæði í hjarta bæjarins, en neðan við Menntaskólann voru ekki nema 7 stæði. Þótti nefnd- inni það þyngra á metunum en það sjónarmið strætisvagnanna, að mikilvægt væri að hafa vagn- ana sem næst Lækjartorgi til að auðvelda fyrirgreiðslu alla og gera fólki auðveldara að komast á milli vagna. Sveinbjörn Sveinbjörnsson ÍKISÚTVARPIÐ efndi í fyrra kvöld til tónleika, þar sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hafa starfsmenn tónlistardeildar út- varpsins að undanförnu kannað handritakistu tónskáldsins, sem geymd er í Landsbókasafnmu, og kom par ýmislegt fróðlegt í ljós. Á þessum lónleikum var fyrst flutt íslenzk rapsódia fyrir hljóm sveit. Hefur hún aldrei verið flutt áður. Þá munu þau tvö lög, er Guðmundur Jónsson söng (Her- hvöt Þórs og Stríð) ekki hafa ver- ið flutt hér opinberlega áður, og margt af öðru, sem fiutt var, hafa fæstir heyrt, þó að það hafi verið flutt einhvern tima fyrr á ár- um. Þekktasta tónsmíð Sveinbjörns Sveinbjörnssonar er að sjálfsögðu þjóðsöngurinn, en ýmis önnur sönglög hans njóta einnig mikilla vinsælda. Má þar til nefnd Sverri konung, Sprett, Vetur („Hvar eru fuglar..“) og Huidumál. ’Sveinbjörn var eins og flestir vita, sonur Þórðar Sveinbjörns- sonar háyfirdómara, þess sem frægur varð af framgöngu sinni í Kambsmálinu, er hann var sýslu maður Árnesinga um 1830. Svein björn fæddist í Nesi við Seltjörn 1847, lauk guðfræðiprófi í Reykja vík, en hélt þá út í heim og tók að leggja fyrir sig tónlistarnám í Danmörku og Þýzkalandi. Hann settist síðar að í Edinborg og stundaði þar kennslu og fékkst við tónsmiðar, unz hann var kom inn á áttræðisaldur. Þá kom hann heim og dvaldist í Reykjavík árin 1922—1924, en fluttist þá til Kaup mannahafnar og andaðist þar fiutt voru nokkur verk eftir 1927. Lík hans var flutt til fs- lands og jarðsett hér. — Svein- björn var kvæntur Eleanor Christie frá Aberdeen. Hún er nú 86 ára að aldri og býr hjá syni sínum, Þórði, sem er læknir í Al- berta í Kanada. Þau hjónin áttu einnig dóttur, Helen að nafni. Er hún gift herforingja og búsett í Alberta. Ös á götum AÐ var margt um manninn á götum Reykjavíkur á sunnu- daginn enda jólasveinar á stjái í Miðbænum og skrautlegar vöru sýningar i öllum búðargluggum. Heldur kalt var í-veðri, en menn létu það ekki á sig fá og dúðaðir krakkar og blánefjaðir pabbar virtust skemmta sér konunglega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.