Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. des. 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 9 gerð hér fyrir Norðurlandi að vetrarlagi heldur en íyrir sunnan, sjólag sé hér ekki verra og sigl- ing í var undan veðrum ekkert hæpnari hér en þar. Hins vegar finna einhvern grundvöli a8 hyggja á í þessum fjárveitingum þegar svo mikils fisræmis gætir sem hér, því auðvitað er þessi bát ur margfalt dýrari en hinir er lítið örj'ggi fyrir fáa báta að , minni. Hauganes í vetrarbúniiigi. L,jósm. vig. Á Hauganesi er hezfi saltfiskurinn Þar framfleyta 4 bátar 100 manna þorpi framleiddur ÞAÐ eru alltaf mikil tíðindi og góð þegar nýr farkostur bætist í flotann okkar hvort sem er til flutninga eða fiskveiða, og hvort sem farið er stórt eða lítið. Nýlega var fullbúið hér í skipa smíðastöð Kea á Akureyri nytt skip rennilegt og fagurt, þótt ekki sé það stórt. Ber það nafnið Níels Jónsson og er 13 lestir að stærð, eign Gunnars Níelssonar o. fl. á Hauganesi við Eyjafjörð. Þetta skip gaf mér tilefni til þess að heimsækja Hauganes og kynnast lítillega útgerðinni þar. Það hefir verið sagt að út- gerðin væri fremur að dragast saman hér við Eyjafjörðinn held- ur en hitt. Þó virðist nú allra síðustu árin vera að færast lif í hana á ný og mun ekki of- sögum sagt að hugur sé kominn í marga að efla þennan fyrrum fengsæla atvinnuveg, þar sem er útgerð á minni bátum. Hauganesið skagar fram af sunnanverðri Árskógsströndinni til suðausturs og myndar sumar- fagra og vinalega vík móti suðri. Þar er því allgóð lega fyrir báta og er það að sjálfsögðu orsök þess þarna hefir risið upp ofur- lítil útgerðarstöð. Á Hauganesinu búa um 100 manns og þaðan eru gerðir út 4 þilfarsbátar og einn minni bátur, opinn. Hver bátur krefst um 12 manna starfsliðs, 3—4 sjómanna, 3—4 í landi og auk þess 4—5 við línu, en þar má notast að ein- hverju leyti við unglinga. Það er því um helmingur þorpsbúa, sem vinnur við bátana, en það svarar til þess að bátarnir fram- fleyti þeim 100 manns sem nesið byggja. Auk þessa hafa menn svo ofurlítinn landbúnað, kýr og kind ur. Er ég átti það við Gunnar Ní- elsson sagði hann að hver vinnu- fær hönd væri notuð þegar allir bátarnir réru. Auk þess skapaðist svo talsverð atvinna í landi við verkun fisksins, en hann er allur saltaður, nema hvað lítils háltar er stundum selt nýtt á fiskmark- að á Akureyri, auk þess sem rask er lagt upp í frystihús þar sem þau eru til svo sem í Hrísey. að byggja fiskverkunarhús í landi, en húsin, sem fyrir eru, eru bæði orðin gömul og of lítil. Svo virðist sem Hauganesbúar uni glaðir við sitt og fýsi ekki að flytja burtu af nesinu. Er því fremur fólksfjölgun þar en hiit. Þegar rætt er við útgerðarmenn þar er viðkvæðið sama og í öðr- um verstöðvum hér á Norður- landi. Hlutatryggingarsjóður nær ekki til að bæta hallann ef illa 'stunda veiðarnar. Þá er óhægt um vik að rétta hjálparliönd ef eitthvað ber út af. Með tilkomu björgunar- og verðskipsins Alberts hafa menn gert sér vonir um að öryggi bát- anna hér fyrir Norðuflandi myndi stórum aukast og er það sjálfsögð krafa norðlenzkra fiski- manna að varðskipinu verði hald ið hér fyrir norðan að minnsta kosti þegar róið er að vetrinum og allra veðra er von. En svo við snúum okkur aftur að hinum nýja báti þeirra Gunn- ars Nielssonar þá er hann sem fyrr segir 13 tonn að stærð með 108 hestafla Mannheim-vél. Út á þennan bát voru veittar 25 þúsundir króna af atvinnu- bótafé og er það sama og veitt var út á helmingi minni báta, sem Það eru allt ungir menn sem róa á Níelsi Jónssyni, tveir synir Gunnars og tengdasonur hans. Eru þeir orðlagðir fyrir dugnað við sjósókn. Er ég heimsótti þá nú um mánaðamótin höfðu þeir átt bátinn í rúman mánuð og afl- að alls 110 skippund og eina vik- una jafnaði veiðin sig upp með 7 skippund í róðri, en mest afl- aðist 9 skippund í róðri. Er þetta mjög góður afli. Það er von allra þeirra er að útgerð vinna hér við Ey'jafjörð að svo verði búið í haginn að sjómenn okkar geti stundað veið- ar hér allan ársins hring, en þurfi ekki að leita sér atvinnu til fjarlægra byggðarlaga. Myndu ráðstafanir í þá átt vera einu raunhæfu aðgerðirnar til þess að efla vöxt og viðgang útgerðar- keyptir voru til annarra staða í I stöðva og sjávarþorpa hér við fyrra. Virðist nauðsynlegt að ' fjörðinn. vig. Leikfélag Kópavogs: Leynimelur 13 Eigendur m/b Níelsar Jónssonar og yfirsmiður við byggingu bátsins. Frá v. Níels Gunnarsson skipstjóri, Balldór Gunnarsson, Gunnar Níeisson, Tryggvi Gunnarsson skipasmiður og Kristján Jensson. Saltfiskurinn af Hauganesi er viðurkenndur sem ein bezta vara, sem framleidd er á landinu. Fer alla jafna 96—97% í 1. flokk af öllum fiski, sem berst á land. Nú hafa Hauganesbúar mikinn hug á því að stunda sjóinn sem fastast í vetur. Síðastliðið sumar var talsvert unnið að hafnargarð inum þar og er hann nú orðinn um 60 m. langur og vantar aðeins hausinn á hann til þess að talizt geti gott skipalagi í hvaða veðri sem er. En nú er fé allt þrotið og það meira segja nokkuð fram i tímann, svo að hætt er við að eitthvað standi á að lokið verði að fullu við garðinn. Einnig barf gengur frekar en annars staðar. HIÐ UNGA og ötula Leikféiag Kópavogs frumsýndi 23. f.m. gamanleikinn „Leynimel 13“ eftir Þrídrang (H.Á.S. o. fl.). Ég gat ekki verið viðstaddur þá sýn- ingu, en síðan hefur félagið sýnt leikinn víða í nágrenninu, meðal annars í Hafnarfirði sl. miðviku- dagskvöld, og sá ég þá sýningu. Um það hvernig gamanleikur þessi varð til og hvað fyrir höf- undunum vakti, er þeir sömdu hann, segir Haraldur Á. Sigurðs- son svo í leikskránni: „Á þessum árum ríkti mikil húsnaeðisekla í höfuðborg vorri og gengu þær sögur um bæinn, að merkilegt frumvarp væri í uppsiglingu á Alþingi, þess efnis, að heimila þar til skipaðri nefnd að ráðstafa húsnæði borgarbúa, ef þeir, að áliti nefndarinnar hefðu of rúmt um sig. . . . Með „Leynimel 13“ vildu höfundarn- ir sýna svart á hvítu, hvernig þessi snjalla hugmynd reyndist, er til framkvæmda kæmi........ Hvort sýningar á „Leynimel 13“ hafa haft einhver áhrif á lög- breytingar. Þá var einnig at- hyglisverður leikur Ingu Bland- on i hlutverki tengdadóttur klæð- skerans, Jakobínu Tryggvadótt- ur. Túlkaði frúin býsna vel þenn- an aðsópsmikla pilsvarg, sem bersýnilega var búin að gjöreyði- leggja taugar tengdasonar sins. Aðeins einu sinni hefur það kom- | gjafarvaldið, læt ég ósagt, en hitt ið fyrir að einn bátur fékk nokk- i er óhrekjandi staðreynd, að hið ur þúsund krónur úr sjóðnum, en i naargumrædda frumvarp dagaði annars hafa menn borið tjón sitt j UPP\ • • • • Talar Haraldur hér bótalaust, en borga þó ekki síður, at sinni alkunnu hógværð, því en aðrir í sjóðinn af öllum þeim ' ekkert er líklegra en að hinir fiski er þeir draga á land. Er eðli- | visu feður á Alþingi hafi ein- leg krafa manna að þetta fáist: mitt sannfærzt um fánýti þessa leiðrétt. Víst er að Hauganes bátarnir hafa ekki síður en aðrir borið lítið úr býtum í aflaleysis- árum. En sem fyrr segir er nú mikill hugur í mönnum að reyna að halda bátunum á veiðum allan veturinn. Það er skoðun manna að ekki sé verra að stunda út- Hinu nýi bátur, Niels Jonsson, sem smiðaður var í skipasmíðastöð Kea á Akureyri. frumvarps síns, er þeir sau í túlkun Þrídrangs hverjar afleið- ingar það gæti haft! Þessi sýning Leikfélags Kópa- vogs var óneitanlega með veru- legum viðvaningsbrag, svo sem eðlilegt er, og á það við hvort tveggja, leikstjórn og leik. Stað- setningar og hreyfingar á svið- inu voru oft nokkuð óeðlilegar og leikur hikandi og hjá sumum mjög sviplaus og þunglamalegur. En allt stendur þetta vitanlega til bóta, enda ekki sanngjarnt að gera aðrar kröfur til þessara áhugasömu leikara, en venju- legra ,,amatör-leikara“. Miklu fremur ber að þakka þeim dugn- að þeirra og ósérplægni við að halda uppi leiksýningum við þau erfiðu skilyrði, sem þeir eiga við að búa. Veigamestu hlutverk leiksins, Kristófer K. Madsen, klæðskera- meistara og Svein Jón Jónsson, skósmið, leika þeir Sigurður Scheving og Erlendur Blandon. Leikur Sigurðar er fjörmikill og dágóður á köflum, en Erlendur Blandon þykir mér þó bera af öðrum leikendum í hlutverki sínu. Hann fipaðist að vísu nokk uð í textanum og gætti þá hvísl- arans óþarflega mikið, en Bland- on hefur annars góða og eðlilega framsögn og skemmtilegar svip Sigiíður Sandholt og Erlendur Blanðon. Þá var allgóður leikur Sigrxðar S. Sandholts í hlutverki Guðríð ar Tómasdóttur, hinnar „frels- uðu“ sambýliskonu skósmiðsins og gervi Sigurðar Grétars Guð- mundssonar í hlutverki Þor- gríms Gúðmundssonar, var ágætt. Leikendur eru fleiri, en ekki rúm hér til að tala um þá sérstaklega. — Þó er ekki hægt að slá hér botninn í án þess að minnast á leik Árna Kárasonar í hlutverki Márusar Sigurjónssonar, vara- ræðismanns og heildsala. — Hlut- ^erkið er að vísu fremur leiðin- legt, en leikur Árna þó svipminni og daufari en efni standa til. Sigurður Scheving hefur sett leikinn á svið og annazt leik- stjórn og Guðmundur Guðmunds son málaði leiktjöldin, sem voru dável gerð. Leikhúsgestir tóku leiknum prýðisvel og þökkuðu leikendum með miklu lófataki að leikslok- um. Sigurður Grímsson. Málverkasýningu lýfcur MÁLVERKASÝNING Kristjáns Sigurðssonar í Sýningarsalnum við Ingólfsstræti hefir staðið síð- an 2. des. Aðsókn hefir verið góð og 8 mýndir selzt. Sýningunni lýkur í kvöld kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.