Morgunblaðið - 14.12.1957, Qupperneq 3
Laugardagur 14. des. 1957
MORCVKBI AÐIÐ
3
hvert á að stefna, eða hvort
bæði hún og fjármálaráðherra
eru líkt og staddir í niðaþoltu
og vita ekki hvað snýr fram
og hvað aftur.
Blekkingar Eysteins
Bjarni Benediktsson hélt áfram
ræðu sinni:
— Svo kemur Eysteinn hér
fram fyrir okkur og sýnir sann-
sögli sína. Segir að það sé engin
ný bóla, að sprett sé úr spori við
afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Hann
tekur sem dæmi um það, að nefnd
arálit fjárveitinganefndar hafi
komið fram 12. des. árið 1955. En
ég spyr: — Voru fjárlög þá af-
greidd fyrir jól? — Nei, — þau
voru ekki afgreidd fyrr en um
mánaðamótin janúar-febrúar.
Þarf fjármálaráðherra ekki að
láta sem minni hans sé svo bilað,
að hann viti þetta ekki.
Eitt og sama mál
Bjarni Benediktsson minntist
nánar á svar Eysteins Jónssonar
við fyrirspurn Magnúsar Jóns-
sonar, en svarið var algerlega út
í hött. Minnti Bjarni á það, að
þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefði
verið í stjórn með Framsókn,
hefði Eysteinn sem fjármálaráð-
herra lagt sérstaka áherzlu á að
afgreiða fjárlög fyrir áramót án
tillits til afgreiðslu efnahagsmál-
anna.
— En við Sjálfstæðismenn,
sagði Bjarni neituðum því, Við
töldum að þetta væri eitt og
sama málið, enda teljum við
rangt og jafnvel útilokað að
afgreiða fjárlög en láta með-
ferð efnahagsmálanna bíða.
Það kynni nú að vera, að Ey-
steinn hefði fengið sínu fram-
gengt í þessu. Hann undi því á
sinum tíma illa , að Sjálfstæðis-
menn, sem störfuðu með honum
höfðu sjálfstæða skoðun og létu
hann ekki komast upp með ein-
sýni og hlutdrægni. Ef hann hef-
ur nú fengið því framgengt að af-
greiða fjárlög án tillits til lausnar
efnahagsmálanna, þá sannast það
hér enn, að hann á nú við þá að
skipta sem lúta lægra en Sjálf-
stæðismenn.
Því næst vék Bjarni Benedikts-
son að ummælum Eysteins um
framlög til opinberra fram-
kvæmda:
Gangið hægt
um framkvæmdanna dyr
— Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra þarf ekki að halda, að
almenningur sé svo skyni skropp
inn, að hann muni ekki eftir ræðu
hans við fyrstu umræðu fjárlaga,
þar sem hann sagði efnislega að |
nú verði að ganga hægt um fram-
kvæmdanna dyr og við verðum
að draga úr opinberum fram-
kvæmdum.
Þá gerðist Eysteinn Jónsson
talsmaður samdráttar í opinber-
um framkvæmdum og prédikaði
það mikið. Félagsmálaráðherra
Hannibal Valdimarsson, sagði þá,
að ekkert væri að marka Eystein.
Hann væri bara svo mikill bú-
maður að hann þyrfti að berja
sér. Allt væri óbreytt og ekkert
yrði dregið úr framlögum til op-
inberra framkvæmda.
Það hefur nú komið í ljós, að
Hannibal hefur reynzt forspárri,
og hefði þó víst fáum komið til
hugar áður, að hann yrði snjallari
fjármálaspekingur en sjálfur fjar
málaráðherrann
Spurði Bjarni nú, hvort sá út-
reikningur tæki máske nógu
marga mánuði til þess að hægt
væri að fresta þeim fram yfir
bæjarstjórnarkosningar.
„Stefna“ ríkisstjórnarinnar
Bjarni Benediktsson lýsti því
yfir, að það væri á móti reglum
þingskapa, að ýmis veigamikil
einstök atriði vantaði enn í fjár-
lagafrumvarpið við 2. umræðu
fjárlaga. Sagði hann, að það væri
skyldustarf fjármálaráðherrans
að þegar við 1. umræðu lægi fyrir
þinginu heildarmynd fjárlaga-
frumvarps, sem sýndi fjármála-
stefnuna.
— En þetta plagg eins og það
liggur fyrir er einungis efniviður
í fjárlagafrumvarp. Það er aðeins
rytjur til tillagna um fjáriaga-
frumvarp. Það vantar í það nær
100 millj. kr. tekjúr til þess að
það fái staðizt og svo kemur fjár-
málaráðherra fram fyrir þingið
og ber þá speki á borð, að til þess
að jafna —
„þarf annaðhvort að afla nýrra
tekna eða taka útgjaldaliði
af frumvarpinu"!
Þannig er þá „stefna" ríkis-
stjórnarinnar, og má segja að von
er að Framsóknarflokkurinn sé
hreykinn af Eysteini Jónss.vni
sem hátindi fjármálaspekinnar.
Bjarni Benediktsson lét í ljós
undrun yfir því, að Eysteinn Jóns
son skyldi leyfa sér að koma
þannig fram fyrir þingið. Það
átti að vera aðalstarf hans í sum-
ar, að undirbúa fjárlagafrumvarp
ið, svo að þing gæti tekið það
til athugunar, þegar það kæmi
saman með haustinu. En 13. des-
ember, aðeins örfáum dögum áð-
ur en á að afgreiða frumvarp-
ið sem fjárlög þá er þetta öll
vizkan, að annaðhvort þurfi að
afla nýrra tekna eða taka út-
gjaldaliði af frumvarpinu.
Svo segir fjármálaráðherra:
— Hvers vegna koma Sjálfstæðis
menn ekki með sínar tillögur?
Ég spyr þá á móti: — Af hverju
þiggur fjármálaráðherra laun úr
ríkissjóði? Það er einmitt til þess
að gera þessar tillögur. Og til þess
hefur hann allt ríkiskerfið, af því
að enginn einn þingmaður getur
aflað þeirra upplýsinga eða undir
búið fjárlagafrumvarp.
Er nú nokkur von til að ís-
lenzka ríkinu geti vegnað vel und
ir forustu manns sem ber fram
slíka rökfærslu?
í ræningjahöndum
Að lokum sagði Bjarni Bene-
diktsson:
— Mig tekur það sárt að sjá,
hvernig er komið fyrir þessum
manni. Það er allt á sömu bókina
Hann getur ekki komið í hóf
uppi á Akranesi án þess að verða
sér til hneisu, þar sem hann fer
að segja bæjarbúum til um það
hverjum þeir eigi að fela stjórn
bæjarmálefna sinna.
Svo þegar hann er staddur í
þingsalnum í gær gerist það, að
hann fer að hrópa hótauir xil
þingmanns um að það borgi sig
ekki fyrir hann að halda fram
sjólfstæðri skoðun.
Loks stígur hann í ræðustólinn
í dag og segir slík ósannindi sem
menn hafa hér heyrt.
Hvaða breyting hefur komið
yfir manninn? — Hún er sú, að
hann er lentur í ræningjahöndum
og neyðist til að flytja mál, sem
hann hefur sjálfur ótrú á.
stjórnin væri öll sammála um
þær. Einnig drap hann á önnur
atriði, svo sem að æskilegt væri
að efla námsbókasjóð, veita fé
til að láta mála myndir varðandi
sögu þjóðarinnar og að gera be>
ur við starfsmenn sendiráða ís-
lands erlendis og erindreka ann-
arra ríkja hér á landi.
Fjármálaráðherra túlkar
eigin orð
Eysteinn Jónsson tók til máls
næst á eftir Bjarna Benedikts-
syni. Kvaðst hann ekki ætla að
þreyta miklar kappræður í þess
urn umræðum, en teldi þó rétt að
svara ýmsum atriðum í ræðu
Bjarna. Andmælti hann því síð-
an, að réttur skilningur hefði ver
ið lagður í ummæli sín á Akra-
nesi og orð þau, er hann mælti
við Ingólf Jónsson í umræðum
í neðri deild í fyrradag. Þá lagði
ráðherrann mikla áherzlu á það
að Sjálfstæðismönnum væri skyit
að gera tillögur um afgreiðslu
höfuðmála, þ. á. m. fjármála og
þeir gætu fengið sömu upplýsing-
ar og aðrir þingmenn í því sam
bandi.
Ábyrgðarleysi
Framsóknarflokksins
Jóhann Hafstein benti Eysteini
á, að því hefði verið lýst yfir, er
þing kom saman, að stjórnin
ætlaði að ráðgast við stuðnings
flokka sína um tillögur. Ennþá
hefðu þessir aðilar engar tillögur
getað gert og væri það þó hlut-
verk þeirra, en ekki Sjálfstæðis
manna, eins og nú hagar til.
Jóhann rakti síðan loforð og
gerðir núverandi ríkisstjórnar á
sviði efnahagsmála, minntist á
kaupbindinguna, samkomulagið
við Alþýðubandalagið, „jólagjöf-
ina“ í fyrra, banlsastjórafjölgun-
ina o. fl.
Þá vék hann að meðferð fjár-
laganna og sagði m. a., að ? fyrra
hefði fjárveitinganefnd, áður en
hún skilaði tillögum sínum fyrir
2. umræðu, haldið 61 fund (nú
41), fengið 572 skrifleg erindi (nú
350), og rætt við 67 utanþings-
menn (nú 46). Kvað hann þetta
sýna eins og fleira að nú hefði
verið slælega unnið.
Framsóknarflokkurinn er nú
hræddur, sagði Jóhann, eins og
jafnan áður, við að gera tillögur
í mikilvægum málum og taka á
sig ábyrgð.
Við munum þann sið hans að
skjótast úr ríkisstjórn fyrir kosn-
ingar, kenna samstarfsflokkunum
um allar misfellur, en þakka sér
framkvæmdirnar.
Jóhann rakti nokkuð orð Ey-
steins Jónssonar á Akranesi og í
neðri deild í gær. Kvað hann
fjármálaráðherrann verða að
skilja það, að hér hefðu gerzt
einstakir atburðir. Ef hann væn
orðinn svo hrokafullur af langri
setu í ráðherrastóli, að honum
væri það óskiljanlegt, yrði hann
að tak sér hvíld. Framkoma hans
minnti á hina „nýju stétt“ á fs-
landi, unga kaupfélagsstjóra fulia
af gorgeir og rembingi.
Loks vék Jóhann nokkuð að
fjárveitingum til íþróttasvæðisins
í Laugardal og til húsnæðismála
og ræddi um ábyrgðir ríkissjóðs.
Hvað tekur útreikningurinn
langan tíma?
Bjarni Benediktsson minntist á
það með nokkrum orðum, að að-
alráðunautur ríkisstjórnannnar í
efnahagsmálum, að nafni Harald-
ur Jóhannsson, sem rætt hefði
það m. a. í greinum í Þjóðviljan-
um, að misráðið væri að ráðast
í miklar framkvæmdir í sveitum,
Einstakar frakvæmdir
Er hér var komið ræðu Bjarna
Benediktssonar var gert hlé á
þingfundi, enda klukkan þá 4.
Kl. 5 hófst fundur að nýju. —
Bjarni ræddi þá um ýmsa ein-
staka liði, er hann taldi nauðsyn-
legt að gera betur við á fjárlög-
um en gert er ráð fyrir. Nefndi
hann í því sambandi nauðsyi;
og býsnaðist yfir rafmagni til | þess að byggja lögreglustöðvar
sveitabýla, hefði í þeim sömu 0g endurbæta fangelsi, auka ný-
hefði i
greinum sagt að nauðsyn væri að
gera margháttaðar ráðstafanir í
efnahagsmálunum, þeirra á með-
al gengislækkun. — En það tæki
bara marga mánuði að reikna út,
byggingar skóla, veita fé til
Laugardalsleikvangsins, mæta
framlögum Reykjavíkur vegna
útrýmingar heilsuspillandi hús-
næðis, setja heildarlöggjöf um
hvernig gengislækkunin ætti að , stjórnarráðið og banna umfram-
vera. I greiðslur úr ríkissjóði nema ríki:
Samanburður á frumvarpi
til fjárlaga 1956 og 1958
Þá tók til máls Jón Pálmason
Hann kvaðst hafa setið á 31 þingi
en ekki minnast þess, að áður
hefðu verið önnur eins vinnu-
brögð og nú í sambandi við af-
greiðsluna á aðalmáli þingsins,
fjárlagafrumvarpinu.
Hann gerði síðan ýtarlegan
samanburð á síðasta fjárlaga
frumvarpinu, sem fyrrverandi
ríkisstjcrn lagði fram (fyrir árið
1956) og því frumvarpi, er nú
liggur fyrir (fyrir 1958).
Heildarniðurstaðan hefur hækk
að úr 579 í 851 millj. kr., og er þá
ekki tekið tillit til þess, að nú
hefur fjárveitinganefnd gert til-
lögur um rúmlega 12 millj. k:
hækkun — og 20 millj. kr. vant-
ar vegna niðurgreiðslna. Auk
þess þarf, sagði Jón Pálmason.
að taka tillit til útflutningssjóði
til að fá hugmynd um fjármai
hins opinbera. Hann fær á þesso
ári 432 millj. kr., samsvarandi
sjóður fékk 1956 152 millj. kr.
Alls er hér um að ræða hækkun
úr 731 í 1283 millj. kr. Enn er
þess að minnast, að ýmsar ríkis-
stofnanir afla sjálfar þeirra
tekna, er þær þarfnast. Velta 7
þeirra helztu hefur á sama tima
vaið úr 93,9 í 139,1 millj. kr.
Hækkunin á veltu ríkisins
hefur því orðið 597 millj. kr. síð-
an fyrrverandi stjórn lagði síð-
asta fjárlagafrumvarp sitt fram
— og vantar þó í þá tölu þær 32
millj. kr. sem fyrr greinir. í þessu
sambandi verður hlutur Eysteins
Jónssonar verstur.
Jón Pálmason ræddi síðan
nokkuð um fjárveitingar til at-
vinnubóta og minnti á, að hér á
landi er ekki atvinnuleysi heldur
skortur á vinnuafli.
Þá ræddi hann um fjárveiting-
ar til ýmissa framkvæmda í A -
Húnavatnssýslu, þ. á. m. til vega-
gerðar og hafnargerðar á Skaga-
strönd. í lok ræðu sinnar ræddi
hann um heildarsvip fjárlaganna
og sagði:
Núverandi ríkisstjórn hegðar
sér eins og maður, sem sér gjald-
þrot sitt fyrir og lætur sér í léttu
rúmi liggja, hvort það verður
mikið eða lítið. Hún kallar nú á
tillögur frá Sjálfstæðismönnum,
þar sem hún er ráðalaus sjálf
Núverandi ástand hefði aldrei
skapazt, af Sjálfstæðismenr,
hefðu verið í stjórn og þeirra til-
lögur eiga ekki að koma fram
fyrr en stjórnin hefur snautað
frá völdum.
Jón Pálmason lauk ræðu sinni
kl. rúmlega 7 og var þá gert
fundarhlé til kl. 9. Er fundi var
fram haldið tók fyrstur til máls
Ingólfur Jónsson.
Fjármálaráðherra ætti'að fara frá
Hann ræddi fyrst um framlög
til verklegra framkvæmda og í
því sambandi ræddi hann um
rekstur Skipaútgerðar ríkisins,
en tap á honum er áætlað nær
20 millj. kr. næsta ár. Taldi
Ingólfur að þetta fyrirtæki hefði
ekki fylgzt með tímanum og
héldi m. a. uppi ferðum með 2
stórum farþegaskipum, sem ekki
hentuðu lengur eins og samgöng-
um er nú háttað hér á landi.
Þá ræddi Ingólfur um hina
hiiklu hækkun fjárlaga í
stjórnartíð núverandi ríkis-
stjórnar. Kvað hann gjald-
getu alls almennings ofboðið.
Bíkisstjórnin hefur ekki treyst
sér til að benda á nein úr-
ræði, þó að fjárlagafrv. sé
komið til 2. umræðu. Fjár-
málaráðherrann ætti að fara
frá því að hér þarf nýja menn
og ný úrræði.
Þá minntist Ingólfur á’ þann
hátt, sem fjármálaráðherra hef-
ur tekið upp, að halda mikilvæg-
liðum opinberra fjármála
utan fjárlaganna. Kvað hann
Sjálfstæðismenn á sínum tíma
hafa viljað hafa framleiðslusjóð
á fjárlögum, en ekki hafa fengið
því framgengt vegna Eysteins
Jónssonar.
Þá rakti Ingólfur 'loforð ríkis-
stjórnarinnar í upphafi ferils
hennar og rifjaði upp þær efnd-
ir, sem orðið hafa. Fjallaði hann
ýtarlega um vöxt dýrtíðarinnar,
hin tíðu verkföll, varnarmálin
og lánamálin. Minnti hann m. a.
á lánatilboðin frá Þýzkalandi,
sem fyrrverandi stjórn fékk og
lántökur núverandi ríkisstjórn-
ar, sem sumar hafa verið tengd-
ar varnarmálunum.
STAKSTEIIV/VR
Kosningahömlurnar
í Dagsbrún
Alþýðublaðið var í gærmorgun
að hvetja verkamenn til að afla
sér félagsréttinda í Dagsbrún,
eins og það er kallað. í áskorun
Alþýðublaðsins stendur að vitað
sé að mörg hundruð verkamenn
séu ekki fullgildir meðlimir Dags
brúnar, heldur aðeins aukameð-
limir en greiði þó gjald til fé-
lagsins, eins og þeir væru full-
gildir meðlimir. Þessir aukameð-
Iimir hafa ekki atkvæðisrétt um
málefni Dagsbrúnar.
Þetta er rétt, enda er vitað að
kommúnistar hafa reynt að halda
mörgum félögum, sem þeir
hafa ekki talið sér trygga, á slíkri
aukaskrá og haft þá réttindalausa
í félaginu, svo lengi sem þeim
hefur verið unnt. Þetta er ein af
þeim kosningahömlum, sem
kommúnistar hafa beitt í Dags-
brún.
Tilganfnirinn er augljós.
1 blöðum stjórnarliða er það
bergmálað sem kom fram af
þeirra hálfu á Alþingi, að kosn-
ingafundir standi í sumum lönd-
um skemur fram á kvöldið en
hér hafi verið. Þess er hins vegar
látið ógetið, að kjörfundir hefj-
ast í þessum löndum miklu fyrr
en hér.
Þegar fram kom tillaga af hálfu
Sjálfstæðismanna um það, að
skilyrðislaust mætti opna kjör-
staði kl. 9 að morgni, þá var sú
uppástunga felld af stjórnarlið-
um. Hins vegar var það lagt á
vald yfirkjörstjórnar, hvort svo
mætti verða.
Fellt var að veita yfirkjörstjórn
heimild til að láta kjörfundi
standa til miðnættis.
Þetta sýnir betur en nokkuð
annað að tilgangurinn með þess-
um ákvæðum er fyrst og fremst
að leggja hömlur á og torvelda
að fólk geti neytt kosningaréttar
síns en ekki hitt að „friða kjör-
dagiim“, eins og það er orðað.
Afstaða Framsóknar-
hroddanna
Stjórnarflokkarnir skipuðu ný-
lega nefnd til þess að ræða sín
á milli um verkalýðsmál, og þær
kosningar, sem nú fara í hönd
innan verkalýðsfélaganna. Komm
únistar heimtuðu að allir stjórn-
arflokkarnir hefðu „samstarf“
eins og þeir kölluðu það, um
þessar kosningar. Framsóknar-
flokkurinn studdi þessa kröfu
komúnista af alefli. Nú áttu
kommúnistar að fá að vera „í
friði“ í öllum þeim félögum, sem
þeir höfðu náð tangarhaldi á og
undir þá kröfu tóku Framsókn-
armenn í þessari nefnd fullum
hálsi. Alþýðuflokkurinn neitaði
þessu hins vegai og lét þar með
undan þunga þeirrar óánægju,
Loks ræddi Ingólfur Jónsson 1 sem er nu orðin mögnuð í mörg-
nokkuð um ýmsar framkvæmdir. j um Télögum, þar sem kommún-
sem fyrrverandi ríkisstjórn beitti
sér fyrir, m. a. hafnarfram-
istar hafa ráðið.
Það hefur orðið
ofan á, að
kvæmdir og sementsverksmiðju- andstæðingar kommúnista taki
byggingu á Akranesi. Kvaðst hiilulum saman SeSn kommúnist-
hann m. a. hafa haft forgöngu I um- Broddarnir í Framsókn vilja
um það í fyrrverandi stjórn, að stympast á móti þessu, en það er
hætt var við að taka 6% lán til i ^u11 ástæða til að ætla, að ó-
hafnargerðarinnar, sem Eysteinn
Jónsson og bæjarstjórinn á
Akranesi vildu taka, en í þess
stað tókst að fá lán með 6% vöxt-
um. Einnig rakti Ingólfur þátt
Ólafs Thors í byggingu sements-
verksmiðjunnar.
Næsti ræðumaður var Eysteinn
Jónsson, síðan talaði Pétur Otte-
sen, og þá Sigurður Bjarnason
Stóð ræða hans enn, þegar Mbl
breyttir Framsóknarmenn, sem
! eru launþegar eða verkamenn,
i gangi í fylkingu andstæðinga
j kommúnista og kjósi með þeim.
j Óbreyttir Framsóknarmenn, sem
I ekki telja sig skylda til að lúta
boði og banni Framsóknarbrodd-
anna hér í Reykjavík, munu hafa
þessa samþykkt flokksins um
fékk fréttir úr þinginu kl. 11,301 skilyrðislausan stuðning við
í gærkvöldi.
tkommúnista að engu.