Morgunblaðið - 14.12.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 14.12.1957, Síða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 14. des. 195H ^.JsvenhjóÉin ocj heirnifiÉ Kökuuppskriftir UM ÞESSAR mundir er mesti annatími húsmæðranna um gjörv allan heim og reyndar allra yfir- leitt. Það eru nefnilega svo ó- trúlega margir sem miða allt sitt við þessa miklu hátíð, sem senn rennur upp. Það er bæði „flikkað upp á“ mannfólkið og híbýlin og er það vel. Eitt af því, sem mikilvægt er að sé í fyrsta flokks standi um jólin er einmitt „matseðillinn" og þá ekki sízt kökukassarnir. Þeir eiga helzt að vera svo yfirfullir að ekki sé hægt að loka þeim. Eins og við vitum (og höfum oftlega tekið fram) baka flestar húsmæðurnar sínar eigin „jóla- kökur“ og vilja helzt ekki reyna við aðrar uppskriftir. Það ætti því eiginlega að vera hreinasti óþarfi að koma með nýjar smá- kökuuppskriftir fyrir jólin. En ég ætla nú að gera það samt. Og svo ræður auðvitað hver og einn hvað hann gerir við þær, bakar eftir þeim núna, seinna eða jafnvel aldrei! Brún kökuhjörtu 1 Vz dl. sýróp 2Vz dl. sykur 150 gr. smjörlíki lVz dl. rjómi (má gjarnan vera súr) 2 tsk. nellikkur, 1 matsk. kanell 2 tsk. engifer um % kg. hveiti 2 tsk. matarsódi. 75 gr. afhýddar möndlur. Sýrópið, sykurinn og smjör- líkið er hrært saman. Blandið natróinu saman við dál. af hveit- inu. Þeytið rjómann og blandið honum saman við sykur-hrær- una til skiptis með hveitinu. Hnoðið deigið síðan upp með hveiti þar til það verður fast í sér. Fletjið lítið eitt af deginu út og bakið tilraunaköku við mjög lágan hita. Ef hún rennur út verður að hnoða meira hveiti upp í deigið. Það er flatt út og stungnar út hjartalagaðar kökur, hálf mandla er látin á mitt hjart- að (kökurnar eru penslaðar með rjóma). Þær eru síðan bakaðar við mjög lágan hita. Sc OI©l| Laugveg 33 AMERlSKIB nælonballkjólar á telpur. Stærðir 1 árs til 10 ára Skrifstofustúlka óskast nú þegar til símavörzlu. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt: H—7898. Skrif stofustúlku viljum vér ráða frá næstu áramótum til aðstoðar í bókhaldi og við vélritun. Garðar Gíslason HF. Hverfisgötu 4. Stort fyrirtæki óskar eftir stúlku, sem er vön almennum skrifstofustörfum og enskri vélritun. Upplýsingar um fyrri störf og menntun óskast lagðar inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „FRAMTÍÐ —3554“. Jólakjólar Telpunælonkjólar, pliseraðir á 2—-8 ára í íjölbreyttu úrvali. Dömubúðin Laufið Aðalstræti. Möndluspesíur 125 gr. smjör 125 gr. afhýddar möndlur, gróft hakkaðar 125 gr. sykur 125 gr. hveiti 1 eggjarauða Þetta er allt hnoðað saman með eggjarauðunni og síðan bú- ið til þykk „pylsa“,- Hún er látin standa dálitla stund á köldum stað. Þá eru skornar niður sneið- ar sem eru látnar á plötuna. Hver kaka er flött betur út með lófanum. Þær eru bakaðar við frekar góðan en jafnan hita þar til þær eru orðnar ljósbrúnar. Góðir v a n i 11 u k r a n s a r Ekki má vanta vanillukrans- ana á jólaborðið og hér er góð uppskrift: 250 gr. hveiti vanillukorn úr einni stöng 150 gr. smjörlíki 150 gr. sykur 1 egg 50 gr. afhýddar fínhakk- aðar möndlur hjartarsalt af hnífsoddi. Hveitið er sigtað ásamt hjartar- saltinu og vanillukornunum blandað saman við. Smjörið er mulið saman við. Sykrinum bætt út í og deigið hnoðað saman með egginu. Það er hnoðað vel sam- an og látið standa á köldum stað þar til það er orðið nægilega kalt til þess að hægt sé að láta það í hakkavélina. Kökurnar eru látnar á vel smurða plötu og bakaðar við jafnan lágan hita í nokkrar mínútur. Lítil jólabrauð (lítið sætt) 60 gr. sykur 145 gr. smjörlíki 1 eggjarauða 235 gr. hveiti hakkaðar möndlur og grófur sykur. Smjörið og sykurinn er hrært saman og eggjarauðan látin út í og því næst sigtaða hveitið. Deig ið er þá hnoðað vel saman og lát- ið kólna. Síðan eru búnar til af- langar flatar, „rifflaðar" kökur í hakkavélinni. Kökurnar eru penslaðar með eggjahvítunni og dýft ofan í möndlurnar og grófa sykurinn. Bakast við lágan hita í nokkrar mínútur. Þessi tvö síðu.stu dejg geta vel beðið einn sólarhring á köldum stað þar til bakað er úr þeim. MÖRDEIGSSMÁKÖKUR Til eru margar smákökur sem búnar eru til úr svokölluðu mör- deigi, sem aðaluppistöðudeigi, en síðan er mismunandi efnum bætt út í deigið til þess að búa til hinar ýmsu kökur. Uppistöðudeig 500 gr. hveiti 500 gr. smjör eða smjörl. 1 dl. sykur Stökkir hálfmánar Hálfmánar hafa á mörgum heimilum skipað heiðurssess k jólakökufatinu. Hérna konaa mördeigshálfmánar sem eru stökkir: Va hluti af mördeiginu Vz egg % dl. hveiti Vi dl. sykur 4 rifnar, bitrar möndlur % dl. hindberjasulta. Allt nema sultan er hnoðað saman. Deigið er látið kólna nokkuð og það síðan flatt út þannig að það sé um 3 mm á þykkt. Þá eru stungnar út kringl óttar kökur, sultunni smurt á helminginn og kakan lögð sam- an eins og hálfmáni. Þær eru bakaðar við lágan hita þar til þær eru Ijósbrúnar. Kókoslengjur V3 hluti mördeig Vz egg % dl. hveiti % dl. sykur egg, gróft kókosmjöl. Deigið er hnoðað vel, úr öllu nema kókosmjölinu og síðast- nefnda egginu, látið kólna og síð- an búnar til fingurþykkar „pyls- ur“ um 6 cfn langar. Kökurnar eru penslaðar með eggi og þeim velt upp úr kókosmjölinu. Bak- aðar við góðan hita þar til þær eru búnar að fá lit og eru orðn- ar þurrar. FRANSKAR VÖFFLUR Hinar sönnu frönsku vöfflur eru hreinasta sælgæti. Vöfflurn- ar eru einnig mjög hentugar að eiga „í bakhöndinni" þegar gestir rekast inn á hvaða tima sem er, því þær geymast vel í tilluktum kassa. Parísar-vöfflur 125 gr. hveiti 125 gr. smjörlíki 3 matsk. rjómi Smjörkrem: 70 gr. smjör, 2 matsk. kókó, 4 matsk. sigt aður flórsykur, 1 eggja- rauða og 2 matsk. líkjör eða sherry. Smjörlíkið er mulið saman við hveitið og deigið hnoðað með rjómanum. Deigið er síðan flatt út. ekki allt og þunnt, og er það skorið út í aflangar kokur með beittum hníf Kökurnat eru látnar á vel smurða plötu, mega gjarnan vera þétt á plötunni, því þæi renna ekki út. Ofan á þær er þrýst með fíngerðari endan- um á kjöthamrinum sem dýft hefur verið í hveiti og síðan stráð 1 tsk, af sykri ofan á hverja köku. Þær eru síðan bakaðar við góðan hita í um það bil 10 mín. Þær eiga að vera gulbrúnar. Bezt er að láta þær kólna ofur- lítið á plötunni áður en þær eru teknar af og síðan kólna alveg á kökurist. Rétt áður en kökurnar eiga að berast fram eru þær lagðar sam- an tvær og tvær með smjörkrem- inu í milli. KREM Á TERTUR Og það er ekki eins og það sé nægilegt að eiga marga kassa fulla af smákökum heldur verða emnig að vera til nokkrar tert- ur. Hentugast er auðvitað að baka nokkra botna sem síðan er hægt að leggja saman með ein- hverju lostæti þegar gesti ber að garði. Er hægr að velja um jr Islenzk tónverk prentuð, fást næstu daga hjá Tónskáldafélaginu, Freyjugötu 3. Opið til klukkan 10 í kvöld. Bifivélavirki óskar eftir atvinnu (utan Reykjavíkur). Leggið nöfn yðar á afgr. Mbl. og yður verða sendar upplýsingar. Merkið bréfin: „Vanur —1153“. Hentugur klæðnaður fyrir 2—3 ára telpur sem drengi. ótaL margt og skuium við nú kynnast nokkrum hugmvndum sem hin þekkta danska mat- reiðslukona, Kirsten Hiittemeier hefur gefið lesendum sínum. Hún segir: Til hvers er að baka góða tertubotna ef á þá ei svo látið eitthvað sem ekki svarar til gæða botnanna? Við verðum að athuga að krem, sem á að fara á köku má aldrei vera of þunn’. Ef svo er verður kak- an óhjákvæmilega rytjuleg í út- iiti og bragðast þá e. t. v. ekki eins vel V anillukrem 2 eggjarauður, 3 matsk. sykur, vanillukorn eða vanillusykur,- 3 kúffullar tsk. hveiti, 2Vz dl. mjólk eða rjómi. Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum í þykkbotnuðum potti, hveitið er þeytt saman við ásamt kaldri mjólkinni eða rjóm- anum. Nú skal hræra val í pott- mum og láta kremið sjóða vel nokkrar mínútur, þá er pottur- inn tekinn af og kremið kælt, en hræra verður af og til i því á meðan það er að kólna. Kaffikrem 2 eggjarauður, 3 matsk. sykur, 3 kúfaðar tsk. hveiti, 1 dl. rjómi, IVz dl. sterkt kaffi. Kremið er þeytt og soðið á sama hátt og vanillukremið. Sænskt sítrónukrem 1 eggjarauða, 2 matsk. sykur, 2 tsk. kartöflumjöl, 2 dl. rjómi, safi og rit'inn börkur af lVz sítrónu, 1 stifþeytt eggjahvita. Eggjarauðan er þeytt með sykr- inum, og kartöflumjölinu bland- að saman við ásamt köldum rjóm anum — suðan látin koma upp og hrært stöðugt i pottmum á meðan. Þegar kremið er orðið þykkt er potturinn tekinn af eld- inum, sítrónusafinn og rifm börk urinn látinn út í og þegar krem- ið er orðið kalt er stífþeytt eggjahvítan hrærð saman við. „Fromage" á tertu 3 egg, 5 matsk. sykur, 4 blöð af matarlími, safi úr 2 sítrónum, dál. rifinn sítrónubörkur, 1 lítil tsk. engifer. Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum, sítrónubörkurinn og safinn látinn út í ásamt engi- ferinu, og síðan er matarlímið hrært saman við, það má gjarn- an vera volgt. Þá eru stífþeyttar hvíturnar hrærðar saman við. Þegar búðingurinn byrjar að stífna er hann tilbúinn til þess að fara á tertuna. ------★------ Og nú er um að gera að byrja nógu snemma á bakstrinum til þess að þurfa ekki að standa kófsveittur við bakstur á Þorláks messu. Vonandi gengur allt vel, það má heizt ekkert brenna. en þó segja sumir að baksturmn sé misheppnaður ef ekKerí brenn- ur. En góða skemmtun við jóla- baksturinn. — A. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.