Morgunblaðið - 14.12.1957, Page 22

Morgunblaðið - 14.12.1957, Page 22
22 MORGUNBTAÐIÐ Laugardagur 14. des. 1957 — Ræða Magnúsar Framh. aí bls. 1 frv. sitt haustið 1956 var á það bent af húlfu Sjáifstæðisfiokks ins, að þar örlaði í engu á þeirri algeru stefnubreytingu í fjar- rnálum og efnahagsmálum, sem stjórnarflokkarnir höfðu af miklu yfirlæti boðað og hæstv. forsætisráðherra verið stórorð- astur um. Hvergi bólaði á þeim niðurskurði kostnaðar við ríkis- reksturinn, sem talsmenn Al- þýðuflokksins og Sósialistaflokks ins höfðu árum saman talið hina brýnustu nauðsyn. Þegar fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1957 var lagt fram, mun hæstv. ríkis- stjórn hafa nokkuð fundið til þess, að mönnum myndi þykja litið fara fyrir hinni nýju fjár- málastefnu, og var því borin fram sú afsökun, að þar sem ríkisstjórnin væri nýtekin við völdum hefði henni ekki unnizt tími til að marka hina nýju stefnu. Til þess að hafa þó af einhverri nýbreytni að státa, fann stjórnin það þjóðráð að lækka framlög til nýbyggingar vega, brúargerða, hafnargerða og skólabygginga um 8.2 millj. kr. Hefur þetta væntanlega átt að vera einn þátturinn í að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, sem ríkisstjórnin auglýsti að væri eitt aðalstefnumál sitt. Fyrstu fjárlög vinstri stjóruar- innar voru ekki afgreidd frá Al- þingi fyrr en í lok febrúarmán- aðar á þessu ári. Einu sjáanlegu merki hinnar nýju stjórnarstefnu var seinagangur í afgreiðslu fjár- laga og niðurskurður fjárveit- inga til mikilvægra framkvæmda víðs vegar um landið, sem stjórn- arliðið á Alþingi treysti sér að visu ekki að standa að baki stjórninni um, vegna eindreginn- ar andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins. Afsökun fjárveitinganefndar Meiri hl. fjárveitinganefndar reyndi við afgreiðslu fjárlaga á síðasta þingi að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni við að afsaka, hvers vegna ekki væri framfylgt loforði stjórnarflokk- anna um „að draga úr ofþenslu efnahagslífsins og tryggja jafn- vægi í fjármálum þjóðarinnar og öryggi" eins og meiri hl. fjvn. komst að orði í nefndaráliti sínu. Segir meir hl. n. um þetta efm: „Sá maður, sem bjargar sér úr vagni, sem er á hraðri ferð, kemst ekki hjá því, til þess að forða sér frá að missa fótanna, að hlaupa fyrst í sömu átt og vagninn stefndi“. Síðan þessi skáldlega lýsing á stjórnarstefnunni í fjármálum landsins var gefin eru nú liðnir tæpir 10 mánuðir og er því næsta fróðlegt að athuga hvar hið fótfráa stjórnarlið er statt á hlaupabrautinni. Þótt stj órnarlið- inu gangi að vísu illa að halda jafnvæginu á efndabraut kosn- ingaloforða sinna, ætti ekki að vera ósanngjarnt að ætlast til þess, að það hafi hlaupið svo lengi í öfuga átt við stefnumið sín, að hægt sé með rétiu að ætlast til þess að ríkisstjórnin og lið hennar snúi inn á þá braut, sem lofað var að fara, án þess að þurfa að eiga á hættu að missa fótanna. Og hvernig er þá ferill hiauparanna? Fjárlagafrv. fyrir árið 1958 var lagt fyrir Alþingi 10. okt. Þá hafði ríkisstjórnin setið rúma 14 mánuði að völdum, og ekki með nokkrum frambæriiegum rökum hægt að halda þvi fram, að ríkisstjórnin hefði ekk' haft aðstöðu . til þess að móta það eftir sinni vild. Og nú hefst metasaga hlauparanna, þegar undan er skilið stóra metið, 300 millj. kr. álögurnar um siðustu áramót. f stað tugmiiljóna greiðslu- afgangs á undanförnum árum er nú gert ráð fyrir 71 millj. kr. greiðsluhalla og þó raunar 20 miilj betur, þegar með eru tekn- ar niðurgreiðslur, sem ekki er gert ráð fyrir í frumvarpinu, en ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða. Er greiðsluhallinn meira en þrefaidur á við það, sem hann hefir áður mestur verið í fjár- lagafrumvarpi. Niðurstöðutölur frv. er<u 40 millj. kr. hærri en fjárlög þessa árs, en þó raun- verulega 60 millj. kr. hærri, ef niðurgreiðslurnar eru meðtald- ar. Enn bólar ekki á einum sparn- aði i ríkisrekstrinum, heldur er vegið í sama knérunn og á sið- asta þingi, nema hvað stjórnin gerist nú enn stórtækart á því sviði og lækltar framlög til vega, hafna, brúa og skólabygginga um 13.6 millj. kr. Hvernig á að brúa bilið? En um xeiðir til að orúa hið mikla bil niilli tekna og gjalda er algert úrræðaleysi. Og nú er afsökunin sú, að ríkisstjórnin hafi ekki haft tækifæri til þess að ráðgast við stuðningslið sitt á Alþingi um það, hversu mæta ætti þessum vanda. Vandræða- legri afsökun hygg ég enga ríkis- stjórn áður hafa borið frám. Það var heldur lægra risið á hetjun- um en þegar riðið var úr hlaði í fyrrasumar. Ég get ekki stillt mig um að svara örfáum orðum útúrsnún- ingi hæstv. fjármálaráðherra í svarræðu hans við 1. umr. fjár- laga. Átaldi ég þá ríkisstjórnina fyrir vandræðafálm hennar og hélt því fram, að henni hefði verið innan handar að ráðgast við stuðningslið sitt áður en þing kom saman. Þessi orð mín lagði hæstv. ráðherra svo út, að ég vildi láta fámennan hóp fornstu- liðs flokkanna hér í Reykjavík taka ' allar ákvarðanir, en ekki leita álits þingmanna almennt. Um þetta fór ráðherrann mörg- um orðum og hpgðist með því sanna einræðishneigð mína. Þessi útúrsnúningur hæstv. fjármála- ráðherra var vægast sagt óráð- herralegur, því að ég tók það skýrt fram, að ég teldi ríkis- stjórninni hafa verið innan hand- ar að kveðja þingmenn sína saman fyrir þing til skrafs og ráðagerða um svo mikilvæg mál, því að raunverulega væri fjár- lagafrumvarpið lítils virði eins og það væri fram borið. Hins vegar er auðvitað ástæðulaust fyrir okkur Sjálfstæðismenn að vera að benda ríkisstjórninm á leiðir til að halda uppi heiðri sínum, úr því að henni virðist það kappsmái að bera hann fyr- ir borð og eyðileggja allt álit sitt hjá þjóðinni. Engar viðræður við stjórnarliða En þá er komið að næsta þætti hlaupaleiks stjórnarliðsins. Um tveggja mánaða skeið hefur ríkis- stjórnin nú haft góða aðstöðu til samráðs við stuðningslið sitt um úrræði til afgreiðslu greiðslu- liallalaiusra fjárlaga. Ef til vill væri réttara að segja, að ríkis- stjórnin hefði haft þetta góða tækifæri til þess að spyrja stuðn- ingslið sitt, hvað hún ætti til bragðs að taka, því að sjálf sagð- ist hæstv. ríkisstjórn engin úr- ræði hafa. Tækifærin til funda- halda með liði sínu hefir ríkis- stjórnin sannarlega haft nægi- leg, því að ekki mun Alþingi í manna minnum hafa verið svo starfslaust og jafnilla undirbúið af ríkisstjórnmjii En hvað er^svo að segja af samráðum hæstv. fjármála- ráðherra og ríkisstj. yfirieitt við þingmannalið stjórnar- flokkanna. Þau samráð virð- ast ekki hafa verið meiri en svo, að fram til síðustu helg- ar var stjórnarliðið í fjárveit- inganefnd algerlega andvara- laust og hafði engar ráðstaf- anir gert til þess að undirbúa afgreiðslu á ýmsum veiga- mestu liðum fjárlaga, þegar yfir það kemur sem þruma úr heiðskíru lofti bein fyrirskip- un frá ríkisstjórninni um að afgreiða fjárlagafrumvarpið til annarrar umræðu á tveim- ur dögum. Ailt til þess tíma kváðust stjórnarliðar í nefnd- inni ekkert um það vita, hvort fjárlög yrðu afgreidd fyrir áramót, enda engir til- burðir í þá átt. Óhæfilegar vinnuaðferðir Tilvera hæstv. núverandi ríkis- stj. byggist á lögbrotum, þótt hún hafi látið þinglið sitt leggja blessun sína yfir þessi lögbrot, og henni virðist oft mjög í mun að lifa í samræmi við þann grundvöll. Eitt lakasta dæmi þeirra nýju starfshátta, sem nú eru innleiddir hér á Aíþingi, eru vmnubrögðin við afgreiðslu fjár- lagafrumvarpsins nú til 2. umr Fjárlög eru eins og áður segir eitt veigamesta, ef ekki mikil- vægasta málið, sem hvert þing hefur til meðferðar. Fjárlög eiga að túlka fjármála- og efnahags- málasteínu ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Hæstv. núverandi fjármálaráðherra hefur að vísu komið því svo fyrir, að vanda- mál atvinnuveganna vegna verð- bólguþróunar í landinu hafa ver- ið aðskilin fjármálum ríkisins að vemlegu leyti, þótt tekna til að halda útflutningsframleiðsl- unni gangandi sé aflað með sama hætti og fjár til þeirra þarfa, sem fjárlög ná til. Er þessi að- greining samt harla ógreinileg. En hvað sem þessu líður bera þó fjárlög jafnan glögg merki ríkjandi stjórnarstefnu. Af þessum sökum er augljós nauðsyn þess, að fjárlagaaf- greiðsla sé sem vönduðust og íhugaðir séu rækilega í nefnd einstakir útgjaldaliðir og þess gætt eftir megni að því fé, sem hverju sinni er til ráðstöfunar til margvíslegra þarfa, sé varið á sem hagkvæmastan hátt. Þetta hygg ég allir hljóti að vera sam- mála um. Viðtöl við embættismenn Það er háttur fjárveitinganefnd ar að kynna sér eftir föngum rekstur ríkisstofnana. Eru for- stöðumenn þessara stofnana kvaddir til viðtals við nefndina og hefur svo einnig verið nú. Fjárveitingar til þessara stofn- ana eru í svo föstum skorðum, að þar verður litlu um þokað nema með algerri skipulagsbreyt ingu. Helzta viðfangsefni nefnd arinnar og það, sem snertir hag flestra landsmanna er ákvörðun fjárveitinga til svokallaðra verk- legra framkvæmda og skipting þess fjár. Nýtur nefndin í því sambandi ráðunej'tis vegarnála- stjóra, vitamálastjóra, fræðslu- málastjóra og fjármálaeitirlits- manns skóla og ennfremur póst- og símamálastjóra, þótt þær fjár- veitingar séu ekki eins marg- brotnar. Og hér er ég kominn að öðr- um þætti hinna óhæfilegu vinnu- bragða við undirbúning og með- ferð fjárlaga í þetta sinn. Það liggur í augum uppi, að þessir trúnaðarmenn nefndarinnar þurfa að hafa rúman tíma til þess að undirbúa tillögur sínar til nefndarinnr um skiptingu fjárveitinga til þeirra fram- kvæmda, sem undir þá heyra hvern um sig. Það hefur því verið föst venja að ákveða með góðum fyrirvara tillögur nefnd- arinnar um fjárveitingar til verklegra framkvæmda, svo að þeir gætu undirbúið tillögur sín- ar um skiptingu fjárins sem bezt til leiðbeiningar fyrir nefnd ina. Nú var beitt þeirri vinnutil- högun, sem við í minnihluta nefndarinnar verðum harðlega að átelja. Fyrst sl. laugardag tók nefndin sínar fyrstu ákvarðanír um afgreiðslu mála í nefndinni. Voru þá ákveðnar fjárveitingar til verklegra framkvæmda og við komandi embættismönnum ætlað að skila tillögum sínum á mánu- dag, þ. e. þeir höfðu eins dags fyrirvara. Þingmönnum gafst ekkert tækifæri til þess að koma ábendingum sínum á fram- færi við þessa embættismenn né heldur gafst þeim tóm til að ræða við einstaka þingmenn. Þá var þess krafizt að þingmenn skiluðu óskalistum sínum til nefndarinnar áður en tillögur embættismannanna lágu fyrir, og sjálfum gafst nefndarmönnum ekkert tóm til að athuga tillög- urnar nm skiptingu fjárveitinga á einstaka framkvæmdaliði svo viðunandi væri. Er vafalaust sem betur fer einsdæmi að svo flausturslega hafi verið unnið að fjárlagafrumvarpinu í fjárveit- inganefnd, því að raunverulega var málið afgreitt í nefndinni á tveimur dögum, eftir að búið er að sitja við eintóm formsatriði í margar vikur. Tekjuhliðin óafgreidd Hinn þáttur hinna óhæfilegu vinnubragða varðar tekjuhlið frumvarpsins. Eins og áður segir. er frumvarpið raunverulega með yfir 90 millj. kr. greiðsluhalla, eins og ríkisstjórnin lagði það fyrir Alþingi, og nú við 2. um- ræðu flytur nefndin tillögur um 12.4 millj. kr. ný útgjöld. Þetta er gert án þess að benda á nokk- ur úrræði til þess að brúa hið stóra bil milli tekna og gjalda í frumvarpinu. Það er að sjálf- sögðu hlutverk ríkisstjórnarinnar að gera tillögur í þessu efni, og það var víst fyrst og fremst um þetta atriði, sem átti að ráðgast við stuðningslið ríkisstjórnarinn- ar. Hvað eftir annað höfum vio í minnihluta innt eftir því í nefndinni, hvernig fyrirhugað væri að brúa þetta bil, en fengið þau svör, að enn lægju ekki fyrir neinar tillögur um það efni. Éa trúi því að vísu ekki, að meiri- hluti nefndarinnar hafi ekki ein- hverja hugmynd um væntanleg úrræði ríkisstjórnarinnar, en formlega hefur nefndin enga vit- neskju fengið um þetta atriði, sem er frumskilyrði þess að hægt sé að taka nokkra afstöðu til fjárlagaafgreiðslunnar í heild. Er að sjálfsögðu hin mesta ó hæfa að ætla fjárveitinganefnd að afgreiða fjárlagafrumvarpið til 2. umræðu, án þess að nefnd- in hafi fengið nokkra yfirsýn yfir málið í heild. Þegar þetta tvennt er athugað, liggur ljóst fyrir, hversu óhæfi- lega hefur í þetta sinn verið unn- ið að afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins í nefndinni og hversu ógerlegt er fyrir minnihluta nefndarinnar að minnsta kosti að mynda sér nokkra heildarmynd af fjárhagsafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Svo sem tekið er fram í nefndaráliti minnihlutans munu upptök þessara óhæfilegu vinnu- bragða vera hjá ríkisstjórninni. sem krafðist fyrirvaralausrar af- greiðslu málsins af stuðningsliði sínu í nefndinni, en meirihluti nefndarinnar á þó sína sök fyrir að hafa ekki neitað svo ótilhlýði- legum fyrirmælum. Sameiginlegar tillögur fjárveitinganefndar Háttv. framsögumaður meiri- hluta nefndarinnar hefur gerc grein fyrir tiliögum nefndarinn- ar við þessa umræðu, en þær til- lögur eru fluttar af nefndinni sameiginlega, en þó með þeim fyrirvara af hendi okkar Sjálf stæðismanna, að við erum ekki sammála ýmsum einstökum lið- um tillagnanna. Rikisstjórnin hefur aftur neyðzt til að hverfa frá þeirri eftirlætisstefnu sinni og einustu sparnaðarúrræðum að skera stór- lega niður fjárveitingar til verk legra framkvæmda. Leggur nefna in til, að þær fjárveitingar verði hækkaðar í sömu upphæðir og eru á fjárlögum þessa árs, og er hér um að ræða yfir 11 millj. kr hækkun. Þá er enníremur lag- færður niðurskurður ríkisstjórn- arinnar á fjárveitingu til íþrótta- sjóðs, sem býr við mikinn fjár- skort. Um rökstuðning fyrir ýms- um styrkveitingum vísa ég í framsöguræðu formanns nefnd- arinnar. Við 1. umræðu fjárlaga lýsti ég því yfir af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, að við teldum eins og í fyrra eigi fært að byrja sam- drátt ríkisútgjalda á þessum lið- um og myndum við því ekki sætta okkur við þessa niður- skurðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Var þá einnig tekið fram af tals- manni Alþýðuflokksins, að hann teldi þennan niðurskurð varhuga- verðan, en hæstvirtur fjármála- ráðherra varði í sinni framsögu- ræðu niðurskurð verklegra fram- kvæmda. Nefndin varð sammála um hækkun þessara liða. Vegna aukinnar dýrtíðar þyrftu þessar fjárveitingar að vísu að hækka meira, ef auðið á að vera að halda í horfinu með framkvæmd- ir. Þótt við í minnihluta nefnd- arinnar gerum ekki frekari til- lögur um heildarhækkun þessara fjárveitinga, erum við ekki ásátt- ir meirihlutanum um einstaka liði í skiptingu fjárveitinganna. Sjálfstæðismenn bíða með tillögur sínar Við fluttum í nefndinni ýmsar tillögur, sem ekki hlutu stuðning meirihluta nefndarinnar. Aftur á móti flytjum við engar sjálfstæð- ar tillögur um útgjöld úr ríkis- sjóði við þessa umræðu. Forsenda þeirrar afstöðu okkar er sú, að okkur skortir allar nauðsynlegar upplýsingar til að geta gert oltk- ur raunhæfa grein fyrir gjald- getu ríkissjóðs á næsta ári. Það eina sem við er að styðjast eru mjög ósamhljóða yfirlýsingar aðalforingja stjórnarliðsins við 1. umræðu fjárlaga. Þar lýsti hæst- virtur fjármálaráðherra því yfir. að mikill greiðsiuhalli væri óhjá- kvæmilegur, ef ekki yrði aflað mikilla nýrra tekna. Hæstvirtur félagsmálaráðherra og háttvirtur þingmaður Hafnfirðinga héldu því hins vegar fram, að ekki væri þörf nýrrar tekjuöflunar, ef skyn samlega væri að fjárlögum unn- ið. Sjálfstæðismenn eru jafnt í stjórnarandstöðu sem stjórnarað- stöðu þeirrar skoðunar, að af greiða beri greiðsluhallalaus fjár lög. Að sjálfsögðu höfum við Sjálfstæðismenn ýmsar óskir um fjárveitingar til brýnna nytja- mála, sem við unum ekki við að séu fyrir borð bornar, en við vilj- um geta rökstutt það, að. gjald- getu ríkissjóðs sé ekki ofboðið með þeim óskum út af fyrir sig Munum við. því fresta tiliögum okkar til 3. umræðu, en vissulega verður fróðlegt að sjá, hver áður- greindra stjórnarforingja hefur réttast fyrir sér. Úrræði til sparnaðar Við 1. umræðu fjárlagafrum- varpsins talaði hæstvirtur félags málaróðherra mjög fjálglega um sparnaðarúrræði, sem hann hefði á reiðum höndum og einnig tók formaður Alþýðuflokksins í sama streng. Auglýsti hæstvirtur félagsmálaráðherra sérstaklega eftir aðstoð Sjálfstæðismanna. Er það að vísu harla einkenni- legt, ef hæstvirtum fjármálaráð- herra er ekki treystandi til að styðja sparnað í ríkisrekstrinum, en hvað sem því líður töldum við í minni hluta nefndarinnar mikla nauðsyn að taka til rækilegrar athugunar í nefndinni, hvort ekki væri hægt að fá samstöðu um einhver raunhæf úrræði til sparnaðar í ríkisrekstrinum, að minnsta kosti til að vega upp á rhóti þeim útgjaldatillögum, sem nefndin ber fram. Var ætlun okk ar sú, að innan fjárveitinga- nefndar yrði sett undirnefnd til þess að athuga þetta mál. Stjórn- arliðið í nefndinni kvaðst hafa rætt sín í milli um ýmsar leiðir til sparnaðar, en hafnaði sam- starfi við okkur um þessa athug- un. Vonum við þó, að meirihluti nefndarinnar breyti þeirri af- stöðu sinni, því að hér er vissu- lega um mál að ræða, sem ástæða er til að taka til rækilegr- ar athugunar í fjárveitinganefnd, en óhæfileg vinnubrögð, að menn séu að pukra með hugsanlég úr- ræði í þessu mikla vandamáli eins og feimnismál, hver í sínu horni. Útgjöld ríkissjóðs vaxa ái frá ári með meiri hraða en hæfi- legur er, miðað við aukningu þjóðartekna og fjölgun þjóðar- innar og er mikið alvörumál, ef árlega þarf að leggja á nýja skatta til að koma í veg fyrir greiðsluhalla hjá ríkissjóði. Er því þjóðarnauðsyn að unnið sé af fyllstu alvöru að því að finna sparnaðarúrræði, án þess þó að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.