Morgunblaðið - 14.12.1957, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.12.1957, Qupperneq 23
Laugardagur 14. des. 1957 MORGVISBL 4 ÐIÐ 23 skerða um oí þá mikilvægu þjónustu, sem ríkisvaldið veitir þjóðfélagsborgurunum á ýmsum sviðum. Það er þó ljóst, að þjóðin verður í því efni sem öðrum að sníða sér stakk eftir vexti. Skilj- anlega er torvelt fyrir stjórnar- andstöðuna að vinna að þessum málum ein og því töldum við æskilegt að efna til allsherjar- samvinnu um málið. Við getum þó ekki neytt stjórnarliðið til sam starfs, en munum fyrir 3. umræðu íhuga, hvort við teljum fært að leggja fram sjálfstæðar tillögur um sparnað á einhverjum liðum fjárlagafrumvarpsins. Heildarinyndin af fjárlaga- frumvarpinu nú Heildarmyndin af fjárlaga- frumvarpinu eftir þessa umræðu verður væntanlega sú, að það verði . með um 85 millj. kr. greiðsluhalla og hafa þá ekki ver ið meðtaldar 20 millj. kr. í aukn- ar niöurgreiðslur á vöruverði Ennfremur bíða til 3. umræðu hækkanir á fjárveitingum til skólabygginga, sem hljóta að verða töluverðar, auk ýmissa annarra mála, sem enn eru óaí- greidd hjá nefndinni. Hið fótfráa stjórnarlið virðist því ekki draga úr sprettinum í þá 'átt, sem það vildi þó forðast. Sýnist svipað ástatt fyrir því og manni, sem hleypur niður bratta brekku og á erfitt með að stöðva sig á sprettinum. Er ekki annað sýnna en fæturnir hafi algerlega tekið við stjórn hjá hlaupagörp unum, svo notuð sé áfram mynd sú af fjármálastefnu stjórnarliðs- ins, sem dregin var upp í nefnd- aráliti meirihluta fjárveitinga- nefndar á síðasta þingi. Hér eins og á öðrum sviðum er stefnt með síauknum hraða út í fullkomna ófæru. Óvissa um það sem verður Herra forseti! Svo sem ég í upphafi máls míns benti á, hefur þannig verið hag- að undirbúningi fjárlagafrum- varpsins til 2. umræðu, að þess er enginn kostur að draga upp nokkra heildarmynd af fjárlaga- afgreiðslunni, því að nauðsynleg- ar forsendur skortir algerlega til þess að fá yfirsýn yfir fjármála- viðhorfið. Staðfesti framsögumað ur meirihlutans þetta í framsögu- ræðu sinni, því að hann sagði, að fjárlagafrumvarpið eins og það lægi fyrir, gæfi litla mynd af fjárlögunum eins og þau verða Hefur því ræða mín fyrst og fremst snúizt um ýmis almenn atriði í sambandi við fjárlagaaf- greiðsluna og svo um hin óhæfi- legu vinnubrögð við undirbúning frumvarpsins til 2. umræðu. — Áskil ég mér rétt til að ræða málið nánar í einstökum atrið- um við 3. umræðu, þótt að vísu allar horfur séu á því, að stjórn- arandstöðunni sé ekki ætlað mik- ið svigrúm til að kynna sér væntanleg úrræði ríkisstjórnar- innar. Það skal skýrt tpkið fram, að við í minnihluta erum því sízt andvígir, að fjárlög séu afgreidd fyrir áramót, því að fjárlög eiga auðvitað jafnan að vera tilbúin áður en fjárlagaárið byrjar. Við hljótum hins vegar að mótmæla harðlega þeim óverjandi vinnu- brögðum, sem beitt hefur verið í þetta sinn við afgreiðslu fjárlaga Alþingi hefur setið aðgerðarlaust í tvo mánuði, en samt kemst hæst virt ríkisstjórn ekki að neinni niðurstöðu varðandi hin veiga- mestu vandamál fyrr en allt er komið í eindaga, að setja verður til hliðar allar venjur og þing- reglur um hæfilega afgreiðslu mála. Slík vinnubrögð á Alþingi ekki að þola. 4 að taka fé ti! niðurgreiðslna út úr fjárlögum? Herra forseti! Eins og ég hef skýrt frá, hefur hæstvirt ríkisstjórn var izt allra fregna um úrræði sín til að jafna greiðsluhallann á fjárlagafrumvarpinu og enn er heldur ekkert vitað um úr- Keði hennar til að leysa vanda mál útflutningsframleiðslunn ar um næstu áramót. Hins vegar hef ég í morgun heyrt þann orðasveim í hópi þing- manna, að fyrirhugað væri að leysa vandann varðandi fjár- lagaafgreiðsluna á þann ein- falda hátt að taka allar fjár- veitingar til niðurgreiðslu á vöruverði út úr f járlagafrum- varpinu og láta þar við sitja fram yfir bæjarstjórnarkosn- ingar. Ég skal taka það fram, að ég á mjög erfitt með að trúa því, að hæstvirtur fjár-lþessi fjarstæða lausn kæmi málaráðherra hafi komið til ekki til greina. hugar svo fáránleg lausn á þessu vandamáli, því að hér væri að sjálfsögðu ekki um annað að ræða en stórfellda fölsun á fjárlögunum, því að ríkissjóður verður eftir sem áður að standa straum af þess um útgjöldum — nema þá að gengislækkun sé fyrirhuguð. Þar sem hér er hins vegar um talsvert útbréiddan orðróm að ræða, þætti mér æskilegx ef hæstvirtur fjármálaráð- herra gæti nú staðfest, að Þnríðni Eiríksdóttii — kveðja Fædd 3. apríl 1876. Dáin 6. desember 1957. ÁRIÐ 1920, um haustið, kom ég í fyrsta sinn til Stokkseyrar. Ég var ráðinn kennari við barnaskól ann þar. Vist hlaut ég hjá hjón-- unum, Einari Guðmundssyni og Þuríði Eiríksdóttur að Útgörðum, og þar dvaldi ég alla mína kennslu-vetur á Stokkseyri og stundum á sumrum líka, eða þang að til haustið 1931, er ég flutti til Reykjavíkur. Það gefur því að skilja, að ég þekkti þessi ágætu hjón vel, og mun minnast þeirra ætíð með aðlúðarþökk fyrir allar samverustundir okkar. Einar og Þuríður fluttu til Stokkseyrar frá Brún í Stokks- eyrarhreppi árið 1913. Þar var Þuríður fædd og mun hafa dvalið þar að mestu, þangað til hún flutti, ásamt manni sínum og öðru venzlafólki, til Stokkseyrar. Þau hjónin bjuggu um þrjátíu ára skeið í sama húsinu á Stokks- eyri. Einar lézt árið 1943 að heim ili sínu Útgörðum, og kvaddi ég hann þar með nokkrum orðum í gömlu stofunni þeirra, útfarar- daginn. Síðustu átta árin átti Þuríður heitin heima hér í Reykjavík hjá fósturdóttur þeirra hjóna, Guð- rúnu Sæmundsdóttur, og manni hennar, Gísla Markússyni. Þau önnuðust hana af alúð og nær- gætni eins og kostur var, unz hún andaðist hinn 6. þ. m. sem að ofan getur. Eins og sést af þessu stutta yfirliti, þá var Stokkseyri og um- hverfi hennar lífssvið Þuríðar. Hún unni líka af hjarta þessu byggðarlagi og kunningjum sín- um þar. Ekki var hún samt margra, því að hún var mjög hlé dræg í framkomu. Það var ekki siður á hennar uppeldisárum, að opna hug sinn mjög og tjá sig og sínar tilfinningar. Þeirri uppeldisreglu hélt margur til hinzta dags, og svo var með Þuríði. En hugur hennar opnað- ist og andlitið ljómaði af æsku- gleði, er rætt var um atburði og menn á þessum slóðum, enda var hún vel greind kona og hafði yndi af söng og ljóðum og hátíð- legum athöfnum. Já, Þuríður fór ekki vítt um frekar en ýmsir aðrir af hennar kynslóð. Og er ég hugsa til þessa fólks dettur mér oft í hug vísa eftir Grím Thomsen: — Einn út í lengstu legur fór, en leitaði annar skammt, hvers hlutur er lítill, hvers er stór? þeir hvílast báðir jafnt. -— Það er stundum erfitt að meta, hver hefur mest gagn unnið sam- tíð sinni. En langt komast þeir, sem vinna alla ævi, meðan kraft- ar leyfa, af trú og dugnaði í sín- um verkahring. Það gerði Þuríð- ur vissulega. Hún var starfsfús og starfsglöð, enda fórust henni öll verk vel úr hendi. Heimili þeirra hjóna á Stokkseyri var líka snoturt og vel um gengið, bæði utan húss og innan, enda voru þau vel samtaka um það. Talið er, að hver sé góður genginn. En ég veit engan, sem til þekltir, er ekki lýkur lofsorði á alla framkomu Þuríðar til orðs og æðis. Trúmennskan, alúðin og orð- heldnin einkenndu hana. Hún var orðvör og mild í dómum sínum um annars mistök og brosti og vildi engum mein vinna. Mér datt stundum í hug, er ég hugleiddi þessa kosti hennar, víssa skálds- ins: — Vildi ég feginn vera strá og visna í skónum þínum. Léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. — Útför Þuríðar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag. Hún leggst til hinztu hvílu við hlið manns síns þar. Þaðan er útsýn fögur, fjallahringurinn á aðra hönd, blár og víður á heitum sumardögum, en snækrýndur nú, en á hina hönd máttugt hafið og ógnþrungið tíðum, en stundum milt og lygnt. Þarna vildi Þuríður bera beinin, í þeirri mold, sem hún var vaxin úr, og sannast hér sem oftar, — að þar, sem var mín vagga, vil ég hljóta gröf. Og nú eigum við minninguna um þessa góðu konu.— Minning góðra manna er ljós í hugum okkar til æviloka. Þannig mun minning Þuríðar Eiríksdóttur frá Útgörðum, Stokkseyri, verða varðveitt hjá þeim, sem þekktu hana bezt. Jónas Jósteinsson. — Bókaþátfur Framh. af bls. 13 af. Einkunnarorð hennar eru eftir Marcus Aurelius, en þar segir, að orðmr hlutir séu ekki ógæfa og hann haldi áfram að lifa hamingjusamur þrátt fyrir allt sem gerzt hafi. „Fortíðin veldur mér ekki ama né fram- tíðin ótta. Þetta hefði getað kom- ið fyrir hvern sem var . . .“ Leikkonan kveðst einnig hafa skrifað bókina til að skilja sjálfa sig og umhverfi sitt. Hún segir ennfremur: „í 16 ár hrærðist ég í myrkustu martröð, heimi sem margir stíga inn í, en fáir yfir- gefa. Að hægt sé að komast það- an aftur, að til sé leið út úr skömm og örvæntingu og ýtrasta vonleysi — það er meginefni bók- ar minnar. Og þetta held ég að féttlæti það, að ég opna dyr for- tíðar, sem mér virðist stundum algjörlega ósennileg og ótrúleg, og þó var það ég, sem lifði hana“. Það vill svo til, að Lillian Roth átti afmæli í gær og varð þá 47 ára gömul. Hún kveðst nú lifa hamingjusömu lífi með manni sínum, þeim er hjálpaði henni upp úr fúafeni ofdrykkj- unnar. Þýðing bókarinnar er allvið- vaningsleg og prófarkalestur ekki nema í meðallagi, en að öðru leyti er vel frá henni gengið. Þó skil ég ekki nafngiftina. „Ég græt á morgun“ hefði verið miklu eðlilegri þýðing á nafni bókarinnar. Sigtírður A. Magnússon, M.S DRÖNNINC ALEXANDRINE fer áleiðis til Færeyja og Kaup mannahafnar í dag kl. 12 á há- degi. Farþegar eru beðnir að konia um borð kl. 11 f.h. Skipaufgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. Opna í dag í nýjum húsakynnum. Húsgagnasalan Barónsstíg 3. Erum byrjaðir að selja og greni í portinu hjá Vesturgötu 5. Jorðýta til leigu VerkSegar Frasnkvæmdir hf« Laulasvegi 2 — Sírnar: 10161 og 19620. TAKIÐ EFTIB! HÖfum opnað Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofu á Laugaveg 15, 4. kæð. — Sími 10059. Við munum annast alls konar upplýsingar og viðskipti fyrir almenning. Talið við okkur. Víglundur Kristjánsson, Kristján Fr. Guðmundsson, Sími: 10.059. Dðnsk hjonarúm TIL SOLU Húsgagnaverzlunin Grettisgötu 46. Eiginmaður minn og faðir okkar HJÖRTUB JÓNSSON Sogamýri 14, andaðist í Landakotsspítala 12. desember. Margrét Runólfsdóttir og börn. Maðurinn minn og faðir okkar ÁENI EINARSSON kaupmaður andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. aesember. Vigdís Kristjánsdóttir, Sigríður B. Árnadóttir, EgiII Árnason. Jarðarför mannsins míns og föður EYJÓLFS GÍSLASONAR frá Görðum Vestmannaeyjum fer fram frá Keflavíkur- kirkju laugardaginn 14. des. kl. 1.30 e.h. Ögmundína H. Ögmundsdóttir, Ragnhildur Eyjólfsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för systur okkar KATRlNAR JÓNSDÓTTUR Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði Lands spítalans fyrir alúð og umhyggju sem það veitti henni í veikindum hennar. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Bjarni Jónsson, Hellu. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns ELLIÐAGRlMS RÖGNVALDSSONAR Borghildur Ólafsdóttir, Mýrkjartan Rögnvaldsson, Leo V. Johnsen, Guðbjörg Tyrfingsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.