Morgunblaðið - 15.12.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 15.12.1957, Síða 8
8 MORCVTSBl 4fílÐ Sunnudagur 15. des. 1957 Endurminningar Benjaminos Ciglis íslenzkir Ólympíufarar 1912. Ólympíubókin ÞETTA er með ágætari bókum, sem ég hef lesið. Hún er eigin- lega eins konar lærdómskver fyrir söngvara og listafólk sér- staklega, en þó raunar líka fyrir alla, sem nokkrar gáfur hafa. Hún segir, með dæmafárri hóg- værð, frá bláfátækum dreng, sem með frábærri viljafestu kleif upp á æðsta plan fyrri og síðari tíma heimssöngvara gegnum alls kon- ar vaðal og fordóma askafyllirís- ins, sem sífellt hefur kveðið svo á, að bókvit og list yrði ekki í askana látið. Og auðvitað var hann neyddur til að hlýða þess- ari háspeki í verki framan af. En honum þótti ómaksins vert að læra að þekkja sjálfan sig. og það gerði gæfumuninn. Bókin hefst á þessum yfirlæt- islausu orðum: „Ég fæddist með rödd og mjög litlu öðru; ekki var efnunum fyrir að fara eða gáfunum"............En Guð gaf mér rödd. og það breytti öllu Ég hafði gaman af að syngja, og engu öðru. Ég þurfti að syngja — hvað gat ég annað gert?“ Þannig seytlar auðmýkt og yfirlætisleysi hin vitra og sanna listamanns gegnum svo að segja hverja línu bókarinnar. Þá get ég ekki stillt mig um að taka hér upp nokkrar línur úr niður lagi bókarinnar „Orðsending", bæði vegna þeirrar heilbrigðu skynsemi sem þar er að finna, og svo líka vegna þess hve skil- merkilega er þar stjakað við þeirri almennu heimsku, að söngvari og raddmaður sé „allt sami maðurinn, lasm“. Þar segir svo meðal annars: „Ég vona, að saga mín auki sumum ungum söngvurum kjark. Ég óska ekki neinum að þurfa að lifa við ann- að eins harðrétti og ég varð að gera á námsárum mínum, en ég hygg, að það sanni, að ekki þurfi fé eða áhrifamenn til þess að ná markinu, ef ekki skortir þol- gæðið — ........ Ég hef ekkert sagt um aðferðir við raddþjálfun, því að ég held engri sérstakn fram; ég hygg að hver rödd þurf: sína sérstöku þjálfun. Sumt er ekki hægt að kenna, t. d. réttan hraða á hverri setningu í söng- lagi. Ef sá hæfileiki er ekki með- fæddur, er gagnslaust að eyða tíma í að reyna að verða söngv- ari“. Bæði það sem hér hefur verið vitnað í og margt annað í bók- inni held ég að hákarlskjaftar oflátunga og skóla-steingervinga hefðu gott af að jórtra sér til heilsubótar, ef þar skyldi vera um einhverja batavon að ræða. Þýðingin hygg ég að sé hm prýðilegasta, og um ritháttinn og málið þarf naumast að fjölyrða, þar sem í hlut á einn snjallas+i og látlausasti stílisti þjóðarinnar, og er hér vissulega um ósvikinn Jónasarstíl að ræða. Samt er það eitt orð í þýðingunni, sem ég kann ekki við, en kemur nokkuð oft fyrir, orðið: samsöngur, senni- lega þýðing á orðinu Recital eða Konsert, sem er í rauninni al- þjóðaorð, og á við um sérhverja hljómræna athöfn af skemmti- skrárlengd, hvort sem í hlut eiga: einsöngvari, einleikari, hljóm- sveit eða kór, og í rauninni á íslenzkan ekkert orð sem jafn- gildir því nema þá helzt hljóm leikar, sem mér þykir þó heldur svona sleifarlegt, og fyrir því finnst mér orðið konsert eiga fullt erindi inn í málið, sem slíkt ekki síður en mörg önnur al- að telja. Hins vegar á orðið’ samsöngur aðeins við um kór- söng. Allur er frágangur bókarinn- ar hinn snyrtilegasti og auk þess er hún prýdd allmörgum mynd- um. Á því Kvöldvöku-útgáfan. þýðandinn og prentsmiðjan mikl- ar þakkir skyldar fyrir að flytja hana á íslenzkan bókamarkað, því að af henni má margt læra, og ekkert annað en gott. Akureyri 10. des. 1957. Björgvin Guðmundsson. Olympíuleikarnir 1896 til 1956, eftir Pétur Haralds- son, prentara. —— Útgefandi bókaútgáfan Lyklafell, — Reykjavík 1957. MARGAR góðar bækur hafa kom- ið á markaðinn í núverandi bóka- flóði, og flestra þeirra hefur ver- ið getið að einhverju leyti í dag- blöðunum. Það er vissulega mikill vandi að segja, hvaða bók sé bezt eða bezt- um kostum búin, efni þeirra er svo margþætt og misjafnt. Og svo sýnist hverjum sinn fugl fagur, — eins og gengur. ííií I Þeir, sem hugsa um líkams- mennt landsmanna, renna hugan- um fyrst til þeirra bóka, sem fjalla um íþróttir á einhvern hátt eða uppeldismál. í fyrra mánuöi kom út nýstár- leg bók um Olympíuleikana, að fornu og nýju — en þó sérstaklega um Olympíuleikana frá 1896 til 1-956. Er bókin því eiginlega sextíu ára afmælisrit um nútíma Oiym- píuleika, sem hófust árið 1896 í Aþenuborg á Averoff-leikvellin- og rúmar 70 þúsund manns. Þeg- um, sem byggður var í því skyni, ar ég minnist þessa glæsilega leik- vangs, kemur mér í hug bréf- spjald, sem hinn þjóðfrægi skurð- læknir, Matthías Einarsson, sendi mér frá Aþenuborg, af þessum leikvangi. En á bréfspjaldinu stóð, meðal annars: „Hér er hvert þrep úr marmara", — og fannst að von um mikið til um hinn glæsilega leikvang. En Matthías Einarsson var einn af frumherjunum, og lengi í stjórn l.S.l. Hann vildi skapa íþróttamönnum, sem bezt skilyrði til íþróttaiðkana, um leið og almenningur væri hvattur til líkamsræktar yfirleitt. Þessi bók um Olympíuleikana er ýtarleg og vel samin. Höfundur hennar, Pétur Haraldsson, prent- ari, hefur notað yfir þrjátíu heim ildarrit, erlend og innlend, og skrifað skemmtilegan formála. Má af því sjá að eigi hefur verið kast- að til höndunum við samningu bókarinnar, sem er 376 bls., og með 300 ljósmyndum. — Af þeim mörgu Olympíubókum, sem ég hef séð og lesið, tel ég þessa bók um ELINBORG Lárusdóttir er orðin stórvirkur rithöfundur, því þetta er 20. bókin, sem frá henni kem- ur. Hún er einnig fjölhæfur rit- höfundur, því hún hefur skrifað margar smásögur, sumar með ágætum, lengri og styttri skáld- sögur, ævisögur, eftir eigin frá- sögn fólksins og þessi bók, sem hér verður minnzt á er fjórða bókin hennar um dularfull fyrir- brigði. Ég hef þekkt Elinborgu um 12 ára skeið, og hef á því tímabili fylgzt með rithöfundarferli henn- ar, hef oft lesið yfir handrit henn ar, áður en þau voru prentuð, og séð, hvernig hún hefur unnnið. Ég fullyrði, að hún er með af- brigðum vandvirkur höfundur, og gætir þessa hvað mest og er hvað mest áríðandi, þegar hún segir ævisögur, eða frá öðrum sönnum viðburðum. Ég legg áherzlu á þetta hér, vegna þess að á öllu ríður við frásögn dular fullra fyrirbrigða, að unnið sé og fyrirbrigðin rannsökuð með hinni ýtrustu sannvizkusemi og vand- virkni. Ég hef oft furðað mig á þolinmæðinni og natninni yið að leita uppi fólk, til þess að fá vott- festar sögur, sem þó var vanalega vel gengið frá áður, en gremju- legt er það óneitanlega, hvað margir vilja ekki láta nafns síns getið, þó þeir séu sanníærðir sjálfir. Sú bók, sem hér um ræðir, „Forspár og fyrirbæri", er ein- stök í sinni röð að því er snertir bækur Elinborgar um dularfull fyrirbrigði, því hún er að mjög litlu leyti um það, sem kallað er miðilsstarfsemi, þar sem miðill- inn fellur í dásvefn og fundir eru haldnir til þess að framkalla þetta ástand. Kristín Kristjánsson, sem bókin segir frá, er fædd með þess um óskiljanlega eiginleika að henni birtast glaðvakandi bæði verur frá öðrum tilverustigum og þær tala við hana og svo sér hún fram í tímann, sér hluti, sem eiga eftir að gerast, stundum löngu siðar, og skilur oft ekki, hvað sýnin merkir fyrr en eftir á. Margir, sem hafa farið að rann saka dularfull fyrirbrigði, hafa látið í Ijós það álit, að ef öllu F R í M E R K 1 íslenzk keypt hæstaverði. Ný verðskrá ókeypis. J. S. Kvaran, Oberst Kochs Allé 29, Kóbenhavn - Kastrup. n Olympíuleikana f fremstu röð. —• Hún er glögg um allt, sem máli skiptir. Ljósmyndirnar skýrar og margar þeirra mjög skemmtilegar, jafnt af vetrar- sem sumar-Olym- píuleikunum. Er þar því margan og góðan fróðleik að finna, fyrir alla þá sem íþróttum og uppeldis- málum unna. Og er bókin því til- valin jólagjöf fyrir æskulýðinn, fyrir alla tápmikla drengi og stúlk ur, sem vilja feta í fótspor afreks- manna á einhvern hátt. Síðan að íþróttir fornmanna, eft ir dr. Björn Bjarnason, frá Við- firði, kom út, og Heilsufræði handa íþróttamönnum, sem Guðmundur Björnsson landlæknir þýddi fyrir lSl, hef ég ekki lesið betri né fróðlegri íþróttabók. — Bókin er ekki aðeins fyrir íþrótta- menn, heldur og fyrir alla, sem fróðleik og frækni unna og vilja veg landans, sbr. ummælin um Vilhjálm Einarsson, þrístökkvara. Þá mun og bók þessi verða, er fram líða stundir, bezta heimildar- ritið um Olympíuleika nútímans. Vil ég leyfa mér að þakka Pétri Haraldssyni, prentara, fyrir bók- ina, svo og bókaútgáfunni Lykla- fell, fyrir útgáfuna, sem er með myndarbrag — og hin smekkleg- asta. því, sem á því sviði gerðist, væri það undarlegast og óskiljanlegast, að hægt skyldi vera að sjá fyrir óorðna hluti, en þetta gerist svo oft, að ekki er hægt að vefengja, að það á sér stað. Eru þá hlutirnir ákveðnir fyrirfram og ekki hægt að breyta þeim? spyrja menn. Er þá forlagatrúin réttmæt eftir allt saman? Ekki ætla ég að svara þessu, en aðrar skýringar kunna þó að vera til, sem hér yrði of langt mál að fara út í, en vissu- lega er þetta mikið umhugsunar- efni. Kristín Krisjánsson hefur aldrei tekið peninga fyrir það, sem hún hefur unnið að þessu máli, enda ekki fengizt við það, nema í hjáverkum, eða þegar sýnirnar hafa sótt að henni og ekki hefur verið undankomu auð- ið. Erfitt er að fá vottfest það, sem svona gerist, þegar sjaldnast er nokkuð skrifað niður samtímis, hefur það því kostað mikla elju og alúð að safna saman efni þess- arar bókar. „Forspár og fyrirbæri" er 213 bls. að lengd og skiptist í þessa kafla auk formála og inngangs- orða: Forspár, Sýnir, Sálfarir og dul heyrn og síðasti kaflinn segir frá miðilsfundum, sem haldnir voru með Kristinu, sá kafli er aðeins 15 bls. Um bókina að öðru leyti vildi ég segja það, að hún er sér- lega skemmtileg og sums staðar mjög huggunarrik, t.d. sýnir við andlát manna, sem allar sanna það, að enginn er látinn á þeirri alvarlegu stundu, þegar hann flyzt af þessu tilverustigi yfir á það næsta. Ég man vel, að maðurinn minn, prófessor Haraldur Níelsson, sagði mér frá fyrirbrigðunum, sem gerðust áður en Björn Jóns- son, ráðherra dó, alveg eins og Kristín segir frá þeim, og heyrði ég þá fyrst Kristínu nefnda sem sérlega merkilega, sálræna konu, en ekki hefi ég sjálf kynnzt henni. Af frásögnum bókarinnar þykir mér sérstaklega gaman að kaflanum, sem Guðmundur Frið- jónsson skrifar, og eins köflunum frá Siglufirði í sambandj,, við Steingrím Eyfjörð, lækni og konu hans. Ég ætla ekki að telja fleira upp, en vil ráðleggja þeim, sem hafa áhuga fyi'ir þessum málum að ná sér í bókina og lesa hana með athygli, reyndar gæti verið engu minni ástæða fyrir þá, sem vantrúaðir eru á þessa hluti að lesa þær frásagnir, sem hér um ræðir. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Endurminningar Beniamino Giglis eru komnar út á islenzku i ágætri þýðingu Jónasar Rafnars læknis Bók þessi á óslitna sigurgöngu í fjölda landa, svo að fáar bækur hafa betur selzt. Kynnist ævi hins heimsfræga og dáða listamanns og frásögnum hans af fjölda snillinga og lífi listafólksins bak við tjöldin. Skemmtilegasfa cevisagan á bókamarkaðinum Kaupið Endurminningar Giglis. Lesið Endurminningar Giglis. Gefið vinum yðar Endurminningar Giglis í jólagjöf. Kvöldvökuútgáfan Akureyri. 10. desember lt>o.. BENNÖ. „Forspár og fyrirbœri" eftir Elmborgu Lárusd'óttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.