Morgunblaðið - 15.12.1957, Page 9

Morgunblaðið - 15.12.1957, Page 9
Sunnudagur 15. des. 1957 MORGUNBLÁÐIÐ 9 Dýrtíðarskrúfan í fulliBm gangl Sjávarútveginn skorfir enn re kstrargrundvölI Frá fjárlagaumrœðunum á Alþingi í fyrrinótf f MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá fyrri hluta 2. umræðu um fjárlagafrv., en hún stóð enn yfir, þegar blaðið fékk síðast fréttir úr þingsölunum í fyrri- nótt. Umræðunni lauk kl. 4 um nóttina, en atkvæðagreiðslunni var frestað. Fór hún fram kl. 1,30 í gær. í gær var sagt frá fyrstu ræðu Ingólfs Jónssonar. Næstur hon- um talaði Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra. Hann mót- mælti því, að nokkurt samband væri á milli erlendra lána, sem ríkisstjórnin hefur tekið, og varnarmálanna. Einnig ræddi hann um lán það, er Ingólfur Jónsson hafði sagt, að fyrrver- andi stjórn hefði átt kost á frá Vestur-Þýzkalandi. Kvað Ey steinn hér hafa verið um laus- legt umtal að ræða og stæði allt, sem hann hefði þar um áður sag á Alþingi. Þá tók til máls Pétur Ottesen, þingm. Borgfirðinga. Ræddi hann ýtarlega um fjárveitingar til hafnargerða og hafnarfram- kvæmda á Akranesi. Er sagt frá þessari ræðu Péturs á öðrum stað i blaðinu í dag. Næsti ræðu- maður var Sigurður Bjarnason, þingm. Norður-ísfirðinga. Sigurður Bjarnason hóf mál sitt á því að svara nokkuð þeirri staðhæfingu Eysteins Jónssonar, að erlendar lántökur hefðu ekki verið tengdar áframhaldandi dvöl varnarliðsins í landinu í tíð núverandi stjórnar. Auð- velt væri um vik að leiða vitni, sem fjármálaráðherrann hlyti að taka nokkurt mark á í þessu máli, sagði Sigurður Bjarnason. Las hann síðan upp ummæli, sem „Þjóðviljinn" viðhafði í desembei árið 1956 í þann mund, sem rík- isstjórnin samdi við Bandaríkja- menn um áframhaldandi dvöl varnarliðsins í landinu. í þessum ummælum lýsti blað kommún- ista, málgagn stærsta flokks vinstri stjórnarinnar, því skýrt og skorinort yfir, að lán það sem Bandaríkin veittu íslandi í fyrrahaust væri bein borgun fyrir á- framhaldandi dvöl hersins á Islandi. Sama máli gegndi um ráðgert lán til Sogsvirkjunar- innar. Þetta væru ummæli málgagns eins stuðningsflokks ríkisstjórn- arinnar. Þegar á þau væri litið, sætti það ekki lítilli furðu að íjármálaráðherrann kæmi fram fyrir Alþingi, og verði og sárt við legði að lántökur hefðu aldrei verið tengdar dvöl varnar- liðsins í landinu. Slík væru ó- heilindi fjármálaráðherra Fram- sóknarflokksins. Sigurður Bjarnason ræddi síð- an nokkuð héraðsmál kjördæmis síns. Taldi hann ekki gæta nægi- legs skilnings hjá stjórnarliðinu á þörfum strjálbýlisins. Ræddí hann sérstaklega vegamál og hafnarmál og hvað brýna nauð- syn bera til þess að gerð yrði heildaráætlun um framkvæmdir í þessum málum á næstunni. Enn- fremur yrði að endurskoða gild- andi lög og reglur um þátttöku ríkisins í kostnaði við hafnar- framkvæmdir. Framlög til verklegra framkvæmda Iækkuð Ræðumaður ræddi því næst nokkuð almennt um stjórnar- stefnuna, eins og hún kæmi fram í frumvarpi fjárlaga fyrir næsta ár. Hann kvað núverandi ríkis- stjórn hafa heitið því sérstaklega að beita sér fyrir margræddu jafnvægi á byggð landsins. En hvað er það í þessu fjárlaga- frumvarpi, sem sérstaklega ber vott um að ríkisstjórnin ætli sér að efna það loforð? spurði Sigurð- ur Bjarnason. — Hvaða nýjar ráðstafanir í þá átt felast í frum- varpinu eða í öðrum tillögum ríkisstjórnarinnar? Þær eru hvergi sjáanlegar, sagði þingmaðurinn. Þvert á móti hafa framlög til vega, brúa- og hafnargerða raunverulega lækkað verulega, enda þótt svip- aðar upphæðir, séu nú veittar til þeirra og á fjárlögum yfirstand- andi árs. Vaxandi dýrtíð væri stöðngt að höggva skarð í krón- una. Fyrir hana fengist sífellt minna og minna, hvort sem hún væri notuð til þess að borga fyrir verklegar framkvæmdir eða nauðsynjar almennings í landinu. Sigurður Bjarnason taldi líklegt að kostnaður við vegagerðir hefðu t. d. aukizt um 5—8% síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Þá benti hann á að samkvæmt fjáriagafrumvarpinu legði stjórn- in nú til að framlag til atvinnu- jöfnunar út um land yrði lækkað verulega. Taldi hann nauðsyn- legt að veita stjórninni aðhald um skiptingu atvinnujöfnunar- fjár, þar sem komið hefði í ljós veruleg pólitísk misnotkun þess. Ekkert lán til skipakaupa. Þá hefur ríkisstjórnin lofað að útvega mörgum bygðarlögum víðs vegar um landið nýja tog- ara og vélskip. Sjávarútvegs- málaráðherrann hefur þó nýlega orðið að viðurkenna að ekkert lán hafi ennþá fengizt til tog- arakaupa og enginn samningur verið gerður um smíði skipanna. Fyrir einum og hálfum mánuði hefði sjávarútvegsmálaráðherra lýst því yfir að samninganefnd væri á förum til útlanda „næstu daga“. til þess að semja um smíði togaranna, enda þótt ekkert lán hefði fengizt til þeirra. Sú nefnd væri ekki farin ennþá. Verður hún ef til vill send utan „næstu daga,“ spurði þingmaðurinn. — Til smíða 250 tonna skipanna, hefði ríkisstjórnin heldur ekki fengið neitt lán ennþá, nema eins til tveggja ára lán til nokk urra af þessum skipum. Um þau skipakaup væri þess vegna, því miður, allt í lausu lofti ennþá. Þannig hefði þá rikisstjórnin efnt það loforð sitt að sjá þjóð inni fyrir nýjum framleiðslu tækjum. Sjávarútveginn skortir rekstrargrundvöil Sigurður Bjarnason ræddi því næst ástand sjávarútvegsins, sem atvinna almennings um land allt væri að langsamlega að mestu leyti undir komin á hverjum tíma. Rikisstjórnin hefði fyrir ári síðan lagt 300 milljónir króna áiögur á þjóðina, sem þýddi 9500 króna skatt á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu, til þess að borga hallarekstur sjávarútvsgs- ins. Engin „ný úrræði“ til stuðn ings þessari lífæð íslenzks efna- hagslífs hefðu litið dagsins ljós þegar ríkisstjórnin komst til valda. Og þau væru ekki ennþá komin í ljós. Dýrtíðin hefði hald- ið áfram að magnast og væri nú svo komið að þrátt fyrir hinar gífurlegu nýju álögur frá í fyrra væri rekstrargrundvöllur ekki lengur fyrir hendi hjá sjávarút- veginum. Samtök útvegsmanna hefðu upplýst að verða mundi 140 þús. kr. halli á rekstri meðal vélbáts á næstu vertíð að ó breyttu fiskverði og stuðningi hins opinbera við útgerðina. A hvern meðaltogara myndi tapið á næsta ári samkvæmt útreikn- ingum samtaka útvegsins nema um 1,1 milljón króna. Þannig væri þá ástandið hjá sjávarútveginum eftir „bjargráð“ vinstri stjórnarinnar. Þá benti Sigurður Bjarnason á það, að meðal annars vegna hinna nýju tolla og skatta ríkis- stjórnarinnar, hefðu margar nauð synjar útvegsins hækkað um 8—38%. Eitt alvarlegasta vandamál út- vegsins væri svo vinnuaflsskort- urinn. Meðan Sjálfstæðismenn stjórnuðu varnarmálunum, kenndu Framsóknarmenn þeim um skort framleiðslunnar á vinnu afli. En árið 1953 tóku Fram- sóknarmenn sjálfir við stjórn þeirra mála. Síðan hafa erfiðleik- ar framleiðslunnar vegna vinnu- aflsskorts stöðugt farið vaxandi, og hámarki sínu hafa þeir náð síðan vinstri stjórnin tók við völdum. Er nú svo komið, að allt að 40% þeirra sjómanna, sem á sjóinn fara, eru útlendingar. Sú hætta vofir nú yfir, sagði Sigurður Bjarnason, að hluti fiskiskipaflotans komist ekki á næstu vertíð vegna fólks- eklu. En gagnvart þessu vanda máli eins og öðrum, stæði rík- isstjórnin uppi gersamlega úr- ræðalaus. Dýrtíðarskrúfan er í fullum gangi. Sigurður Bjarnason ræddi að lokum nokkuð um þá stefnu, sem stjórnarflokkarnir kölluðu „verð- stöðvunarstefnu". Sannleikurinn væri þó sá, að stórkostlegar hækkanir á verðlagi hefðu orðið síðan stjórnin komst til valda. Vísitalan hefði á yfirstandandi ári hækkað um 5 stig, enda þótt stjórnin hefði lýst því yfir um síðustu áramót að hún myndi ekki hækka meira en um 1—2 stig. Stjórnin reyndi að dulbúa verðbólguna á alla lund og fela dýrtíðina fyrir almenningi. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu væri gert ráð fyrir 125 milljón króna niðurgreiðslum á verðlagi. Þýddi það 68 millj. kr. hækkun niður- greiðslanna frá árinu 1956. En það svaraði til þess að greidd hefðu verið niður 11 vísitölustig til viðbótar frá því, sem þá var Þaff væri því fáránleg blekk ing, þegar stjórnarflokkarnir héldu því fram aff vöxtur dýr- tiffarinnar hefði veriff stöffvatf- ur. Því miffur er dýrtíffar- skrúfan' í fullum gangi á Is- landi í dag, sagffi Sigurffur Bjarnason. Og rikisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráff. Hún hafði lofað nýjum og varanlegum úrræffum, en hún veit ekki sjálf hver þau eiga aff vcra. Sigui’ður Bjarnason deildi að lokum harðlega á fjármálaráð herra fyrir að hafa ekki svarað þeirri fyrirspurn Sjálfstæðis- manna, hvort hann hyggðist jafna greiðsluhalla fjárlaganna með því að kippa niðurgreiðslun- um út úr þeim. í engu lýðræðis- landi nema hér myndi fjármála- ráðherrann leyfa sér að neita stjórnarandstöðunni og Alþingi í heild um upplýsingar um svo veigamikið atriði. Væri það enn eitt dæmi þess út í hvílikt öng- þveiti núverandi rikisstjórn væri komin með efnahag þjóðarinnar. Eysteinn mólmælir Eysleinn Jónsson mótmælti því enn, að lána- og varnarmálin væru tengd á nokkurn hátt. Þá kvað hann íslendinga á undanförnum árum hafa notið góðs af aukinni efnahagssamvinnu ríkja í Atlants hafsbandalag-inu og væri fráleitt, er Sjálfstæðismenn gagnrýndu, að leitað væri eftir frekari iánum. Kai-I Gu'ðjónsson, framsögumað ur meiri hluta fjárveitinganefnd- ar, sagði, að það væri „fullkomin vitleysa" að rekstrargrundvöllur fiskiflotans hefði versnað á yfir- standandi ári. Hann vék að ummælum Péturs Ottesen um Akraneshöfn, kvað rétt, að sanngirni mælti með meiri framlögum til hennar, en sagði ekki hafa náðst samkomulag um meira fé. Þá ræddi Karl Guðjónsson nokk uð um vinnubrögðin í f járveitinga- nefnd. Kvað hann Sjálfstæðis- mönnum hafa verið boðið að koma sparnaðartillögum til sín og myndi hann hafa annazt að koma þeim lengra áleiðis. Hefði því ekki ver- ið hafnað samvinnu við Sjálfstæð- ismenn um þessi efni. Þá mótmælti ræðumaður því, að meðferð fjár- laga væri óþingleg, — ekkert hefði gerzt nema að ýmsir frest- ir hefðu verið styttir nokkuð. Hvert er lilutverk stjórnarandstöffunnar? Magnús Jónsson sagði, að þeir Karl hefðu hver sína skoðun um það, hvernig'ætti að vinna að mál- um í nefnd. Kvaðst Magnús ekki telja það tilboð um samvinnu um sparnaðarráðstafanir að bjóða Sjálfstæðismönnum að leggja til- lögur sínar í hrúgu fyrir framan Karl Guðjónsson, svo að hann gæti gengið með þær upp í stjórnarráð. Fjárv.nefnd sjálf átti að fjalla um tillögurnar, sagði Magnús, og taka sínar ákvarðanir. Þá rakti Magnús í hverju það kemur fram, að meðferð fjárlaga nú er óþingleg: Mál hafa verið af greidd án fullkominnar athugunar og frumvarpið er komið til 2. um- ræðu án þess að nokkrar upplýs- ingar fáist um það, hvernig ætl unin er að afgreiða það endaniega og jafna tekjuhallann. Þó sagffi Magnús, aff þaff væri skylda stjórnarliffsins, en ekki stjómarandstöðunnar, aff hafa for- göngu um afgreiffslu fjórlaga og 1 annarra höfuffmóla, enda hefffi ■ stjórnarandstaffan ekki affgang ‘ aff sömu gögnum og stjórnar- liðið. — Hins vegar ætti stjórn- arandstaffan aff gagnrýna tillögur stjórnar og þingmeirihluta og veita þeim affliald. Þetta hefffi Sjólfstæðisflokkurinn nú gert. Þaff er enn furðulcgra, sagffi Magnús, aff nú skuli lýst eftir tillögum Sjólfstæffismanna, þegar þess er gætt, aff stjó'narflokkarnir hafa lýst því yfir, aff Sjólfstæffismenn séu ekki færir um aff leysa vanda- mól þjóffarinnar og hafa jafnframt lofaff nýjum úrræffum. Emil Jónsson taldi, að veigamikl ar breytingar á fjárlögum hefðu áður verið látnar bíða til 3. um- ræðu. Þá lýsti hann breytingartillög- um, sem hann flytur. Þeir Alfreff Gíslason og Bcnedikt Gröndal reifuðu einnig nokkuð til- lögur, sem þeir hafa borið fram. Ingólfur Jónsson ítrekaði, að fullkomin gögn væru fyrir þvi, að stór lán hefði boðizt frá Vestur- Þýzkalandi á árinu 1956. Hann ræddi einnig um meðferð fjárlag- anna og kvað aldrei slíkt flaustur hafa verið á afgreiðslu þeirra. Flugviillur viff ísafjörff Kjarlan Jóhannsson kvaðst Undr ast, að Karl Guðjónsson léti svo sem hann væri ánægður með með- ferð fjárlagafrumvarpsins. Hlyti ástæðan að vera sú, að hún drægi dám af því, sem tíðkað er austan járntjalds, þar sem „þingin" hlýða möglunarlaust skipunum frá flokksstjórnunum. Kjartan ræddi síffan ýtarlega uin flugvallarbyggingu viff ísafjarffar- kaupstaff. Kvaff hann nauffsynlegt aff ætla til hennar 1 millj. kr. ó f jórlögum, og minnti ó, aff kaup- staffurinn er ckki í sainbandi Viff affal-akvegakerfi landsins og strand ferffir eru nú mun strjólli en óff- ur var. Einnig ræddi Kjartan Jóhanns- son um nauðsyn þess að hækka framlag af bifreiðaskatti til að malbika götur í kaupstöðum og um styrk til að halda uppi gistingu handa ferðamönnum. Kvað hann styrkinn of lágan og sagðist í því sambandi einkum hafa í huga gistihúsið Bjarkarlund. Öryrkjnheimili og uppeldi^skóli Ragnhildur Helgadóttir kvað meðferð fjárlaganna vera einn þáttinn í þeim sjónhverfingaleik, sem ríkisstjórnin leikui til að dylja fyrir mönnum hinar raun- verulegu afleiðingu stjórnarstefn- unnar og svik helztu loforðanna, sem gefin voru, þegar stjórnin tók við völdum. Minnti Iiún í því sambandi á dýrtíffarmólin og kvaff tilgangs- laust aff ætla aff segja húsmæffrum, aff verfflag hefffi ekki liækkaff. Þá ræddi Ragnhildur um ýms- ar framkvæmdir, sem hún kvað stjórnarliðið ekki hafa þann skiln ing á, sem vera þyrfti. Minntist hún fyrst á útrýmingu heilsuspill- andi húsnæffis og mælti með því, að ósk bæjarstjórnar Reykjavík- ur um hækkað framlag til þeirra framkvæmda, væri tekin til greina. Þá ræddi hún um öryrkja- heimili fyrir fyrrverandi geff- og taugasjúklinga. Kvað hún frumv. um það efni hafa verið vísað til ríkisstj. á síðasta þingi, en ekki væri að sjá, að stjórnin teldi mál- ið þess virði að fé yrði til þess veitt. Þá minnti Ragnhildur á nauð- syn þess, að koma upp uppteldis- skóla fyrir ungar stúlkur Rakti hún fyrri samþykktir Alþingis um það efni og meðferð málsins, að undanförnu. Kvað hún stjórnina tefja málið, m. a. með óþarfri nefndarskipun og reyna að finna ýmsar afsakanir fyrir því að ekki væri hafizt handa. Málið mætti hins vegar alls ekki dragast leng- ur, enda væri það full-undirbúið. Dýralæknar o. fl. Sigurffur Bjarnason benti Karli Guðjónssyni á, að það sem hann sagði í fyrri ræðu sinni um af- komu útvegsins væri byggt á út- reikningum samtaka útvegsmanna og væri þar gert ráð fyrir 140 þús. kr. rekstrarhalla á bát og 1,1 millj. kr. rekstrarhalla á togara, miðað við óbreytt fiskverð. Friffjón Þórffarson ræddi nokk- uð um meðferð fjárlaganna, en minnti síðan á þörf fyrir meiri fjárframlög til Heydalsvegar. — Einnig ræddi hann nokkuð um nauðsyn þess, að nægilegt fé yrði veitt til að öll dýralæknaumdæm- in hefðu lækna. Jón Pólmason og Emil Jónsson ræddu um meðferð fjárlaganna, Og Knrl Guffjónsson og Sigurffur Bjarnason skiptust á orðum um af- komu útvegsins. Lauk síðan um- ræðunni. Var klukkan þá 4 eftir miðnætti. Eftir hádegi í gær fór atkvæða greiðsla um fjárlagafrumv. fram. Engar breytingartill. frá einstök- um þingmönnum komu til atkvæða, en breytingartill. fjárveitinga- nefndar voru allar samþykktar og frumv. svo breyttu vísað til 8. umræðu. EGGEUI CLAESSEN og GtSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmcim. Þérshamri við Templarasund. Hurðarnaínsp j öld Bréfalokur Skiltagerðin, Skólavörðust.íg 8. PALL S. PALSSON hæstarcttarlögmaður. Bankastræti 7. — Sími 24-200. Sandpappír ýmsar gerðir fyrirliggjandi Harpa h.f. Einholti 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.