Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVnUL ÍÐIÐ Sunnudagur 15. des. 1957 En þannig er það öft með hin góðu verk, þau eru unnin óafvit- andi og í kyrrþey, en fela sjálf í sér ríkuleg laun. Hér sönnuðust hin sígildu orð Guðmundar Frið- jónssonar um fátæku ekkjuna, sem alltaf var þó þess umkomin, að líkna bágstöddum. Til engra launa var ætlazt, og „. . Um það, sem gaf hin hægri, hin vinstri vissi ei hót . Sveinbjörg ræddi stundum við vini sína um trúmál, sem voru henni hjartfólgið efni. Hún vildi, að samferðafólkið umgengist í anda kristinnar trúar, og sjálf gaf hún með dagfari sínu eftir- breytnisvert fordæmi. — Svo er frá sagt um merkan forn konung, að hann „setti lög, hélt þau sjálfur, og lét aðra halda þau“. Mér kemur þessi forna frá- sögn oft í hug, er ég hugsa um afstöðu Sveinbjargar til trúarlær dómanna, og áhrifa þeirra á dag- lega breytni manna. Hún gerði fyrst kröfur til sjálfrar sín, en síðan til annarra. Þegar svo er háttað, er prédikunin líklegri til árangurs, en ella myndi. Það er mikils virði, að hafa átt langa samleið með slikri mann kostamanneskju, sem Sveinbjörg Þórðardóttir var. Vinir hennar þakka alla góðvild hennar í hugs un, orði og verki. — Örugg trúarvissa hafði alla ævi mikil áhrif á framkomu Svein- bjargar, og afstöðu hennar til annarra manna. Með henni bjó sú gleði, sem trúin eín megnar að leiða í Ijós. í lífi hennar rætt- ust greinilega orð Ritningarinnar um Guðsríkið hið innra með manninum. Ég mun ævinlega minnast síð- asta samtals míns við Svein- björgu, nokkrum klukkustundum áður en dauðann bar að. Henrii var löngu orðið ljóst, að um bata var ekki að ræða. Þá, sem jafnan áður í sjúkdómsþjáningum sín- um, var hún glöð og fagnandi, og að öllu búin til hinnar hinztu ferðar. Ég sagði við hana eitthvað á þá leið, að i sjúkleika hennar hafi greinilegast komið í ljós, hvers virði henni sjálfri voru þau trúarsannindi, er hún svo oft ræddi um við vini sína. Svein björg svaraði þá skýrt og ákveð- ið. „Já, trúin var mér alltaf hjart- ans mál“. Hér var þó dauðinn hinn vel- komni gestur. Hér var auðið að finna orðum séra Matthíasar stað: Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, — eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, — eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Því skal treyst, að hin látna hafi nú öðlazt þegnrétt í æðra heimi, þar sem birta jólaljósanna fölnar aldrei. En góð minning lifir. Magnús Víglundsson. Sleipnir - saga um hest eftir Einar Sœmundsen KOMIN er á bókamarkaðinn bók er ber heitið „Sleipnir“. Það er saga um hest og eigendur. Höfundur bókarinnar er Einar E. Sæ- mundsen, fyrrverandi skógarvörður. Einar andaðist í febrúar 1953, ei. hann var mikill hestamaður, mannþekkjari og skáld. Þess vegna hefur honum vel tekizt að rita þessa áhrifamiklu sögu um sambúð ísiendinga við þarfasta þjón sinn um margar aldir — hestinn. Skrifuð 1915—1921 Jón Eyþórsson hefur búið þetta rit undir prentun og í orðum til lesandans segir hann svo: Þessi bók verður hvorki skilin retti- lega né metin án þess að gera sér þegar í upphafi ljóst, að reið- hestur er ekki skepna, heldur skyni gædd vera, sem hugsar á sína vísu, elskar, þjáist og hatar, umbunar, umber og hefnir. Sann- ur hestamaður og hestavinur veit þetta og skilur. Hann virðir hest- inn sinn og þykir vænt um hann sem vin og félaga, en fer ekki með hann sem vél eða vinnu- dýr. Því kveður Einar Benedikts- son svo um hest og knapa: „Þeir eru báðir með eilífum sálum, þótt andann þeir lofi á tveimur málum“. Og síðar segir Jón Eyþórsson: Sagan um Sleipni mun aðal- lega vera rituð á árunum 1915— 1921. Á gamlársdag 1917 hefur Einar hripað á blað eins konar eftirmála að þessari bók eða ókveðnu ljóði. Kemur þar fram, að ég ætla, hugarfar það, sem býr að baki sögu Sleipnis. Kemst Einar svo að orði m. a.: 1 minningu um Blesa „Þegar ég var á 18. árinu keypti ég rauðblesóttan fola, sex vetra gamlan og ótaminn tryll- ing. Hann var aldrei nefndur annað en Blesi. En Blesa þekktu margir. Hann bar mig víða um land, og alls staðar var eftir honum tekið. Hann vann sér fjölda vina, sem dáðu hann.......fyrir fjör hans, fótfimi, þróttinn, vitið og þægð- ina. Gott var með okkur Blesa og ekki lét hann mig gjalda þess þó að mér gleymdist á stund- um að búa eins við hann og hann hefði átt skilið. Vænt þótti mér um hann, enda finnst mér, að aldrei muni ég öðrum hesti jafn mikið unna. Margir hafa kveðið eftir hesta sína, er þeir skildu við vega- mótin, og geymast mörg slík snilldarljóð á vörum þjóðarinn- ar. — En eftir Blesa hefur eng- kveðið. Þess vegna helga ég sögu þessa Blesa með hjartans þökk fyrir samverustundir okk- Byggingasamvinnufél. Rvíkur hefur byggf alls 223 íbúðir 'STJÓRN Byggingasamvinnufé- lags Reykjavíkur boðaði blaða- menn á sinn fund í gærdag, í tilefni af því að á þessu ári, sem nú er senn á enda, eru liðin 25 ár frá stofnun þess. Það var stofn að skömmu eftir lagasetningu á Alþingi um byggingarsamvinnu- félög. Jóhannes Elíasson bankastjóri, sem undanfarin ár hefur verið formaður félagsins, hefur nú látið af formennsku, og við hefur tekið Guttormur Sigurbjörnsson, erind reki Framsóknarflokksins. Hafði hann orð fyrir stjórnarmönnum félagsins. Jóhannes Elíasson gat þess að Byggingasamvinnufélagið væri í mjög örum vexti. Frá stofnun hefði það látið byggja 223 íbúðir hér í bænum. Hefðu 70 þeirra verið í smíðum í fyrra. Nú er ver- ið að Ijúka við stærsta húsið sem félagið hefur látið byggja, 32 íbúða bygging að Kleppsvegi 8—16. Þá eru í sérstökum bygg- ingaflokki á vegum félagsins 180 íbúðir, en íbúðareigendur sjá þá sjálfir um smíði íbúða sinna, en lánamálin eru í höndum félagsins. Félagsmenn eru nú alls 635, en nú eru 403 þeirra komnir í sínar eigin íbúðir. Lán þau er félagið hefur tekið til húsbygginga á vegum þess nema alls um 33 milljónum kr. Eru þetta mjög hagstæð lán og greiðast hægt niður. f ár munu lánveitingar á vegum félagsins nema rúmum 6 milljónum, sagði bankastjórinn. Þegar byggingafélagið tók til starfa byggði það fyrst nokkur einbýlishús í Vesturbænum en á síðari árum hafa eingöngu ver- ið byggð fjölbýlishús með 2—4 herbergja íbúðum, og á þeirri braut mun áfram verða haldið, þar eð slík hús þykja heppilegust sagði hinn nýkjörni formaður félagsstj órnarinnar, en í stjórn- inni eiga auk hans sæti þeir: Pétur Jónsson, Bergur Óskarsson, Jóhann Hjörleifsson og Þorsteinn J. Sigurðsson, sem sagði' að þó menn væru í stjórninni af þrem pólitískum flokkum, hefði þar verið unnið án þess að hægt væri að setja nokkurn pólitískan stimp il á þau störf. Sveinbjörg Þórðardóttir ' frá Votmáia - Ö Dæm svo mildan dauða, Drottinn þínu barni. . . VONLAUSU stríði við þungbær- an sjúkdóm er lokið. Ljóst er, að í þeirri baráttu hlutu örugga staðfestingu þau trúarsannindi, er í bernsku voru numin við móð urkné, en voru síðan alla ævi, og um fram allt síðustu stundir lífsins, meginstyrkur í hverri raun. Þegar svo er farið, er dauð inn aðeins ávinningur. Almáttug föðurhönd leiðir barnið sitt þang- að, sem fyrirheit fölskvalausrar og einlægrar guðstrúar rætast. oOo Sveinbjörg Þórðardóttir var fædd að Votmúla í Sandvíkur- hreppi hinn 29. september órið 1905. Hún dó í sjúkrahúsi hér í bænum hinn 8. þessa mánaðar, langt fyrir aldur fram. Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Þórð ur Þorvarðarson frá Litlu-Sand- vík, og Anna Lafransdóttir frá Votmúla, en þau eru nú bæði látin. Sveinbjörg ólst upp í glöðum og prúðum systkinahópi á bernsku- heimili sínu, við ástríki og um- hyggju góðra foreldra. En er bernskuárin voru að baki, lágu sporin úr föðurgarði, því námfús hugur stóð til frekara náms, en heima í sveitinni gafst kostur á. Á þeim árum voru leiðirnar til skólagöngu engan veginn eins greiðar og nú. Oft reyndist því dvöl á góðu heimili ungu fólki holl og haldgóð undirstaða frek- ara náms. Og þannig var það, að er Sveinbjörg fór fyrst að heim- an, réðist hún til dvalar árlangt á heimili þeirra hjóna Magnúsar Th. Blöndal og frú Guðrúnar konu hans, að Lækjargötu 6B í Reykjavík. Dvöl hennar á því heimili leiddi til einlægrar vin- áttu milli Sveinbjargar og þess- arar fjölskyldu, er hélzt siðan, og leit Sveinbjög ævinlega á þessa vináttu sem dýrmæta gjöf sér til handa. Hún reyndist og þess- um góðu vinum sínum traustur og sannur vinur, svo sem greini- legast kom fram í umönnum henn ar fyrir aldurhniginni móður frú Kristjönu Blöndal, er langvinnur sjúkdómur leiddi hana til dauða. — Er fyrstu dvöl Sveinbjargar á heimilinu að Lækjargötu 6B lauk, sigldi hún til Danmerkur, og stundaði um eins árs skeið. nám við húsmæðraskólann í Sórey. — En hún hafði fullan hug á, að hagnýta sér dvöldina í Danmörku til að afla sér enn frekari þekk- ingar. Því vár það, að hún réði sig til starfa hjá fullkomnum dönskum skyrtuverksmiðjum, með það í huga, að kynna sér þessa iðngrein svo vel, sem kost- ur var, og flytja síðan með sér þá þekkingu heim til íslands. Sveinbjörg lagði hart að sér á þessum árum og hlífði sér hvergi. Tókst henni með frábærri atorku að afla sér staðgóðrar þekkingar á skyrtuframleiðslu, og auk þess að spara saman af lágu kaupi dálitla fjárhæð, er kom sér vel síðar, er afla skyldi nauðsyn- legustu tækja til skyrtugerðar á íslandi. — Er undirbúningur að stofnun Verksmiðjunnar Fram var hafinn árið 1935, kom í hlut Sveinbjarg- ar að leggja á ráðin um fram- leiðsluna, og kom nú sérþekking hennar í næsta góðar þarfir. Gerðist hún og í upphafi með- stofnandi Verksmiðjunnar Fram, og helgaði þessu fyrirtæki starfs- krafta sína upp frá því. Verða störf hennar á þessum vettvangi vart metin til sannvirðis, eink- um fyrstu árin, er þreyta þurfti fang við nær óteljandi byrjunar- erfiðleika. — Störf Sveinbjargar einkennd- ust af dugnaði og framúrskar- andi ósérhlífni, samfara ágætri verkþekkingu. Hún vildi hvers manns vandræði leysa, og sam- starfsfólki sínu var hún velviljuð og ráðholl. Get ég bezt borið vitni í þessu efni, þar sem við störf- uðum óslitið saman í fulla tvo áratugi. Nokkru eftir að Sveinbjörg kom heim frá Danmörku, gerðist hún þátttakandi í félagsstarfi K.F.U.M. og K. hér í bænum. Vann hún að þessum málum af þeirri einlægni, sem bjó með henni í svo ríkum mæli. — Um langt árabil kenndi hún börnum kristin fræði á vegum K.F.U.M. og K., og var orð á því gert, af hversu mikilli alúð og einlægni hún starfaði fyrir þessa ungu nemendur sína. Ég held, að Sveinbjörg hafi tæp lega sjálf gert sér fulla grem fyrir, hvað einmitt þetta starf hennar meðal barnanna var mik- ið að umfangi og árangursríkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.