Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. des. 1957 MORCUNBLAÐIÐ n BÓKAÞÁTTUR: ar og dag Francoise Sagan: Eftir ár og dag. Skáldsaga. 155 bls. Guðni Guðmundsson þýddi með leyfi höfundar. Bókarforlag Odds Björnsson- ar, Akureyri 1957. HÚN varð fræg í einu vetfangi skáldmærin unga, Francoise Sag- an, þegar hún sendi frá sér fyrstu skáldsöguna, „Bonjour Tristesse", fyrir þremur árum. (Bókin hiaut hið fáránlega nafn „Sumarást“ Francoise Sagan þegar hún kom út á íslenzku, en það mun ekki hafa verið þýð- anda að kenna). Menn hafa velt vöngum yfir ástæðu þess, hve frægðin var Sagan auðfengin. Varla gat það verið æska hennar, sem kom mönnum á óvart, því hún á skáldsystur í Frakklandi, sem hófu feril sinn miklu yngri en hún, ein þeirra var aðeins átta ára, þegar ljóð hennar voru á vörum manna víða um heim. Sennilega er helzta ástæðan til frægðar Francoise Sagan sú, að hún skrifar um efni, sem nú- tíminn virðist vera sólginn í, frjálsar ástir og hömlulaust kyn- líf. Að vísu er hún ekki jafnýtar- leg og Mykle í þessum sökum, en hún kom Frökkum eigi að síður á óvart, svo kynlega sem það kann að hljóma. Önnur ástæða og engu lítil- vægari er sú, að Francoise Sagan hefur með lífsháttum sínum og ritstörfum orðið eins konar tákn nútímaæskunnar, sem lifir fyrst og fremst fyrir hraðann, hætturn ar, ábyrgðarleysið og fífldirfsk- una. Bandaríski kvikmynda- leikarinn James Dean fórst í bíl- slysi og varð harmdauði flestum unglingum vestra. Hann var svip að tákn æskunnar, haldinn ein- hvers konar óþreyju eða æði, og nú er hann tilbeðinn eins og hálf guð — margir neita jafnvel að viðurkenna, að hann sé dáinn. Francoise Sagan hefur gert sér far um að lifa svipuðu lífi með þeim afleiðingum, að hún slapp naumlega úr bílslysi á þessu ári, og heimurinn stóð á öndinni, með an hún var að jafna sig. En frægð hinnar ungu skáld- konu er ekki einvörðungu að þakka glannalegum lifnaðarhátt- um. Fyrsta bók hennar sannaði, að hún kunni að skrifa. Hún hafði næman skilning á sálarlífi manna, knappan og lifandi stíl og lipra frásagnargáfu. Helzti veik- leiki hennar var sá, að söguþráð- urinn vildi vefjast fyrir henni, og hún gat ekki lýst sterkum til- finningum eða sýnt skáldleg til— þrif. „Bonjour Tristesse" er dálítið ósennileg saga á köflum, en margt í henni er bráðvel gert. Skáld- konunni lætur bezt að lýsa ytri viðbrögðum manna, enda hættir G. B. Silfurbúðin Guðjón Bernharðsson h.f. Laugaveg 55 Borðbúnaður Minjagripio* Tækif ærisg j af ir hún sér sjaldan undir yfirborðið. Hún á líka auðvelt með að skapa spennu og halda athygli lesand- ans. Önnur bók hennar, „Eins kon- ar bros“, var að sumu leyti betur gerð. Aðalpersónan, Dominique, er miklu sennilegri en Cecile í fyrri bókinni, en jafnframt hvers dagslegri. Báðar eru stúlkurnar á gelgjuskeiði, og báðar eru þær ástfangnar af eldri mönnum. Það virðist vera árátta hjá Sagan að lýsa slíkum samböndum, því hið sama gerist enn í þriðju bók henn ar, auk þess sem skáldkonan er sjálf sögð vera í þingum við mið aldra bókaútgefanda, sem hún hefur tileinkað bókina. Samabandi Dominique og Luc er lýst af mun meiri skarp- skyggni en sambandi Cecile við föður sinn. Dominique verður að horfast í augu við það, að mað- urinn, sem hún vill ná tök- um á og hafa vald yfir, rennur henni úr greipum, og hún verður ástfanginn af honum. Hún lærir að þjást, og það er mikil fram- för frá „Bonjour Tristesse“. En skáldkonan reynir ekki að kafa dýpra, og það er kannski góðra gjalda vert, meðan hana skortir lífsreynslu. ★ ★ ★ í þriðju skáldsögu sinni, „Eftir ár og dag“, færist Francoise Sag- an meira í fang. Þar tekur hún fyrir hóp af fólki, níu manns, og reynir að draga upp mynd af sam skiptum þess, ástarævintýrum, svikum og framhjátökum, árekstr um, heimilisáhyggjum, framtíðar draumum og baráttu. Hér sýnir hún sem fyrr ótví- ræða hæfileika til að lýsa hinum smáu atvikum lífsins og viðbrögð um manna við þeim. En hún á enn erfitt með að skapa sam- fellda söguheild, og allt fer í handaskolum hjá henni, þegar hún reynir að lýsa sterkum til- finningum, eins og t.d. í 9. kafla, þegar Bernard kemur heim til Nicole konu sinnar eftir tveggja mánaða fjarveru og framhjátök- ur og finnur hana nær dauða en lífi eftir barnsburð, en fóstrið hefur látizt. Hér rís skáldkonan engan veginn undir þunga at- burðarins. Segja má, að það sé í mikið ráðizt að lýsa lífi níu sundur- leitra einstaklinga í heilt ár á tæp um 150 blaðsiðum. Það verður varla gert að nokkru gagni nema af stórmeisturum. Enda virðist skáldkonan hafa gert sér grein fyrir þessu, því saga hennar er í rauninni ekki annað en svip- myndir úr lífi þessa fólks, oft skýrar og bráðsnjallar, en skortir dýpt. Margar athugasemdir henn ar sýna skarpskyggni og íhygli, og eínstaka setningar eru gull- vægar. Francoise Sagan er enn lítt þroskaður höfundur, þrátt fyrir frægðina og söluna á bókum hennar. Hún er enn „efnileg", en það getur hún tæplega haldið áfram að vera öllu lengur. „Eftir ár og dag“ er bezta bók hennar til þessa; hún hefur þar skapað nokkrar minnisstæðar persónur, t.d. Nicole, Béatrice og Jacques. En frægð hennar krefst beinlínis, að hún taki betur á, og það gerir hún vonandi í næstu bók, ef hjóna bandið slekkur þá ekki neistann! ★ ★ ★ Um íslenzku þýðinguna er það helzt að segja, að hún er fyrir neðan allar hellur. Francoise Sag- an kann að skrifa, hún er skemmtilegur stílisti, og þess vegna er það hörmulegt, að hún skuli fá slika útreið hjá íslenzka þýðandanum. Sumar setningar bókarinnar eru ekki aðeins illa þýddar, heldur beinlínis óskiljan Jegar. Ég gét ekki stillt mig um að koma með nokkur dæmi, gripin af handahófi, því af nógu er að taka. Á bls. 10 stendur þetta: „Bernard stóð hreyfingarlaus, þrumulostinn, óttaðist, að hún gæti sér til um, að það væri hann, óttaðist, að sér væri komið óvörum við að koma henni á óvart.“ Á bls. 16: „Maligrasse- hjónin neyddust til afreka í fjár- málum til þess að geta haldið samkvæmi sín. Innreið whiskys- ins í aldarháttinn hafði verið | reiðarslag fyrir þau“. Bls. 19: „Hann vildi tvennt: skrifa góða skáldsögu og, upp á siðkastið, Jósée.“ Bls. 27: „. . . ég veit ekki, hvort það er þessi spegilmynd af sjálfri mér, sem hann sendir mér, sem dregur mig að sér, eða fjarvera þessarar spegilmyndar eða hann sjálfur". Bls. 29: ....og andlitið afmyndaðist af eftirstöðvum gleði og vinsemdar, sem afskræmdust við að hverfa svo skyndilega." Bls. 50: „Þess vegna var það, að hún dró Alain Maligrasse, sem annars var reiðu- búinn til nokkurrar vitleysu eft- ir spekingslega útreikninga, inn á knæpu, sem kölluð var vera fyrir menntamenn". Bls. 57: „Allt hafði þetta mátt sjá fyrir. Bern- ard fannst, á meðan hann var að pakka niður, að allt líf hans hefði verið séð fyrir.“ Bls. 72: „Og svo lét hann vel að þessum langa líkama með sitt faiska örlæti, með uppgjafar látbragði, ofan á lakinu.“ Bls. 73: „Hún (frægðin) kemur fram einhvern daginn í verknaði, sem sá, er um ræðir, lítur á sem fyrirboða og birtist Béatrice sem tillaga André Jolyet, er var leikhússtjóri, matar smakkari og öðrum dygðum gædd ur.“ Bls: 108: „— Ég hef ekki flutt vegna margra stelpna." Bls. 112: „. . . það var endurkoma hins fyrsta óps, grátsins, þegar maður fæðist. Allt annað hafði verið flótti, viðbrögð, leikara- skapur.“ Bls. 120: „Hann gat ekki vitað, að þvert á móti átti hann hana of mikið skilið og það er heldur ekki afsakanlegt.“ Bls. 136: „Þarna liggja leiðindin við þessar miklu og bráðþroska ástríð ur eins og bókmenntaástríðuna; þær enda alltaf með því að fá mann í hendur smærri ástríðum, en fjörmeiri og hættulegri, af því að þær eru seinþroska." Ég hef þennan lista ekki lengri, enda mun lesendum þykja nóg komið. Svona vinnubrögð eru alls ekki afsakanleg með því, að þýð andinn hafi verið að reyna að ná sérkennilegum stíl höfundar í þýðingunni. Þetta er hreint ekki stíll skáldkonunnar og á lítið skylt við íslenzku. Sigurður A. Magnússon. Nýjasta skáldsagan eftir Frangoise Sagan Bók, sem sýnir alveg nýja hlið á hinum óvenjulegu og marglofuðu hæfileikum skáldkonunnar ungu, sem skrifaði bækurnar Sumarást (Bonjour Tristesse) og Eins konar bros. Verð kr. 78.00 í bandi. Bókaforlag Odds Björnssonar Frá Kotá til Kanada Jónas segir skilmerkilega frá lífi og atvinnuháttum norð- anlands um síðustu aldamót. Vestan hafs dvaldist Jónas í 25 ár og lýsir vel högum og störfum vesturfaranna. -— Þetfa er frásögn Vestur-íslendingsins Jónasar Stefánssonar, sem nú er búsettur á Akureyri. _____

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.