Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. 3es. 1957
MORGVNBT AÐIÐ
s
FRÁ S.U.S.
RITSTJÓRAR: JÓSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
Mörg aðkallandi verkefni bíða úr-
lausnar hjá Hafnarfjarðarbæ
Fullkomin hafnarmannvirki, aukin úfgerðr fjölgun iðnfyrirfækja, virkjun hifa-
orkunnar í Krísuvík, framkvæmdir í íþróffamálum og raunhæfar úrbæfur í
gafnagerð eru stærsfu verkefnin
HJÁ öllum bæjarfélögum þessa
lands liggja að jafnaði 'fyrir
margþætt verkefni, sem úrlausn-
ar bíða. Að sjálfsögðu er það
misjafnt, hversu vel hinum
ýmsu bæjarfélögum gengur að
koma málefnum sínum áfram og
hversu ágengt þeim verður í
uppbyggingarstörfum sínum. —
Veldur þar að sjálfsögðu miklu,
hver á málefnum bæjarfélagsins
heldur, svo og fjárhagsafkoma
íbúanna, sem undir flestum
kringumstæðum bera byrðarn-
ar af framkvæmdum bæjarfé-
lagsins með útsvörum sínum.
Því verður ekki neitað, að af-
koma þeirra kaupstaða, sem að
Faxaflóa liggja hefur verið mun
betri, en afkoma flestra annarra
gtaða landsins nú hin síðari ár.
Kemur þar margt til, en ekki
hvað sízt hin fengsælu fiskimið
Faxaflóa og næsta nágrennis við
hann. Aukinn útvegur hefur því
verið ein helzta lyftistöng kaup-
staðanna við flóann. Það hefur
því verið kappsmál fyrir þá
staði, að koma upp sem beztum
og öruggustum höfnum, enda
hafa stórbætt hafnarskilyrði bæt.t
mikið aðstöðu sjávarútvegsins nú
á síðari árum. Víða er þó við
ramman reip að draga í þessum
efnum. Mikið dýpi og skjóllítil
strandlengja hafa víða tálmað
framkvæmdum á þessu sviði.
Hafnarmálin
Á fáum stöðum hér á landi
munu vera betri skilyrði til að
byggja trausta og skjólgóða höfn,
en einmitt í Hafnarfirði. Álfta-
nesið og Hvaleyrin veita skjól á
báðar hliðar og inn í höfninni
sjálfri er ágætt dýpi. Hafnar-
fjörður var líka snemma mikill
útvegsbær, og enn þann dag í
dag byggir stærstur hluti íbúanna
hér afkomu sína á sjónum og
þeim afurðum er þaðan fást.
Að öllu þessu athuguðu
mætti því ætla, að bæjaryfir-
völdum Hafnarfjarðar hefði
orðið vel ágengt í hafnar-
framkvæmdum og að hér í
Hafnarfirði væru nú einhver
fullkomnustu hafnarmann-
virki landsins. Því miður hef
ur raunin orðið önnur á. Hér
í Iíafnarfirði vantar enn mikið
á til að hafnarskilyrði geti
kallast viðunandi, hvað þá
heldur meira.
Mikið verk er enn óunnið við
hafnargarðana til þess að þeir
geti kallast fullbúnir. Sjálft við-
leguplássið, bátabryggjurnar, eru
einnig mjög ófullnægjandi, en
þær eru báðar byggðar úr tré.
Eru og báðar bryggjurnar mjög
komnar til ára sinna, sú yngri
rösklega aldarfjórðungsgömul og
hin nokkru eldri. Hefur engin
bátabryggja verið byggð hér í
Hafnarfirði allan þennan tíma,
eða rösklega 25 ár. Má bezt af
því sjá, hversu hér er brýnna
aðgerða þörf. Engu að síður hef-
ur meirihluti bæjarstjórnar, sem
skipaður er kommúnistum og
Alþýðuflokksmönnum ekkert að-
hafzt í þessum málum allt þetta
kjörtímabil. Eru hér þó vissulega
á ferðinni verkefni, sem brýnnar
úrlausnar krefjast, og mun það
falla í skaut næstu bæjarstjórnar
að hefja framkvæmdir í málinu.
í fyrsta lagi þarf að ljúka við
byggingu hafnargarðanna. Þá
þarf að lagfæra bátabryggjurnar
og byggja nýjar. Sömuleiðis er
mjög nauðsynlegt að ganga fra
skipulagi hafnarinnar og þess
svæðis er að henni liggur. Þá
þarf einnig að skapa aðstæður
fyrir smábátana. Allar þessar
framkvæmdir við höfnina hafa
því miður dregizt úr hófi fram.
Er því lausn hafnarmálanna til
frambúðar eitt brýnasta verkefn-
ið, sem Hafnarfjarðarbær þarf
Árni G. Finnsson.
að leggja áherzlu á að leysa nú
í náinni framtíð.
Þótt útvegsbæ eins og Hafnar-
firði sé það mikið nauðsynjamál,
að eiga góð og örugg hafnarskil-
yrði, þá er ýmis önnur verkefni,
sem eru mjög aðkallandi.
Auka þarf útgerðina
Jafnhliða lausn hafnarmálanna
er nauðsyn á síaukinni út-
gerð frá Hafnarfirði. Bæta þarf
við vélbátaflotann. Sömuleiðis
þarf að fjölga togurunum. Sú var
tíðin að 10 togarar voru gerðir
út frá Hafnaríirði. Nú eru tog-
ararnir aðeins 6. Þessari óheilla-
þróun þarf að snúa við. Auka
þarf svo fiskiskipaflota, að fisk-
iðjuverum og hraðfrystihúsum
verði tryggt nægjanlegt hráefni,
en mjög brestur nú á, að fisk-
iðjuverin hafi nægilegan fisk til
að vinna úr.
Fjölbreyttari atvinnurekstur.
Virkjun hitaorkunnar
Eitt af mörgum óleystum verk-
efnum bæjarins er fjölgun at-
vinnuf yrirtæk j a.
Eins og stendur eru atvinnu-
vegir kaupstaðarins allt of fá-
skrúðugir og um of einhliða.
Það sem fyrst og fremst kem
ur tii greina við eflingu at
vinnuiífs Hafnarfjarðar er
aukinn iðnaður. Stofna þarf
fleiri iðnfyrlrtæki og sérstak-
lega að koma þar á fót verk-
smiðjuiðnaði í stærri stíl en
verið hefur.
Eiga auðlindir þær, sem Hafn-
arfjarðarbær á fólgnar í jarðhit-
anum í Krýsuvík áreiðanlega eft-
ir að verða mikil lyftistöng fyrir
aukinn iðnað í Hafnarfirði. Kem-
ur þar fyrst og fremst til greina
margvíslegur efnaiðnaður.
Hitaorkan í Krýsuvík felur
einnig í sér ýmsa aðra möguleika.
Má þar meðal annars nefna raf-
orkuframleiðslu. Erlendis, eink-
um á ítalíu, hefur hitaorkan mik-
ið verið virkjuð til framleiðslu
rafmagns. Síðast en ekki sízt er
hagnýting jarðhitans í Krýsuvík
fólgin í hitaveitu fyrir Hafnar-
fjörð. Kostnaður við slíka hita-
veitu er að sjálfsögðu mikill. Hef-
ur því einkum verið rætt um
framkvæmd hennar með sam-
starf við Reykjavík fyrir augum.
Er áætlað að í slíkri samvinnu
myndi hitaveita fyrir Hafnar-
fjörð kosta um 25 millj. króna.
Vonandi verður þess ekki langt
að bíða, að hafizt verði handa
við virkjunarframkvæmdir í
Krýsuvík. Þar bíða mörg verk-
efni úrlausnar, en því miður hef-
ur lítið raunhæft verið aðhafzt
í þessum málum allt þetta kjör-
tímabil.
íþróttamál
Þótt leggja beri áherzlu á að
tryggja atvinnulíf sérhvers bæj-
arfélags, þá þarf uppbygging ým-
issa félags- og menningarmála
ætíð að fylgjast að. Á þessum
vettvangi blasa mörg óleyst verk-
efni við. Skal hér aðeins drepið
lítillega á eitt hið nauðsynleg-
asta.
íþróttir og líkamsrækt hafa
jafnan verið í hávegum hafðai
hjá okkur íslendingum, enda höf-
um við bæði fyrr og síðar átt
marga afreksmenn á því sviði.
íslendingar hafa nú á síðari ár-
um varið miklum fjármunum til
að koma upp íþróttamannvirkj-
um víðsvegar um landið. Hafa
íþróttamenn okkar margsýnt það
innanlands og utan með afrekum
sínum, að þeir verðskulda sann-
arlega allt það, sem unnið hefur
verið í þessum málum.
Hafnfirðingar hafa oft átt á-
gætum íþróttamönnum á að
skipa. Hið frækna handknatt-
leikslið Hafnfirðinga (Fimleika-
félags Hafnarfjarðar) hefur get-
ið sér mjög góðan orðstír. 1
frjálsum íþróttum og knatt-
spyrnu eiga Hafnfirðingar einn-
ig ágætum mönnum á að skipa
Er knattspyrnulið Hafnfirðinga
„í Hafnarfiröi vantar enn mikiff á aff hafnarskilyrði geti
kallazt viðunandi.“
^JJeimir JJ. U.JJ. ^JJeflauíb
HEIMIR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna í Keflavík, hélt aðalfund
sinn sl. þriðjudagskvöld.
Kristján Guðlaugsson, form.
fráfarandi stjórnar, gaf skýrslu
um starfsemina á liðnu ári, en
að því búnu hófust umræður um
félagsstarfið, einkum með tilliti
til bæjarstjórnarkosninganna í
janúar. Voru fundarmenn ein-
huga um að heyja harða baráttu
fyrir kjöri Sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn, með því að reynslan
hefur sannað, að það er hags-
munum bæjarfélagsins fyrir
beztu.
Heimir mun í samstarfi við
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna halda héraðsmót þar syðra
í byrjun janúar nk. og ennfremur
hefur verið ákveðið að efna til
spilakvölda á vegum félagsins
reglulega í vetur.
í stjórn félagsins fyrir næsta
starfsár voru kjörnir þeir Krist-
ján Guðlaugsson, form., Ingvar
Guðmundsson, Margeir Sigur-
Hafnarfirffi vera um 950 me'tr-
ar. Samsvarar þaff því, aff um
15 sentimetrar séu á hvern
íbúa aff meffaltali. í Reykja-
vík er samanlögff lengd
steyptra gatna effa malbikaffra
hins vegar um 50 kíiómetrar,
effa hlutfallslega um sex sinn-
um lengri á hvern bæjarbúa.
Þá eru gangstéttir meðfram
götum næsta óþekkt fyrirbæri
hér í bæ. Hér þarf því vissu-
lega að bæta um. Þarf Hafnar-
fjarðarbær hið bráðasta, að eign-
ast stórvirkar vinnuvélar í gatna-
gerð. Má víða án allt of mikils
tilkostnaðar bæta mikið það á-
stand, sem nú er ríkjandi í þess-
um málum, enda hefur lítið verið
um framkvæmdir á þessu kjör-
tímabili.
Mái, sem kosiff verffur um
Ýmis fleiri verkefni, sem nauð-
synlegt er fyrir Hafnarfjarðarbæ
að leysa á næstunni, hefði verið
ástæða til að drepa á hér á þess-
um vettvangi, en það skal látið
ógert um sinn.
Eftir um það bil einn og hálfan
mánuð munu Hafnfirðingar, eins
og aðrir landsmenn, sem í kaup-
stöðum búa, ganga að kjörborð-
inu til að velja stjórn bæjarins
til næstu fjögurra ára. Ekki þarf
að efa, að þau mál, sem hér hef-
ur verið getið, munu verða ofar-
lega á baugi í hugum Hafnfirð-
inga í þeim kosningum.
Hafnfirðingar hafa af langri
reynslu kynnzt hug Alþýðu-
flokksins til allra þessara mála,
er hann fór hér einn með meiri-
hlutavald í bæjarstjórn samfleytt
í 28 ár. Hafnfirðingar hafa einnig
á því kjörtímabili, sem nú er að
líða, kynnzt sameiginlegum úr-
ræðum, eða réttara sagt úrræða-
leysi, kommúnista og Alþýðu-
flokksmanna í þessum málum.
I rúma þrjá áratugi hafa Sjálf-
stæðismenn hins vegar verið í
minnihluta í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar. Engu að síður hafa
þeir háð harða baráttu fyrir fram
gangi ýmissa nauðsynjamála fyr-
ir bæjarfélagið. Ber barátta
þeirra fyrir hafnarframkvæmd-
um þó hæst af þessum málum.
Sjálfstæðismenn hafa tekið ótví-
ræða afstöðu með öllum þeim
málum, sem hér hefur verið get-
ið um.
Munu Sjálfstæffismenn og
leggja áherzlu á lausn þessara
verkefna fái þeir meiri-
hlutaaðstöffu í bæjarstjórn
Hafnarfjarffar í kosningunum
í janúar í vetur.
Hafnfirðingar vita því gjörla
hvers þeir mega vænta í málefn-
um bæj arfélagsins, veiti þeir
Sjálfstæðismönnum brautargengi
björnsson, Páll Axelssön og Sig- * kosningunum.
nú eitt af 6 liðum sem leika í
I. deild.
Því miður verður það ekki
sagt, að bæjaryfirvöldin hafi skap
að þessum áhugasömu mönnum
viðunandi aðstæður til að iðka
íþróttir sínar, né á annan hátt
greitt götu þeirra sem skyldi.
Hafa íþróttamenn orðið að notast
við fimleikahús barnaskólans. En
það hús er, á okkar tíma mæli-
kvarða, mjög lítið, enda mun það
vera komið nokkuð á fertugsald-
ur. Þá vantar hér einnig góðan
knattspyrnuvöll og íþróttasvæði
fyrir þá, sem frjálsar íþróttir
stunda. Bygging iþróttahúss er
þó mest aðkallandi fyrir hafn-
firzkt íþróttafólk í dag. Hefur
það nú hóð óralanga baráttu fyrir
byggingu þess ,en því miður hef-
ur sú barátta enn ekki borið
tilætlaðan árangur. Hér sem víðo
annars staðar er úrbóta þörf.
Mun þess nú vonandi ekki langc
að bíða úr þessu, að nýtt og mynd
arlegt íþróttahús rísi hér í Hafn-
arfirði.
Þörf umbóta í gatnagerff
Einn er sá þáttur almennra
framfara, sem nokkuð hefur ver-
ið látinn setja á hakanum af bæj-
aryfirvöldum Hafnarfjarðar. Er
það fullkomin og varanleg gerð
gatna. Því verður ekki neitað, að
hér í Hafnarfirði eru erfiðar að-
stæður til gatnagerðar. En það
eitt nægir ekki til að afsaka að-
gerðarleysi, sem ríkt hefur í þess-
um málum. Mjög lítið hefur ver-
ið gert af því að steypa götur og
malbika.
Mun samanlögð lengd þeirra
gatna, sem steyptar eru hér í
Krislján Gufflaugsson
urður Eyjólfsson; varastjórn
skipa Agnar Áskelsson, Sigurður
Steindórsson og Valgeir Sigurðs-
son.
En Hafnfirðingar vita líka vel
hvers vænta má af Alþýðu-
flokknum og kommúnistum, þeim
Framh. á bls. 23.