Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.12.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. des. 1957 MORCTJMiLAÐlÐ Hannes Hafstein Guðmundur Finnbogason Magnús Helgason Jón Þórarinsson Jakob Kristinsson Gunnar Thoroddsen, borgarstj. Breytt Tiðhorf ó hólfri öld MEÐ GJÖRBREYTTUM atvinnu- og lifnaðarháttum Islendinga á tuttugustu öld hefur einnig orðið gjörbreyting á uppeldi og kennslu barna og unglinga. 1 stað þess að heimilin höfðu áður með höndum'alla hina fyrstu kennslu, hafa skólarnir tekið við. 1 byrjun aldarinnar vai mönn- um það í sjálfsvald sett, hvaða menntun unglingarnir hlutu. Nú hefur í 50 ár verið skólaskylda í lögum hér á landi. Þessar breytingar hafa leitt til þess, að uppfræðing barna og ungl inga er orðin almennari. En jafn- framt leggja þær miklar skyldur og fjárhagsbyrðar á hið opinbera, ríki og sveitarfélög. Meginverk- efni hins opinbera er annars veg- ar að tryggja fulinægjandi kennslukrafta og skapa aðstöðu til þess að kennarar séu vel undir starf sitt búnir, — og hins vegar að byggja og reka skóla. Húsnæði Kennaraskóla íslands er fyrir lör.gu orðið ófullnægjandi með öllu. Bygging nýs skólahúss hefur verið all-lengi í undirbún- ingi. Fé hefur verið veitt í fjár- lögum til þessarar byggingar, og er nú nokkuð á aðra milljón hand- bært til hennar. Stór lóð var veitt af bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1952 til byggingar kennaraskóla og annara nauðsynlegra húsa í eambandi við hann. Bygging skólahúsa er hið mesta vandamál, þar sem fólks- fjölgun er jafnmikil og í Reykja- vík. Fjölgun skólaskyldra barna er nú meiri hlutfallslega heldur en hin almenna fólksfjölgun. Þó ð fjölgun íbúa Reykjavíkur sé nú árlega um 2—3% af íbúatölunni, er fjölgun skólaskyldra barna um 4%, og skólaskyldra unglinga um 14% á ári, en fjölgun skólaskyldra barna og unglinga í heild um 7%. Á s.l. vetri var gerð áætlun um það, að í nokkur næstu ár þyrfti að byggja árlega 25 almennar kennslustofur hér í bæ, auk sér- kennslustofa, fimleikahúsa og fleira. — Tók bæjarstjórn Reykjavíkur þá ákvörðun á s.l. vetri að vinna að framkvæmd slíkrar áætlunar.. Á þessu ári verða 26 kenr slustofur teknar í notkun. Enginn mun ætlast til þess, að verði numið í skóla. Margt er það, sem hvergi er unnt að læra, nema í skóla lífsins, skóla reynslunnar. Þrennt er það, sem leggja verð- ur, að mínu viti, megin áherzlu á að kenna og innræta æskulýðnum í skólum landsins. Hið fyrsta er að veita almenna fræðslu og þekkingu, nauðsynlega undirbúningsmenntun fyrir hvern manh, hvaða starf sem hann byggst að takast á hendur. Hið annað er að þroska rök- rétta hugsun og skilning nemenda. Til þess eru margar námsgreinir vel fallnar. Þó að sumir nemend- ur líti hor .auga t. d. stærðfi-æði málaráðherra, Einar Arnórsson, 7 manna nefnd í samræmi við fyrrgreinda þmgsáiyktun. Ef lir tæp 2 ár hafði „skóiamálanefnd- in“ gengið frá og afhent ráð- herra 4 lagafrumvörp, þ e. um skólakerfi og fræðsluskyldu, um fræðslu barna, um gagnfræða- nám og um menntaskóla. Rúinu ári síðar afhenti nefndin ráöu- neytinu 3 frumvörp, þ. e. um menntun kennara, um hús- mæðrafræðslu og um iðnskóla. Öll þessi frumvörp urðu að lög- uin, án stórvægilegra breytinga, ílf-st árið 1946. Meginatriði laganna um skóla- kerfi og fræðsluskyldu eru þessi: 1) Markaðar eru útlínur um skipan og hlutverk skólanna hér á landi. 2) Fræðsluskylda er ákveðin fyrir börn og unglinga á aldrinum 7—15 ára, en . , Við Miðbæjarskólann og málfræði, þá mun það dómur flestra uppeldisfræðinga, að þess- ar greinir miði mjög til þess að þroska rökvísi og skilning nem- enda. I þriðja lagi þarf að þroska hugarfarið, glæða góðvild og rétt- lætiskennd. Það er ofar öllu öðru að hlýða rödd samvizkui.r.ar. Kennsla í kristnum fræðum er þar hinn bezti lærdómur og lexía, og það þarf að 'eggja enn meiri áherzlu á þau fræði en gert hefur verið. Því að eins og skrifað stend- ur: Hvað mun það stoða manninn, þótt hann eignist allan heiminn, allt sem læra þarf á lífsins leið, en fyrirgjöri sálu sinni? Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri Skókloggiöiin 1946 og helzta bieytugar faá fyrtri lagaákvæðam Á ALÞINGI 1941 var samþykkt ur um skipun þeirra, þar sem svofelld þingsályktun: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa milliþinga- nefnd skólafróðra manna til þess að rannsaka kennslu og uppeldis- mál þjóðarinnar og gera tillög- stefnt sé að því að gera skólana sem hagfelldasta, samræma skólakerfði, ákveða betur en nú er starfssvið hinna ýmsu skóla og sambandið þeirra á milli“. Sumarið 1943 skipaði mennva- heimild veitt til þess að lengja hana eða stytta um 1 ár, ef aðstæður mæla með því. 3) öllum nemendum er tryggð ókeypis kennsla í öllum skól- um, sem kostaðir eru að meiri hluta af almannafé og geti fræðsluskyldur nemandi ekki stundað nám sökum fjár- skorts, skal veita honum styrk til þess af almannafé. 4) Nánari ákvæði um fram- kvæmd fræðslu, skipan skóla hvers stigs og fjárframlög ríkis og sveitarfélaga til skóla halds skulu sett í lögum og reglugerðum fyrir skóla hvers stigs. Lög þau, er áður getur um fræðslu barna, gangfræðanám, menntaskóla og sérskóla, eru í samræmi við þann rúma ramma, er lögin um skólakerfi og fræðsiu skvldu ákveða. Meginhlutverk skólanna er sett fram í stuttu máli. Um þetta segir svo í lögum um hlutaðeig- andi sk.óla: Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nem- enda sinna, hjálpa þeim til þess að öðlast heilbrigð lífsviðhorf og hollar lífsvenjur, ve.a á- verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tiisögn í lögskipuðum náms greinum, hverjum eftir sínum þro.-Ka. Tilgangur gagnfræðanámsins er sá að efla andlegan og líkam- legan þroska unglinga, veita þeim lögboðna fræðslu, búa þá undir framhaldsnám í menntaskólum, sérskólum og sérfræðinám- skeiðum og undir ýmis störf, sem krefjast góðrar almennrar menntunar. Það er mai-kmið menntaskól- anna að efla þroska nemenda sinna, veita þeim framhalds- nám að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám. I lögum skólanna er ákveðið, hvaða námsgreinar skuli kénna þar, en um námsefnið sjálft, prófkröfur o. þ. h. skulu sett ákvæði í námsskrám eða reglu- gerðum. Lögin sjálf veita mikið frelsi í þessum efnum, og er ár- angur námsins því að mjög miklu leyti undir kennurunum komið og aðstöðu þeirra til sfarfa. Hér hefur verið greint frá meginkjarnanum í „nýju fræðslu lögunum“. Ákvæði laganna um stjórn skólanna, kennara, fjár- mál o. fl. eru atriði, sem stuðla að því, að skóladvöl nemenda geti komið sem bezt að tilætluð- um notum. Helztu breytingarnar, sem síð- asta skólalöggjöf gerði á eldri lögum eru þessar: 1) Skólakerfið er samræmt, og auðveldar það nemendum að flytjast milli skóla. 2) í stað skólaskyldu frá 7—14 ára aldurs kemur fræðslu- skylda frá 7—15. ára með heimild til þess að lengja hana eða stytta um eitt ár. 3) Barnaskólanám styttist um 1 ár — þar sem fræðsluskylda er til 15 eða 16 ára, en þar í stað koma 2—3 ár í einhverj- um skóla á gagnfræðastigi. 4) Skólar gagnfræðastigsins greinast í bóknámsdeild og verknámsdeild, eftir því, á hvort námið er lögð meiri áherzla. Verklegu námi er með þessu meiri sómi sýnd- ur en áður. 5) Menntaskólar verða 4ra ára skólar i stað 6. Gagnfræða- deildir þeirra leggjast niður. Inntökupróf við menntaskól- ana eru afnumin, en nemend- ur, sem ljúka miðskólaprófi með ákveðinni lágmarkseink- unn, fá rétt til náms í mennta- skóla, hvar sem þeir taka prófið. 6) Þátttaka ríkissjóðs í stofn- kostnaði og rekstri flestra al- mennra skóla er aukin. M. a. fá kaupstaðir styrk til skóla- bygginga, og ríkissjóður end- urgreiðir 14 rekstrarkostnað- ar barnaskóla — en það var ekki áður. Veittur er styrkur úr ríkissjóði til kaupa og rekstrar skólabíla, þar sem það þykir henta. 7) Allir fastir kennarar verða embættismenn ríkisins og taka laun úr ríkissjóði sam- kvæmt launalögum. 8) Heimild er veitt til þess að veita kennurum eins árs orlof með fullum launum eftir a. tn. k. 10 ára starf, til þess að þeir geti aukið menntun sína og kynnt sér skolamál. 9) Ráða skal sérfróðan lækni sem skólayfirlækni, er hafa skal umsjón með heilbrigðis- eftirliti og hollustuháttunj skóla og iþróttastarfsemi. Ýmislegt fleira mætti telja, en hér skal látið staðar numið. Skólalöggjöfin 1946 markaði tímamót í skólamálum landsins. En fyrstu lögin um íræðslu barna, sem sett voru 1907, munu þó hafa valdið enn meiri breyt- ingum frá því, er áður var, held- ur en þau lög gerðu, sem síðan hafa verið sett um sama efni. Það er fyrir löngu viðurltennt, að þeir, sem unnu að undirbún- ingi og setningu fræðslulaganna 1907, hafi innt af hendi merki- legt og heilladrjúgt starf. Margt af því, sem þá var lögfest, hefur haldizt lítið breytt allt til þessa dags. Pálmi Jósefsson, skólastjóri Fiæðslalogin 1936 SETNING fyrstu fræðslulaga hér á landi 1907 mun ætíð verða tal- inn einn af merkustu áföngum í menningarmálum þjóðarinnar. Með þeim lögum var lagður grundvöllur að skipulegri fræðslu allra barna á aldrinum 10—14 ára. Fátækt og umkomuleysi skyldi ekki lengur hamla því, að hver verðandi borgari þjóðfélags- ins fengi nokkra fræðslu. í kjölfar fræðslulaganna fylgdi stofnun Kennaraskólans. Ráða- mönnum þessara mála var ljóst, að viðunandi framkvæmd fræðslulaganna varð að byggjast á sérmenntaðri kennarastétt. í því nær tvo áratugi voru þessi fyrstu fræðslulög óbreytt, en eftir því sem lengra leið urðu sífellt þær raddir háværari, eink- um meðal kennara að mörg heim- ili ræktu ekki nægilega þá skyldu sem lögin lögðu þeim á herðar að skila börnunum læsum við tíu ára aldur, þegar skólaskyldan hófst. Enda höfðu skeð áhrifa- miklar breytingar í þjóðlífinu á þessu tímabili. Sveitaheimilin höfðu orðið fámennari en íbúa- fjöldi kaupstaða og sjávarþorpa aukizt að sama skapi. Þeim heim- ilum fór því sífellt fjölgandi, sem voru alls ófær til að uppfylla skyldu fræðslulaganna. Samband ísl. barnakennara beitti sér mjög fyrir því, að úr þessu yrði bætt. Árið 1926 er því sú breyting gerð á fræðslulögunum, að fræðsluhéruðunum er veitt heim- ild til að færa skólaskylduna niður. Heimild þessi var víða not- uð í kaupstöðum og þorpum. Hér var ekki staðar numið held ur var unnið ötullega að frekari endurbótum og framförum á þessu sviði næstu árin. Fyrsta námsskrá fyrir barna- skóla hér á landi var sett 1929. Frh. n bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.