Morgunblaðið - 17.12.1957, Page 6

Morgunblaðið - 17.12.1957, Page 6
6 MORCVNTtT 4ÐIÐ Þriðjudagur 17. desember 1957 Lagt á „reiðskjótann“ fyrir Parísarfundinn VIÐFANGSEFNI Á PARÍSARFUNDINUM I^UNDURINN í París 'var j settur í gær og er fylgzt með honum af hinni mestu athygli um allan heim. Mikið hefur verið rætt og rit- að um fund þennan að undan- förnu og ýmsum getum verið að því leitt, hver árangurinn munai verða. Sumir stjórnmálaritarar hafa verið heldur svartsýnir og hafa talið að niðurstöðurnar á fundinum mundu hvergi nærri verða eins þýðingarmiklar, eins og boðað hefur verið. Hvernig sem þetta verður, þá er hitt þó víst að mörg mjög þýðingarmikil mál verða rædd á fundinum. Almennt er álitið að Eisen- hower Bandaríkjaforseti muni bera hita og þunga dagsins í sam- bandi við fundinn. Talið hefur verið, að hann hafi undirbúið sameiginlega stefnuyfirlýsingu Atlantshafsþjóðanna, sem verði lögð fyrir fundinn. Sé þar um að ræða eins konar endurskipun á samstarfi landanna og verði nú lögð miklu meiri áherzla á það en áður, að sameina krafta þeirra, bæði á hernaðarsviðinu og eins varðandi fjármál og efna- hagsmál. Eitt af því, sem taliö er að mest muni verða rætt á Parísarfundinum er spurningin um eldflaugastöðvar til varnar í Evrópu. Talið er að Bandaríkin muni bjóða öllum bandalagsþjóð- unum að leggja þeim til slík vopn og sé öllum frjálst að hafna því boði eða taka því. Talið er að af- staða hinna ýmsu landa í þessu efni sé nokkuð misjöfn. Franska utanríkisráðuneytið hefur nýlega látið í Ijós, að Frakkland vilp fá eldflaugar frá Bandaríkjunum og muni samþykkja, að stöðvar verði reistar á franskri grund þar sem hægt sé að skjóta slík- um eldflaugum. Að Parísarfund- inum loknum verði nánara sam- komulag gert við Bandaríkin um þessi efni. Talið hefur verið, að ítalir væru einnig sama sinn- Yngsti töframaður gamallar skáldkynslóðar, Ljóðasafn Steins Steinair V Ferð án fyrirheits“ er óviðjafnanleg jólagjöf handa ungu fólki. Kr. 145,00,— í fallegu bandi. Um Ijóðasafn Steins segir einn heiðarlegasti bókmennta- gagnrýnandi þessa lands, fyrr og síðar, Kristján Alberts- son, nýlega hér í blaðinu: „Um Stein Steinarr hefur víst aldrei verið skrifað sem vert væri, og verður ekki reynt hér. Heildarútgáfa af ljóð- um hans, Ferð án fyrirheits, þar sem síðasta hönd er lögð á sum kvæðin, er bókmenntalegur viðburður. Eftir að skáld íslands höfðu í þúsund ár sótt kraft og kyngi í allan orðaforða tungunnar, ungan sem fyrndan, kom þessi yngsti töframaður gamallar skáldþjóðar, og sagði dýpstu hluti á einfaldasta máli, sem hugsazt gat — einna líkustu máli heilagrar ritningar. Röddin sjaldan brýnd, lítið um stellingar til að ná sem hæstum tónum. Flest líkast hend- ingum settum á blað óhátíðlega, af því að skáldinu duttu þær í hug, á leið niður götuna, eða við kaffibollann á Hressingarskálanum. Allt hefur eins og stigið ósjálfrátt upp úr djúpi hugans. Allt er eintal sálarinnar, í kyrrlátri einsemd, eða harðri, stórlátri, ótilfinningasamri einangr- un. Með Steini Steinarr fæðist nýr skáldskapur á Islandi. Sem dæmi upp á meistaraverk, ólíkt öllu sem áður hefur verið ort á tungu okkar, vil ég nefna kvæðið: I draumi sérhvers manns er fall hans falið“. Gefið vinum yðar ljóðasafn Steins í jólagjöf. Unuhús, HelgafelB, Veghús 7 S I M I: 16837. is. Þeir mundu vilja fá eld- flaugavopn og Ijá land undir skotstöðvar. Hins vegar er talið að Vestur-Þjóðverjar muni ekki vilja taka á móti eldflaugum og kjarnorkuvopnum, eins og nú stendur. Áður en Adenauer kansi ari fór á fundinn, var almennt talið í Bonn, að stjórnin væri á- kveðin í því að leyfa ekki, að svo stöddu, að Atlantshafsbanda- lagið setti upp stöðvar fyrir kjarnorkuvopn og eldflaugar á þýzku landi. ★ Á undan Parísarfundinum hafa farið fram miklar umræður milli hernaðarsérfræðinga banda- lagsins um ýmis mál. Herforingj ar bandalagsins hafa látið í ljós ýmsar óskir í þessu efni. Meðal annars vilja þeir, að öll 14 lönd- in, sem eru utan Ameríku, sam- hæfi radarstöðvar sínar, svo að þær nái sem bezt saman og sé allt radarkerfi landanna sett und- ir eina stjórn. Ennfremur verði komið upp nýju og fullkomnu aðvörunarkérfi fyrir alla Evrópu svipað því, sem Bandarikja- menn og Kanadamenn hafa norð- arlega í Ameríku. Þá hafa her- foringjar bandalagsins einnig óskað eftir því að flugfloti NATO og loftvarnakerfi verði sett und- ir eina stjórn. Og loks er talið að herforingjarnir vilji að al- mennar varnir meðal borgara landanna verði samhæfðar og einnig látnar lúta einum stjórn- anda. Ekki er talið, að öll banda- lagslöndin séu reiðubúin til að fara algerlega að vilja herfov- ingjanna í þessu efni og er skýrt frá, að til nokkurra átaka hafi komið á fundi út af þessum mál- um milli Norstad yfirhershöfð- ingja og fulltrúa ýmissa þátttöku ríkjanna. Eins og kunnugt er, hefur Bulganin forsætisráðherra Rússa sent ýmsum bandalagsþjóðunum bréf nú að undanförnu. Svipuð bréf hafa verið send áður og eru í þeim bæði fögur orð og jafn- framt hótanir. Bulganin varar þjóðirnar við að taka á móti eldflaugum og kjarnorkuvopnum og lætur í það skína, að Rússar muni vægðarlaust gera kjarn- orkuárás á hvert það ríki, ef til styrjaldar kemur, sem hafi slík vopn á landi sínu. Jafnframt hefur svo Bulganin komið fram með uppástungu um, að komið verði upp svæði í Mið-Evrópu. þar sem engin kjarnorkuvopn séu og verði allur her, annað hvort stórminnkaður á því svæði, eða algjörlega fluttur burt. Á þetta svæði að ná yfir Vestur- og Austur-Þýzkaland, Pólland og Tékkóslóvakíu. Eru tillögur Bulganins um sumt ekki alveg ósvipaðar uppástungum, sem Bandaríkjamaðurinn Kennan kom fram með í útvarpsræðum sínum fyrir nokkru og getið hef- ur verið um áður hér í blaðinu. Bréfin eru auðsjáanlega send í þeim tilgangi að hafa áhrif á þjóðirnar fyrir Parísarfundinn. en ekki er talið að neitt nýtt komi fram í bréfunum. ★ Þrátt fyrir hótanir Rússa, telja margir að verulegur skriður komist nú á hervæðingu í Evrópu á sviði eldflauga og kjarnorku. Sumir hafa sagt, að Parísarfund- urinn mundi síðar verða kallað- ur eldflaugafundurinn. Óttinn við yfirburði Rússa á sviði hinna nýju eyðingatvopna er hér að verki. Atlantshafsþjóðunum finnst þær nú vera orðnar veik- ari fyrir en áður var og vilja fyrir hvern mun styrkja aðstöðu sína á ný. Sumir spá því, að af- leiðingar fundarins verði stór- aukin hervæðing meðal At- lantshafsþjóðanna austanhafs og vestan. Hvað úr þessu verðui mun svo sjást að Parísarfundin- um loknum, en hann stendur í þrjá daga. Dímmt þnr sem rníljósin vnntnr MYKJUNESI, 10. desember — f nóvembermánuði var hér ein- muna veðurblíða. Hlítt í veðri en oft allmikil rigning. En nú hefur breytt um veður, kólnað og kominn nokkur snjór. Ekki er það þó meira en svo að hag- ar eru fyrir fé og vegir allir vel færir. Annars eru nú allir að byrja að gefa fé, enda kominn sá tími, hvernig sem tíðarfarið er. Flestir eru þó búnir að hafa lömb við hús um nokkurn tíma. Enda þótt nóvembermánuður væri mildur þá fylgdi honum mikið myrkur, svo mikið suma daga að varla var vinnubjart í húsum inni nema við ljós. Slíkt kemur ekki að sök þar sem raf- magn er fyrir hendi, en það minn ir á að margir bíða ennþá eftir þeim þægindum! Og sorglega fjölgar þeim hægt býlunum, er fá rafmagnið. Er hætt við að enn eigi það langt í land að raf- orkan komist inn á öll þau heimili, er sjálfsagt verður að telja að verði þess aðnjótandi. Það er staðreynd að fyrir utan hin margháttuðu þægindi er raf- magnið veitir, þá hverfur skamm degið að mestu leyti fyrir mætti þess. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum urðu þrír stórbrun- ar í haust hér á tiltölulega litlu svæði. I öllum þessum brunum varð mjög mikið tjón og sums staðar án^teljandi bóta, vegna lágra trygginga. Hér í Rangár- vallasýslu hafa ekki verið nein- ar brunavarnir fram að þessu. Er það vitanlega óviðunandi. Þyrftu að vera fullkomin slökkvi tæki staðsett í báðum þorpun- um, Hellu og Hvolsvelli, þannig að hægt væri að grípa til þeirra fyrirvaralaust hvenær sem á þyrfti að halda. í báðum þessum stöðum er góð aðstaða í sam- bandi við bifreiðaverkstæði til að hafa nauðsynleg tæki í lagi og kunnáttumenn til að fara með þau. Sýndist eðlilegt að trygg- ingarfélögin, Brunabótafélagið og Samvinnutryggingar, bæru stofnkostnaðinn, því mestu varð- ar að slökkva eldinn áður en hann eyðileggur allt er hann get- ur náð til og sýnist því að trygg- ingafélögin eigi þar mikilla hagsmuna að gæta. ★ Nú eru menn að búast við vetr- inum þá og þegar. Enginn veit hvernig hann verður því fram- tíðin er alltaf sama óráðna gát- an, sem betur fer, enda hefði eng- inn gott af að vita mikið um hið ókomna. En hvernig svo sem veturinn verður eru menn yfir- leitt vel undir hann búnir hvað fóður fyrir fénaðinn snertir. Og brátt líður að því að sólin hækk- ar göngu sina á ný. Þannig renn- ur tíminn hjá, eða réttara sagt, þannig berumst við áfram. Og verkefnin eru óþrjótandi. —M. G. shrifar úr dagiega lífinu Rokið í Reykjavík ÞAÐ fór illa fyrir Velvakanda á sunnudaginn. Hann hafði hugsað sér að skreppa með son sinn til að líta í búðargluggana. Þeir héldu reyndar af stað út í rokið og komust niður í Austur- stræti, en þar vaiö yngri mann- inum svo kalt, að hann heimtaði að fara heim aftur — strax. Þess vegna getur Velvakandi ekkert um það sagt, hvernig jólavarning urinn leit út á þessum degi, sem sennilega hefði átt að vera aðal gluggaskoðunardagur ársins. i Sýningarsalurínn gerist pólitískur GÆRMORGUN átti Velvak- andi leið um Hverfisgötuna og leit þá m.a. í glugga á Sýn- ingarsalnum í Alþýðuhúsinu. Þessi salur var opnaður ekki alls fyrir löngu, þar eru á boðstólum ýmsir listmunir og myndlistar- menn eiga þess kost að sýna þar verk sín. Hafa margir notfært sér það og komið myndum sínum þar fyrir um nokkurra daga skeið al- menningi til athugunar. Þessi starfsemi mun hafa þótt merk og lofsverð, en eitthvað virðist nú vera farið að slaka á kröfunum til listræns gildis þess, sem salur inn tekur að sér að kynna. í sýn- ingarglugganum er þessa dagana mikil áróðursútstilling, ætluð til að hvetja fólk til að kaupa kín- verskt myndablað, sem nefnist Kína byggir upp. Þetta er skraut- legt blað og e.t.v. gott áróðurs- rit frá sjónarmiði kommúnista, þó að það sé vafalaust léleg heim ild um Kína. Og víst er það, að Sýningarsalurinn við Hverfisgötu hefur nóg önnur og skárri verk- efni en að reyna að skrökva meiru að íslendingum en þegar er búið að gera um eðli hins kommúniska þjóðfélags. Með öðrum orðum, þessi gluggasýn- ing er salnum til skammar. Hermann sefur enn FORSÍÐU Timans í fyrradag er birt smellin teiknimynd, sem Tíminn segir að sé úr Alge- meen Handelsblad í Amsterdam. Sýnir hún rússneskt gervitungl upp á himinum, og er það útlits eins og vekjaraklukka. Niðri á jörðinni eru þeir, sem vaknað hafa við hringingu klukkunnar: forráðamenn Atlantshafsríkj- anna.Þeir eru saman komnir í París og ætla að fara að ráða ráðum sínum um það, hvað nú skuli til brags taka í tilefni af rússneskum gervimánum og öðr- um ófögnuði. Ýmsir eru heldur illa vaknaðir, Bretinn geispar ósköp mæðulega og Bandaríkja- maðurinn er með axlaböndin á hælunum og að smeygja sér í skyrtuna. Til glöggvunar er greini lega skráð á hverja mynd, hvaða land þar sé á ferð. Eru öll Atlants hafsríkin sjáanleg, nema eict. Teiknarinn hefur sem sé ekki sett Harmann á myndina. Má vera, að hann viti sem er, að Hermann er enn ekki vaknaður til þess raunveruleika, sem Atlantshafs- fundinum í París er ætlað að fjalla um. Og það er vissulega óvenjuleg og skemmtileg tilbreyt ing, að Tíminn skuli allt í einu vera farinn að gera „pent grín“ að sterka manninum. Sér á, að nú er maðurinn frá Akureyri ekki lengur einn í ristjóraher- berginu en Þórarinn kominn úr ' Vesturvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.