Morgunblaðið - 17.12.1957, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. desember 1957
Sannleikurínn um
Ef tir
GEORGES
SIMENON
Þýðing:
Jón H. Aðalsteinsson
24.
(Béle 2),
on^e
dreyma, og hún vissi ekki hvað
hann dreymdi. Hún gat ekki einu|
sinni vitað hvað nann hugsaði eft-
ir að hann opnaði augun.
„Héðan af munum við alltaf
húa saman. ...“
Hún hafði séð tvær manneskjur
búa saman, föður sinn og móður
sína. Hún hafði verið vitni að
hjónabandi þeirra, og allt að því
samsek.
„Lofaðu mér því að vera alltaf
hreinskilinn við mig, hvað svo sem
fyrir kann að koma“.
Hann bylti sér aftur órólega
milli rakrá rekkjuvoðanna.
„Til hvers er að brjóta heilann
um alla skapaða hluti?“ hafði Je-
anne sagt svo heimspekilega i hálf
rökkrinu.
„Við gerum öll okkar bezta. —-
í>egar Felix kemur úr ferðalagi.
Var þetta ekki rétt hjá Jeanne
Var hún óhamingjusöm í Var Fel-
ix óhamingjusamur? Uxu ekki
börn þeirra upp saklaus eins og
blómin?
Skjátlaðist ekki Bébé, þegar hún
sóttist eftir því ómögulega, þegar
hún....
Ósjálfrátt rétti hann út hend-
urnar. Á því andartaki hefði hann
gefið allt til að finna konu sína
við hlið sér í rúminu og fá að
gæla við grannan líkama hennar,
sem hafði valdið honum svo mikl-
um vonbrigðum. Ef hún hefði ver
ið þar, ef hann hefði getað þrýst
henni að sér, þá hefðu þau sam-
einazt í andlegri leiðslu sem mað-
ur nær ekki nema í draumi, sem
losar sálina við allt jarðneskt. ...
Hann svitnaði. Eftir að hann
varð veikar hafði honum verið
svitagjarnt og svitinn var daun-
illur. Það var líka daunillt við
Quai des Tanneurs, en því var
hann vanur frá gömlum dögum.
Svo vanur, að þegar hann kom úr
ferðalagi, dró hann að sér fúlt
loftið með velþóknun, eins og þeg
ar maður kemur út í sveit og and-
ar að sér stækju frá mykjuhaug
eða reyk frá sprekabáli.
Kannske hefði verið nóg, ef
hann hefði gefið sig meira að
henni. En þurfti Felix að vera á
þönum kringum Jeanne? Hafði
faðir hans verið þannig við móð-
ur hans? Höfðu þau verið óham-
ingjusamari þess vegna? Er hægt
að sjá um vinnu, stjórna mörgum
fyrirtækjum, ostagerð, svínabúi
og....
Nei! Honum skjátlaðist! Hann
reyndi að afsaka sig, en honum
skjátlaðist! Það er ekki hægt að
taka unga og óreynda stúlku, fara
með hana heim til sín og láta
hana sjá um sig sjálfa úr því.
Ekki nóg með að hún sé ein, held
ur í nýju umhverfi, sem getur virzt
f jands'amlegt.
Hvernig hafði honum dottið í
hug, að það væri nóg fyrir Bébé
að hún var konan hans?
Aftur skaut minningu upp í
huga hans. Enn ein sönnun, sem
hafði farið fram hjá honum —
vitnisburður um skapgerð hennar
en ekki hans. Hún var á fæðingar-
deildinni. Hún bjóst við barninu á
hverri stundu. Hann áleit, að hon-
um bæri að vera nærstaddur fyrsta
kastið. Hann hélt í höndina á
henni. Það fór ekki vel um hann.
Hann gat ekki hætt að hugsa um
daglegt amstur. Þegar hlé varð á
verkjunum, spurði hún, næstum
því biðjandi:
„Elskarðu mig pínulítið, Fran-
cois?“
Og hann svaraði hiklaust, ör-
uggur um að hann segði sannleik-
ann: „Ef ég elskaði þig ekki, hefði
ég aldrei gifzt þér“.
Hún sneri sér undan og í næstu
andrá byrjuðu verkirnir að nýju.
Nokkrum tímum seinna lauk hún
upp augunum, sem enn voru sljó
eftir deyfinguna og leit á barnið,
án þess að sjá það.
„Er hann líkur þér?“ var það
fyrsta sem hún sagði.
Þá komu tár fram augun á
honum. Þegar hann fór af sjúkra
húsinu tíu mínútum síðar leið hon
um einkennilega. Svo tói. hann bíl-
lyklana úr vasanum. Hann setti
bílinn í gang. Hann ók burt í sól-
skininu.
Þegar hann hafði ekið hundrað
metra, var allt horfið og gleymt.
Hann var aftur Francois Donge.
Hann stóð aftur föstum fótum í
því, sem hann áleit raunveruleik-
ann.
Hve lengi hafði hún barizt þann
ig við tómlætið?
Hún minnti hann á flugu, sem
hann hafði séð detta niður í læk
úti á La Chataigneraie kvöld nokk-
urt. I fyrstunni vildi flugan ekki
trúa því óhjákvæmilega. Hún
spriklaði með fótunum og barði
vængjunum eins og hún héldi að
dálítið átak væri nóg til að kom-
ast upp aftur. Vegna umbrotanna
fór hún í hringi. Rétt hjá henni
i flaut laufblað, og Francois hélt í
fyrstu að hún myndi reyna að kom
ast upp á það.
Svo var hún hreyfingarlaus um
stund. Kannske var hún þreytt?
Eða hún vildi geyma síðustu kraft
ana? Síðan tók hún á öllu sem hún
átti til og barðist um enn ákafar
en áður, en það leiddi til þess eins
að hringirnir á vatninu stækk-
uðu. —
Vængirnir höfðu blotnað. Bylgj
urnar sem hún bærði voru niðri í
vatninu en ekkj á yfirborðinu. —
Þessi litli lækur, sem var 'nærri
vatnslaus, hlaut flugunni að hafa
virzt botnlaust djúp.
Francois stóð með bakið við trjá
bol. Hann reykti sígarettu.
„Ef fiskur kæmi....“
Skildi hún ekki að laufblaðið var
eina björgunarvonin? Hún krafs-
aði með litlu fótunum, sem urðu
blautari og blautari og fengu
minni viðspyrnu á yfirborðinu. —
Francois hefði getað tekið kvist
' og skotið laufblaðinu til flugunn-
Snyrtistofan SRIS
Skólastræti 3 — Sími 10415
Fótsnyrting, handsnyrting, augna-
brúnalitun. —
Vinsamlega pantið jólasnyrtinguna í tíma.
Guðrún Þorvaldsdóttir.
Hann hafði viljað sjá endalokin.
En það tókst honum ekki. Þegar
flugan hafði legið hreyfingarlaus
sem dauð væri nokkrar mínútur,
byrjaði hún að sprikla aftur.
„Francois! Francois!” kallaði
Jeanne, sam var stödd á La Chata
igneraie. „Við erum að fara að
borða".
Bébé hafði barizt sömu baráttu
óteljandi sinnum. Og hann hafði
litið á það sem merkilegheit......
Hún reifst ekki út af frú Fla-
ment. En hvert kvöld þegar hann
kyssti hana laust á ennið eða kinn-
ina, hafði hún dregið djúpt and-
ann til að vita hvort hann hefði
nú einmitt í dag. ...
Og hann lék á als oddi og var
ánægður með tilveruna. Hann
hafði „gert það gott“. Fyrirtækin
heppnuðust afbragðsvel. Bræðurn
ir Donge hleyptu lífi í borgina. —
Eitt hundrað, tvö hundruð, fimm
hundruð manns höfðu atvinnu við
Donge-fyrirtækir og það var fram
takssemi Francois og bróður hans
að þakka.
„Frá og með þessur’. degi höf-
um við útflutning til....“
„Þú segir það ekki?“
Hún brosti eins og af tómri
kurteisi, og hann reiddist af því
hún tók ekki þátt í gleði hans.
Fékk hún -kki nóg af að vera ein
allan daginn?
„Ertu ekki glöð yfir því?“
„Jú, vissulega. Ætlar þú út í
kvöld?"
„Ég verð að hitta lögfræðinginn
og ræða samninginn".
„Ég hefði haft gaman af að
sýna þér gluggatjöldin, sem ég
setti fyrir litlu stofuna...."
Hann bandaði með hendinni.
Þetta kom henni einni við. Átti
hann nú líka að leggja höfuðið í
bleyti yfir gluggatjöldunum £
litlu stofunni? Þau sem voru þar
frá dögum foreldra hans, voru þá
ekki nógu góð handa henni?
„Ég kem seint heim. Bíddu ekki
eftir m'r“.
Hann kom með hressandi loft að
utan, sem hún fékk ekki nema
með honum, en hún fúlsaði við því
eins og henni fyndist vond lykt af
því.
„Ertu sofandi?"
Hún svaraði ekki. Hann vissi að
hún var ekki sofandi og það erti
hann. En hún lézt auðvitað sofa
svo hann skyldi ekki gruna að
hún hefði legið vakandi, beðið eft-
ir honum og hlustað eftir minnsta
þruski.
Hann hafði ekki skilið neitt!
WaBt Oisney
Myndirnar úr
þessari fallegu lit-
skreyttu bók eru
teknar úr kvik-
myndinni um
LÍSU í Undra-
land.
Litbrá
MARKUS Eítir Ed Dodd
1) — Að sjálfsögðu frú Anna.
tg er reiðubúinn að taka þig með
í leiðangurinn, en það verður erf-
aa ierS og....
2) — Heyrðu nú ungi maður.
Þú setlar þó ekki að fara að segja
mér að ég sé of gömul. Ég myndi
fara, ef bikkjan hefði ekki íót-
brotið mig s.l. vor.
3) — Jæja, Markús, mér geðj-
ast að þér. Ég veit ekki af hverju,
en ég skal kosta leiðangurinn.
•4) — Hefur Oddur nokkuð sagt
TROUBLE ?
NO, HE HASN'T/
WHAT SORT OF
TROUBLE?
þér frá vandræðunum sem við
lentum í þegar við vorum síðast
í Alaska?
— Vandræði, nei hann hefur
ekki neínt það.
SHlítvarpiö
ÞriSjudagur 17. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Fiskimál: Frá útgerð á Aust
fjörðum (Árni Vilhjálmsson erind
reki). 18,30 Étvarpssaga barn-
anna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir
Nonna; XVI. (Óskar Halldórsson
kennari). 18,55 Þingfréttir. Tón-
leikar. 20,30 Daglegt mál (Árni
Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Er-
indi: Um ræktun og menningu
(Gísli Kristjánsson ritstjóri). —
2u,55 Létt tónlist af segulböndum
frá útvarpinu í Stuttgart. 21,30
Upplestur: Kafli úr bókinni „Um
lönd og lýði“ eftir Þórberg Þórð-
arson (Höfundur les). — 22,10
„Þriðjudagsþátturinn". — Jónas
Jónasson og Haukur Morthens
stýra flutningi. 23,10 Dagskrárl.
Miðvikudagur 18. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,30 Tal og tónar:
Þáttur fyrir unga hlustendur —
(Ingólfur Guðbrandsson náms-
stjóri). 18,55 Þingfréttir. — Tón-
leikar. 20,30 Lestur fornrita (Ein
ar Ól. Sveinsson prófessor). 20,55
Tónleikar (plötur). 21,30 „Leitin
að Skrápskinnu", getrauna- og
leikþáttur; III. hluti. 22,10 Iþrótt
ir (Sigurður Sigurðsson). 22,30
Frá Félagi íslenzkra dægurlaga-
höfunda: Hljómsveit Magnúsar
Péturssonar leikur lög eftir Hjör-
dísi Pétursdóttur, Gunnar Kr. Guð
mundsson og Jóhannes Jóhannes-
son. Söngvarar: Haukur Morthens
og Sigurður Ólafsson. Kynnir:
Jónatan Ólafsson. 23,10 Dagskrár
lok. —