Morgunblaðið - 17.12.1957, Side 20
ir -ér '&' 'k
DAGAR TIL JÓLA
fUtrgwnWaMtii
7
& 'k
287. tbl. — Þriðjudagur 17. desember 1957.
DAGAR TIL JÓLA
Fjármálastjórn Eysteíns hefur
leitt vandræ&i yfir þjóðina
Ingólfur Jónsson skoraði á hann
að segja af sér
VXÐ 2. umræðu fjárlaga flutti Ingólfur Jónsson rökfasta og glögga
ræðu um f jármálin og atvinnumálin. Brá þingmaðurinn upp skýrum
myndum af þeirri óheiilaþróun, sem núverandi stjórnarstefna hefur
leitt af sér.
Ingólfur Jónsson deildi fast á fjármálaráðherra fyrir ráðleysi og
undanslátt. Leiddi hann rök að því að þjóðarnauðsyn væri á því
að breyta um stefnu og skoraði á fjármálaráðherra að segja af
sér. Sem dæmi um fjármálaöngþveitið benti ræðumaður á, að fjár-
lög fyrir árið 1956, síðustu fjárlög fyrrv. stjórnar, hefðu verið að
upphæð 661 millj. kr. en fjárlög ársins 1957, fjárlög vinstri stjórn-
arinnar, 811,6 millj. kr. Hækkunin næmi 151 millj. kr.
Benti ræðumaður á, að fjárlög fyrir árið 1958 myndu sennilega
komast yfir 900 millj. kr.
Nýjar skattahækkanir
Skatthækkun við síðustu ára-
mót nam 300 millj. kr. sagði
Ingólfur Jónsson. Mætti reikna
með- nýjum sköttum í febrúar
n.k. eftir bæjarstjórnarkosning-
arnar, vegna fjárlaga og þarfa út
flutningssjóðs, sem nemur hundr
uðum milljóna króna.
Undir hinni hvössu og rök-
föstu ádeilu Ingólfs Jónssonar
varð fjármálaráðherra miður sín
og gat ekki borið af sér þær
þungu sakir, sem felast í ádeilu
þingmannsins. f stað þess reynir
„Tíminn“ s.l. sunnudag að rang-
færa orð Ingólfs um lánamálin
og staðhæfir að hann hafi kallað
Sogslánið „eyðslulán". Kæðan var
tekin á segluband eins og allar
þingræður og er kaflinn sem Tím
inn reynir að snúa út úr orðrétt-
ur á þessa leið:
„Við síðustu áramót tekur
hæstvirt ríkisstjórn fjögra
millj. dollara lán í Bandaríkj-
unum, sem er matarlán, eyðslu
lán. Þessu fé var ekki varið
til framkvæmda, sem skyldu
auka útflutningsframleiðsl-
uná. Framkvæmda, sem síðar
gætu borgað þessi lán. Nei,
þessu fé var varið til veniu-
legs innflutnings, til þess að
draga úr gjaldeyrishallanum“.
Tíminn hefur mikla fyrirlitn-
ingu á lesendum sínum þegar
hann snýr staðreyndunum þannig
við, til þess að sverta pólitískan
andstæðing.En ekki verður mál-
staður Eysteins Jónssonar betri
fyrir það. Fjármálastjórn hans
hefur þegar leitt vandræði yfir
þjóðina.
Togari tekinn
SEYÐISFIRÐI, 16 des.: — Varð-
skipið Þór kom hingað í dag með
stóran brezkan togara, sem varð-
skipsmenn ákærðu fyrir að hafa
verið að veiðum á fiskfriðunarsvæð
inu. Hér er um að ræða Grimsbý-
togarann Churchill.
Fyrir rétti, en réttarhöld hóf-
ust í dag, var ákæran lögð fram.
Samkvæmt henni hafði togarinn
verið 0,6 sjóm. fyrir innar. „línu",
er varðskipið kom að honum út af
Glettinganesi.
Skipstjórinn, W. A. Hardie, mót-
mælti ekki staðarákvörðunum varð
skipsmanna á Þór og viðurkenndi
að þær væru réttar.
Dómur er væntanlegur, í máli
skipstjórans, á morgun. Togarinn
er með um 500 kitta afla, eða því
sem næst fjórðung hleðslu.
— Benedikt.
Þrem mönnum bjargað
úr eyju í foráttuveðri
Stjórnarkjör í Sjómanna-
félagi Hafnarfjarðar
STJÓRNARKJÖR stendur nú yfir í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar.
Tveir listar eru í kjöri: B-listi, sem skipaður er lýðræðissinnum og
studdur er af andstæðingum kommúnista og A-listi, sem kommún-
istar standa að og skipaður er þeirra fylgifiskum.
Kosningin fer fram í skrifstofu i Sigurður Pétursson. — Trúnaðar-
félagsins, Vesturgötu 10 og er mannaráð: Þorvaldur Asmunds-
kosið daglega frá kl. 5 til 6 síðd. ®°n- Þórir Sjgurjónsson Ágúst O.
. Jonsson, Sofus Halfdanarson,
B.-hsti lyðræðissmna er þannig, Ingvar Bjarnason og Baldur Eð-
skipaður: Einar Jónsson, form., ! valdsson.
Kristján Kristjánsson, varaform., | Þess er fastlega vænzt, að allir
Halldór Hailgrímsson, ritari, Guð- andstæðingar kommúnista í félag-
jón Frímannsson, féhirðir, Krist- j inu, vinni ötullega að sigri B.-list-
ján Sigurðsson, varaféhirðir. — ans og geri sigur hans sem glæsi-
Varamenn: Hannes Guðmundsson, I legastan.
Orðsending frá
Sjálfstæðisflokknum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur opnað skrifstofu, til
undirbúnings bæjarstjórnarkosninganna, í Vonarstræti 4
II hæð.
Skrifstofan veitir upplýsingar um kjörskrár og aðstoðar
við kjörskrárkærur. Þar eru einnig veittar upplýsingar
varðandi utankjörstaðaratkvæðagreiðslu.
Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 9—6 daglega.
Símar skrifstofunnar era: 24753 og 17100.
m
m
Vegna veðurs var ekki kveikt
á Óslóar-trénu á Austurvelli, með
þeirri viðhöfn, sem fyrirliuguð
hafði verið. — En kveikt var þó
á þ« á tilsettum tíma. — Frú
Magnhild Orgland, sem var
klædd norskum þjóðbúningi,
kveikti á trénu kl. 4 á sunnudag-
inn.
STYKKISHÓLMI, 16. des.
BÓNDINN á Straumi í Skóga-
strandarhreppi, Sverrir Guðmunds
son og synir hans tveir, voru hætt
komnir á laugardaginn, er þeir
urðu veðurtepptir í lítilli eyju, í af-
takaveðri og stórhríð.
Sverrir bóndi hafði farið út í
eyjuna til að huga að fé sem hann
á þar. Er eyjan nokkuð undan
landi. Synir hans eru báðir um
tvítugt. Þeir voru rétt nýkomnir
út í eyjuna, er skyndilega brast á
þvílíkt ofsaveður að fátítt má telj-
ast. Ekkert viðlit var fyrir menn-
ina að reyna að komast frá eyjunni
á bátnum, því hann er lítill.
Frá Straumi var símað hingað
til Stykkishólms og beðið um
hjálp. Það var ekki árennilegt að
leggja út á sjóinn í því foráttu-
veðri sem hér var. En Eggeit
Björnsson, formaður á 7 tonna
bát sem annast að nokkru flutn-
ing hér um Breiðafjörðinn, brá
skjótt við ásamt tveim mönnum
öðrum.
Út í þessa eyju er, undir venju-
legum kringumstæðum, um 45 mín.
til 1 klst. sigling. Þangað náði
Eggert um síðir á bátnum, sem er
gott sjóskip og gangmikið. Til hlés
við eyjuna renndi Eggert skipinu
að strönd hennar. Þar stukku þeir
út í bátinn, Sverrir og synir hans,
en Eggert formaður flutti þá síð
an í land, skammt frá Straumi.
Hér í Stykkishólmi er almennt
talið, að óvíst hefði verið að menn
irnir í eyjunni hefðu allir komizt
heilu og höldnu úr þessum háska,
ef þeir hefðu orðið að vera um
kyrrt næturlangt, því hríðarveður
var á, en Eggert formaður lýsti
þessu veðri með því allra versta
Sjómannaráðsfefnu-nefnd
situr á rökstólum hér
HÉR í Reykjavík situr nú á rök-
stólum nefnd manna sem kjörin
var á sjómannaráðstefnu Alþýðu
sambands íslands, til þess að sam
ræma kröfur bátasjómanna. Sem
kunnugt er hafa félög þeirra um
land allt sagt upp kjarasamning-
um sínum við útgerðarmenn, og
einnig fiskverðssamningi.
Ráðstefna þessi hófst í lok síð-
ustu viku. Tóku þátt í henni full-
trúar bátasjómanna í Reykjavík
og Hafnarfirði af Suðurnesjum,
Vestmannaeyjum, Akranesi og
Norðuriandi. Fulltrúi bátasjó-
manna á Vestfjörðunum gat ekld
tekið þátt í ráðstefnunni, því með
svo skömmum fyrirvara hafði
verið til hennar boðað, og ófært
flugveður þar þar til í gærdag
að hann komst hingað. '
í þessa nefnd ráðstefnunnar
voru kjörnir Hilmar Jónsson frá
Sjómannafél. Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar, Sigurður Stefáns-
son frá Vestmannaeyjum, Krist-
ján Jensson frá Breiðafjarðar-
félögum, Sigríkur Sigríksson frá
Akranesi, Margeir Sigurðsson fyr
ir Suðurnesjasjómenn og frá
stjórn ASÍ er Snorri Jónsson.
Þessi nefnd manna átti fund
með Lúðvík Jósefssyni ráðherra
á sunnudaginn. Hafði nefndin í
gær gert stjórn Landssambands
ísl. útvegsmanna grein fyrir sam
ræmdum kröfum varðandi kjara-
samninga sjómanna við Faxaflóa.
í dag er sennilegt talið að nefnd-
armenn muni ræða fiskverðsamn
ingana við L.Í.Ú. — Störf nefnd-
arinnar er miðuð við að fram-
haldsráðstefna komi saman í þess
ari viku og liggi þá fyrir sam-
ræmdar kröfur bátasjómanna
um kaup og kjör og fiskverðs-
samninga fyrir komandi vertíð.
sem hann hefði verið á sjó í, er
heim kom úr þessum björgunar-
leiðangri ásamt félögum sínum
tveim. — Árni.
Rafmagnslaust
varð í gærdag
SJÁVARSELTA var orsök raf-
magnstruflananna sem urðu í gær
hér í Reykjavík og víðar a orku-
veitusvæði Sogsvirkjunarinnar. —
Var bærinn rafmagnslaus í 2
klukkustundii'. Kennsla féll niður
í ýmsum skólum bæjarins af þess-
um sökum síðdegis . gær. Straum-
urinn rofnaði um kl. 1,30 síðdegis.
1 suð-vestan aftaka veðri sem
var á sunnudaginn, barst sjávar-
seltan allt austur að orkuverunum
við Sog, en sjávarselta hefur iðu-
lega valdið skammhlaupi í há-
spennukerfi orkuveranna og svo
varð einnig í gær. Einnig varð
skammhlaup inni í Elliðaárstöð,
þar sem háspennuleiðslurnar að
austan eru tengdar í háspennu-
vii'ki. Voru sendir þangað slökkvi
liðsbílar með háþrýsti-dælur til
þess að þvo seltuna af háspennu-
virkinu.
Kveikii í —
var að leiia að kerti
SLÖKKVILIÐIÐ fór í gær á þrem
bílum, inn í Herskálabúðir, því
þaðan hafði verið kaliað eftir lið-
inu. Eldur var þar í litlu íbúðar-
húsi, sem skjótt var kæfður og
urðu skemmdir ekki verulegar.
Þetta var er bærinn var raf-
magnslaus. Krakki var með eld-
spýtur að leita að kerti, í skáp í
eldhúsi. Komst eldur frá spýtunni
í skápinn og tók brátt að loga.
Sem fyrr segir urðu skemmdir
ekki miklar, en eldurinn hafði
flögrað um skápinn og eldhúsloft-
ið. Þetta var við Suðurlandsbr. 120
Telp an litla tapaði
barnalífeyri móður sinnar
KLUKKAN laust fyrir 8,30 í
gærkvöldi kom níu ára telpa inn
í lögregluvarðstofuna. — Hún
hafði týnt peningunum hennar
mömmu og gat ekki fundið þá.
Hún var þú búin að leita frá
því klukkan að ganga 2, en ár-
angurslaust. Hið týnda fé nemur
kr. 650.00.
Sorgarsaga litlu telpunnar er
á þessa leið: Móðir hennar hafði
sent hana til þess að sækja fyrir
sig barnalífeyri í skrifstofur Al-
mannatrygginga, sem eru á horni
Snorrabrautar og Laugavegs.
Þangað hafði hún komið klukk-
an rúmlega 1 í gær. — Þar voru
henni greiddar kr. 685.00. — Hún
tók fyrst 35 kr. 1 seðlum og stakk
þeim í úlpuvasann sinn og síðan
í þann sama vasa sex hundrað
krónu seðlum og einum 50 króna
seðli. — Hugðist hún síðan hraða
sér heim með peningana. Ætlaði
hún með strætisvagni sem stanz-
ar á Snorrabrautinni, kippkorn
frá skrifstofum Almannatrygg-
inganna. Þegar hún kom á bið-
stöðina, varð hún þess vör, að
peningarnir, allir stóru seðlarnir,
voru horfnir úr úlpuvasanum
hennar. Hófst þá taugastríð telp-
unnar, sem lyktaði með algjör-
um ósigri hennar. Þrátt fyrir
daglanga leit langt fram í myrk-
ur allt í kring, tókst henni ekki
að finna hina týndu peninga.
Barnið var yfirkomið af harmi
yfir óhappi sínu, er á lögreglu-
stöðina kom.
Lögreglumaður, sem fylgdi
telpunni heim, sagði er hann kom
til baka. Á heimilinu eru sex
börn og móðirin með barni. —
Hafi einhver fundið peninga
telpunnar, þá er ég sannfærður
um að hann getur varla haft
meiri þörf fyrir þá en móðir
telpunnar.
Er finnandinn beðinn að gefa
sig fram á lögreglustöðinni.
„25 krómi
veltaif
„25 KRÓNU VELTAN“ er í
fullum gangi.
Sjálfstæðisfólk! Mætið á skrif-
stofu Fjáröflunarnefndarinnar í
Sjálfstæðishúsinu og takið þátt í
veltunni. Þið, sem skorað hefur
verið á, vinsamlegast gerið skil
hið allra fyrsta.
Skrifstofan er opin frá kL
9—5.
FJÁRÖFLUNARNEFND
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS