Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 3

Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 3
Sunnudagur 22. des. 1957 MORCUNBLAÐIÐ 3 ú r verinu Eftir Einar Sigurðsson Xogrararnir Þessa viku gekk tvívegis ofsa- veðúr yfir landið af suðvestri og vestri, og hefur lítið næði verið hjá togurunum til veiða. Eitthvað mun nú vera að lifna yfir aflabrögðunum. Skip, sem hafa verið fyrir austan Djúp og við Þverálinn, hafa verið að fá sæmilegan afla síðustu daga, þegar dregið hefur niður í veðr- inu, allt upp í 30 lestir yfir sól- arhringinn. Ingólfur Arnarson fékk t. d. 12 lestir að meðaltali á dag. Má það heita gott, þegar borið er saman við þá ördeyðu, sem verið hefur, algengast 5—10 lestir yfir sólarhringinn. Allur íslenzki togaraflotinn er nú út af Vestfjörðum eins og fyrri daginn. Aflinn er mest þorskur og spraka. Urmull er nú af útlendingum á miðunum fyrir vestan og raun- ar allt í kringum land, t. d. mikið af skipum við suðaustur- landið, ’lngólfshöfða og þar um slóðir. Togarinn Neptúnus hefur und- anfarið verið að veiða sild í botn- vörpu og fengið stundum við 1 lest í drætti. Sölur erlendis s. 1. viku Brimnes .... 175 tn. DM 87000 Ágúst ........ 120 — — 93199 Geir ......... 174 — — 10723 Sléttbakur .. 137 — — 8576 Fisklandanir innanlands sl. viku Egill Skallagr. .. 91 tn. 12 d. Pétur Halld....... 97 — 10 — Ingólfur Arnars. 117 — 10 — 2 togarar, Þorkell máni og Þor- steinn Ingólfsson, eru væntan- legir inn öðru hvoru megin við helgina. Hafa þeir veitt í salt. Reykjavík Mögnuð ótíð hefur verið þessa viku, sífelldir stormar, sem mjög hafa hamlað veiðum. Afli hefur þó verið sæmilegur á línu, þegar á sjó hefur gefið, komizt allt upp í 6 lestir í róðri og er það ágætt miðað við það sem verið hefur. Hefur ýsan sýnilega gengið nú í Flóann, en einkum hefur hennar orðið vart í suðurbugtinni á. svonefndu Bollasviði. 3 þorskanetjabátar eru enn með net sin í sjó, en afli hefur verið mjög tregur. Þó er betri vottur nú, þegar ýsan er geng- in, og fluttu þeir net sín á þær slóðir, sem hún er talin mest, og voru þar miklar lóðningar, hvaða raun sem þær nú gefa, þegar til kemur. Keflavík Ólátatíð hefur verið þessa viku, suðvestan- og vestanátt hvöss með snjókomu. Almennt var róið hjá reknetja- bátunum 3 daga vikunnar. Afli var lélégur. í gær var ágætt sjóveður, en mjög lítil síldveiði. Sumir fengu enga síld, en mest var talað um 40—50 tunnur. Hins vegar var ágæt ufsaveiði á handfæri. Fyrstu 2 dagana voru bátarnlr austur af Grindavík og út af Krísuvíkurbergi. Telja sjómenn, að síldin sé á austurleið. Ann- ars var ekki reynt þessa 2 daga, hvorki í Miðnessjónum né út af Eldey, og ekki óhugsandi, að sild- in kunni enn að vera á þeim slóðum. Það var tvennt, sem réði mestu um, að það var ekki gert, óhemjuveiði í Grindavíkursjón- um dagana áður og svo vestan- áttin, en hennar gætir minna austan við Beykjanesið. Akranes Reknetjabátarnir réru 3 daga vikunnar og þó ekki almennt og öfluðu lítið. Varðskipið Albert mældi mikla síld fyrir helgina í Grindavíkur- sjónum og eins nokkra í Miðnes- sjónum, og hafa menn fullan hug á að halda áfram, ef einhvern tíma linnir ólátunum. Vestmannaeyjar Fram í vikulok var stöðug vestan og suðvestanátt og ekki litið að ijó, nema hvað einn bátur reri á föstudag og fékk við 4 lestir af fiski. í gær voru svo nokkrir bát- ar á sjó. Sennilega verður lítið um róðra fyrr en eftir áramót. Er nú beð- ið með eftirvæntingu eftir úr- slitum í samningum ríkisstjórn- arinnar og L.Í.Ú. Eru menn treg- ir til að kalla til sín Færeyinga, fyrr en vitað er, hversu þeim mál um reiðir af. Ríkisbáknið Með hverju árinu vex skrif- finnskan hjá því opinbera. Fleiri stofnanir, fleiri nefndir, fleiri skrifstofur, fleiri starfsmenn og meiri kostnaður. Allt er þetta á sömu bókina lært, aldrei er stofnun eða nefnd lögð niður, fækkað starfsfólki eða dregið úr kostnaði. Nei, og aftur nei. Ef það ætti að gera, hittir það alltaf einhvern, og það má ekki, því að við það getur atkvæði farið forgörðum. Þetta er svo sem ekki nein ný bóla. En það er alveg víst, að hinn almenni borgari, sem borgar brús ann, myndi einmitt meta það, að dregið væri úr skriffinnskunni og þar með létt á honum birgð unum, því að undir öllu bákn inu stendur hinn almenni skatt greiðandi. Nú þegar verið er að vinna að lausn vandamála sjávarútvegs ins, sem stafa af aflabresti og vaxandi dýrtíð, má muna, að ekki svo lítill hluti af útgjöldum útgerðarinnar og fiskimannsins er einmitt til kominn, vegna þess að ríkisbáknið er að sliga allt atvinnulíf í landinu. Væri ekki ráð að leggja niður allar ónauðsynlegar nefndir og sameina stofnanir og fella niður tolla á nauðsynjum sjávarútvegs ins og brýnustu nauðþurftum al mennings og reyna þannig m. a, að létta undir með þessum þraut- pínda atvinnuvegi. En allt slíkt tal er rödd hróp andans í eyðimörkinni. skipasmíði væri styrkt með helmingnum af þessum uppbót- um, væri það nóg til þess að hún væri samkeppnisfær við út- lönd, og þyrfti þá engin smærri fiskiskip að flytja inn. Hvaða munur er á að spara innflutning og auka útflutninginn með upp- bótum? íslendingar dæla síld úr nót í tilefni af grein í síðasta Veri“ um, að síld sé dælt úr nót í Bandaríkjunum, hefur Sturlaugur H. Böðvarsson upp- lýst, að s. 1. sumar hafi allri síld, er v.b. Böðvar veiddi, ver- ið dælt úr nótinni, og ennfrem- ur hafi 4000 málum af síld verið dælt í annan bát með þessari sömu dælu. Stærð dælunnar í Böðvari er 12x12 eða enn stærri dælan, sem sagt var frá (10x10). Sams konar dæla og Akranesdælan er í Faxaverk- smiðjunni í Örfirisey, sem ætlun- in var að nota þar til að dæla síld úr skipum. Þessar dælur eiga að geta dælt 400—600 tunn- um af síld á klukkustund. Sturlaugur er þeirrar skoðunar, að hægt muni að dæla karfa upp úr togurum með þessari dælu. Áður hefur hér verið sagt frá, að Þjóðverjar noti dælur til að losa síldveiðiskip sín. Útgerðarmenn ættu að kynna sér vel þessa nýjung, sem gæti létt mikið og flýtt losun á síld úr nót. Þá er þetta athyglisvert í sambandi við losun á síld úr bátum við verksmiðjurnar. Á síldinni úr Böðvari sá ekki hið minnsta, þótt henni væri þannig dælt í stað þess að háfa hana. Þá er vert að geta þess, að Ársæll Jónasson kafari, ætlaði í haust að gera tilraun til að dæla síld beint úr sjónum í varðskip- ið Ægi. Það er alls ekki fráleitt, að slíkt gæti heppnazt, þegar síldin er sem þéttust. Má í því sambandi minnast þess, er sanddælan var hér um árið að dæla sandinum úr Fló- anum fyrir sementsverksmiðjuna, og dælan dró þó nolckuð af fiski með. Þetta ætti þó að vera enn auðveldara, ef síldin gengi inn á firði eins og Hvalfjörð hér um árið og firði á Snæfellsnesi. Sem kunnugt er hafa verið gerðar merkilegar tilraunir til að draga fisk að veiðarfærum með raf- magni. Væri hægt að koma slíku við og draga fiskinn að dælu- opinu með rafmagni, væri þetta sjálfsagt enn líklegra til árang- urs. Þessar rafmagnsveiðar eru enn taldar á tilraunastigi, þótt segja megi, að fullur árangur hafi náðst með rafmagni á tún- fiskveiðum. Sr. Þorbergur Kristjánsson: // jr Eg man — rr Nýsmíði fiskiskipa innanlands Alltaf þarf að endurnýja flot ann, og er það gert ýmist með því að flytja inn nýja báta eða smíða þá innanlands. En sá er galli á gjöf Njarðar, hvað inn lendu bátana snertir, að þeir er mun dýrari en erlendu bátarnir. Munar það á að gizka 10 þús, krónum á lestina, og er þá átt við tréskip. Þetta eru 500—600 þúsundir á 50—60 lesta bát, Nú viðurkenna allir, að nauð synlegt sé að hafa jafnan nokkra nýsmíði til þess að jafnan séu skipasmiðir til þess að halda við flotanum. En ef svo væri ekki, færu smiðirnir í aðra vinnu og vafasamt, að þeir fengjust aftur, þegar til þyrfti að taka. En sennilega mætti þó ná betri árangri í skipasmíði hér- lendis ef unnið væri kerfis- bundið að nýsmíðinni, t. d. einir 5 bátar undir í einu og véltækni notuð til hins ýtrasta. Væri sjálfsagt unnt að læra nokkuð af þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þessum efnum. Ef skipasmíði er borin saman við t. d. fiskveiðar og landbún- að, er sá samanburður hagstæð- ur skipasmíðinni. Útflutningur sjávarútvegsins og landbúnaðar- ins er styrktur með 50—60% útflutningsuppbótum. Ef innlend Tvær athyglisverðar hugmyndir ' Tveir menn, Einar Sigurðsson, skipasmíðameistari, Fáskrúðs- firði, og Jóhann Guðmundsson, fulltrúi í SÍS, hafa í viðtali við höfund þessara pistla komið fram með merkilegar hugmyndir, sem honum finnst ástæða til, að komi fram opinberlega. Hugmynd Einars snýst um það, hversu koma megi Austfjörðum í vegasamband við Suðurlandið, en það væri ómetanleg sam- göngubót fyrir Austfirði alla. En hugmynd Einars er sú að brúa megi vatnsföllin miklu á söndunum sunnan Vatnajökuls með flotbrúm, líkt og algengt var víðs vegar í stríðinu. Einar heldur því fram, að þótt brúin slitnaði sundur í jakaburði, sem helzt væri hætta á, þá væri auð- velt að bæta úr því aftur. Væri ekki ómaksins vert að láta vei’kfróða menn athuga þetta nánar eða leyfa verkfræðinga- fyrirtækjum að spreyta sig á að gera um þetta áætlun? Þeir vildu ef til vill vinna að því sem hugsjónamáli án þess að reikna sér vinnuna til fjár, ef ekkert yrði úr framkvæmdum, en eiga annars í því vonina að fá að spreyta sig á verkinu. Hin hugmyndin, Jóhanns Guð- mundssonar, er sú að strá salt- hrognum, sem mættu sjálfsagl eins vera fryst, á síldarmiðin ti’ ENN ÞÁ búum vér oss undir heilaða jólahátíð. Eftir tvo daga kveða klukkurnar við í bæ og byggð og boða oss komu helgra stunda og hátíðagleðin færist yf- ir. Annir hafa víða verið miklar og umsvif margskonar við undir- búning hátíðarinnar. Þessar ann- ir hafa menn á sig lagt fýrst og fremst til þess að gleðja og gefa, og um þær er allt gott að segja, svo fremi þær eigi fá að taka upp hug vorn allan, svo fremi sem þær ná eigi að skyggja á þann boðskap, er hlýtur að bera uppi allt raunverulegt jólahald. í byrjun jólaföstu komu nokkr- ir menn saman í útvarpssal og ræddu um jólaundirbúninginn, og rifjuðu í því sambandi- upp ýmsar minningar frá liðnum jól um, og það kom mjög greinilega fram, ekki sízt hjá hinum eldri þátttakendum á þessu málþingi, að á þeirra æskujólum hafði meg ináherzlan verið lögð á hina trú- arlegu hlið hátíðarinnar. Það var auðfundið, að það sem í þeirra huga varpaði mestum ljóma á löngu liðin jól. Það var helgi- blærinn, er færðist yfir umhverf- ið, er jólaljósin voru tendruð, boðskapurinn um barnið í jötunni var fluttur, og jólasálmarnir bár- ust frá einlægum fagnandi hjört- um. Slík jól — heilög jól — get um vér einnig eignast nú, og vér höfum þess vissulega ærna þörf. — Sá, sem týnir tilfinningunni fyrir hinu heilaga, — já, sá sem glatar helginni úr lífi sínu,.lifir snauðu lífi og fátæklegu, þótt eigi hann alls nægtir efnisins gæða. En slíku lífi þarf enginn að lifa, ef hann aðeins getur brot- ið odd af oflæti sínu og tekið á móti fagnaðarboðskap jólanna með einlægni lítils barns, en með öðrum hætti getum vér ekki til— einkað oss gleði jólanna — gjafir þess konungs, sem þá kemur til vor með alveg sérstökum hætti. Vér lifum á nýjungagjarnri öld, vér viljum gjarnan hafa allt nýtt og fínt og frumlegt, yður kann því að þykja helzt til lítið nýja bragð af jólaboðskapnum, er ó- breyttur hefir verið boðaður öld- um saman. En er það ekki svo um ýmislegt það sem dýrmætast er, að það sé ávallt jafnundur- samlega nýtt, enda þótt vér höf- um lengi þekkt það? Fyrir þann, er lengi hefir beðið í kulda og myrkri, er ylurinn og birtan ávalt jafnkærkomin. Hvert blómstrandi vor er jafnferkst og nýtt í augum vorum og færir oss ávallt nýja gleði. Fyrir þar.n, sem hungrar og þyrstir er fæðan og ferskur svaladrykkurinn einatt jafnmikils virði, enda þótt hann hafi bragðað hið sama þúsund sinnum áður, endurheimt heilsa er ávallt jafn-dásamlega ný í aug um þess, er bundinn hefur verið við sjúkrabeðið. Og þannig er þetta einnig með jólaboðskapinn, — hann er gamall, en þó ávallt jafnnauðsynlegur og nýr, hverj- um þeim, er þráir meira Ijós inn þess að þétta síldina, áður en hún er snurpuð, á sama hátt og Frakkar gera við sardínuveiðar sínar. En sem kunnugt er kaupa Frakkar mestalla salthrogna framleiðslu íslendinga í þessu skyni. Þetta ætti að vera þeim mun auðveldara að reyna i sum- ar, þar sem Frakkar hafa nú neitað að kaupa nokkur salt- hrogn næsta ár, þar sem þeir eigi tveggja ára birgðir af salt hrognum, svo ekki er fyrirsjá- anlegt annað en að fleygja verði úrgangshrognum næstu vertíð. En tilraun, ef gerð væri, yrði að vera svolítið sem um mun aði, þvi að annars gætu menn ’engið ótrú á því, þótt miklir nöguleikar væru fyrir hendi, og æir kæmu þá ekki í ljós fyrr m seinna. i líf sitt, — hverjum þeim, sem finnur, að hann þarf á frelsara að halda. Já, ávallt frá því, er vér vorura börn, höfum vér á jólunum heyrt hina látlausu, en óviðjafnanlegu sögu af komu frelsarans í heim- inn, — vér höfum heyrt hana ýmist á kyrrlátri hátíðastund eða í ljósum prýddri kirkju, og ef vér tökum raunverulega á móti þeim boðskap, er hún flytur, þá hlýtur hún að orka þannig á hugi vora, að oss reynist torvelt að tjá í orð- um það, sem inni fyrir býr. — Skáldin fá að jafnaði betur tjáð hug sinn en aðrir menn, og þau hafa mörg lýst því, hvernig boð- skapur jólanna orkar á hugi þeirra, á svo ljósan og snilldar- legan hátt að allir fá notið þess, enda finnst oss þá oft sem talað sé út frá voru eigin hjarta, er skáldin mæla. Ein hugnæmasta jólasaga er ég hefi lesið, er skráð af Stefáni frá Hvítadal og birtist fyrir nokkrum árum í fallegri bók, er nefnist Jólavaka. Þar segir Stefán frá einum bernskujólum sínum, dregur upp ljósa og fagra mynd, sem að vísu er að ýmsu leyti frá- brugðin jólahaldinu, eins og það tíðkast hjá oss nú á dögum, en engu að síður eigum vér efalaust æðimörg í fórum okkar myndir, sem í eðli sínu e*u svipaðar þess- ar, enda þótt ramminn eða um- gerðirnar kunni að vera dálítið frábrugðnar. Og hvað sem menn segja um fánýta minninga-róman tík, þá veit ég, að slíkar hug- myndir eða minningar eru oss ómetanlegur fjársóður. Já, mundu ekki slíkar hugarmyndir oft vera þau leiðarljós, er vér getum glögglegast áttað okkur á, er vér villumst af réttri leið, — eins og svo oft kemur fyrir oss flesta. Og þegar á móti blæs, þegar köldu andar að oss frá sam ferðamönnum vorum, þá er oft gott að geta ornað sér við hlýjan arin bjartra og hreinna minninga. En af öllum slíkum minningum munu oss flestum jólaminning- arnar dýrmætastar, því að jólin og minningarnar um liðin jól — bernskujólin heima— slá á dýpstu strengi tilfinningalífs vors og laða fram úr fylgsnum hugans allt hið barnslegasta, fegursta og bezta, sem með oss býr: Þótt allir knerrir berist fram á bárum, til brots við eina og sömu kletta- strönd, ein minning fylgir mér frá yngstu árum, • þar er sem bliki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt í tárum við ljós, sem blakti gegnum vetrarhúmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litla kertið slökkti og signdi rúmið. Svo mælir Einar Benediktsson, hinn margreyndi maður, er hann lítur aftur yfir farinn veg, og það er öruggt mál, að þér mæð- ur getið ekkert betra gjört fyrir börnin yðar á hátíðinni, sem framundan er, en stuðla að því, að þau megi eignast einhverjar slíkar minningar. Gleðileg jól. LO’S ANGELES 19. des. •— Sex hreýfla þota, Stratojet, fórst í dag í Kaliforninu. Hrapaði hún til jarðar rétt við stjörnukíkinn mikla, þann stærsta í heimi. Nokkrar skemmdir urðu á mann virkjun þar vegna braks, sem þeyttist í allar áttir, er þotan sprakk. Þrír af áhöfninni fórust með þotunni. en öðrum tókst að skjóta sér út úr henni í fallhlíf á seinustu stundu. Mjög slæmt skyggni og rigmng olli slysinu að talið er

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.