Morgunblaðið - 22.12.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 22.12.1957, Síða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. des. 1957 Frú Bennie Lárusdóttir Minningarorb F. 10. marz 1888. D. 14. des. 1957. ÞEGAR minningarnar koma í samfylgd andlátsfregnarinnar, er gott að hugsa um það, sem þessi spekiorð geyma: Þeir, sem kveðj- ast, hafa líka heilsazt. Sjálfum er mér þetta ríkt í huga, er ég frétti andlát frú Bennie Lárus- dóttur. Einhver mesta gsefa mín á lífsleiðinni var sú að kynnast henni og heimili hennar og mega eiga þar heima um nokkurra ára skeið, er ég var við námsdvöl í Reykjavik. Alla stund síðan hef ég átt þar annað heimili mitt. Þó að ég eigi hér mikið þakkarefni, ber mér ekki að fara um það mörgum orðum við þetta tæki- færi, en hins vil ég minnast, að þessi nær sjötíu ára kynni mín af frú Bennie hafa sýnt mér æ betur, eftir því sem árin hafa liðið, hver var ríkasti eiginleiki hennar. Það var tryggð hennar, sem bar sér vitni í óbrigðulli vin- áttu við þá, sem hún batt á ann- að borð vináttu við, fórnfýsi og þeirri skilyrðislausu kröfu, sem hún gerði til sjálfrar sín, að vera ávallt þar og þannig, sem hún fann, að skyldan bauð henni. Hún var húsmóðir í þess orðs beztu og fegurstu merkingu. Frú Bennie (Ingveldur Bene- dikta) var fædd hinn 10. marz 1888 að Selárdal í Arnarfirði, þar sem hvassbrýndir stuðlabergs- fjallgarðarnir virðast móta fólk- ið til trausts og festu. Foreldrar hennar voru hjónin séra Lárus Benediktsson, hinn stórbrotni héraðshöfðingi, og Ólafía Ólafs- dóttir dómkirkjuprests Pálsson- ar. Faðir séra Lárusar var séra Benedikt í Selárdal, Þórðarson, bónda á Kjarna, Pálssonar, sem mikill og merkur ættbogi er við tengdur. Eru ættmenn þeirra Selárdalshjóna beggja, séra Lár- usar og frú Ólafíu, kunnir að miklum mannkostum og höfð- ingsbrag. Árið 1902 flutti séra Lárus Benediktgson til Reykjavíkur með fjölskyldu sína og átti þar heima síðan til dauadags (1920). Frú Ólafía andaðist árið 1904. Eftir að til Reykjavíkur kom, stundaði Bennie nám í Kvenna- skóla Reykjavíkur og í skóla, sem frk. Thora Friðriksson hafði þá fyrir ungar stúlkur. Eftir það var hún um áraskeið til náms í Kaupamannahöfn og J’arís í Frakklandi, en er hún kom aftur heim stundaði hún skrífstofu- störf í Reykjavík. Hinn 31. júlí 1912 giftist hún séra Magnúsi Jónssyni, síðar guðfræðiprófessor í Reykjavík. . Hefur það nýlega verið rifjað upp í sambandi við sjötugsaf-1 mæli dr. Magnúsar Jónssonar, að þau hjónin fluttu vestur um haf, er þau voru nýgift, og áttu þar heima næstu þrjú árin. Árið 1915 komu þau aftur heim og settust að á ísafirði, en fluttu svo til Reykjavikur árið 1917, er séra Magnús varð háskólakennari. Þar áttu þau heima siðan, síð- ustu 30 árin í húsi sínu númer 63 við Laufásveg, er þau létu byggja og fluttu í árið 1927. Það er nú einmitt þangað heim, sem hugurinn leitar í íylgd með þeim, sem þar nutu samvista við hús- móðurina, sem látin er. Þar eiga svo margar minningar sér sama- stað. Það hefur oft verið unaðs- legt að ganga trjágöngin heim að því húsi og sitja heima á heim- ilinu fallega í hópi góðra vina. Árin hafa færzt yfir. Þau hafa borið með sér margar góðar gjafir, sem notið var í sameigin- legum störfum og samhug. Þau báru líka, liðnu árin, húsmóður- inni, erfiða sjúkdóma, sem óhjá- kvæmilega settu merki sín á svip hennar og fas, en erfiðlega gekk þeim að buga starfsvilja hennar og starfsorku og aldrei tókst þeim að má burt glæsileik hinn- ar fríðu konu og þó sízt af öllu að skerða þörf hennar til fórn- fýsi og umönnunar við þá, sem lífið hafði gefið henni til að ann- ast um, vaka yfir, biðja fyrir og starfa fyrir. Starfið rækti hún, meðan hún gat að staðið, og ekki er ég í vafa um, hvar hugur hennar hefur dvalið, meðan hann fékk að vaka, að hann hef- ur heimsótt ástvinina. Þau hjónin Magnús Jónsson og Bennie Lárusdóttir hafa notið langrar og góðrar samfylgdar. Við leiðarlokin er þess vafalaust minnzt, að eiriu sinni var heilsað nýjum degi, sem miklar vonir voru bundnar við og að á ævi- leiðinni síðan hafa þær vonir verið að rætast í ríkum mæli. Framtíðarvonirnar eru oft fagr- ar, en þó eru minningarnar tví- mælalaust enn fegurri. Þær eru dýrmæt eign. í þeim er samvista við ástvininn enn notið, þótt hann sé horfinn sýnum. Þau hjón Magnús Jónsson og Bennie Lárusdóttir eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Eru þau þessi: Unnur Lára, gift Gunnari Guðjónssyni skipamiði- ara í Reykjavík, Ólöf Sigríður, gift Birgi Halldórssyni, búa þaú í Víðinesi, Áslaug Inga Boutilier, búsett í Ameríku, og Jón Þor- steinn, búsettur 1 Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Ágústsdótt- ur. Frú Bennie naut mikils ástríkis af börnum sínum, enda veitti hún þeim mikið. Á síðari árum áttu barnabörnin ekki fáar komur heim til hennar. Var þá gagn- kvæmt gefið og þegið. Þegar ég nú hugsa um frú Bennie og minnist hennar, dylst mér ekki, að hún hefur mikiis Um umferðarmál f ÁKVÆÐAR tillögur í umferð- „ J armálum ber mjög að lofa. Er þar t. d. að minnast greinar Arinbjarnar Kolbeinssonar lækn is nú nýlega í Mbl. Leitt er til þess að vita, að nær strax eftir hina svonefndu „um- ferðarviku", er sérstaklega lét Ijósastillingar bifreiða til sín taka, skuli ekki hafa fengizt „sam lokur“ (sealed beams) hér í bif- reiðabúðum til endurnýjunar. Margar bifreiðir sjást nú „ein- eygar“, og þeystist græn bifreið lögreglunnar nýlega um bæinn í þannig ástandi. Innflutning á slíku þarf fram- ar öllu að tryggja. Á meginlandi Evrópu, t. d. í 'Sviss, eru víða þröngir vegir. Þar eru amerískar sgmlokur alls ekki leyfðar, heldur ljósasamlokur af evrópískum gerðum, er betur „skerma af“ ljósið í átt að veg- brúninni á neðri stillingunni. í Sviss er þó í reglugerð, að ljós- punkturinn skal vera 30 m fram við neðri stillingu (um 18 m hér- lendis), en 100 m við þá hærri. Einnig skal þess gætt að stilla nægilega fljótt á hærri ljós aftur, er bifreiðir eru að mætast á veg- um úti, svo strax lýsi fram á Bifreiðaskoðun hér á landi kann að þessu leyti að vera áfátt. Bílprófum e. t. v. einnig, enda „falla“ við fyrstu tilraun til að standast bílpróf um 50% viða erlendis, væntanlega hærri hundr notið í með nánustu ástvinum sínum. Hún var miklum og góð- um hæfileikum búin, músíkölsk og kunni góð tök á píanóleik, hafði frábærlega gott minni og skýra dómgreind. En hún var svo hlédræg að eðlisfari, að þeir, sem þekktu hana bezt, vissu að hæfileikar hennar nutu sín aldrei svo sem þeir áttu skilið. Ég hygg, að svo fjarri henni hafi verið að sýnast, að fáir hafi í raun og veru vitað, hver hún var. Hún lagði sig heldur ekki eftir ‘að eignast marga vini, en þeir, sem nutu vináttu hennar, vissu hve óbrigðul og traust sú vinátta var. Hún gleymdi aldrei vinum sínum, og þeir sem nutu tryggðar henn- Á BÆ J ARST J ÓRNARFUNDI s. 1. fimmtudag var rætt um Hallgrímskirkju í sambandi við tillögur um veitingu fjár úr kirk j ubyggingars j óði. Alfreð Qíslason taldi að sú kirkja, sem nú væri fyrirhuguð á Skólavörðuhæðinni, væri langt of stór og óviðráðanleg fyrir söfnuðinn. í upphafi hafi verið þannig til ætlazt, að kirkjan yrði minnismerki um Hallgrím Péturs son, en nú væri búið að reisa honum minnismerki, sem væri Hallgrímskirkja í Saurbæ. Gerði hann að tillögu sinni, að fjár- veitingin til kirkjubyggingarinn- ar yrði bundin því skilyrði, að kirkjan yrði að stærð í samræmi við þarfir safnaðarins þannig, að rekstur hennar yrði viðráð- anlegur fyrir hann. Borgarstjóri tók til máls og taldi að fyrirhugað væri að kirkjan yrði ekki eingöngu fyr- ir Hallgrímssöfnuð, heldur ætti hún að vera eins konar lands- kirkja og um leið veglegt minnis- merki um Hallgrím Pétursson. Hins vegar væri það augljóst, að ógerningur væri að koma upp þeirri miklu kirkju, sem þarna er fyrirhuguð og byggð er á teikn ingum Guðjóns Samúelssonar, ef söfnuðurinn og kirkjubygg- ingarsjóður stæðu þar einir að. Fjárframlög úr ríkissjóði þurfi því að koma til. Borgarstjóri taldi ekki rétt að leggjast á móti tillögu stjórnar kirkjubygginga- aðstala en fólk hér hefur kynnzt við bílpróf. Bílstjóri“ Fjársöfnun Sjálfstæðisflokksins ÆRI Velvakandi. í gær barst mér bréf. Hafði það inni að halda lista með fjórum nöfnum og var eitt þeirra mitt. Á listanum var áskorun til mín frá kunningja mínum KK að greiða 25 krónur í ,,veltuna“ hjá fjáröflunamefnd Sjálfstæðis- flokksins, og skora jafnframt á 3 aðra að gjöra slíkt hið sama. Allt, sem ég þurfti því að gera, var að ganga við á skrifstofu fjár- öflunarnefndarinnar í Sjálfstæð- ishúsinu, borga 25 krónur og öðl- ast þar með rétt til að skora á þrjá aðra góða borgara. Á skrif- stofunni var mér tekið tveim höndum og dvaldi ég þar nokkra stund í góðu yfirlæti. Skrifstofan hefur yfir að ráða spjaldskrá, þar sem skráðir eru allir þeir, sem á hefur verið skor- að, og fyrirbyggir með því, að sami maður fái fleiri en eina áskorun. Var sífelldur straumur fólks á skrifstofuna og létu allir hið bezta yfir þessu snjallræði og létu í ljós óskir um, að þetta gæti átt sinn þátt í sigri flokksins við væntanlegar bæjarstjórnar- kosningar. Ég vil að lokum eindregið hvetja alla góða Sjálfstæðismenn og konur til að vinna sem mest ar og vináttu, munu heldur aldrei gleyma henni. Hún var þannig, að gott er að muna hana og minnast hennar. Ef ég mætti að lokum tileinka henni eitthvað af því, sem feg- urst og bezt hefur verið sagt um aðrar konur, mundi ég kjósa til þess þetta erindi Þorsteins Erlingssonar: Hún átti svo margt, sem óskum vér að innst væri í hjartans leynum, því vinina fáa hún valdi sér, en vakti yfir hverjum einum. Þann sigur hún vann að hvíla hér og hafa ekki brugðist neinum. Helgi Konráðsson. sjóðs varðandi fjárframlag úr sjóðum til kirkjunnar og mælti með að samþykkja tillögur henn- ar. Borgarstjóri gat þess að út- litsteikning og nokkur frumdrög væru til frá hendi Guðjóns heit- ins Samúelssonar en fullnaðar- teikningar að allri kirkjunni lægju ekki fyrir. Borgarstjóri gat þess að fyrir ári síðan hefði þetta mál verið ýtarlega rætt í bæjar- stjórn og væri ekki ástæða, til að endurtaka þær umræður nú. Tillaga A. G. var felld með 8 atkv. gegn 5. Jólapóslur snemma á ferð FÓLK hefur undanfarna daga hringt til blaðsins og borið fram kvartanir yfir dreifingu jóla- póstsins. Hér er um það að ræða, að jóla bréf sem merkt eru jól eða að- fangadagskvöld, eiga að berast viðtakendum á aðfangadag eða aðfangadagskvöld, samkvæmt því sem póststjórnin sjálf hefur tilk., sagði ung frú sem talaði við blaðið, en jólapóstur auðkennd- ur jól, tók að berast henni um miðja þessa vilcu. Svipaða sögu höfðu aðiúr umkvartendur að segja og töldu að réttmætt væri að gagnrýna þetta fyrirkomulag. og bezt að undirbúningi kosning- anna og tryggja sem glæsilegast- an sigur Sjálfstæðisflokksins. All j ir geta verið með í „25 króna veltunni" og allir hafa efni á að gefa flokki sínum 25 krónur í jólagjöf. Menn þurfa ekki endi- lega að biða eftir að á þá verði skorað, heldur geta þeir komið, á skrifstofuna í Sjálfstæðishús- inu og skorað þar á einhverja vini sina og kunningja. Síðan sér skrifstofan um allar útsendingar og þess háttar. Vinnum öll saman að því, að gera sigur Sjálfstæðisflokksins sem glæsilegastan, minnug þess, að margt smátt gerir eitt stórt. Sj álf stæðismaður." Óþokkar á ferð ÓLK skreytir nú tré í görð- „ um sínum með mislitum ljósum. Er þetta auðvitað aðal- lega ánægja barnanna, en þó öðrum til augnayndis. En margir eiga bágt — aðrir en smáfuglarnir — um þetta leyti árs. Óþokkar hafa nú gert her- ferð, klippt í sundur þræði og reynt að stela „útiseríum" í heilu lagi, en þó orðið að láta sér nægja hluta „seríunnar og nokkrar per- ur. Slíku fólki er ekki óþarft að óska gleðilcgra jóla. Færi betur, að þeim óþokkum yrði að þeirri ósk. Einn sárreiður“ sÞrifar.up daglega lífínu D Bœjarstiórnin rceðir um HaÚgrímskirkju Óli frá Skuld Stefán Jónsson. Óli frá Skuld. Saga fyrir börn og unglinga. 247 bls. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 1957. EINHVER allra vinsælasti höf- undur íslenzkra barna- og ung- lingabóka, Stefán Jónsson, hefur sent á markaðinn nýja sögu, sem hann nefnir „Óli frá Skuld“. Stefán hefur gefið út ekki færri en 25 bækur handa börnum og unglingum á síðustu 20 árum, og er það vel að verið. Þó er enn meira um það vert, að hann hef- ur unnið hjörtu hinna ungu les- enda sinna, því sögur hans eru í senn spennandi og göfgandi. Sumar þeirra eru tærasti skáld- skapur, sem er fullboðlegur eldri kynslóðinni jafnt og þeirri yngri. Hann er nefnilega ekki haldinn þeirri firru, að unglingar hafi engan bókmenntasmekk og hirði ekki um annað en spennandi reyfara. Hann hefur lagt mikið af mörkum til þroskunar á smekk ungu kynslóðarinnar, og er það dýrmætari þjónusta við íslenzkar bókmenntir en margir gera sér ljóst. „Óli frá Skuld“ er saga níu ára drengs 1 litlu íslenzku þorpi. Stefán Jónsson Sagan er lystilega sögð, enda ræður höfundur yfir mikilli frá- sagnartækni. Öðrum þræði eru atburðir sögunnar séðir með aug- um drengsins, sem er að reyna að gera sér grein fyrir umhverfi sínu. Hugsanagangur Óla og við- brögð hans við lífinu verða Ijós- lifandi fyrir lesandanum, einmitt vegna þess að höfundur beitir hinni óbeinu frásagnartækni svo kunnáttusamlega. Hann kann þann galdur að segja meira en felst í orðunum, þannig að les- andinn skynjar hina leyndu þræði, sem liggja undir yfirborð- inu. Persónusköpunin er hnitmiðuð og ósvikin. Fólkið sprettur ljós- lifandi upp af síðunum, fyrst og fremst Óli og svo foreldrar hans, Þorlákur og Þuríður, afi hans, Ólafur í Vatnshólum, Fúsi vinnu- maður hans og Valgerður móðir Ólafs. Allt eru þetta fastmótaðir einstaklingar, sem við kynnumst eins og lifandi fólki. Stefán Jónsson stendur föstum fótum í íslenzkri menningu og hefur næma skynjun á hið sanna og óbrotgjarna í henni. Sé nokkr um til þess ætlandi að ala með íslendingum þjóðlegan þroska og óbrjálaða dómgreind, þá er það höfundum eins og Stefáni Jóns- syni, sem færa æskunni heilsteypt og jákvæð listaverk, þar sem ekki er slegið á strengi hégómans eða stundlegrar taugaspennu. „Óli fró Skuld“ er bæði skemmtileg og „uppbyggileg“ saga, og það er meira en sagt verður um obb- ann af þeim þýddu æsiritum, sem nú er haldið að ungu kynslóð- inni. s—a—m. MOSKVA, 19. des. — Æðstaráð Ráðstjórnarríkjanna kom saman til fundar i dág til umræðu um f járlög næsta árs. Á morgun mun verða rætt um utanríkismál með hliðsjón af nýafstöðnum NATO- fundi í París.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.