Morgunblaðið - 22.12.1957, Side 11
Sunnudagur 22. des. 1957
MORGUNBLAÐ1Ð
15
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 13
eða synja tillögum ríkisstjórn-
arinnar sjálfrar.
Sá siður hefur aldrei komizt
á hérlendis. En það á jafnt við
á íslandi sem annars staðar, að
ríkisstjórnin verður að semja
frumvarpið, bæði eðli málsins
samkvæmt og af því, að enginn
annar, hvorki Alþingi í heild né
einstakir hlutar þess, hafa þá
þekkingu, sem ríkisstjórnin hefur
eða á að hafa vegna yfirráða
sinna í öllu ríkiskerfinu. Aldrei
má gleyma því, að það er eðli
og tilgangur ríkisstjórnarinnar
að stjórna. Alþingi getur aldrei
komið í stjórnarstað, þess hlut-
verk er fremur að setja almennar
reglur og taka ákvarðanir í þeim
einstökum efnum, sem undir úr-
slitaákvörðun þess heyra svo sem
frv. stjórnarinnar um fjárlög.
Hingað til hefur engum komið
sú fjarstæða til hugar,* að AI-
þingi gæti eða ætti sjálft að
semja fjárlagafrumvarp, hvað þá
að einstökum þingmönnum eða
stjórnarandstöðunni bæri skylda
til slíks. Samning fjárlágafrum-
varps og síðan framkvæmd fjár-
laganna er einmitt eitt aðalstarf
ríkisstjórnarinnar i heild og alveg
sérstaklega fjármálaráðherrans.
þess ber sannarlega að óska, að
allir lýðræðisunnendur sjái, að
ef lengur verður haldið áfram
á þessai’i braut, er voðinn vís.
Ekki má logfesta
óréttlæti
Enn eitt atriði, sem stundum
sýnist hafa gleymzt á seinni ár-
um, er, að ef ríkisstjórn og Al-
þingi eiga að halda virðingu
sinni hjá borgurunum, þá verður
löggjöf að vera með þeim hætti,
að hún gangi jafnt yfir alla. —
Aldrei má í nafni réttlætisins
setja löggjöf, sem efni sínu sam-
kvæmt bersýnilega skapar
tvenns konar rétt í landinu.
Eitt dæmi slíks ófarnaðar eru
hin nýju ákvæði um breytingu
á kosningalögum til Alþingis.
Þar er látið í veðri vaka, að
mikið liggi við til að tryggja, að
enginn komist að þvi, hvort kjós-
andi hafi greitt atkvæði. Sagt
er, að slíkt sé algert einkamál
hans, ekki síður heldur en hitt,
hvernig hann greiðir atkvæði.
Þetta lætur vel í eyrum. Forsend-
an er þó ærið hæpin. Víðs vegar
er það alls ekki talið til einka-
mála, hvort kjósandi greiðir at-
kvæði. Sums staðar er það bein
lagaskylda, að hann neyti at-
kvæðisréttar, talið að réttur og
skylda eigi að fylgjast að.
Látum vera að þetta sé talið
algert einkamál. Er þá högum svo
háttað hér á landi, að það sé í
raun og veru einkamál í flestum
kjördæmum landsins? Ekki þarf
að eyða orðum að því, að utan
hinna fjölmennari bæja og kaup-
staða, þá dylst engum, allra sízt
frambjóðendum og áhugamönn-
um um stjórnmál, hvort kjósend-
ur koma á kjörstað eða ekki. Til
þess þarf enga sérstaka eftir-
grennslan á sjálfum kjörstaðnum.
Bannið við eftirgrennslan skapar
því tvenns konar rétt, annan I
þéttbýlinu en £ strjálbýlinu. í
strjálbýlinu vita menn þetta án
eftirgrennslana en í fjölbýlinu
ekki. Hér er því verið að gera
upp á milli, undir því yfirskyni
að verið sé að vernda borgarana,
þar sem tilgangurinn er þvert á
móti sá, að torvelda starf stærsta
flokksins í stærsta kjördæminu.
Þvílíkar aðfarir kunna sjaldnast
góðri lukku að stýra fyrir þá, er
þær hafa í frammi og allt bendir
til þess að svo muni einnig reyn-
ast hér. Reykvíkingar munu
kunna að svara fyrir sig á hinn
' eina veg, sem verðugur er.
ið beztu
vimim yðar
Málverkabækur
ÁSGHÍMS
JÓNS STEFÍJJSSONAH
MeSferð fjár-
lagafrumvarps
á Alþingi
En þótt ríkisstjórnin eigi að
semja fjárlagafrumvarpið, þá
verður að ætla Alþingi nægan
tíma til meðferðar þess. Skilyrði
fyrir því, að þingið geti af viti
tekið ákvarðanir um einstakar
fjárveitingar og um fjármála-
stefnuna i heild, er, að það hafi
nægan tíma til að átta sig á mál-
inu. í stjórnarskránni er boðað,
að fjárl.frv. skuli leggja fyrir Al-
þingi þegar, er það er saman
komið, og hefur verið siður að
leggja það fram sem fyrsta mál.
Þá er og í stjórnarskránni
bannað að slíta Alþingi
fyrr en fjárlagafrumvarp hefur
verið afgreitt. Til skamms tíma
var það á allra vitund, að af-
greiðsla fjárlaga væri aðalstarf
Alþingis. Það sat þá yfirleitt
skamma stund eftir að fjárlaga-
afgreiðslu var lokið.
Nú er orðinn á þessu allur ann-
ar háttur. Þinghald teygist von
úr viti, þótt fjárlagaafgreiðslu sé
lokið. Verra er þó hitt, að raun-
veruleg meðferð fjárlaganna er
að mestu tekin af þinginu. Að
þessu sinni mátti segja, að ein-
ungis væri í upphafi lagður fyrir
Alþingi efniviður í fjárlagafrum-
varp. Undan var látið fallast að
gera slíkar heildartillögur um
afgreiðsluna sem áður fyrri hefðu
verið taldar frumskilyrði þess.
að málið væri talið frambærilegt.
Á nær tveggja mánaða starfs-
tíma Alþingis var því lengst af
haldið við hitt og þetta dútl,
fjárveitinganefnd ekki síður en
öðrum.
Það var fyrst sunnudaginn 8.
des., að fjárveitinganefnd fékk
skilaboð um það frá ríkisstjórn-
inni, að fjárlög skyldu afgreidd
fyrir jól. Þá fylgdi engin heild-
argreinargerð um hvernig af-
greiðslunni skyldi háttað, heldur
einungis fyrirsögn til flokks-
manna um meðferð nokkurs
hluta þeirra. Fyrst á elleftu
stundu, að kvöldi hins 17. des.
var fjárveitinganefnd í heild
skýrt frá því hvaða tillögur rík-
isstjórnin hefði að gera um heild-
arafgreiðsluna. Jafnframt var
þess krafizt, að þriðja lokaum-
ræða hæfist hinn 19. des. og kom
skjótt í Ijós, að henni átti að
ljúka í einni lotu, þótt atkvæða-
greiðsla drægist til næsta dags.
Alveg án tillits til efnismeðferð
ar tillagnanna, og hún hefur
aldrei verið hæpnari en nú, þá
er aðferðin, sem beitt er, stór-
hættuleg og verður vonandi ekki
talin fordæmi héðan í frá heldur
víti, sem beri að varast. Því að
Ljóðobdb Hjartar Gíslasonar
ÞÓTT langt sé um liðið síðan mér
barst í hendur ljóðabók góðkunn-
ingja míns, Hjartar Gíslasonar,
„Vökurím“, vil ég nú láta verða
af því að segja frá henni. Hjörtur
Gíslason varð fimmtugur fyrir
fáum vikum, en þetta mun vera
fyrsta ljóðabók
hans. Alla sína
ævi hefur hann
þrælað fyrir
brauði sínu og
tíminn til skáid
skapar og Ijóða
gerðar verið
næsta lítill. —
Það mun því ó-
líku saman að
jafna, ef mæla
á Hjört
við kaffihúsaskáld höfuðborgar-
innar, sem fæstir munu nokkru
sinni hafa dýft hendi í kalt
vatn, enda er andríki þeirra eft-
ir því.
Mörgum hafa verið kunnir
hæfileikar Hjartar til vísnakveð-
skapar, en fátt höfðu menn heyrt
langra kvæða eftir hann. Ekki
hefur hann að heldur setzt á
bekk með stórskáldum með
þessu fyrsta kveri sínu, þótt
langt taki hann fram mörgum
leirbullurum samtímans.
Öll er bókin þrungin hugljúfri
sannleiksást og smekkvísri feg-
urð hversdagsleikans. í heild má
segja um bókina, að í henni séu
mörg falleg, lítil kvæði. Sem
dæmi vil ég taka „Sorg“:
Það veldur mér ævilangt sárustu
sorgum
að svíkja þann vininn, er heitast
ég unni,
og flýja í angist frá brennandi
borgum,
er byggðum við saman á óskanna
grunni.
þín tryggð verður goldin af
hjarta míns sjóði.
Og skemmtilegt er k^æðið „Ég
sjálfur----?“
í heimsins háværa glaumi
hamingju veitir mér
að látast voldugur vera, —
en vita ekki, hvað ég er.
Er huga minn svefninn sefar,
sál mín á vængjum fer,
virðist mér sem ég vaki
og viti þá, hvað ég er.
Og þegar ég hætti að hugsa og
himinninn opnast mér,
vakna ég til að vera —
vera það, sem ég er.
Þakka ég svo Hirti Gíslasyni
fyrir skemmtilegt Ijóðakver og er
ég mjög ósammála alls ómerkum
dómi Helga Sæmundssonar, for-
manns Menntamálaráðs, um téða
bók.
vig.
Til sölu með tækifærisverði
Norge isskápur
amerísk liáfjallasól, ljóst
skrifborð hentugt fyrir
skólapilt, eldavél og baðker,
á Snorrabraut 85, hægri dyr
sími 15845. —
Þróttur og þrek
til starfa og leiks í
SÓL GRJÓNUM
Hjörtur
Ég þekkti ekki harminn, sem
vonbrigðin valda,
þó vissi ég tárin í augunum
þinum,
en út af þeim vegi, sem hugðist
ég halda,
hraktist ég brott frá örlögum
mínum.
Hvort munu ekki óskirnar öðlast
sinn frama,
ást okkar sigrast á heitrofsins
böndum,
ef þrár okkar beggja berast með
sama
blænum að kærleikans eilífu
ströndum.
Þar megnar ei sorgin þá dásemd
að dylja,
að draumarnir vaka í ókveðnu
ljóði.
Þar tefur ei rúm eða tími minn
vilja.
Ungir og aldnir lá krafta og þol
með neyzlu heilsusamlegra og
nærandi SÓLGRJÓNA.hafragrjó-
na sem eru glóðuð og smásöxuð.
Borðið þau á hverjum morgni og
þér fáiðeggjahvituefni.kalk.fosfór
og járn, auk B-fjörefna, allt nauð-
synleg efni likamanum, þýðingar-
mikil fyrir heil-
suna og fyrlr ,------------------- .
starfsþrekið og
starfsgleðina.
SOL
Framleidd al
»OTA«
:UitiiiusiuiusúlÍI&
KJABVALS
Fegurrí bækur hafa ekki verib
gefnar út á íslandi
Laugavegi 100
Lœknir til sjós
Símon Sparrou réðst læknir á LÓTUS til að
komast hjá hjónabandi í landi, og þegar hörm-
ungar sjóveikinnar voru afstaðnar, tók hann
að sinna sjúklingum sínum ...
Bátsmaðurinn þurfti að láta draga tönn úr sér, en áhöld
til verksins voru af harla skornum skammti, og læknir-
inn hafði naumast hálfa krafta á við andstæðing sinn ...
— Þér meidduð yður vonandi ekkert, læknir?