Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 3
Fösfu’dagur 3. jan. 1958.
MORGUNBLÁÐIÐ
3
Yfirlýsing forsœtisráðherra á gamlárskvöld:
Cengislœkkun óumtlýj-
anleg á nœstunni
ir fyrr en nokkru eftir áramót“,
sagði Hermann Jónasson. „Um
þær er því ekkert hægt að segja
enn sem komið er, og þá heldur
ekki um væntanlegar tillögur
ríkisstjórnarinnar í þessum mál-
um“, bætti hann við. Hin fræga
Rannsókn efnahagsmálanna og
takmörkun verkfallsréttar
HERMANN JÓNASSON forsætisráðherra flutti samkvæmt venju
ræðu í útvarp á gamlárskvöid. Ræddi hann í upphafi nauðsyn þess
að tryggja þjóðinni fjármagn til hagnýtingar auðlinda landsins.
Um landhelgismálin og nauðsynlegar ráðstafanir til verndunar
fiskimiðunum kvaðst hann ekki mundu ræða. En um þær yrði
tekin ákvörðun „innan stundar“.
Of hátt gengi
Þá komst forsætisráðherra m.a.
þannig að orði að „gengi íslenzkr
ar krónu væri skróð miklu hærra
en það er í raun og veru“. Kvað
hann hið sanna vera „að á krón-
unni eru nú og hafa verið árum
saman mörg gengi, allt eftir því,
hvað fyrir hana er keypt“. Komst
ráðherrann síðan að orði á þessa
leið:
„Gallar þessa hagkerfis eru
hins vegar æði margir, einkum
ef það stendur til lengdar,
enda telja fjármálasérfræðing
ar, að það fái ekki staðizt til
frambúðar“.
Af þessum ummælum for-
sætisráðherrans virðist auð-
sætt að ríkisstjórn hans telji
gengislækkun óumflýjanlega
á næstunni.
„tjttektin“ í burðarliðnum
Undir lok ræðu sinnar skýrði
forsætisráðherra frá því að
„rannsókn efnahagsmálanna væri
nú framkvæmd af nokkrum
þekktum hagfræðingum, ásamt 5
mannanefnd, sem er skipuð ein-
um fulltrúa frá bændasamtökun-
um, einum frá Alþýðusambandi
íslands og einum fulltrúa
frá hverjum stjórnarflokki.
— Niðurstöður af þessum
athugunum á framleiðslu- og
efnahagskerfinu liggja ekki fyr-
|„úttekt“ efnahagslífsins, sem
vinstri stjórnin lofaði að fram
skyldi fara „fyrir opnum tjöld-
um“ virðist þá loksins vera að
komast í burðarliðinn. En hún á
þó ekki að fæðast fyrr en eftir
kosningar. Má það heita einstök
tilviljun!!
Þörf nýrrar vinnulöggjafar
Forsætisráðherra lauk ræðu
sinni með því að ræða nauðsyn
nýrrar vinnulöggjafar. Kvað
hann það reynslu manna á Norð
urlöndum að sú skoðun væri úr-
elt „að svo til engar hömlur
mætti leggja á verkalýðsfélög,
stór eða smá í því að gera verk-
föll með sem stytztum fyrirvara'
Kvennaskólanum
gefin Guðbrands-
biblía
VIÐ jólaguðsþjónustu, sem hald
in var í Kvennaskólanum, er
jólaleyfi hófst þar hinn 20. des. sl.
afhenti séra Óskar J. Þorláksson
dómkirkjuprestur, skólastjóran-
um eintak af hinni nýju ljós-
prentuðu Guðbrandsbiblíu í
skrautbandi. Er biblían gjöf til
Kvennaskólans frá kennurum
hans.
Séra Óskar minntist við þetta
tækifæri á það, hvaða gildi guðs-
orðabókaútgáfu Guðbrands bisk.
ups hefði haft fyrir kristnihald
íslendinga.
Ragnheiður Jónsdóttir skóla-
stjóri, þakkaði kennurunum fyr-
ir gjöfina um leið og hún ræddi
þýðingu bókaútgáfu Guðbrandar
biskups fyrir varðveizlu ís-
lenzkrar tungu.
Úthlutun ur RithÖfundasjóði útvaxpsins:
Jónas Árnason og Loitur
Guðmundsson fó ferðastyrki
Á gamlársdag kl. 2, fór í annað
sinn fram úthlutun úr Rithöf-
undasjóði ríkisútvarpsins við há-
tíðlega athöfn í einum af sölum
Þjóðminjasafnsins. Dr. Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður, for-
maður sjóðstjórnar, tók fyrstur
til máls og tilkynnti, að rithöf-
undunum Jónasi Árnasyni og
Lofti Guðmundssyni hefðu verið
veittar 8500 kr. hvorum til rit-
starfa og utanfara. Voru þeir báð-
ir viðstaddir, og greiddi þjóð-
minjavörður féð þegar af hendi.
Þá tók til máls Vilhjálmur Þ.
Gíslason útvarpsstjóri, en síðan
hafði sjóðsstjórnin boð inni fyrir
gestina. Dýrfinna Oddfreðsdóttir,
sú sem fyrir skemmstu bar tveim
ur forsetum veitingar í Keflavík,
Bœiarstjórnarfundur í
gœr stó8 í hálftíma
Ekkert bólaði á málefnum minnihlutans
BÆJARSTJORNARFUNDUR,
sem haldinn var í gær, stóð að-
eins í um það bil hálfa klukku-
stund. Á dagskrá var m. a. að
taka til 2. umr. tillögu Sjálfstæð-
ismanna um stækkun hafnarinn-
ar, en umræðunni var frestað til
næsta fundar, vegna þess hve um
sögn samvinnunefndar um skipu
lagsmál barst seint.
Að öðru leyti gerðist alls ekk-
ert á fundinum annað en það, að
samþykkt var tillaga frá Petrínu
Jakobsson um að rætt væri, að
bæjarstjórn fengi að kjósa einn
mann í stjórn barnavinafélagsins
Sumargjafar og einn varamann.
Mörgum kom á óvart hve fund
ur þessi var stuttur, þegar athug-
að er, að hér er um að ræða næst
síðasta fund bæjarstjórnarinnar
fyrir kosningar. Hefði mátt
ætla, að bæjarstjórnarminnihlut-
inn hefði nú látið sitthvað í sér
heyra um bæjarmálin og notað
tækifærið til gagnrýni. En því
var ekki að heilsa. Hvorki var um
að ræða beinar tillögur frá bæjar
stjórnarmeirihlutanum né heldur
eitt orð af gagnrýni.
Það kom svo eins og rúsína í
pylsuendanum, þegar Þórður
Björnsson kom allt í einu inn í
bæjarstjórnarsalinn, rétt í sama
mund og verið var að slíta fundi.
Gátu bæjarstjórnarmenn þá ekki
stillt sig um að hlæja, en eins
og kunnugt er, hefir Þórður oft
tafið fundi með miklum mála-
lengingum. Þótti það koma vel
á vondan, þegar Þórður arkaði
þarna inn í salinn að fundi lokn-
um, með ræðurnar ' r' ' H 'ösk-
unni.
U fankjÖrsfaðakosning
FRÁ OG MEÐ 6. janúar geta þeir, sem verða fjarverandi á
kjördegi, kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hrepp-
stjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt
að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem
tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
staðaatkvæðagreiðslu. Skrifstofan verður opin í dag frá
kl. 9—12 og frá kl. 2—4. Símar 17100 og 24753.
Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru beðnir að hafa
samband við skrifstofuna og gefa upplýsingar um þá, sem
verða fjarverandi á kjördegi.
reiddi fram freyðivín í gull-
skreyttum krystalsglösum svo og
kransakökur á silfurbakka, en
digrir vindlar voru á smáborð-
um. Var þarna góður fagnaður
og allur prúðmannlegri en var á
tímum Egils. Minnti ekki annað
á þá tíð, en það, sem geymt var
bak við gler í salnum: sverð ryð-
brunnin, mannabein, sörvistölur,
döggskór og „sylgja með torlesnu
letri“.
Á
Rithöfundasjóður ríkisútvarps-
ins var stofnaður með framlögum
frá útvarpinu. Er þar þyngzt á
metunum fé, er koma skal sem
greiðsla fyrir flutningsrétt
vegna útvarpsefnis, sem flutt var,
áður en samningar voru gerðir
milli ríkisútvarpsins og rithöf-
unda. Voru slíkir samningar ekki
gerðir, fyrr en fsland gerðist að-
ili að Bernarsáttmálanum fyrir
áratug síðan. Sjóðurinn er nú tæp
lega fjórðungur milljónar. Til-
gangur hans er að veita styrki til
ritstarfa og ferðalaga. Er ætlazt
til, að þeir, sem strykjanna njóta,
láti útvarpinu í té nýtt efni á
næstu misserum eftir heimkomu
sína.
Á gamlársdag 1956 var fyrst
veitt fé úr sjóðnum og fengu þá
ljóðskáldin Guðmundur Frímann
og Snorri Hjartarson styrki.
Stjórn rithöfundasjóðsins er
skipuð dr. Kristjáni Eldjárn(skip
uðum af menntamálaráðherra),
Vilhj. Þ. Gíslasyni og Andrési
Björnssyni (frá ríkisútvarpinu’
og dr. Jakobi Benediktssyni og
Helga Sæmundssyni (frá rithöf-
undum).
¥■
Jónas Árnason rithöfundur er
34 að aldri. Hann varð stúdent
í Reykjavík 1942, stundaði síðan
háskólanám ''?
þar og í Amer-
íku um 3 ára
skeið, en gerð-
ist þá blaða-
maðurí Reykja
vík. Vann hann
fyrst hjá Fálk-
anum og
Frjálsri verzl-
un, en hjá
Þjóðviljanum
1946—52. Sneri Jónas
sér þá að sjó-
sókn, en varð kennari í Neskaup-
stað 1954 og í Hafnarfirði 1957.
Þættir Jónasar um börn og sjó-
menn eru aðaluppistaðan í bók-
um hans: Fólki (1954), Sjó og
mönnum (1956) og Veturnótta-
kyrrum (1957). Á sl. ári gaf hann
og út þuluhefti: Fuglinn sigur-
sæla. Jónas hefur tekið mikinn
þátt i stjórnmálum og m. a.boðið
sig fram til þings fyrir þá flokka,
STAKSTEIMAR
Loftur
sem Einar Olgeirsson hefir stað-
ið að. Hann sat á Alþingi sem
landskjörinn þingmaður 1949—
1953, og er nú fyrsti varamaður
uppbótarþingmanns Alþýðu-
bandalagsins.
★
Loftur Guðmundsson rithöf
undur er 51 árs að aldri. Hann
lauk prófi frá Kennaraskólanum
1931, en stund
aði síðan nám í
Svíþjóð og tók
þar íþrótta
kennarapróf
og próf í tungu
málum og bók-
menntum.
Hann varð
kennari á
Stokkseyri
1932—3 og í
Vestmannaeyj-
um 1933—’45.
Það ár gerðist hann skólastjóri á
Jaðri, er Reykjavíkurbær kom
upp þar skóla fyrir börn, sem af
ýmsum ástæðum sækja ekki al-
menna barnaskóla.Árið 1947 varð
Loftur blaðamaður við Alþýðu-
blaðið, og hefir hann verið það
síðan. Meðal ritverka hans eru
leikritin Brimhljóð (leikið í
Reykjavík 1937), Eftir jarðarför-
ina og Ég er Tech, sem leikin
hafa verið í útvarp. Þá hefur
hann samið fjölmarga gaman-
þætti, m. a. fyrir útvarp undir
dulnefninu Jón snari. Um langt
skeið skrifaði Loftur skopdálka
í Alþýðublaðið og nefndi þá
Brotna penna. Þar lét skáldið
Leifur Leirs mjög að sér kveða,
og árið 1951 komu ljóð hans út
í bók, sem nefnist Óöldin okkar.
Þá hefir hann samið bækur fyrir
börn og unglinga, m. a.: Þeir
fundu lönd og leiðir (1947), Síð-
asta bæinn í dalnum (1950) og
Steinaldarmenn í Garpagerði
(1955). Nýlega kom svo út bókin
Jónsmessunæturmartröð á Fjall-
inu helga, satría, sem — eins og í
einu Reykjavíkurblaðanna sagði
— „verður hér ekki kölluð spé-
spegill líðandi stundar á íslandi,
þó að kannske hafi margur rit-
dómarinn logið meira“.
Maður ilasast í viður
eign við naut
BOLUNGARVÍK, 2. jan. — Það
slys varð hér í gær eftir hádegið,
að bóndinn í Meiri-Hlíð, Pétur
Jónsson, rifbrotnaði og marðist
mikið í viðureign við naut.
Bóndinn var að halda kú. Réðst
nautið þá á hann, hóf hann á loft
og slengdi honum utan í dyra-
umbúnað. Hélt nautið Pétri þar
klemmdum alllanga stund. Þegar
nautið linaði takið á bóndanum,
tókst honum að ná í nasahring
þess og binda það. Pétur bóndi
liggur rúmfastur síðan en líður
eftir vonum. — Fréttaritai i.
Braumur sem ekki
hef ir rætzt
Alþýðublaðinu finnst ekk! I*|-
urt um að litast á jarðkringlunnl
nú, og segir hinn 31. des.:
„Sumum finnst jafnvel fram-
tíðarbúseta mannkynsins á jörð-
inni tvísýn. Hnötturinn er í hættu
af þegnum sínum“
Þótt blaðinu þyki illa horfa, þá
er það ekki vegna þess, að úrræð-
in til umbóta skorti:
„En er ekki meginorsök vand-
ans sú, að samfélagshugsjón
mannanna hefur enn ekki sigr-
að? Væri nokkur hætta á ferðum,
ef draumur lýðræðisjafnaðar-
manna um frið, frelsi og framfar-
ir — jafnréttið og bræðralagið —
væri orðinn að veruleika? Aldrei
hefur framtíðarvon heims og
manna verið nátengdari nauðsyn
þess, að jafnaðarstefnan megi sín
nógu mikils til að leysa hnútana
og greiða úr flækjunum. Hún er
raunar í dag voldugri og áhrifa-
meiri en nokkru sinni fyrr“.
Hér skýtur raunar nokkuð
skökku við um orsaka-samheng-
ið. Að þessu sinni skal einungis
að því vikið, að draumar geta
ekki komið í stað athafna og stað
reynda.
Emil í diraumheimum
Engan veginn skal þó lítið gert
úr gildi drauma um fegurri fram
tíð. „Lýræðisjafnaðarmenn“ eru
og ekki hinir einu, sem láta sig
dreyma um „frið, frelsi og fram-
farir“. En fagrir draumar mega
aldrei verða til þess, að menn
kjósi fremur svefn en vöku og
flýi úr veruleikanum inn í
draumheima. Emil Jónsson for-
maður Alþýðuflokksins hefur þó
látið þetta henda sig nú um þessi
áramétt. í áramótapistli sínum
kemst hann m.a. svo að orði:
„Eitt fyrsta verkefni ríkis-
stjórnarinnar var að freista að
stöðva dýrtíðar- og kauplags-
skrúfuna. Hefur þetta tekizt bet-
ur en bjartsýnustu menn gátu
gert sér í hugarlund-----Vísi-
tala framfærslukostnaðar hefur
á þessu tímabili aðeins hækkað
um örfá stig og miklu minna en
áður, þannig að segja má, að hér
hafi allvel til tekizt. Að vísu hef-
ur þetta kostað nokkuð aukna
niðurgreiðslu, sérstaklega land-
búnaðarvara, en þó ekki meiri en
búast mátti við. —“
Veruleikinn rýfur
drauma Emils
Að vísu veit enginn við hverju
Emil taldi sig ,„mega búast“ af
þessari stjórn. En staðreyndirnar
um samanburð á vexti verðbólgu
nú og fyrr eru töluvert aðrar en
Emil vill vera láta. í ræðu, sem
Bjarni Benediktsson hélt í Óðni
10. nóv. sl. rakti hann þetta:
„Vísitala hefur hækkað um 5
stig frá áramótum. Þá var látið í
veðri vaka, að von væri á 1—2
stiga hækkun. —
Berum þessa hækkun á nokkr-
um mánuðum saman við það sem
gerðist á næstu 214 árum áður en
áhrif verkfallsins mikla 1955
sögðu til sín. Vísitalan í des. 1952
var 162 stig. Vísitalan í marz 1955
var 161 stig.
Á tímabili hafði hún farið ofan
í 157 stig.Lækkuninni var að vísu
að nokkru náð með niðurgreiðsl-
um og skulum við líta nánar á
þær.
í fjárlögum fyrir 1952 voru þær
25 millj. kr. í fjárlögum fyrir
1955 voru þær orðnar rúmar 49
millj. kr. Hækunin er 24 millj.
króna og svarar til 4 stiga hækk-
unar á vísitölu.
í fjárlögum fyrir 1956 voru nið
urgreiðslur komnar í 57 millj. kr.
Skv. frv. og grg. fjárlagafrv. fyr-
ir 1958 eiga þær nú á rúmu ári að
hækka í 125 millj. kr. eða um 66
millj. kr., sem samsvarar 11 nýj-
um vísitölustigum".