Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1958næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1958, Blaðsíða 7
Fösfudagur 3. Jan. 1958. MORCTJNBL AÐIÐ 7 Magnús H. prentari — Jónsson minning framtíðarvonir við jörð þessa, og öllum fremur vakti hann áhuga félagsmanna fyrir möguieikum þessa staðar, gildi hans og menn- ingarlegu verðmæti í framtíðinni SÚ ER OKKUR öllum vissan vís- ust allra hluta, að eitt sinn skal hver deyja. Allt um það setur okkur hljóð, þegar náinn ættingi, vinur eða félagi fellur fyrir sigð dauðans af sjónarsviði okkar, um aldur fram að okkar mati, og spyrjum ósjálfrátt: Hvers vegna hann — núna? Svo fór og mér, er ég hinn 19. des sl. fregnaði, að Magnús H. Jónsson, prentari frá Lambhóii, hefði dáið þann dag eftir aðeins tæplega sólarhrings legu. Vissu- lega hefði snögglegt andlát hans ekki átt að koma mér á óvart,! því að fyrir fáum vikum sagði hann mér, er heilsa hans barst í tal, að þannig myndi hann héð- an snögglega hverfa, og það fyrr en varði. En hvenær trúir maður slíkum staðreyndum fyrr en yfir dynur? — og ef til vill er sú sjálfsblekking okkur líka hollust. Það er stundum gott að vita hæfi lega lítið. t Fyrir nær 50 árum, eða sum- arið 1908, bar fundum okkar ( Magnúsar fyrst saman, er við j hann i þessu máli flestum félags- vorum smaladrengir sumarlangt i mönnum framsýnni, sem og mörg fyrir prentarastéttina í heild. Var vestur á Mýrum, sinn á hvorum I bæ, þar sem lítil á, Urriðaá, skildi tún og lendur bæjanna. Sátum við báðir yfir kvíaám, og bar þá fundum okkar daglega saman. Tókst þá með okkur sá kunnings- skapur, er æ siðan entist, því Magnús var trygglyndur og vin- fastur með afbrigðum. Fáum árum síðar lágu leiðir okkar enn saman, er báðir hófu prentnám á sama missiri og vor- um báðir teknir sem fullgildir félagar í Hið íslenzka prentara- félag þann 10. júlí 1916. Hóf Magnús prentnám í nóvember 1911 í prentsmiðju Þjóðviljans hjá þeim mikla þjóðskörungi og frelsishetju Skúla Thoroddsen, en lauk náminu í prentsmiðjunni Gutenberg, þar sem hann síðan vann til ársins 1944, er hann réðist til prentsmiðjunnar Odda og vann þar til dauðadags. Magnús lét fljótt félagsmál prentara til sin taka. Hann reynd ist óvenjufjölhæfur og öruggur starfskraftur í félagsmálum, stefnufastur baráttumaður, en þó lipur og laginn, Víðsýnn og hug sjónaríkur framfaramaður, en þó gætinn, setti ávallt hagsmuni stéttarihnar ofar sínum eigin, hafði góðar gáfur, hjálpfús, svo að enginn fór synjandi frá honum gæti hann úr bætt eða veitt lið— sinni, og svo starfsfús, að öllum sínum frístundum fórnaði hann með gleði ef félagsstarfið krafði. Það var því næsta eðlilegt að slíkur maður yrði öðrum fremur til forustu og annarra starfa í sínu stéttarfélagi kvaddur. Enda varð raunin sú. Á miðju sumri 1919 tók hann sem vararitari við starfi ritara Sjúkrasamlags prentara, vegna utanfarar undirritaðs, sem þá var ritari þess, en í þá daga var ritarastarf samlagsins umsvifa- mesta og tímafrekasta starfið í félaginu. Þessu starfi gegndi Magnús til 1922, en 1923 var hann fyrst kosinn formaður félagsins og oft síðah. Alls gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið í 36 ár, þar af formaður þess í 18 ár, og hefir enginn annar skipað það sæti svo lengi í félaginu á 60 ára æviskeiði þess. Vann hann öll þessi störf, sem sum voru umsvifamikil og vanda söm, af óvenjulegri kostgæfni og samvizkusemi. Eigi má þess ógetið látið, að á réttum tíma hafði Magnús for- göngu um kaup á fasteignum fé- lagsins á Hverfisgötu 21, þar sem aðsetur og félagsheimili félagsins er nú og sama árið á jörðinni Miðdal í Laugardal, þar sem sum arheimili allmargra prentara eru nú þegar og fleiri eru í uppsigl ingu. Batt hann einkum miklar um öðrum hagsmuna- og þurftar málum stéttarinnar, svo sem með stofnun flestra styrktarsjóða fé- lagsins er á ýmsan hátt styrkja nú prentara til menningarlegrar og efnahagslegrar framsóknar. En þótt ekki fengi hann ávallt öllum sínum áhuga- og framfara málum framgengt innan félags- ins, var hann sá maður, sem kunni að bíða lægra hlut, án þess að láta á bera né nokkurn gjalda, þótt undan sviði hið innra með honum á stundum. — Fyrir honum var félagsheildin allt — einstaklingshyggja og sérboru- háttur andstyggð. Betta var hans aðalsmerki. Hann var stórmenni. Þann þakklætis- og virðingar- vott fyrir unnin störf í þágu prentarastéttarinnar, sýndi H.Í.P. Magnúsi á 60 ára afmæli félags ins á sl. vori, að það kaus hann heiðursfélaga sinn. Og á 60 ára afmæli hans 1955, sendu prent- arar (og fleiri starfsmenn) í öll- um prentsmiðjum landsins hon- um persónulegar eiginhandar heillaóskir í sérstakri bók, ásamt álitlegri peningagjöf, í þakklæt- isskyni fyrir öll hans störf í þeirra þágu á þá liðnu æviskeiði hans. Magnús tók einnig virkan þátt í verkalýðshreyfingunni almennt. Hann sat fyrir hönd H. í. P. flest þing Alþýðusambandsins, sat í stjórn þess um skeið, átti sæti í Iðnráði, fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna og fjölmörgum öðrum nefndum. Um skeið átti hann sæti í skólanefnd Reykjvík m- o. fl. o. fl. t Magnús Helgi Jónsson var fæddur 8. júlí 1895 að Lambhóli í Skildinganesi og átti þar heima alla sína ævi. Foreldrar hans voru hjónin Ragnhrldur Einars- dóttir frá Heggstöðum í Anda- kíl og Jón Magnússon frá Skild- inganesi sá er fyrst byggði Lamb hól, Magnússonar frá Engey. — Árið 1922 giftist Magnús eftir- lifandi konu sinni Sigurlínu Ebeneserdóttur, héðan úr Reykja vík, hinni ágætustu konu og hon- um samhent í öllu hans félags- starfi. Eignuðust þau fjórar dæt- ur, sem allar eru á lífi, þrjár giftar en ein í foreldrahúsum. Um alllangt skeið hafði Magn- ús átt við vanheilsu að stríða. og segja má að hin síðustu missiri hafi hann engan dag gengið heill til skógar. En sú var atorka hans. þrek og starfsvilji, að til vinnu fór hann svo lengi sem kraftarn- ir leyfðu — og stundum nokkru lengur. I dag er hann til moldar borinn. Ég þakka honum áratugalanga vináttu, tryggð og samstarf, leið- sögu og uppörvun. En ekkju hans dætrum, tengdasonum og öðrum aðstandendum votta ég mína inni legustu samúð vegna fráfalls þessa trygga förunauts, góða drengs og sanna manns, sem engu vildi vamm sitt vita. Blessuð og friðhelg veri minning hans. Guðbjörn Guðmundsson. Frú Cuðrún Bjarnadóttir Minningarorb ANNAN jóladag andaðist Guð- rún Bjarnadóttir húsfrú á Vallá í Kjalarneshreppi. Verður hún jarðsungin í dag frá sóknarkirkju sinni að Brautarholti. öllum, sem til þekktu mun hafa brugð- ið, þegar þeir hlustuðu á and- látsfregn Guðrúnar í útvarpinu svo skyndilega og óvænt. Eng- inn vissi til að neitt væri að, sízt alvarlegt. Guðrún vann sín venjulegu heimilisstörf fram á aðfangadagskvöld jóla. Þá hátt- aði hún og las lengi í bók. Morg- uninn eftir, á jóladaginn hafði hún misst meðvitund, eftir sól- arhring var hún dáin. Dauðinn er þögull á stundum, gerir ekki boð á undan sér og svo var nú. Okkur, sem þekkt höfum Guð- rúnu frá fyrstu tíð, að hún kom þessa sveit, finnst hún fara of fljótt, og stórt skarð höggvið í húsmæðrahóp sveitar okkar og héraðs, sem við minnumst með söknuði. Guðrún var fædd að Tjörfa- stöðum í Landsveit, Rangárvalla- sýslu, 2. sept. 1897. Ekki get ég rakið ætt hennar, en faðir henn- ar Bjarni var af kunnum ættum á Landinu, en ég hygg að móðir Guðrúnar, Margrét, hafi einnig verið kynjuð úr uppsveitum Rangárvallasýslu. Guðrún ólst upp með foreldr- um sínum, líklega lengst á Seli Sigurður Guðmundsson Mi nni ngaror <5 ÞEGAR dánarfregn góðs manns og vinar berst um nágrennið, einn skammdegismorgun, þá knýja á minningar um liðna daga og brostnar vonir um langa fram tíð, verður tóm í huganum, þar vegst á, allt það sem gert var og allt það sssi við ætluðum að gera — en hönd örlaganna hefur alltaf rétt fyrir sér — okkur voru ekki fleiri samverustundir áskap aðar. Vinur okkar, Sigurður Guð mundsson í Þórukoti er horfinn af þessu lífsins plani, eftir 58 ára starfsrík og gæfusöm ár, og hefur nú horfið til þeirra heima er hann sjálfur trúði að tækju við. — Sigurður var Suðurnesjamaður, fæddur í Höfnum syðra og taldi það stolt sitt og virðingu, þó hann festi rætur í Njarðvík, á ættaróðali konu sinnar Guðrúnar Þorleifsdóttir, þá brustú ekki böndin við heimahaga, hvorki hér eða þar. — Ég minnist þess nú, að er við fórum inn einn af hinum fögru og þaulræktuðu Skotlandsfjörðum, sagði Sigurð- ur að þarna væri búsældarlegt og gæti hver blettur verið Þórukots- túnið eða túnin í Merkinesi. -— Svo var um Sigurð í flestu, hann var traustur maður og vinfastur hvort í hlut áttu þúfurnar á Þóru kotstúni eða vel eður vanmatinn samferðamaður í lífinu — ef þýð legt orð, hlýlegt handtak eða nokkrar ótaldar krónur gátu bætt einhvers vanda, þá var eng an betri fyrir að finna en Sigurð í Þórukoti. Það er lífshamingja við lokinn dag, að vera saknað af öllum, jafnvel þeir sem fylltu aðra stjórnmálaflokka, aðhylltust aðrar trúmálaskoðanir, eða stóðu í lægri tröppu mannvirðinga, áttu aldrei misjöfn né hörkuleg orð garð Sigurðar í Þórukoti. Þetta er betri mannlýsing en margir dálkar í blaði. Sigurður var athafna- og at- orkumaður, kljáðist jafnt við sjó og land, og bar hvarvetna sigur úr býtum. í sambýli fólksins var hann gjarnan í forustu og trún- aðarstöðum, því það þótti vel valið, hvort heldur var fyrir sveitarfélagið, kirkjufélagið, eða önnur félagssamtök, og voru hans innlegg þar byggð á skilningi og trúmennsku. Eftir langa samveru og trausta vináttu minnist ég þess ekki að hafa séð Sigurð bregða skapi til hins verra, þó ég væri erfiður í samskiptum á stundum. Hiá honum fór saman í ríkum mæli. glaðlyndi, góðvild, hjálpsemi, ör- læti og atorka — hann var maður sem ljúft er að minnast og vart unnt að missjá sig í mannlýsingu, þó um eftirmaeii látins sé að ræða. Ég ætla ekki að rekja æviferil Sigurðar, störf hans og stríð, þau heyra nú fortíðinni til en standa sem óbrotgjarn steinn í uppbygg- ingu hinnar framgjörnu framtíð- ar Suðurnesja. Hér skal tjáð innileg hluttekn- ing í söknuði vina og vanda- manna. — En svo liggur leið okk ar allra. Við stöndum nú á ströndinni og sjáum siglingu háa og glæsta til fyrirheitna landsins, þar fer vinur okkar Sigurður bóndi í Þórukoti. — Við biðjum honum blessunar á verðandi leið- um og örvæntum ekki, því góðir menn fara guðs vegi. — Helgi S. í sömu sveit, þar bjuggu foreldr- ar hennar og þar býr nú bróðir hennar. Á Landinu, eins og fæðingar- sveit Guðrúnar er kölluð í dag- legu máli, er mjög tilkomumikil fjallasýn, þar er Ilekla allnærri, hið tigna fjall, en einnig hið ægilega, með hina mikilfenglegu auðn í kring um sig. Slíkt útsýni orkar ekki lítið á barnshugann enda finnst mér að margra ein- kenna gætti í skapgerð Guðrún- ar, sem stafi frá umhverfi henn- ar í æsku. Guðrún var hjartahlý, alvöru- kona, sem hélt sér ekki fram eða lét bera á sér. En hún átti til sterkan vilja, ákveðnar skoðanir og þá seiglu í starfi og raun, sem ég hygg hún hafi erft frá ætt- mennum sínum í uppsveitum Rangárvallasýslu, þeirra, sem hafa átt afkomu sína undir duttl- ungum Heklu og afleiðingum þeirra. Þar hefur sótt á sandfok og aska, svo nærri hefur legið að legði í eyði hina fögru byggð. Guðrún hefur snemma verið námfús og þráð að afla sér menntunar: Fór hún þá í Kenn- araskólann og útskrifaðist úr honum vorið 1921. Vera Guð'rún- ar í Kennaraskólanum hafði varanleg áhrif á hana. Hún var svo lánsöm að eiga heima á heimili hinna ágætu skólastjóra- hjóna, séra Magnúsar og konu hans. Voru það því ekki einungis áhrifin frá skólanum og kynning af skólastjóranum í sambandi við hann, skólann, er hún naut, held- ur einnig af heimili þeirra hjóna, sem var fyrirmynd að myndar- skap, látleysi og hlýleik til allra hárra og lágra. Guðrún kunni vel að notfæra sér þetta. Hún vann sjálf traust og vináttu þeirra hjóna, og hún, eins og flestir eða allir nemendur séra Magnúsar, dáði hann og tileink- aði sér ráðleggingar hans í einu og öðru. Ég er viss um að skóla- vera Guðrúnar var henni leiðar- ljós og styrkur í lífsbaráttunni alla tíð. Þegar Guðrún hafði lok- ið kennaraprófi, ger,ist hún kenn ari í nokkur ár á Blikastöðum, uppi í Leirársveit, en siðast hér í Kjalarneshreppi. Vorið 1925 fór hún að Vallá og sama ár, 22. okt., giftist hún bóndasyninum þar Magnúsi Benediktssyni. Hófu ungu hjón- in búskap á móti foreldrum Magnúsar og bjuggu þannig í nokkur ár. Þá tóku þau alla jörð- ina. Um það leyti dó Benedikt faðir Magnúsar, en móðir hans, Gunnhildur, hefur verið hjá þeim síðan og lifir nú tengda- dóttur sína, sjálf komin á níræðis aldur. Þegar Guðrún hóf búskap á Vallá, kom brátt í ljós, að hún var ekki síður hæf þar til starfa en við nám og kennslustörf, enda alin upp í sveit. Guðrún var heimilisrækin, ósérhlífin til allra verka úti og inni, fylgdist með öllu, sem heimiiið varðaði, tók oft við að stjórna ein heimilinu, þegar maður hennar vann utan heimilisins, sem hann oft gerði. Gestrisni mikil var á Valla hjá þeim hjónum. Var aldrei svo mikið annríki á heimilinu, að þau létu ekki sitja fyrir að sinna gestum. Var það þenn hin mesta gleði, þegar gesti bar að garði. Munu margir vinir þeirra hjóna sakna húsmóðurinnar, sem oft var fróðlegt og skemmtilegt að rabba við. Á Vallá voru unglingar á sumrum, eins og á öðrum sveita- bæjum, nokkrir alla sína æsku og nutu þar göðra viðgjörða og órofatryggðar húsbændanna. Þau Guðrún og Magnús eign- uðust 5 börn. Eitt dó í æsku, 4 lifa, 3 dætur og einn sonur. Marta, ein dóttirin býr í Stokk- hólmi í Svíþjóð. Hana heimsótti Guðrún í fyrrasumar. Hafði hún aldrei farið til útlanda fyr. Þessi ferð var henni til mikillar ánægju og mjög þakklát mun hún nú vera, dóttirin í fjarlægðinni, að þessi ferð var framkvæmd, þeg- ar móðir hennar er nú svo óvænt og skyndilega horfin. Guðrún hafði yndi af góðum bókum, bæði í bundnu og ó- bundnu máli. Hún las mikið og átti góðan bókakost. Vissu börn hennar og aðrir vandamenn að engin tækifærisgjöf var henni kærkomnari en góð bók. Eins og að líkum lætur hafði Guðrún lítil tækifæri til ritstarfa, þó mátti vel sjá af því, sem hún skrifaði, að hún hafði ágætt vald á máli og var vel ritfær, vísa ég til umsagnar þeirra, sem gott vit hafa á því. Guðrún var einnig hagorð þótt hún léti það lítt uppi. En þessir hlutir lyftu fólkinu upp yfir hversdagslífið. Það var lika hennar síðasta, að hún las í bók áður en hún lagðist til svefns á jólanóttina. Þess svefns, sem hún vaknaði ekki af aftur. Jónas Magnússon. Sjálfstæð- isfólk í Reykjavík KJÖRSKRÁ liggur frammi í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að atliuga, hvort það er á kjörskrá, sérstaklega þeir, sem flutzt hafa til Reykjavíkur fyrir febrúarlok 1957. Áriðandi er, að skrifstofan fái upplýsiugar um alla, sem verða fjarverandi á kjördegi, 26. janúar n.k. Símar kosningaskrifstofunnar, Vonarstræti 4 eru 24753 og 17100. Opið frá kl. 9—12 og 1—6. Sunnu Opið frá kl. 9—12 og 1—6.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (03.01.1958)
https://timarit.is/issue/110528

Tengja á þessa síðu: 7
https://timarit.is/page/1313981

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (03.01.1958)

Aðgerðir: