Morgunblaðið - 03.01.1958, Side 8

Morgunblaðið - 03.01.1958, Side 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. jan. 1958. CTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaisti'æti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. i KALLAÐ TIL ALLRA r Iáramótagrein Ólafs Thors, formanns Sjálfstæðis- flokksins, sem birtist hér í blaðinu á gamlársdag, er þjóð- inni veitt glögg sýn yfir feril nii- verandi ríkisstjórnar, eftir að hún hefur setið að völdum í hálft annað ár. Fyrst rekur formaðurinn kosn- ingaúrslitin, sem sýndu að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði unnið meiri kosningasigur en nokkru sinni fyrr, allt frá árinu 1933. Ef flokkurinn hefði fengið þing- mannatölu til jafnréttis vxð Hræðslubandalagið, hefði hann átt að fá 32 þingmenn en fékk aðeins 19. Þannig tókust kosn- ingaklækir Hræðslubandalagsins, sem Ólafur Thors kallar rétti- Ifega „siðlausustu tilraunina, sem gerð hefur verið til að rífa niður lýðræðið i landinu". Upp úr þessum jarðvegi spratt svo ríkisstjórnin. Kjörorð henn- ar var, að útiloka algerlega áhrif stærsta stjórnmálaflokks- ins, sem hlotið hafði 42,4% gildra atkv. við kosningarnar, á stjórn landsins. Jafnframt var svo gefin út löng skrá um þau fyrirheit, sem þjóðinni voru gef- in. Ólafur Thors rekur síðan hvernig öll þau heit, sem ríkis- stjórnin gaf, hafa verið rofin. Ekkert blað var brotið í efna- hagsmálunum, eins og lofað hafði verið, heldur voru nú þyngstu skattabyrðar lagðax á þjóðina, sem hún hefur nokkru sinni orð- ið að axla. Atvinnuvegunum var ekki „kippt upp úr styrkjafen- inu“, eins og stjórnarflokkarnir höfðu lofað fyrir kosningarnar, heldur hafa atvinnuvegirnir síð- an sokkið dýpra og dýpra. í þessum málum er það síðasta, sem gerzt hefur, að fjárlögin eru fölsuð með því að ætla tekjur hærri en fjármálaráðherrann sjálfur telur verjanlegt en jafn- framt því eru svo dýrtíðarráð- stafanirnar teknar út úr fjár- lögunum og lausn þeirra „frest- að“. Þannig fór í efnahagsmálun- um, en á sama hátt hefur farið á öðrum sviðum. Stefnan í varn- armálunum hefur verið svikin gersamlega. Forsætisráðherrann, sem sjálfur barðist með hnúum og hnefum gegn þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu og myndaði ríkisstjórn fyrst cg fremst til þess að reka varnarlið- ið úr landi, hefur nú leitað á náðir bandalagsins um peninga- lán og lýst yfir að varnarliðið verði hér áfram. Ólafur Thors segir að lokum að Sjálfstæðismenn bíði nú á- tekta. Hvort sem ríkisstjórnin sitji lengur eða skemur, muni að lokum verða kallað á Sjálf- stæðisflokkinn til lausnar á vand- anum. „Við vitum“, segir Óiafur Thors, „að vandinn leggst að lokum á okkur. Án tilhlökkunar munum við axla byrðina, þegar þar að kemur. Þáð er boðorð skyldunnar. En við heimtum dóm þjóðarinnar áður. Við telj- um ekki að okkur komið fyrr en þjóðin kallar á okkur við nýjar kosningar“. Hér hafa aðeins verið raktir örfáir drættir úr hinu skarpa yfirliti Ólafs Thors um svik vinstri flokkanna og ófarnaðinn í landsmálunum, en það er tvi- mælalaust, að aldrei áður hefur til þess komið, að nokkur íslenzk ríkisstjórn hafi þurft að horfa framan í jafnbitran sannleika um sjálfa sig, og fram kemur í orðum Ólafs Thors. ★ Sjálfstæðismenn halda ótrauð- ir áfram baráttu sinni. Eftir fáar vikur fara fram kosningar í bæjar- og sveitarstjórnir um land allt. Það er stefna vinstri flokkanna að útiloka Sjálfstæðis- menn frá öllum áhrifum á þeim sviðum, eins og í landsmálununt. Flokkar Hræðslubandalagsins munu reyna að beita svipuðum brögðum og við þingkosningarn- ar, þar sem þeir fá þeim við komið. Á sumum stöðum safnast allir stjórnarflokkarnir sam- an gegn Sjálfstæðismönnum. Aður en þinginu lauk fyrir jól- in voru afgreidd lög, sem miðuðu að því að torvelda mönnum að neyta kosningaréttar síns. Það var viðurkennt af vinstri flokk- unum, að þessi lög væru sett í þeim tilgangi fyrst og frefnst að skaða Sjálfstæðisflokkinn og þó sérstaklega í Reykjavík. Sjálf- stæðismenn óttast ekki þetta nýja bragð, því þeir vita að slík- ar aðfarir verða einungis til þess að þjappa Sjálfstæðismönnum betur saman en nokkru sinni fyrr. En á því veltur einmitt mest. Ef Sjálfstæðismenn standa fast saman, þurfa þeir ekkert að óttast. Þá get.a þeir ókvíðnir beðið þess, þegar það ber að þeirra höndum að lok- um, að leysa vandann, eins og Ólafur Thors komst að orði. Kosningarnar til bæjar- og sveitarstjórna, sem nú fara í hönd krefjast mikils átaks af hendi Sjálfstæðismanna um land alh Skilyrðin eru ólík á hinum ýmsu stöðum, en skylda Sjálfstæðis- manna er alls staðar hin sama. Hvort sem um er að ræða lítið hreppsfélag eða stóran bæ er það fyrsta boðorð Sjálfstæðismanna að herða sóknina og treysta sam- heldnina sem bezt. Ferill núver- andi ríkisstjórnar sýnir hvernig fer, þegar áhrif jafnvoldugs stjórnmálaflokks eins og Sjálf- stæðisflokksins, með yfir 40% kjósenda að baki sér, eru útilok- uð á sviði landsmálanna. Þegar Sjálfstæðismenn nú berjast er það ekki fyrst og fremst barátta fyrir þeirra eigin flokki og stefnu hans, heldur fyrir heill lands og þjóðar, sem er órjúfanlega tengd svo stórum samtökum allra stétta sem Sjálfstæðisflokkurinn er. ★ í þeim átökum, sem nú fara fram í sambandi við kosningarn- ar í bæjar- og sveitarstjórnir, kalla Sjálfstæðismenn á alla þjóð- holla íslendinga sér til stuðnings. Barátta Sjálfstæðismanna er ekki flokksbarátta í eðli sínu, heldur barótta allra þeirra, sem hrinda vilja af sér þeim stjórnarháttum, sem verið hafa, og taka upp aðra nýja. Sjálfstæðismenn munu nú líka fá stuðning fjölda manna, sem ekki hafa fylgt þeim hing- að til, en sjá nú hvert stefnir í málum landsins. Áramótaávarp formanns Sjálfstæðisflokksins var ákall til allra, sem hafa fyrir augunum hvað gerzt hefur í mál- um þjóðarinnar á liðnu hálfu öðru ári. Þessu kalli munu nú fleiri fylgja en nokkru sinn: fyrr. HEIMI Fjölkvœni settar strangar reglur í Marokko — Mikiö um strokumenn í Frakklandi — Landlausir fá réttarhót Brúðguminn kaupir sér brúði UM áramótin gengu í gildi ný lög í Marokkó, sem hefja kven- þjóðina þar í landi upp í æðra veldi, ef svo mætti segja. Sam- kvæmt hinum nýju lögum hlýtur kvenfólk í Marokkó kosningarétt — og, sem meira er um vert: Hjónabandið er ekki lengur mái foreldranna, heldur brúðarinnar sjálfrar. * Hingað til hefur það verið til siðs, að foreldrar veldu eigin- mann dóttur sinnar — og seldu hana síðan. Að vísu hefur kaup- verðið ekki verið hátt, einn franki, sem jafngildir urn það bil 5 aurum íslenzkum. Engu að síð- ur hefur þetta verið fastur siður, sem nú er afnuminn. Allt fram á þennan dag hefur venjulegur giftingaraldur stúlkna verið 10—11 ár, en nú er lág marksaldurinn settur 15 ár — og 18 ár fyrir pilta Fjórar konur — jafmrétti Þá hlýtur kvenfólkið einnig mikilsverða réttarbóta hvað hjónabandi og skilnaði viðkemur. Fjöikvæni eru nú settar strang- ari reglur en verið hafa hingað til. Nú verður að fylgja fyrir- mælum Kóransins í hvívetna, en jafnan hefur verið misbrestur á því að Marokkómenn færu bók- staflega eftir trúarbókinni hvað því viðvíkur. Kóraninn segir, að hverjum karlmanni sé heimilt að eiga fjórar konur, en hann megi ekki gera konum sínum mishátt undir höfði. Allar eigi þær að njóta jafnréttis á heimilinu. í hinum nýju lögum er þvi bætt við, að eiginkona geti beitt neitunarvaldi gegn því að maður hennar taki í kvennabúr siit konu, er henni geðjast ekki að. Þá má eiginmaðurinn heldur ekki reka frá sér eiginkonu, ef misklíð ríkir á heimilinu, án þess að gjalda henni háar skaða- bætur. Miðar að því að afnema fjölkvæni Á þennan hátt ætla stjórnar- völdin í Marokkó að afnema fjö’- kvæni. Vegna þess að trúarbók- stafurinn heimilar fjölkvæni er ekki hægt að banna það með lög- um. Hins vegar er þess vænzt, að hinar nýju reglur verði til þess að karlmenn gefist upp á því að eiga fleiri en eina konu. Konur hans geta sótt hann að lögum, ef hann mismunar þeim í ein- hverju, hann getur ekki tekið sér nýja konu án þess að fá sam- þykki þeirra kvenna sem hann á fyrir — og ekki getur hann rek- ið frá sér konu án þess að verða að gjalda henni miklar fébætur XXX- Á gamla ái'inu hurfu um 12,000 Parísarbúar á dularfullan hátt frá heimilum sínum. Segja má, að slíkir atburðir séu nú orðið daglegt brauð í París og daglega hefur verið lýst eftír fjölda manns bæði í blöðum og útvarpi. Oft er þetta langur listi nafna — og sumir koma í leit- irnar, aðrir ekki. Franska innanríkisráðuneytið hefur birt skýrslu um málið og eru þar tilgreindar aðalástæðurn- ar til hins dularfulla hvarfs þess- ara 12 þúsunda. Níu höfuðliðir skýrslunnar fara hér á eftir — og eru þeir í réttri röð miðað við fjölda þeirrq, sem horfið hafa af ákveðnum ástæðum. 1) Heimilisfeður hafa hlaupizt á brott með nýrri ástmey. 2) Börn og unglingar farið að heiman sakir ósamkomulags á heimilinu. 3) Geðveikt fólk. 4) Fólk, sem tapað hefur minn- inu. 5) Ævintýraþrá. — Venjulega hafna ævintýramennirnir í útlendingahersveit eða klaustri. 6) Embættisrmenn, eða menn í ábyrgðastöðum, sem hafa dregið sér fé. 7) Fólk í sjálfsmorðshugleið- ingum. 8) Fólk, sem hefur farizt í fjall- göngu eða á baðströnd. 9) Fólk, sem hefur verið myrt. Það, sem talið er einkar at- hyglisvert við þessa skýrslu, er það, að hún leiðir í ljós, að flest- ar þær stúlkur, sem flýja að heiman, hverfa að vorinu. Þetta er alveg öfugt hvað piltum við- víkur. Þeir hverfa flestir að haustinu. Engin skýring er fund- in á þessu. Nú fá landlausir“ söó- menn landsíönsfuleyfi „Landlausir“ sjómenn — þ. e. a. s. sjómenn, sem ekki eru borg- arar í neinu landi og hafa engin skilríki fyrir borgararéttindum sínum — hafa nýlega hlotið rétt- indi, sem eru þeim dýrmæt. Fyrir tilstuðlan hollenzkra yfir valda var fyrir skömmu haldin ráðstefna í Haag, þar sem rétt- indi „landlausra" sjómanna voru rædd og ákvarðanir teknar urn þau mál. Á þessari ráðstefnu mættu fulltrúar frá Hollandi, Dannfórku, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi. — Auk þess mættu á ráðstefnunni áheyrnar- fulltrúar frá skrifstofu flótta- mannaráðunauts Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða vinnumála- skrifstofunni. Mjög margir hælislausir flóttamenn, hafa gerzt sjó- menn. Víða um lönd er það svo, að þótt þessir menn séu skráðir á skip, fá þeir ekki landgöngu- leyfi vegna þess, að þeir hafa engin skilríki, er sanna hverrar þjóðar þeir eru. Hafa þessir menn oft á tíðum verið „fangar“ um borð í skipunum, sem þeir sigldu með, jafnvel ár eftir ár. Á fundinum í Haag samþykktu fulltrúar þeirra átta þjóða, er þx r áttu fulltrúa, að eftirleiðis skyldu þessir „landlausu" menn fá að fara í land í höfnum þeirra landa, er hlut áttu að máli — og, að tilraunir skyldu gerðar til þess að fá fleiri þjóðir til þess að undirrita þetta samkomulag. Hinn nýskipaði brezki landsstjóri á Kýpur, sirHugh Foot, þykir tefla á tvær hætturnar þessa dagana. Hann hefur hafnað lífverði og ferðast um eyjuna í fylgd vina sinna — og stundum einn, ræðir við íbúana, Grikki sem Tyrki, um landsins gagn og nauðsynjar. Brezka herstjórn- in óttaðist í fyrstu mjög um líf hans, en hins vegar hcfur fólk tekið Foot mjög vel livar- vetna — og herstjórninni er nú hugarhægra. Foot kveður þetta eina ráðið til þess að kryfja vanda- málin til mergjar og afla sér góðrar þekkingar á hinum raunverulegu vandamálum í sambxið Grikkja og Tyrkja á eyjunni. Myndin er tekin af Foot í heimsókn hjá tyrkneskri fjölskyldu — og var honrum þar tekið með kostum og kynjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.