Morgunblaðið - 03.01.1958, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.1958, Page 12
12 MORCUN BL AÐIÐ FSstudagur 3. Jan. 1958. WeÉ di relLctn di E fti EDGAIl MITTEL HOLZER Þýðii.g: Sverrir Haraldsson /. 1, u Cj, Cý ct FYKSTI HLUTI Uppi í myrku rjáfrinu flögi-uðu leCurblökurnar og tístu öðru hverju og Olivia, sem lá á bakinu í stól Buckmasters, sá þær í hug- anum, þar sem þær gáfu henni slægðarlegt hornauga. Hún ímynd aði sér líka, að þær kinkuðu glott- andi kolli, sín á milli og hyggðu á næturmorð. Súr ber og skordýr, sem ekki gátu forðazt þær í myrkr inu, myndu verða fórnardýr þeirna. En nóttin var enn ekki komin og nú var það hún, sem þær höfðu valið sér að fórnardýri, í rökkri kirkjunnar. Hún beið, alls hugar róleg og kveið engu, af því að hún vildi hvort sem var deyja. svo að faðir hennar gæti grátið og sagt: „Þetta er mín yfirsjón. Allt saman mín yfirsjón". Ef hann hefði leyft henni að fara sínu fram, þá hefði hún tek- ið orgelið, sem var vel fiytjanlegt, úr kirkjunni og komið því fyrir á landgöngupallinum, svo að hún hefði getað leikið: „See the ponquering hero comes“, þegar bát uhinn rann með Gregory frænda hennar innanborðs, upp að trjá- bolunum, sem notaðir voru fyrir hryggju. Þannig hafði hún ætlað að bjóða Gregory velkominn til Berkelhoost. „Þeir, sem berjast í stríði, eru hetjur". „Hm, ég geri ráð fyrir því“, sagði faðir hennar, hr. Gerald Harmston, sóknarprestur —. „En ég býst ekki við að frændi þinn myndi kæra sig um slíkar fagn- aðarviðtökur. Það væri líka skyn- samlegast að minna hann sem minnst á spænska stríðið. Mig grunar fastlega, að hann komi hingað, til þess að gleyma slíkum hlutum“. „Og engin há hróp, eða há- reysti“, skaut frú Harmston inn í. — „Hann er ekki sterkur á tiugum, aumingja drengurinn". „Jæja, gott og vel. Þá var bezt að hún dæi“. Leðurblökurnar skiptust há- tíðlega á merkjum og svo komu þær niður úr hvolfinu, suðandi og flögrandi í hringum og krók- r m, blökuðu dökkum vængjunum, svo að gusturinn frá þeim kældi andlit hennar, og settust eins og mjúkt sót á brjóst hennai', og út ír sótinu komu litlar, hræddar tmnur, er stungust sársaukalaust, næstum notalega, inn í hálsinn á henni. „Unaður fyrir mig. Unaður fyr ir þær“. Brátt myndi öll kirkjan fyllast af björtum sólsetursroða. ... Langt inni í skógarkjarrinu byrjaði fugl að sytigja. Það var capur, harmþrunginn söngur, en hann veitti henni samt huggun og fró, því að það var töfra-svanur- inn sem söng hann. Svanasöngur- inn hennar... . „01ivia!“ Móðir hennar að kalla á hana, heiman frá húsinu. Söngurinn hijóðnaði og svanurinn féll fyrir höggi hins ka’da veruleika. Leðui'- blökurnar voru einungis leðurblök ur uppi í rjáfri kirkjur.nar. Hún virti fyrir sér sólargeisl- ana á prédikunarstólnum — geisla kvöldsólarinnar, sem smugu inr um annan vesturgluggann, þar sem rúðuna vantaði. Þeir síuðust í gegnum laufið á pálmaviðnum, sem stóð nálægt hrörlega kirkju- turninum, og mynduðu mislitar rósir á gljábornum fjölum prédik- unarstólsins. Það friðaði hana Erum fluftir með skrifstofur vtcar í Hamarshúsáð (vesfureneSann) H.F. AKUR HafnarfjÖrður Unglinga eða eldri menn vantar til blaðburðar strax. Hátt kaup. — Talið við afgreiðsluna Strandgötu 29. að einhverju leyti að horfa á þetta. Það virtist minna hana á einhvern skemmtilegan atburð, sem gerzt hafði fyrir löngu — fyrir fimm eða sex árum. Þegar hún sat á kirkjútröpr unum með Berton og nokkrum af Buck-börnunum og hámaði í sig cookerits eða þegar beðið var næsta dags, með eftir- væntingu og tilhlökkunar, vegna fyrirhugaðrar skemmtifarar til New Amsterdam. Eða þegar farið var í leit að sjaldgæfum burknum og blómum, einhvern bjartan sunnudagsmorgun. . . Örmjó sól- skinsrák á jaðri prédikunarstóls- in<' olli henni innri sársauka og flutti huga hennar út í laufil'm lið mna ára.......Rósirnar breyttust hægt. Vindur hlaut að hafa bært til pálmablöðin. Hún hlustaði og heyrði þytinn í honum — eins og aiidi regnsins færi um skóginn. . . Nú var hann farinn hjá, snögg- lega og leyndardómsfullt, eins og hann var jafnan vanur að koma og fara. Inni í kirkjunni var mjög hljótt og friðsamt. Hún kunni vel við rökkrið og þögnina og lokuðu gluggana með dökkgrænu rúðun- um og tíst leðurblakanna og daufu dimmu smellina sem heyrðust, þeg ar þær hreyfðu sig úr stað. Hún kaus heldur að dvelja ' kirkjunni á virkum degi. Á sunnudögum voru allir gluggarnir opnir og kirkjustólarnir, altarið og prédik- unarstóllinn — allt var livítt i dagsbirtunni —hvítt og hversdags legt. Og fólk kom inn og dró fæt- urnar eftir gólfinu og stappaði og hóstaði og söng sálma, laglausum rómi. Hún settist upp, reisti höfuðið og spennti greiparnar framfyrir hén, svo að dökkbrúnu hárflett- urnar kitluðu hana á löngum, ber um fótleggjunum. Hún heyrði eim pípublástur skipsins í fjarska og hjartslátturinn örvaðiát í brjósti hennar. Þannig hefði það orðið, jafnvel þótt Gregory hefði ekki verið væntaniegur. Hún fann allt- af til æsandi geðhrifa, þegar hinn vikulegi komutími gufuskipsins nálgaðist. Hún heyrði mannamál og marg víslegan kiið neðan frá lendi"gar- staðnum. Dyn og skvamp. Logan hlaut að vera að búa sig undir að róa út á fljótið, til móts við skip- ið. Löngunin til að hlaupa út úr kirkjunni og sameinast hinu fólk- inu blossaði upp í henni — svo ákaft að höfuðið á henni fylltist af ruglingslegum og hikandi hugs ui.um, líkast því sem hún stæði inni í myrkum helli og vissi ekki hvert halda skyldi. „Olivia! Hvar ertu? Skipið er að koma“. Það var Berton sem kallaði nú á hana. Hún spennti greiparnar enn fastar um hnén og skríkti. Henni var farið að líða svo undarlega vel. Það var gaman til þess að vita, að það skyldi vera kallað á mann og leitað að manni og eng- inn skyldi vita um verustað manns. Maður var öruggur fyrir þeim, í kirkjustól, í ’okaðri kirkju, horf- andi á einmanalega sólskinsrák. Samt fann nún til örlítillar eft- irsjár. Hún gat næstum séð það fyrir sér. Hægt og hátíðlega leið það áfram, eins og reykur eða eins og Genie, smjúgandi upp úr Grænu fl<"skunni (Genie: Goð- sagr.aandi, sem gat gert að- skiljanlegustu hluti). .. Hún tók það nærri sér að svara ekki, þeg- ar Berton kallaði. Þau voru mjög góðir vinir. Þó að hann væri orð- mn fjórtán ára, reyndi hann aldrei að telja henni trú um, að hún væri honum síðri, þrátt fyrir tveggja ára aldursmun. Öðru máli gegndi með Garvey Þegar hann var 15 ára, leit hann á sig sem fullorðinn mann. Garvey var alltaf önugur og leiðinlegur í viðmóti við hana og sífellt hæðnis legur á svipinn. Þegar hún hitti Berton, seinna um kvöldið.. yrði hún að skýra það út fyi'ir honum, hvers vegna hún hefði ekki getað svarað. . „Pabbi var reiður við mig, vegna þess að ég kom ekki niður að lendingar- staðnum, til að taka á móti Gre- g ry, eh? Það þykir mér vænt um. Mig iangaði til að stríða uonum á einhvern hátt, af því að hann bann aði mér að leika á orgelið“. Hún velti sér á grúfu, teygði 'höfuðið fram yfir stólbrúnina og horfði niður fyrir sætið. Þegar augu he.inar höfðu vanizt myrkr- inu, gat hún greint grá-hvítan vef, inni í horninu, nálægt hliðarstúk- unni, þar sem bakstoð prédikunar- stólsins var tengd við hliðarstoð- h ina. í þessum vef lifði blá-svört, Hðin skógarkönguló. Engin, nema Olivia ein vissi það. Hún brosti af ánægju og hvísl- aði: — „Vin » mín. Ennþá lif- andi? Ég er svo glöð. En þeir finna þig sjálfsagt innan skamms. Dauðinn getur komið á hvaða stund sem er“. OUie! Hvar hefurðu falið þig? Gufuskipið ei’ næstum kQmið“. Rödd hans kom nú úr meiri fjarska. Hann hlaut að vera á leiðinni eftir stígnum, sem lá til 'hollenzku rústanna. Hún sá hann f reinilega fyrir sér, rauðhærðan < , freknóttann, fótleggjalangan og magran, eins og hún var sjálf, | með örið sem var í lögun eins og [L á hægra hrénu. Grá-grænu aug ' un í honum hlutu að vera opin og óttaslegin. Hann var sífellt hrædd u um að hún myndi einhvern tíma týna sjáifri sér, svo að eng- linn — jafnvel ekki hún sjálf -- f'æti fundið hana aftur. . . . „Þú ert svo skrítin stelpa. Maður veit aldrei hvað fyrir þig gerur komið. Genie gæti numið þig á brott. Hefði hún bara getað sent hug sinn út úr kirkjunni, í. eftir hon- um, svo að hann hefði getað náð honum á leiðinni og sagt: „Hafðu engar áhyggjur út af mér. Ég er örugg og óhullt í kirkjunni. Segðu þeim að þú hafir ekki getað fundið mig. Ég er hvorki dauð né brott- 1 umin ennþá kæri Berton“. I Augu hennar fylltust tárum — regna köngulóarinnar og vegna IBertons, sem elskaði hana. Ilún 3 'fti höfðinu og lagðist aftur á l :kið. Litli sólskinsbletturinn færð iist til á prédikunarstó’num. Bi'átt j yrði hann kominn á lesborðið, þar sem stóra, svarta biblían lá. MARKUS Eftír Ed Dodd 1) Markús hefir ekki enn hitt Friðrik, fylgdarmann sinn, sem nú situr að drykkju með Króka- Ref. 2) — Svona, Friðrik, fáðu þér einn enn. . . . 3) Nokkrum mínútum síðar hefir Friðrik drukkið frá sér ráð o grænu. — Jæja, nú komum við honum héðan. Hafðu tómu flösk- una með. „Olivia .... 011ie“. — Mikið lengra í burtu. Nú hlaut hann að vera kominn út að fallnr. pálma- trénu, þar sem stígurinn kvíslað- ist. „Inn í dal dauðans", hvíslaði hún og lokaði augunum — „riðu hmir sex hundruð". Hún heyrði raddir fólksins, sem komið var niður að lendingar- staðnum og líka gjálfur og skvamp í vatni, sem gaf ótvírætt ti kynna, að Logan væri kominn á flot í litla bátnum sínum. — 1 myrkri hinna luktu augna sá hún til ferða hans. Slétt, blakkt yfir- borð vatnsins klofnaði undan bátsstefninu og varð eins og gár- ótt teppi, sem breiddi úr sér og stækkaði jafnt og þétt. Hún heyrði fjarlægan, þungan snún- ingsþyt skipsskrúfunnar. Gufu- skipið hlaut að vera komið inn fyr- ir síðustu fljótsbugðuna, tignar- legt og dökk-grátt, fuljt af leynd- ardómum fjarlægra stranda. Hún sá Logan fyrir sér, þar sem hann hlóð bátinn með vistum og vöru- sekkjum frá New Amsterdam. Og hann myndi líka taka koffort og töskur Gregorys. Hún reyndi að gera sér í hugarlund, hve mörg stykki það myndu vera og hvern- ig koffortin væru á litinn....... Segjum 5 stykki? Og e. t v. vorú koffortin með sama lit og orgei- ið, dökkbrún. Hvað annað en fatn að gátu þau haft að geyma? Tvær skammbyssur og stóran skotfæra- kassa? Bronzstyttu af naktri kcnu? Encyclopædiu Britannicu? Litla flösku með sandi frá Sudan? Myndsjá og myndir frá Himalaya f jöllum? Líkami hennar titraði allur af niðurbæidri æsingu og eftirvænt- ingu. „Mér þætti gaman að vita“. taut aði hún fyrir munni sér — „hvaða nýja skugga hann kemur með“. Hún var alveg að því komin að æða út úr kirkjunni og flýta sér niður að lendingarstaðnum. En svo hristi hún höfuðið seinlega og hugsaði með sér: „Ég hét því að stríða pabba, með því að fela mig hérna og nú verð ég að efna það heit. Genie myndi álíta mig ístöðu- lausa og veika, ef ég gerði það ekki“. Sltltvarpiö Fösludagur 3. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í h'eimsókn til i erkra manna (Leiðsögumaður: ( uðmundur M. Þorláksson kenn- t 'i). 18,55 Harmonikulög (plötur). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Erindi: — „Áhrif iðnaðarins á stöðu hvenna í þjóðfélaginu; fyrra erindi (Sig- ríður J. Magnúsison). 21,00 Tón- ie:kar (plötur). 21,30 Upplestur: „Citla dúfan", smásaga eftir Ant- on Tjekhov,, í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Margrét Jónsdótt- ir). 22,00 Erindi: Olympíuleikar cg Olympíuþingið 1957 (Benedikt G. Waage forseti íþróttasambands Islands). 22,30 Frægir hljómsveit- arstjórar (plötur). 23,05 Dagskrár lok. —■ Lnugardngllr 4. janúar: Fastir .iðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sgurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 16,00 Fréttir og veð- urfregnir. — Raddir frá Norður- ]>ndum; IX. 16,30 Endurtekið c ’ i. 17,15 Skákþáttur (Guð- mundur Arnlaugsson). — Tónleik cr. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18,30 tj tvarpssaga barnanna: „Glað- heimakvöld" eftir Ragnheiði Jóns- dóttur; I. (Ilöfundur les). 18,55 I kvöldrökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,30 Leikrit: „Litla, klið- andi lind“, gamalt kínverskt ævin- týr, fært í letur af S. I. Hsiung. Þýðandi: Halldór Stefánsson. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leik- endur: Valur Gíslason, Arndís Björnsdóttir, Hólmfríður Pálsdótt ir, Katrín Thors, Jón Aðils, Ævar Kvaran, Helgi Skúlason o. fl. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.