Morgunblaðið - 03.01.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.01.1958, Qupperneq 16
VEÐRIÐ Suðaustan kaldi og lítilsháttar snjókoma en síðar slydda. 1. tbl. — Föstudagur 3. janúar 1958 DEILX UM SAL 1 TÓNVERKI Sjá bls. 9. Eftir að Hermann Jónasson og „vinstri“-stjórn hans hefur svikið öll sín loforð, koma þessir herrar til Reykvíkinga og bjóðast til þess að „bjarga" bæjarfélagi þeirra. En spor „vinstri“- stjórnarinnar hræða. Hún lofaði að lækka skatta en efndi það fyrirheit með því að leggja 9400 kr. í nýjum sköttum og tollum á ári á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu. Hún lofaði að reka herinn úr Iandi en efndi það með því að semja um áframhaldandi dvöl varnarliðsins og lét borga sér fyrir það dollara. Þessir menn, sem skapað hafa fullkomið öngþveiti í efnahagsmálum þjóðarinnar bjóða nú Reykvíkingum að „bjarga“ bæjarfélagi þeirra. Þvi tilboði verður áreiðanlega ekki tekið. Reykvíkingar sjá hættuna, sem að bæjarfélagi þeirra steðjar. Þeir vilja ekki alræði Hermanns og Hannibals í bæjarstjórn sinni. Reykvíkingar kjósa samhenta meirihlutastjórn Sjálfstæðis- manna, sem haft hafa giftudrjúga forystu um uppbyggingu bæjarfélagsins undanfarin ár. Athugasemd við áramótaávarp forsœtisráðherra í ÁRAMÓTAHUGVEKJU sinni á gamlárskvöld skýrði forsætisráðherra, Hermann Jónasson, frá því, að ásamt ýmsum sérfræðingum rikisstjórnarinnar ynni nú sérstök nefnd að því að finna úrræði í efnahagsmálunum. Komst forsætisráðherra svo að orði, að „stjórnmálaflokkarnir“ ættu hver einn fulltrúa í nefnd þessari. Þar eð forsætisráðherra hefir ekki birt neina leiðrétt- ingu á þessum ummælum símum og ýmsir hafa að vonum skilið þau svo, að allir flokkar hefðu verið kvaddir til ráða, skal það tekið fram, að Sjálfstæðisflokknum hefir ekki verið boðin nein aðild að umræddri nefnd, og á hann því engan fulltrúa í henni. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Síðan þessi yfirlýsing barst frá Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur forsætisráðherra lýst því yfir í útvarpinu, að urn mislestur hafi verið að ræða hjá sér á umræddu orði. f handriti hans hafi staðið „stjórnarflokkarnir". 14-1500 manns á þremur samkomiim Sjáifstæðismanna í gær Milljónatjón, er verksmiðjan á Kletti brann EITT mesta fiskiðjuver hér við Faxaflóa: Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan á Kletti hér í Reykjavík, varð fyrir stór- kostlegu tjóni í gærdag er eldur varð þar laus. Brann aðalvélasalur fiskimjölsverk- smiðjunnar svo hann virð- ist ónýtur að mestu. I þcssum hluta verksmiðj- unnar var m. a. þurrk- ari, sem mun vera einn stærsti mjölþurrkarinn, sem hér er í verksmiðjum, 20 metra langur og um 2,60 í þvermál. — Ekki var verið að vinna í verksmiðjunni er eld- ur kom upp. Síldar og fiskimjölsverksmiðj- an á Kletti, sem að vísu er þyrn- ir í augum margra vegna óþefs er frá henni leggur, er þó það fiskiðjuver hér í bænum, sem segja má að sé undirstaðan að starfrækslu hraðfrystihúsanna með allri þeirri atvinnu sem þau skapa fólki og einnig við fram- leiðslu skreiðar. Mun verksmiðj- an á undanförnum árum hafa tekið á móti 60—70% af öllu þvi fiskmagni sem landað hefur ver- ið til vinnslu hér í Reykjavík. Hefur verksmiðjan veitt fjölda manna atvinnu og nú um þessar mundir starfa þar um 25—30 manns. Hefur verksmiojan fært þjóðinni í gjaldeyri árlega 27— 28 milljónir króna. Forstjóri er Jónas Jónsson frá Seyðisfirði. Síðan fyrir hátíðar hefur verk- smiðjan ekki verið i gangi, og svo var enn í gærdag er eldur- inn kom þar upp. Nokkrir starfsmenn verksmiðj unnar sátu að bita sínum í kaffi- stofu starfsfólksins laust fyrir klukkan 1. Kaffistofan var í skúr byggingu áfastri við þurrkara- húsið og hægt að ganga úr henni eftir gangi inn í þurrkarahúsið. Mennirnir fundu reykjarlykt leggja inn til sín, og brugðu þeir þegar skjótt við, sumir fóru út á hlað en aðrir fram í ganginn að þurrkarahúsinu. — Sáu þeir þá að eldur var farinn að loga í ein- földu þili milli gangsíns og skúr- byggingarinnar sem. kaffistofan er í ásamt lager og fleiru. — Á örskotsstund flögraði eldurinn eftir sperrum og langböndum um allt þurrkarahúsið, og mennirnir fengu engan tíma til neinna slökkvistarfa. Fitan á sperrunum og langbitunum logaði vel. Brátt varð þurrkarahúsið alelda. Var eldurinn orðinn mikill þegar bíl- ar slökkviliðsins komu á vett- vang. Áfast við þurrkarahúsið er ann að hús minna, en þar eru kvarn- irnar og einnig mjölgeymslan. Slöklcvistarfið beindist að því að einangra þetta hús, og tókst það áður en á því urðu neinar telj- andi skemmdir. Ekki skemmdust kvarnirnar eða mjölið. — Þurrk- arahúsið var mjög einfalt, báru- járnsklædd trégrind, og ein- falt timburþak járnklætt. Það var því ekki mikið sem brunnið gat.Grindin í annarri hlið hússins virtist ónýt, einnig gaflinn. Þak- ið féll inn að miklu leyti. Er slökkvistarfinu var lokið um það bil sem myrkur skall á, virtist manni sem þurrkarahúsið sem var mjög stórt um sig, myndi ‘ónýtt að mestu. Þar eð aldrei varð mikill hiti í brunanum og hann mestur fyrir ofan vélarnar, eru menn að vona að vélar hafi ekki orðið fyrir eins miklum skemmdum og ella. En vélasalur- inn er illa farinn. Auk þurrkar- anna, voru þar inni sjóðarar, skil vindur og gufukatlar. Mun í dag verða reynt að athuga ástand vél- anna. Eins munu þegar í dag fara fram athuganir á því, hve lang- an tíma muni taka að gera verk- smiðjuna starfshæfa aftur, með bráðabirgðaviðgerð, en slíkt mjög aðkallandi fyrir starfsemi hraðfrystihúsanna hér í bænum. Hið beina tjón af bruna þessum hafa menn giskað á að nema muni 2—3 milljónum króna. Það kann að vera meira, ef véla- kostur verksmiðjunnar hefur orðið fyrir miklum skemmdum. Slökkviliðið barðist í 3 klukku stundir við eldinn í verksmiðj- unni. Bað forstjórinn Jónas Jóns- son, sem að öðru leyti varðist U M 14—1500 sóttu þrjár satn- komur, sem SjálfstæSisfélögin í Reykjavík efndu til í gær. Var hin fyrsta þeirra jólatrésskemmt- un er Varðarfélagið gekkst fyrir í Sjálfstæðishúsinu. í gærkvöldi var svo spilakvöld, sem öll Sjálfstæðisfélögin í bæn- er I um stóðu að. Vai það haldið bæði í Sjálfstæðishúsinu og að Hótel Borg. Húsfyllir var á öllum þessum samkomum. stæðisflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar. Framboðslisii Sjálf- Alþingismennirnir Bjarni Bene diktsson og Björn Olafsson fluttu ræður á samkomunum í gær- kvöldi og var máli þeirra ágæt- lega tekið. Þeir Guðmundur Jónsson óperusöngvari og Karl Guðmundsson leikari skemmtu. Samkomunni í Sjálfstæðishús- inu stjórnaði Sveinn Helgason, allra frétta, Mbl. að færa því j varaformaður Varðar en Sveinn þakkir fyrir vasklega framgöngu. Björnsson, gjaldkeri Varðar, Eftir frumrannsókn rannsókn- stýrði sarakomunni að Hótel arlögreglunnar í gær, þykir margt styðja þann grun, að kvikn að hafi í út frá rafmagni, í loft- inu yfir skúrbyggingunni sem kaffistofan og lagerinn var í. < Borg. Þessar fjölmennu samkomur fóru í öllu hið bezta fram og báru vott um mikinn áhuga á að vinna ötullega að sigri Sjálf- SJÁLFSTÆÐISMENN í Kópa- vogi hafa ákveðið framboðslista sinn til bæjarstjórnarkosninga. Hann skipa Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur, Baldur Jónsscn, framkvæmdastjóri, Guðrún Kristjánsdóttir, frú, Jón Þórar- insson, tónlistarráðunautur, Einar Jóhannsson, múrarameistari, Helgi Tryggvason, kennari, Arn- dís Björnsdóttir, frú, María Vil- hjálmsdóttir, frú, Jón Þorsteins- son, trésmíðameistari, Ármann Sigurðsson, járnsmiður, Hörður Þórhallsson, viðskiptafræðingur, Jóhann Schröder, garðyrkiu- bóndi, Brynjólfur Dagsson, hér- aðslæknir, Jón Sigfússon, skatt- stjóri. Kletti eftir eldsvoðann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.