Morgunblaðið - 16.01.1958, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.01.1958, Qupperneq 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. janúar 1958 Eflir /1/ l/l / II / / EOGAll MITTEL HOLZEIi iT/eöctl reihctncLi 12 Þýðii.g: t Sverrir Haraldsson £ m .— ö n tt cl Ct þyrftu bara dálítið stranga og ákveðna meðferð, til þess að fá fullan bata. Mikill meiri hluti þeirra þjáðist einungis af ímynd- un. Er því kannske þannig farið með þig?“ „Nei“. Séra Harmston virtist þungt hugsandi. Hann strauk vangann, sem var sléttur og, að því er virt- ist, nýrakaður. Eitthvert sápugt hreinlæti virtist einkenna hann allan. „Jæja, segðu mér nú. Hvernig hafa taugarnar áhrif á þig? — Finnst þér þú vera æstur og óró- legur út af einhverju, sem þú get- ur ekki skilgreint? Skortir þig traust og tiltrú á sjálfum þér, eða er það kannske einhvers konar dapurleiki og þunglyndi, sem þú getur ekki yfirstigið?" „Allt þetta — og meira". „Meira?" „Það er fylgzt með mér — setið um mig“. „Fylgzt með þér? Setið um þig? Elver gerir það?“ >,Augu“. „Hvaða augu? Áttu við það, að þú þjáist af ofsjónum?" Gregory sá sjálfan sig, að því kominn að skorpna. Að baki hon- um rúnaði spegillinn og innihélt frosið land. Og þegar hann færi að skorpna, myndi hold hans gefa frá sér hljóð, eftir því sem það herptist meira og meira saman. Það myndi herpast saman og kveinka sér og líkhjúpur myndi vefjast utan um það. Nú þegar lá líkhjúpurinn ílaunsátri, stífur af kulda, í hinum nístandi norður- heimskauts-spegli. Berton birtist í dyrunum, sem faðir hans hafði skilið eftir gal- opnar, þegar hann kom inn í her- bergið. —■. „Hve stór er veröldin — oh, þú ert þá hérna inni hjá honum, pabbi. Ég vissi það ekki“. Gregory brosti. Drengurinn hafði bjargað honum. Hann sam- einaðist aftur sjálfum sér, vék aftur í likama sinn. „Berton, drengur minn. Við Gregory þurfum að tala svolítið saman. Leyfðu okkur að vera ein- um stundarkorn". „Mig langaði bara til að gefa honum einkennisorðið og heyra hann svara", sagði Berton. — „Gregory, hve stór er veröldin?" „Hve breiður er runninn?" sagði Gregory brosandi. Berton baðaði út báðum höndum og hló út að eyrum. — „Vinur“, hrópaði hann. — „Áfram, vinur". Og hvarf út um dyrnar. Fótatak hans fjarlægðist, eins og léttar járnkúlur, sem hoppuðu eftir ber- um gólffjölum gangsins. Gregory heyrði að hann kallaði á systur sína: — „Ollie, Ollie". „Oh, þessi börn — þessi börn“, sagði séra Harmston og dæsti, en var þó brosandi. — „En hvað ég vildi nú segja. — Þú þjáist sem sagt af ofsjónum, drengur rninn?" „Frá yðar sjónarmiði, já. Frá minu sjónarmiði, nei“. „Hm. Auðvitað, býst ég við Hm. Og hvaða ráðstafanir hefurðu svo gert viðvíkjandi þessu? Tekurðu inn læknislyf, eða reynii-ðu bara að vinna bug á því með viljakraft inum?“ „Hvort tveggja". Fótatak heyrðist upp á loftið og mannamál. Húsið virtist skyndi- lega vakna af djúpum næturdvala og fyllast lifi og hreyfingu, Töfra sverð frá sólinni klauf hljóðlega loftið, fyrir framan bláröndótt- ar náttjakkaermar Gregorys og smaug í gegnum flugnanetið, yfir á hinn herbergisvegginn. Úti á fljótinu fór bátur fram hjá og það var kvenmaður undir árum. „Læknirinn er í Ida Sabina, um tveimur klst. ofar hjá fljótinu“. „Mælið þið vegalengdirnar í klukkustundum hérna?" Séra Harmston hló. — „Venju- legast gerum við það. Finnst þér það kannske dálitið skrítið, eh? Já, við tölum venjulega um tím- ann sem það tekur að komast frá einum staðnum til annars. Hér eru Diesel Framkvæmura víðgerðir á olíuverkum með fullkomn- ustu tækjum og af æfðum fagmönnum. Góð varahlutaþjónusta. BOSCH umboðið á íslandi BRÆÐURNIR ORMSSON H.F. VESTURGÖTU 3 SlMI: 11467 (3 línur). allar ferðir farnar á bátum. Við höfum enga vegi og enga stíga, sem liggja samhliða fljótinu, a. m. k. ekki svo að nokkru nemi“. „Mjög fróðlegt að heyra". „En svo að ég víki nú aftur að þvi, sem ég var að segja. Ef þú þarft einhvern tíma að fá lyfseðl- ana þína endurritaða, þá skaltu bara afhenda mér þá og svo fæ ég Buckmaster til að fara með þá til Ida Sabina. Hann getur skropp ið þangað í bátnum 'sinum. Hann annast allan kolaflutning, já, og timburflutning líka. Hann hefur bækistöðvar hérna tíu mínútum ofar við fljótið". „Þakka þér fyrir. En ég held að ég hafi nægar birgðir af með- ulum, svona ryrst um sinn. Átta flöskur og slatta í þeirri níundu". „Átta flöskur". Augu séra Harmston hvörfluðu yfir að þvottaborðinu og virtust staðnæm ast á mæliglasinu, sem stóð nálægt stóru glerkönnunni. — „Ég sé mæliglasið þitt — en færðu það lyfseðilslaust?" „Meðalið mitt? Nei“. „Einhvers konar brómin- blanda? Hvar geymirðu það?“ „Þai-na í stóru töskunni". „Hvers vegna tekurðu flöskurn- ar ekki upp úr henni? Ertu ekki hræddur um að innihaldið kunni að Ieka úr þeim og eyðileggja allt sem í töskunni er?“ „Nei, það eru góðir og öruggir tappar í öllum flöskunum. Nema þeirri sem ég er að tæma núna. Og ég gæti þess alltaf vel, að ganga vel frá tappanum, í hvert skipti sem ég opna einhverja flösk una“. „Hm“. Séra Ilarmston strauk sér aftur urn vangann. — „Ég ætlaði að koma með þá tillögu, að þú létir mig sjá um lækninguna á þér, að öllu leyti — ef aðeins er un. taugabilun að ræða. Ef þú vilt hlíta mínum ákvörðunum og að- gerðum, þá er ég nokkurn veginn viss um það, að ég muni geta ;om ið þér í samt lag aftur. Hér lifum við að meiru eða minna leyti spartnesku lífi og ég held að eng- inn taugasjúklingur myndi þola að lifa spartnesku lífi og halda áfram að vera taugaveiklaður". „Já“. — „Áttu við að þú sért þessu sam þykkur? Viltu að ég geri tilraun til að lækna þig?“ „Já“. „Þú mátt auðvitað hakla áfram að nota meðulin þín“. „Já, ég mun gera það“. „Hm. Klæddu þig nú og komdu svo niður að borða morgunverðinn. Klukkan er orðin sjö, svo að þú verður að hafa hraðann á. — Já, vel á minnzt. — Þakka þér fyrir ávísunina, sem þú sendir í bréfinu til Joan, drengur minn. Hún var meira en nægileg". „Viljið þér svo muna að biðja mig um aðra, að þremur mánuðum liðnum. Ég er svo gleyminn". „Já, hafðu engar áhyggjur út af því, drengúr minn. Hefði vilj- að geta gefið þér fæðið og húsnæð ið, en efnahagurinn er af skorn- um skammti. Eins og þú hefur ef- laust veitt athygli, þá er húsið ekki svo mikið sem rnálað". „Já, ég tók eftir því“. Séra Harmston leit alvarlega á Gregory: — „EkH svo að skilja, að það sé okkur til mikils hugar- angurs, þótt húsið sé ekki málað", sagði hann stillilega. -—- „Það eru gæði viðarins, sem skipta okkur mestu máli, en ekki útlit þess“. „Ég skil“. „Ég efast nú satt að segja um það“. Gregory skalf. „Hættu þessum skjálfta". Skjálftinn hætti. „Hm“, sagði séra Harmston. Hann reis brosandi á fætur og klappaði Gregory á öxlina. — „Jæja, flýttu þér nú að klæða þig og komdu svo niður. Ég á mjög illt með að þola menn, sem koma of seint að matborðinu". Þegar séra Harmston var far- inn, lolcaði Gregory dyrunum og fór að klæða sig. Hann fór í hvít- ar stuttbuxur og hermannaskyrtu, hvita sokka og tennisskó (þannig hafði liann ávallt klæðzt, er hann dvaldi í Barbados). Svo opnaði hann stóru töskuna, tók upp með- alaflöskuna og hellti mæliglasið næstum barmafullt. Hann lét glasið á þvottaborðið og ýtti flöskunni til hliðar, er hann hafði fullvissað sig um, að tappinn væri fastur. Hann lokaði töskunni og stóð teinréttur, en leit í kringum sig með leikaraleg- um tilburðum, eftirvæntingarfull- ur á svip og jafnvel örlitið kvíða- fullur. Hann þreif glasið og drakk inni hald þess í einum teyg og brosti. Litur færðist aftur um kinnar hans. Hann fann til vellíðunar, en aðeins líkamlegrar. Hugur hans og sál þjáðust enn. Árvekni og athygli umhverfisins dofnaði, — en hvarf samt ekki. Hann vissi að í næstu klukkustund myndi hann reyna þá fróun, sem ylli því að hann yrði eins og fólk er flest bæði í augum annarra og sinum, Hræðslan myndi ekki verða eins áköf, löngunin til þess að fara út úr sjálfum sér og rifa sig lausan, ekki jafnsterk. ... Spegillinn og rúmið, rennandi saman við hið ofna mistur nets- ins .... Stappið, trampið á því —• blautu, rauðu, sogandi manns- hjarta, yfirfullu af blóði! Særið það. Kremjið það í flakandi hold- tætlur! Hann greip með þumal- fingri og visifingri um kverkar sér og kæfði niðri ópið, sem vildi brjót ast út. Kastið leið hjá, eins og það hafði komið — skyndilega og leiftur- snöggt — eins og alltaf. Hann þvoði mæliglasið vandlega og setti það hjá vatnskönnunni á þvottaborðið. Svo þvoði hann sér í framan og burstaði hárið og meðan hann var að athuga kjálk- ana á sér, í speglinum á snyrti- borðinu og telja sjálfum sér trú um, að hann þyrfti ekki að raka sig í þetta skiptið, tók hann aftir einhverju Ijósrauð-röndóttu, sem einna helzt líktist kvenmannsflík, er lá í böggli undir rúminu hans. Hann horfði á þetta stundarkorn, undrandi og forvitinn, en ákvað svo að rannsaka það ekki nánar. Því næst gekk hann út úr herberg inu. Inni í dagstofunni rakst hann á Oliviu, sem var einmitt að koma út úr aftjaldaða stofuhorninu, þa- sem þeir Berton og Gravey höfðu sofið um nóttina. Hún kom fast að honum og hvíslaði: „Mér þykir svo vænt um, að þú skyldir muna eftir einkennisorð- inu okkar. Berton þótti líka vænt um það“. „Og mér þykir vænt um, að ég skyldi muna eftir því“, sagði hann alvarlegur í bragði. „Þú hefur verið að drekka viski. Ég finn það á lyktinni". „Johnnie Walker", samsinnti hann og kinkaði kolli. — „Það er meðalið mitt“. Ilún greip í hönd hans: — „Nú skulum við koma inn í borðstof- una“, sagði hún. — „Morgunverð- urinn bíður á borðinu". ÚTSAL Kaupið ódýrar vörur á útsölunni hjá okkur Aðeins tveir útsöludagar eftir Ohftnpus Laugaveg 26 MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Enn klifra þeir upp í hálf- tíma. Nú er Markús kominn í 300 metra f jarlægð. I að miða byssunni kemur fjór- | 3)—Fjallahafurinn verður 2) En rétt þegar Markús setlarl fsettur veiðari í ljós hinum meginl við úlfinn og hleypur á brott. var aiíltvarpiö Fimmludugur ló. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). — 18,30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð arkennsla I frönsku. 19,05 Har- monikulög (plötur). 20,30 „Víxlar með afföllum", framhaldsleikrit fyrir útvarp eftir Agnar Þórðar- son; 1. þáttur. — Leikstjóri: Bene ! dikt Ái-nason. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Búrik Haraldsson, Árni Tryggvason og Flosi Ólafs- son. 21,15 Tónleikar (plötur). —- 21,45 Islenzkt mál (Ásgeir Blönd- j al Magnússon kand. mag.). 22,10 j Erindi með tónleikum: Baldur Andrésson kand. theol. talar öðru sinni um Johann Sebastian Bach. 23,00 Dagskrárlok. Fösludagur 17. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Framburðarkennsla í esperanto. 19,05 Létt lög (plötur). 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35 Erindi: — Merkilegt þjóðfélag (Vigfús Guð- mundsson gestgjafi). 20,55 íslenzk tónlistarkynning: Verk eftir Fjölni Stefánsson. — Flytjendur: Guðrún Á. Símonar, Þuríður Páls dóttir, Guðmundur Jónsson, Ernst Normann, Egill Jónsson, Hans Ploder, Ingvar Jónasson og Gísli Magnússon. Fritz Weisshappel býr tónlistarkynninguna til flutn- ings. 21,30 Útvarpssagan: Kaflar úr „Sögunni um San Michele", eft ir Axel Munthe (Karl ísfeld rit- höfundur). 22,10 Erindi: Saga frímerkisins (Sigurður Þorsteins- son bankamaður). 22,35 Frægar hljómsveitir (plötur). 23,15 (plöt- ur). —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.