Morgunblaðið - 16.01.1958, Síða 19

Morgunblaðið - 16.01.1958, Síða 19
Fimmtudagur 16. janúar 1958 MORCVNTÍL4Ð1Ð 19 hér í Reykjavík undir forystu Sjálfstæðismanna. Vinstri flokk- arnir leggja hins vegar áherzlu á, að ríki og bær byggi íbúðir og leigi þær. Þeir vilja með öðrum orðum, að einstaklingarn- ir séu leiguliðar hins opinbera, háðir valdhöfunum. Sjálfstæðismenn vilja bygging arfrelsi og bera virðingu fyrir eignaréttinum og ráðstöfunarrétti einstaklinga á eigin eignum. Vinstri flokkarnir vilja innleiða á ný og herða byggingarhöft, og þeir eru andvígir eignarrétti og óskertum ráðstöfunarrétti. — Sjálfstæðismenn vilja leysa úr húsnæðisskortinum með því að byggja meira og auka framboð á húsnæði. Vinstri flokkarnir eiga aðeins úrræði eins og skömmtun, höft og hömlur og allsherjar ríkisíhlutun með þeirri frelsisskerðingu, sem henni fylg- ir. Þetta er það, sem bíður okkar í húsnæðismálunum eftir kosn- ingarnar. Við skulum minnast þess, að vígi einstaklingsfrelsis- ins, Reykjavík, væri fallið, ef Sjálfstæðismenn misstu meiri- hluta í bæjarstjórn. Þá væru nú- verandi stjórnarherrum lítil tak- mörk sett og úrræði þeirra eftir kosningarnar yrðu harðræði. Það eru 10 dagar til kosninga. Enginn má liggja á liði sínu, atkvæði okkar hinn 26. janúar er í raun og veru tvígilt. Við skulum kjósa góða bæjarstjórn og fella slæma ríkisstjórn. Togarinn Gerpir með bilaða vél í hafi ENN hefur orðið vélbilun 1 tog- aranum Gerpi frá Norðfirði, og liggur hann nú ósjálfbjarga djúpt út af Norðfirði, og bíður þess að verða dreginn til hafnar á Norð- firði. Vélbilunin mun hafa orðið snemma í gærmorgun. Mun tog- arinn þá hafa verið að veiðum staddur 60—70 mílur út ai Norð- firði. Orðið hafði bilun á legu jnilli gírs og „kúblingar“. Mun vélstjórinn eindregið hafa ráð- lagt að reynt yrði að komast til hafnar þrátt fyrir hina biluðu legu við gírinn. ísafjarðartogarinn fsborg mun fara togaranum Gerpi til hjálpar. Munu Almennar tryggingar h.f., sem tryggir Gerpi, hafa gert samninga við ísfirðing h.f. eig- endur togarans ísborgar um björg unina. Er ísborg nú sennilega á leið til togarans. Hún er annars á leið til Færeyja að sækja þang- að sjómer.n. Mun ísborg draga Gerpi til Neskaupstaðar, síðan halda för- inni áfram til Færeyja, en koma svo við í Neskaupstað í bakaleið- inni og taka þá Gerpi í drátt alla leið til Reykjavíkur. Gerpir er nú fyrir skömmu kominn til landsins aftur eftir um það bil mánaðar-viðgerð á vél í Þýzkalandi. Þetta er í þriðja skiptið sem alvarleg vélbilun hefur orðið í togaranum. Þess skal að lokum getið, að veður mun vera gott á þeim slóð um, sem Gerpir er. Leiðrétting i sam- bandi við fjár- málaráðuneytið í FRAMHALDI af grein um stöðu veitingar í fjármálaráðuneytinu og fleira í því sambandi, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, skal þess getið, að Einar Ágústs- son, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og frambjóðandi flokksins við bæjarstjórnarkosn- ihgarnar, er nú horfinn úr fjár- málaráðuneytinu yfir í Sam- bandshúsið og orðinn starfsmað- ur S.Í.S. í hans stað hefur svo verið ráðinn í fjármálaráðuneyt- ið, Björn nokkur Hermannsson, sem var fyrrum erindreki Fram- sóknarflokksins á Norðurlandi. Þessi skekkja stafar af því, að í greininni var farið eftir því sem stendur í símaskránni varðandi ráðuneytið, en þessi breyting hef ur ekki komizt inn i skrána. Breytir það hins vegar engu um þann „lit“, sem er á mannaráðn- ingum í ráðuneytinu. Er ráðu- neytið beðið að afsaka, að ekki skyldi vera getið um Björn Her- mannsson og tilflutning Einars. í sjávarháska LONDON, 15. jan. — 15.000 smál. norskt olíuflutningaskip, brota- aði í morgun í tvennt í ofviðri á Miðjarðarhafi, skammt austur af Gibraltar. Hollenzkt skip bjarg- aði 28 manns af aftari hluta skipsins, en þegar síðast fréttist höfðust 10 manns við á fremri hluta þess. Dráttarbátar og björg unarskip lögðu í dag upp frá Mallorca til aðstoðar. Skipið var á leið til Barcelona. ER síðast fréttist hafði tekizt að bjarga sjö mönnum af framhluta skipsins. Voru það skipverjar á ítölsku kaupfari, sem unnu þetta frækilega björgunarafrek, en veðurofsi er nú mikill á þessum slóðum og sjór mjög ókyrr. — Þriggja af áhöfn norska skipsins er saknað. Er það skipstjórinn og tvær þjónustustúlkur. Eru lík- indi talin til þess að þau hafi drukknað. Pólitískt uppeldi í hernum LONDON 15. jan. — Tilkynnt hefur verið, að þær breytingar hafi nú verið gerðar á skipan Rauða hersins, að yfirstjórn mál- efna liðsforingja hersins hefur verið færð úr hermálaráðuneyt- inu — til aðalstöðva kommún- istaflokksins. Er þar með útkljáð deila sú, er var með Zhukov og leiðtogum flokksins í hernum, en Zhukov var sakaður um að hafa dregið taum atvinnuher- manna en ekki sinnt flokksfull- trúunum næglega vel. Er jafn- framt ákveðið, að liðsforingjar sæki mánaðarlega 60 kennslu- stundir í stjórnfræði og stjórn- málum. WASHINGTON, 15. janúar. — Tilkynnt var í Washington í dag, að Bandaríkjamenn gætu innan tíðar sent út í geiminn gervi- hnött, sem munii ætlað að gera ýmsar athuganir á tunglinu. — Bulganin Frh. af bls. 1. sannfæring vor, herra forsætis- ráðherra, að hið ríkjandi ástand í alþjóðamálum er hvorki í sam- ræmi við hagsmuni íslands né annarra Norðurlanda“. 1 því sam- bandi er bent á það í bréfinu, að Norðmenn og Danir vilji ekki leyfa staðsetningu kjarnorku- vopna eða eldflaugastöðva í löndum sínum. Mundu friðai- horfurnar vænkast, ef hægt yrði að mynda í norðanverðri Evrópu svæði, sem hefði engin kjarn- orkuvopn að geyma. „Yér höfum einnig athugað þá yfirlýsingu, sem þér hafið ný- lega gert, þess efnis, að stefna íslenzku rikisstjórnarinnar sé „andstæð því að leyfa nokkra hersetu á íslandi á friðartímum" Það leikur tæplega nokkur vafi á því, að framkvæmd slíkrar stjórnarstefnu er í samræmi við áhugamál hinna frelsisunnandi Islendinga, kjark þeirra og dugn- að, sem vakið hefur djúpa virð- ingu Sovétríkjanna. Að þessu athuguðu teldi ég það enga hreinskilni, herra forsætis- ráðherra, að benda yður ekki á þá sta^reynd, að á landsvæði svo friðelskandi lands, sem ísland er, lands sem hefur engan her, er staðsett mikil erlend herstöð. Sá möguleiki að staðsetja kjarn- orkuvopn í þessari herstöð er e. tv v. alls ekki útilokaður, en sú staðreynd setur íslenzku þjóð- ina í hættu, sem engan veginr. er smávægileg. Enda þótt ís- lenzka ríkisstjórnin hafi ekki gefið neina skýra yfirlýsingu í þessu efni, þá er þess að gæta að yfirlýsingar hafa heldur ekki verið gefnar um það, að ísland muni hafna staðsetningu erlendra kjarnvopna og eldflauga“, segir Bulganin. Kveðst hann hafa nefnt þetta vegna samþykktar- innar, sem gerð var á Parísar- fundinum um að NATO-löndir komi upp birgðum kjarnorku- vopna og setji upp eldflauga- stöðvar. Slíkt mundi leiða hættu yfir viðkomandi ríki, segir Bulg- anin, því að hættan á gagnárás væri alltaf fyrir hendi, „ef að svo færi, að herstjórn NATO- ríkjanna gripi til kjarnvopna gagnvart Sovétríkjunum eða öðr- um friðelskandi ríkjum“. Þá segir Bulganin, að miki1 hætta sé því samfara að komið verði upp birgðum kjarnorku- vopna í NATO-ríkjum — og að þar séu staðsettar flugvélar, sem j hafa kjarnorkusprengjur innan- borðs. „Það er vandalítið að i gera sér grein fyrir, hversu mik- il hætta er bökuð íbúum slíkra landa þar sem loftið er þrungið véladyn amerískra flugvéla nótt sem nýtan dag — véla, sem bera gereyðandi vopn. Það getur raun- ar farið svo, að flugmaður felli kjarnorku- eða vetnissprengju á landsvæði einhvers lands af a- stæðum, sem ekki er að kenna illum ásetningi, heldur orsakast af misskilningi á fyrirskipunum eða truflun á geðsmunum." — Slíkt flug með kjarnorku- og vetnissprengjur yfir Evrópu tel- ur Bulganin vera þátt í aðgerð- um, sem beint sé gegn Sovét- ríkjunum — „og öðrum friðelsk- andi þjóðum“. Þá brýtur Bulganin upp á aðal- tilgangi bréfsins — og leggur til að fundur ríkisleiðtoga verði boðaður innan tveggja til þriggja mánaða. Aðalumræðuefni slíks fundar telur Bulganin að verði bann við tilraunum með kjarn- orku- og vetnisvopn, griðasátl- mála NATO og Varsjárbanda- lagsins, svo og afvopnunarmálin. Umræður allar skuli miða að því að lægja öldurnar í alþjóða- málum, enda þótt ekki sé hægt að vænta þess að fullt samkomu- lag náist. Segir Bulganin, að Sovétríkin hafi afrekað drjúgt i friðarmálunum og í því sambandi telur hann upp „fáeinar ráðstaf- anir, sem Sovétríkin hafa gert nýlega". Meðal þeirra „ráðstaf- ana“ er vopnahlé í Kóreu og Viet-Nam, afnám hernaðarað- gerða í Egyptalandi og komið í veg fyrir hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi. Bætir Bulganin því og við, að Sovétríkin minnki nú her- afla sinn, tími sé til kominn fyrir NATO-ríkin að sýna slíkan frið- ] arvilja í verki. Friðarbarátta Sovétríkjanna er á Vesturlönd- um kölluð áróður, segir Bulg- anin. „Sá áróður, sem vér raun- ar höfum uppi, er áróður fyrir hugsjón friðarins og friðsamlegri sambúð, áróður gegn lausn á- greiningsmála með valdbeit- ingu“. Hvað viðvíkur fundi æðstu manna, segir Bulganin, að engin vissa sé fyrir því, að jákvæður árangur nseðist á utanríkisráð- herrafundi, en sem kunnugt er hafa Vesturveldin sum gert það að skilyrði fyrir ríkisleiðtoga- fundi, að utanríkisráðherrar fjalli um málin fyrst. Telur Bulganin því lítið gagn í fundl „lægra settra manna“. Kveðst Bulganin vona, að forsætisráð- herra og ríkisstjórn íslands séu honum sammála um það, að virkra aðgerða sé þörf til að bæta ástandið í alþjóðamálum Segir, að Sovétstjórnin sé reiðu- búin að styðja allar tillögur, sem miða að því að lægja spennuna sem nú ríkir í alþjóðamálum, jafnframt því, sem ríkisstjórn ís- lands er hvött til þess að styðja það, að fundur ríkisleiðtoga verð’ kvaddur saman. Að lokum lætur Bulganin þess getið, að Sovét- stjórnin muni hugleiða athuga- semdir og tillögur þær vandlega sem ríkisstjórn íslands telþ. ástæðu til að leggja fyrir hann. Eisenhower heilsugóður WASHINGTON 15. jan. — Á blaðamannafundi Eisenhowers í dag skýrði forsetinn svo frá. að hann hefði ekki haft í hyggju að láta af embætti í nóvember s.l„ er hann varð veikur vegna æða- stíflu í höfði. Ef ráðunautar hans, læknar og fleiri, ráðlegðu hon- um hins vegar að láta af em- bætti sakir heilsubrests, mundi hann gera svo. En ekki kvaðst Eisenhower kenna neins lasleika nú. Hann væri stálhraustur og líðanin hin bezteu Hann var spurður að því hvort satt væri, að Dulles hefði beðizt lausnar, en hann forsetinn, neitað honum um lausn frá embætti. Kvað Eisenhower Dulles vera einn mesta hæfileika- og starfs- mann, er hann hefði kynnzt. Fáir, eða enginn annar, stæði jafnvel í stöðu sinni í þjónustu við Banda ríkin og einmitt Dulles, og sagðist Eisenhower sízt mundu vilja missa Dulles úr stjórn sinni. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn HOLMENS KANAL 15 C. 174 1 miðborginni — rétt við höfnina. Herbergi með morgunkaffi frá dönskum kr. 12.00. Eiginkona mín ANNA PÉTURSDÓTTIR HJAUTESTED lézt 6. þ.m., og hefur útför hennar farið fram. Björn Vigfússon. Útför mannsins míns og föður okkar ÁGÚSTS STEINGRÍMSSONAR byggingafræðings fer fram frá Fríkirkjunni föstudaginn 17. þ. m kl. 1,30 e.h. Blóm afþökkuð. Athöfninni verður útvarpað. Friðrikka Benónýsdóttir og synir. Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar INGIBJARGAR ÓLAFSDÖTTUR fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. þ.m. kl. 1.30. Markús Bjarnason, Guðrún Markúsdóttir, Ólafur Markússon, Elísabet Markúsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför VILHJÁLMS SVEINSSONAR prentara. Sérstakar þakkir færum við prentsmiðjustjóra og starfs fólki Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg og stjórn prentara- félagsins. Dagmar Gunnarsdóttir, Ásgeir Ólafsson, Gunnar Isleifsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar GUÐBJARGAR JÖNSDÓTTUR frá Stykkishólmi Börn hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar GUNNHILDAR MÖLLER Ingólfsstræti 10. F.h. fjarstaddrar dóttur hennar. Þóra Möller, Ásgeira Möller, Magnús MöIIer, Margrét Theódórsdóttir. Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúð við andlát og útför SIGURRÓSAR BENJAMÍNSDÓTTUR Skúlagötu 66 Börn, tengdadætur og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við ándlát og jarðarför móður minnar HELGU GÍSLADÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Helgi G. Eyjólfsson. Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför JÓNFRlÐAR G. HELG AÐÓTTUR Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.