Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1958, Blaðsíða 8
8 MOKCrNnr 4»!Ð L'anfi'flMneut’ 18. jan. 1958 tTtg.: H.t Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargiald kr. 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. HVORT SIGRAR: KOSNINGAKLÆKIR KOMMÚNISTA EÐA VILJI VERKAMANNA ? UM svipað leyti og S.Í.S. tryggði sér stórgróða með 15 milljón króna okur- álagningu á olíuflutninga Hamra- fells, hækkaði það i árslok 1956 kaup fastra starfsmanna sinna um 8%. Þegar þetta var gert, voru þó í gildi lög, sem bönnuðu verðhækkanir og bundu vísitöl- una. Stjórnarherrarnir sinntu hvorugu og fóru sínu fram um okurálagningu og kaup- hækkun til gæðinga sinna. Með þessum aðförum var vegurir.n vísaður, sem halda skyldi á ár- inu 1937. Á því ári urðu meiri verðlags- hækkanir en oftast áður. Sjálf hækkaði visitalan þó aðeins um 5 stig, og fengu launþegar þess vegna ekki bætur nema sem því svaraði. Raunveruleg verð- hækkun varð miklu meiri. Með auknum niðurgreiðslum var fal- in 11 stiga hækkun á vísitöl- unni. í raun og veru hækkaði vísitalan um 16 stig á árinu 1957 en ekki 5 eins og látið er. Fjárins til niðurgreiðslnanna er aflað með almennri skatthækk- un og verður almenningur að borga þann brúsa. Með þessu er sagan þó ekki nema hálfsögð. Reynt var að halda verðlagshækkunum að mestu frá vísitöluvörum, og urðu hækkanirnar þess vegna því meiri á öðrum vörum. Enda kemst jafnvel Einar Olgeirsson ekki hjá að viðurkenna, að kaup- geta almennings hafi rýrnað á árinu 1957, þó að hann vilji enn bæta nýjum álögum ofan á. ★ Margar stéttir fengu þó kaup- hækkanir á árinu 1957. En það voru yfirleitt hinar betur settu. Ríkisstjórnin beitti sér t. d. fyrir því, að flugmenn, sem áður höfðu betri kjör en flestir aðrir íslendingar, fengu stórkostlegar kjarabætur. Þær nema a. m. k. 30—40% og þó raunverulega meira, því þar ákvað ríkisstjórn- in að haga kjarabótunum svo, að í senn væru sniðgengin ákvæðin um ráðstöfun íslenzks gjald- eyris og skattalöggjöfii). Um þessar hækkanir mætti semja langan lista. Að þessu sinn skal aðeins minnzt á, að þótt stjórnarblöðin skrifuðu* um það vikum saman, að hinir hæst launuðu, er þátt tóku í farmanna verkfallinu í sumar, ættu enga kauphækkun að fá, gekkst sjálf- ur sjávarútvegsmálaráðherrann Lúðvík Jósefsson fyrir rúmiega 12% hækkun til þeirra. ★ Samtímis þessu hafa allir laun- þegar verið sviptir til fulls 6 stiga vísitöluhækkuninni, sem í ágúst 1956 var látið í veðri vaka að einungis væri tekin af þeim til bráðabirgða. Sú svipting hefur auðvitað komið harðast niður á þeim, sem engar kauphækkan- ir eða kjarabætur hafa hlotið. Margir hafa getað bætt sér hana upp með kauphækkunum eða nýjum fríðindum. Munu á 14. þúsund launþegar hafa hlotið slíkar hækkanir. En þrátt fyrir allar kauphækkanirnar hefur hinu almenna kaupgjaldi í land- inu verið haldið niðri. Því miður hefur efnahags- ástandið i landinu ekki verið slíkt, að það gæfi tilefni til hækkana. En að sjálfsögðu hefði átt að láta þá reglu ganga jafn- ar yfir, en raun ber vitni. Niðri hefur einungis verið haldið kaup- gjaldi þeirra stétta, sem komm- únistum var sett að skilyrði, að kaupgjaldið skyldi vera óbreytt hjá, svo að þeir féngju að vera áfram í ríkisstjórn. ★ Frammistaða kommúnista á undanförnum mánuðum sýnir, að fyrir þeim vakir það eitt að nota verkalýðsfélögin sjálfum sér til pólitísks ávinnings. Öllum fyrri kenningum hefur nú verið snúið við til þess, að þeir Hannibal Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson fengju að halda ráðherrastólunum. Þessir menn hika áreiðanlega ekki við að samþykkja gengislækkun, þegar þeir skilja, að það er skil- yrði þess, að þeir fái áfram að vera í ríkisstjórn. Ef kommúnistar hefðu verið látnir víkja úr stjórn, þegar gremja almennings var mögnuð- ust gegn þeim út af Ungverja- landsmálunum, mundi flokkur þeirra hafa riðlazt, og eðlilegir starfshættir m. a. verið teknir upp í verkalýðsfélögum lands- ins. Þetta gerðu leiðtogar komm- únista sér ljóst, ekki sízt vegna leiðbeininga frá sinum erlendu húsbændum. Þess vegna hafa þeir verið fúsir til að láta skjólstæð- inga sína færa hvaða fórn, sem var, aðeins ef kommúnistar fengju skjól í stjórnarráði ís- lands meðan fyrirlitningarhríð almenningsálitsins dyndi harðast á þeim. •k Aðstandendur Þjóðviljans vita jafnvel og aðrir, að lýðræðis- sinnar eru í miklum meirihluta í Dagsbrún. Ef allt væri með felldu, ætti þess vegna barátta kommúnista þar nú að vera von- laus. En vegna valda sinna í ríkisstjórninni og á Alþingi telja þeir, að sér muni haldast uppi slíkt misferli í Dagsbrúnarkosn- ingunum, að sigurinn sé öruggur. Sjálfir semja kommúnistar kjörskrána og hafa hingað til neitað lýðræðissinnum um að- gang að henni. Um kosningar- rétt neita þeir hundruðum verka- manna, sem fulla kröfu eiga til hans. í stað þess láta kommún- istar hundruð gæðinga sinna, sem ekki stunda að staðaldri verkamannavinnu, njóta þar at- kvæðisréttar. Með þessum og öðrum ámóta ráðum ætla kommúnistar að halda völdunum í Dagsbrún, hvað sem .líður vilja sjálfra verkamannanna. Fyrir tæpu ári var ætlun þeirra að fara hinu sama fam í Iðju. Þar fór sú ráða- gerð út um þúfur. Sjálfsagt herða kommúnistar nú enn betur á tökunum. Er nú eftir að sjá, hvort betur má sín: kosningaklækir kommúnista eða vilji verkamanna. Þegar bezt gengur dýpkar borholan um 40 m á dag. Myndin er tekin við holuna. Verið er að bora. Tugum milljóna kr. hefur verið varið til olíuleitar í Danmörku Á vesturströnd Jótlands er lítill bær, sem hét Vemb — og heitir það raunar ennþá, en Danirnir kalla hann nú samt „danska Tex- as“. Segja má, að ástæða sé til þess, því að skammt utan við bæ- inn fer það fram, sem jafnan hef- ur sett svip sinn á Texas öðru fremur: Borun eftir olíu. Þar úti í sandauðninni, í landi Sands bónda, stendur 45 m hár borturn — og þar eru að starfi 6 banda- rískir borunarsérfræðingar frá bandaríska olíufélaginu „Stand- ard Oil“. 18 Danir eru Banda- ríkjamönnunum til aðstoðar — og þar er unnið nótt sem nýtan dag. Aðra stundina gengur borun in vel og holan dýpkar allt að því 40 m yfir nóttina, en hina stundina gengur allt á afturfót- unum — og borinn haggast ekki. Oft kemur fyrir, að hann brotn- ar — og tefst verkið þá um marga daga. Nú er borinn kominn niður á 800 metra dýpi, en reiknað er með að bora verði niður á 2700 til 2800 m dýpi áður en hætt verður, sennilega ekki fyrr en í marz. 24. BORHOLAN Borunin kostar „Standard Oil“ 25000 danskar krónur á sólar- hring — og þykir víst ekki mikið. Þetta er fyrsta holan, sem þetta félag borar í Danmörku, en áð- ur hafði bandaríska olíufélagið „Gulf Oil“ leigt sér vinnslurétt í Danmörku og borað 23 holur, sem kostuðu félagið hvorki meira né minna en 70 millj. danskra króna. Allt var þetta unnið fyrir gíg — og félagið gafst upp á olíu- leitinni þar í landi. „Standard Oil“ tók þá við og hagnýtti sér reynzlu þeirra, sem gefizt höfðu upp. Þetta nýja félag er alls ekki að hugsa um að gefast upp strax — og ráðgerir að bora a.m.k. 4—5 holur. Hefur félagið varið 14 millj. dan^kra króna til leitar- mnar — og ekki er óvíst, að bætt verði við upphæðina annarri sins, enda þótt engin olía verði komin í leitirnar, þegar 14 millj. eru upp urnar. Á síðasta ári varði félagið sem svarar 1.280 milljónum danskra króna til olíu ’.eitar um víða veröld. Sums stað ar var heppnin með, annars stað- ar — og þeir staðir voru langtum fleiri — varð enginn árangur. „OLÍ U GRÓÐI“ Danir tengja miklar vonir við að olía finnist í landi þeirra. Ef svo fer mun tvennt vinnast: Stór mikil tekjuöflun — ódýrari olía. Auk þess þyrftu Danir þá ekki að treysta á ótrygga olíuflutninga frá fjarlægum löndum. Enda þótt engin olía hafi enn fundizt, eru Danir þegar byrjað- ir að reyna að græða á henni — þ.e.a.s. á „Standard Oil“, því að ekki var borturninn fyrr kom- inn upp, en Sand bóndi afmark- aði bílastæði í nánd við turninn, bannaði allar bílastöður á jörð sinni, annars staðar en á afmark aða svæðinu — og heimti síðan inn eina krónu af hverjum bíleig anda, sem á landareignina kom. Því næst byggði hann góðan veg að turninum og tók vegtoll af þeim, sem þangað þurftu að fara. Já, ekki dó hann ráðalaus. „DANSKA TEXAS“ Sá, sem hefur yfirumsjón með PARÍS 15. jan. — Frakkar hafa slitið viðræðum við fulltrúa Tún isstjórnar um varnarsáttmála landanna. Ástæðan er sú, að upp- reisnarmenn í Alsír réðust á franskan herflokk um helgina skammt frá landamærum Túnis, felldu 14 Frakka — og staðhæfir franska stjórnin, að 5 aðrir hafi verið handteknir og fluttir til Túnis. Fullvíst er talið, að Frakk- ar muni jafnvel hugsa til þess að rjúfa stjórnmálatengsl við Túnis, ef hermennirnir 5 verða ekki framseldir þegar í stað. Tals- maður frönsku stjórnarinnar upp lýsti það ennfremur í dag, að stjórnin hefði ákveðið að senda sérlega nefnd á fund Burgiba, forseta Túnis, til þess að ræða við hann um framsal fanganna. Tals- boruninni, er Bandaríkjamaður, frá Kaliforníu. Hafði hann aldrei komið út fyrir Bandaríkin fyrr en í vetur, að hann fór til Dan- merkur — úr 30 stiga hita — í 10 stiga frost. En hann kærði sig kolláttann um það, því að hann lifir í voninni um að einn góðan veðurdag sjái hann á eftir tuin- inum upp í geiminn. Slíkt er jafn an góðs viti — og kemur raunar ekki fyrir nema að borinn komi niður í oliuæð. Þá er fjandinn laus, olían spýtist upp úr hol- unni — og þeytir jafnan bornum og turninum langar leiðir. Það getur því verið hættumikið starf að bora eftir olíu, enda hafa margir beðið tjón á heilsu sinni við það. Mikil aðgát er jafnan höfð á — og svo er það einnig í „danska Texas“, enda þótt Banda ríkjamennirnir geri ekki sérstak lega ráð fyrir að finna olíu þar. Er hún getur alveg eins fundizt í Danmörku eins og hvar annars staðar — og því ekki að bora ein mitt þar? — segja þeir. Ef við borum ekki þar — nú, þá borum við bara einhvers staðar annars staðar. maður Túnisstjórnar sagði í dag, að vítavert væri af Frökkum að rjúfa samningaviðræðurnar, en vonandi næðist samkomulag um að halda þeim áfram hið bráð- asta. Svar við svari MOSKVU 15. jan. í frétt frá TASS-fréttastofunni sagði í kvöld, að Eisenhower reyndi í svari sínu við bréfi Bulganins að varpa ábyrgðinni á viðsjánum í heiminum á herðar Ráðstjórnar- innar. Sagði og, að Bandaríkia- forseti hefði ekki gefið beint svar við tillögunni um fund æðstu manna. Þetta er fyrsta fregnin um álit Ráðstjórnarinnar á svari Eisenhowers. Frakkar rfáfa viðræð- ur við Tunisstfórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.