Morgunblaðið - 28.01.1958, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.01.1958, Qupperneq 13
Þriðjudagur 28. janúar 1958 M O R C V JV B LA Ð IÐ 13 Kristmann Cuðmundsson skritar um Nokkrar norskar bœkur FÁEINAR norskar bækur hafa borizt mér til umsagnar, allar frá bókaútgáfu Gyldendals, Gyldendal Norsk Forlag, Osló. Fuglene, eftir Tarjei Vesaas, er merkileg skáldsaga, sem grípur huga lesandans og gleymist ekki bráðlega. Aðalpersóna sögunnar er fáviti, sem lifir í skjóli systur sinnar, en hún er bláfátækur ein stæðingur. Lýsing systkina þess- ara er bókmenntalegt afrek, gert af djúptækri sálfræðilegri þekk- ingu, næmum skilningi og tækni- legri snilld. Vesaas, sem nú er sextugur, hefur lengi verið talinn eitt af meiri háttar skáldum þjóð ar sinnar. Það tekur ef til vill dálítinn tíma að venjast honum, og nokkura bókmenntalega þjálf- un þarf til að njóta hans vel, en hann verður flestum því kærari sem þeir lesa meira eftir hann. Málsmeðferð hans er töfrandi og listræn, en hann ritar tiltölulega auðvelda nýnorsku. Hann hefur skrifað mikinn fjölda skáldsagna og gefið út nokkrar Ijóðabækur — Saga hans um fávitann Mattis er ekki mest verka hans, en eitt af þeim, sem gefur einna bezta hugmynd um sérkenni þessa eink ar sérstæða og heillandi höfund ar. Vi har ham ná, eftir Johan Borgen, er þriðja og síðasta bind- ið í skáldsagnaflokknum: Lille- lord, De mörke kilder og Vi har ham ná. Sögur þessar hafa allar vakið mikla athygli á Norðurlönd um og þykja góðar, einkum hin fyrsta: Lillelord. Aðalpersónan í þeim öllum er Wilfred Sagen, en Lillelord er gælunafn hans. Það er heldur ógeðfelldur náungi. gerður af mikilli list og kunn- áttu, en ekki ávallt sannfæraudi. Höf. hefur viljað lýsa gerspillt- um, en glæsilegum töfrandi yfir- stéttarmanni og tekst oft prýði- lega upp, en missir tökin stund- um. Margar af atburðalýsingum bókarinnar eru um of reyfara- kenndar og sálfræðileg rannsök- un persónunnar vægast sagt þoku kennd á köflum. Bezt er lýsing- in á klofningi sálarlífs persón- unnar og baráttu hennar fýrir því samræmi, er hún þó óttast og flýr. Þar eru víða snjöll átök og eftirminnileg. Allur er sagna- flokkurinn mjög læsilegur, spenn ing mikil, frásögn víða góð og lýsingar aukapersóna margar ágætar. — Johan Borgen hefur lengi verið blaðamaður og ntað nokkrar bækur, sem teljast mega allgóðar. En þetta þriggja binda verk tekur langt fram öllu, sem hann hefur skrifað áður, þótt finna megi á því ýmsa galla. Oppfordring- til dans, eftir Nils Johan Rud, er eftirtektarverð skáldsaga um gamlar og nýjar ástir. Karl og kona, sem hafa verið ástfangin hvort af öðru fyrir tuttugu árum síðan, mætast af tilviljun við veizluborð, þar sem ektamakar þeirra eru einnig viðstaddir, — og ástarsaga þeirra hefst að nýju. Umhverfið er hinn unaðslegi Oslófjörður, með skóg- klæddum eyjum og lygnum sund um, og yfir það „bregður blæ blikándi fjarlægðar" þeirrar, sem gerir fjöllin blá. í bókinni er snjöil rannsökun á vandamáli, sem algengt kvað vera í tvítug- um hjónaböndum, þegar róman- tíkin er eilítið farin að fölna. Bygging sögunnar er listræn vel og persónur lifandi, þrátt fyrir nokkur vettlingatök á stöku stað Nils Johan Rud er ekki talinn stórskáld, en hann hefur ávaxtað vel sitt pund. Náttúrulýsingar hans eru góðar og atburðalýs ingar oftast með ágætum. Þetta er ein bezta bók hans. Prýðisvel gerð er samstilling kynslóðanna, sem líkist tregakenndu viðlagi: allt er fallvalt, allt endurtekur sig, allt líður skjótt. Höst í mars, eftir Georg Jo- hannesen, er byrjandabók, sem vakið hefur athylgi og er at- hyglisverð, en ekkert stórverk. Sagan fjallar um unga elskendur sem hefja ástalíf sitt fullsnemma, —. og hljóta ekki blessun þeiria fullorðnu. Víða eru í bókinni skáldleg tilþrif, en allmargir biá- þræðir. Lýsing ungu stúlkunnar er góð, heilsteypt og vel sam- j ræmd, sönn og heillandi, en pilt- inum er örðugara að átta sig á. 'Síðasti þriðjungur bókarinnar er lakari hinum fyrri og hefðr mátt styttast og lagast talsvert. Eigi að síður sagan vel þess virði að hún sé lesin. Smilets folk, eftir Káre Roh- dal, er saga læknis, sem dvalið hefur um skeið meðal Eskimó- anna í Alaska, og e . heimskunn- ur fyrir rannsóknir sínar á heilsu fari fólksins á heimskautasvæð- unum. Rohdal hefur ágæta frá- sagnargáfu, auk athyglisgáfu Steingrímur Arason Sauðárkróki sextugur SEXTUGUR var í gær 27. janúar 1958 einn af kunnari borgurum Sauðárkróks, Stein- grímur Arason, kaupmaður og húsgagnabólstrunarmeistari. Þó að okkur innanhéraðsmönnum sé vel kunn ætt Steingríms, mun þó getið foreldra hans, þeirra Þorvalds Ara Arasonar bónda á Flugumýri, síðar bónda og póst- afgrciðslumanns á Víðimýri og konu naiis oimu Vigdísar Stein- grímsdóttur, frá Hrauni í öxna- dal. Af sjö börnum þeirra, var Steingrímur yngstur. Steingrím- ur er skagfirzkur í húð og hár og á ætt sína að rekja í beinan karllegg til landsnámsmannsins Höfða-Þórðar. Hann er fæddur og uppalinn á Víðimýri, þar sem hann síðar tók við búi að föður sínum látnum. Árið 1934 brá hann búi og fluttist til Sauðár- króks. Fyrst í stað fékkst hann þar við ýmis störf, m.a. var hann bókavörður sýslubókasafnsins, þar til nýlega að hann sagði því starfi lausu. Frá 1947 hefir hús gagnabólstrun verið hans aðal starf, þótt hann hafi fengizt við bólstrun allt frá 1919. Árið 1956 stofnsetti hann húsgagna- og gólf teppaverzlun, glæsilega á okkar þeirrar, sem gert hefur hann kunnan. Lesandinn kynnist þessu brosandi öreigafólki norður í snæauðnunum og fær samúð með því, fyrir atbeina höfundarins. Þetta er mjög geðsleg ferðabók, vel út gefin og prýdd ágætum myndum. Gjenkjennelse, eftir Emil Boy son, er eftirtektarverð Ijóðabók, — dálítið fráhrindandi við fyrstu kynni, (eins og raunar höfund- urinn) en vinnur því meira á sem kynni gerast meiri. Boyson er fjarska sérkennilegur höfund ur, — hann hefur skrifað nokkr- ar skáldsögur, en leggur nú eink- um fyrir sig Ijóðin. Starfsmaður er hann í betra lagi, hvað fágun og frágang snertir, og smekkmað ur ágætur, það er engin hætta á hortittum hjá honum. Auk nokk- urra snilldarkvæða eftir hann sjálfan, eru í bókinni allmargar meistaralegar þýðingar á ljóðum heimskunnra meistara, svo sem Juan Ramon Jiménez og Dylan Thomas. Höf. hefur lagt óhemju mikla vinnu í þýðingarnar og hef ur tekizt svo vel, að unaður er að lesa. Það hefur löngum verið talinn ógerningur að þýða Jim- énez og Dylan Thomas, en Boy- son hreinsar sig af þeim báðum með mikilli prýði. Sjá t.d. fyrsta erndið af Jiménez: „Spansk smaabykatedral:“ „Fattig katedral, i syd, i en sommersvidd aker, nár den ildrene sol er rosevinduers honning ápner mot solefall for drömmens bier sin kube av moderlig sten, et vokskake mönster av farver.“ Og í „Poem í oktober" nær þýðandinn bæði ómi og orða- lagi Dylan Thomas, svo að vart verður nær komizt: „Det var mitt tredevte ár mot himlen det váknet til barsel fra havn og fra naboskog og kysten med bálskjell í kulper og prestelig hejre og morgen-vinket fra bölgernes bönn og fra máse- og kornkrake-roj* og dunking av snekker mot den notvede vegg: opp sprang jeg i samme stund i den sövnstille stad og avst®<J.*‘ Þetta er verðmætt kver, gem ijóðavinir munu hafa yndi af. Loks skal nefnd ljóðabókin: Nogen vil altid váke, eftir Carl Frederik Prytz. Höf. er allgott skáld og ágætur þýðandi, — hef- ur t.d. gert mjög góðar þýðingar af nokkrum Ijóðum Ezra Pound. — Hann kann þá mikilsverðu list að segja ekki of mikið, kann að vinna, hreinsa og fága. Ett segir þó það, sem máli skiptir. Sjá ljóðið um svöiurnar: „Smilende öyenbryn til usynlige engler i munter flukt pá himmelen." Ljóðið er ekki lengra en þetta. Prytz er sérkennilegt skáld, en hefur samt lært þó nokkuð af Salómoni gamla júðakóngi. Ásta- ljóð láta honum bezt og JjóðiS Framh. á bls. 14 mælikvarða, í hinu gamla „lækn ishúsi“ við Kirkjutorg á Sauðár- króki, sem hann þá hafði keypt og breytt í því skyni. Sem iðnað- armaður og kaupmaður er Stein- grímur vel látinn og þykir vand- virkur og traustur í viðskiptum. í allri umgengni er 'Steingrímur einstakt prúðmenni og afar vin sæll. Ekki verður svo minnzt á Steingrím, að hjá því verði kom- izt að minnast á hesta og ferða- lög. Hestamaður og hestavinur er Steingrímur með afbrigðum og áhugasamur um hrossarækt. Hann hefir verið formaður hesta mannafélagsins „Léttfeta" á Sauð árkróki nú um langt skeið, og í formannstíð hans hefir það félag starfað með mesta blóma og kom ið upp bezta skeiðvelli landsins, hinu svonefnda „Fluguskeiði" við Sauðárkrók. Hann hefir ferð azt mikið á hestum m.a. um ör- æfin, þar sem hann var fylgdar- maður á vegum ferðafélaganna nokkur sumur. Með sanni má segja, að á hestum í glöðum og góðum félagahóp, njóti Steingrím ur sín bezt. Af stjórnmálum hef- ir Steingrímur haft lítil afskipti, þótt hann hafi jafnan verið ein- dreginn og traustur Sjálfstæðis- maður. Steingrímur kvæntist 1925 Guð rúnu Björnsdóttur frá Litlu- Giljá, hinni glæsilegu, gáfu- og dugnaðarkonu, sem andaðist í blóma lífsins 1951. Með veikind um og fráfall Guðrúnar var ekki aðeins þungur ha*mur kveðinn upp yfir Steingrími, heldur og öllum er hana þekktu. Þau eign- uðust einn son, Þorvald Ara, hér- aðsdómslögmann og framkvæmda stjóra i Reykjavík. Þó að Steingrímur beri það ekki með sér, að hann verði sex tugur á morgun, þá hefir hann lifað í sextíu ár, og vil ég í því tilefni óska honum gæfu og geng is á komandi árum. Skagfirðingur. Cf ( burstið tennur yðar C ( með COLGATE DENTAL CREAM það freyðir! .. Jr. ÞAB HREINSAR MUNNINN MEÐAN ÞAD VERNDAR TENNUR YÐAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.