Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 1

Morgunblaðið - 02.02.1958, Page 1
24 síður * Bandarísku gervifungli skotið á loft lýðveldið stofnað í gær Sambandsríki íraks, Jórdaníu og Arabíu? V/ð munum aðeins nota „Könnuð" í jbdgu visindanna, segir Eisenhower Bandarikjaforseti Rússneskir vísindamenn taka vel fregninni um „bandaríska Sputnik" KAIRÓ, 1. febrúar (Reuterl. — í dag voru Egyptaland og Sýrland sameinuð í eitt ríki við hátíðlega athöfn, sem fram fór í Kairó. Hið nýja ríki nefnist: Arabiska sam- bandslýðveldið. — Forseti Egyptalands, Gamal Abdei Nasser og Shukri el Kuwatly, Sýrlandsforseti, undirrituou sáttmála um ríkisstofnunina. Fór sú athöfn fram í stjórnar- ráðinu í Kairó, á meðan f jöldi manna stóð fyrir utan og fagnaði fæðingu hins nýna Arabaríkis. Fólkið hrópaði húrra fyrir þessu nýja Araba- ríki og veifaði fánum Sýr- lands og Egyptalands. For- sætisráðherra Sýrlands, Sabri E1 Assali, las upp fyrir fólkið yfirlýsingu um stofnun hins nýja ríkis og var fagnað heitt og innilega. Þegar forystumean beggja land anna höfðu undirritað samning- inn um stofnun ríkisins, föðm- uðust þeir og kysstust, en tóku síðan kveðjum mannfjöldans. Þarna voru samankomnir, auk forsetanna og forsætisráðherra Sýrlands, margir ráðh. og leið- togar beggja þjóða. Leikin voru hergöngulög og arabísk músík og var þessu öllu útvarpað. Milli laganna var flutt svohljóðandi ávarp: „Ó, þér Arabar! — Þetta er sá dýrðardagur vor, sem skráð ur verður í annálum sögunnar. Vér höfum sameinazt í dag og þar með hafa Arabar endurheimt virðingu sína og mikilleika. — Lofaður sé Allah“. — I þessu nýja lýðveldi eru um 26 milljónir manna. — Á mið- vikudaginn kemur flytja forset- arnir þjóðþingum sínum tilkynn- inguna um stofnun hins nýja rík- is, en síðan verður efnt til nýrra kosninga. — í þeim verður kosið sameiginlegt þing Sýrlands og Egyptalands og nýr forseti kjör- inn og herma fregnir, að Kuw- atly vilji, að Nasser verði forseti hins nýja ríkis. ★ AMMAN (Jórdaníu), 1. febr. (Reuter). — Gert er ráð fyrir, að sett verði á stofn nokkurs konar sambandsríki íraks, Jórdaníu og Saudí-Arabiu til þcss að vega upp á móti sambandsríki Egypta og Sýrlendinga. Jórdanskar sendi- nefndir eru nú staddar í Saudí- Arabíu og írak að ræða málið við leiðtoga þessara landa. — Kon- ungar þessar þriggja ríkja munu hittast innan skamms og ræða hin nýju viðhorf. Myndin sýnir, þegar verið er að koma „Könnuði“ fyrir í bandarísku flugskeyti af Júpíter-gerð. — Til samanburðar við „Könnuð" má geta þess, að Sputnik I, sem RúsSar skutu úl 4. okt. 1957, var 58 sm. í þvermái og vó 83,6 kg. Hann fór með 20 þús. km. hraða á klst. Sputnik II vó um 500 kg. Ilann var 1 klst. 42 mín. umhverfis jörðina. Mesta fjarlægð hans frá ’örð var 1400 km. — Ráðstefna um geimyfirráð? NEW YORK, 31. jan. — Leslie * Munro, forseti 12. allsherjarþings ins, lét svo um mælt í útvarps- viðtali í dag, að brýna nauðsyn bæri til þess að kvödd yrði sam- an ráðstefna á vegum S. Þ. inn- an tveggja til þriggja mánaða til þess að ræða um yfirráð í geimn- um. Taldi hann, að farsælast yrði að ráðstefnuna sæktu stjórnmála legir fulltrúar aðildarríkja S. Þ. svo og vísindalegir ráðgjafar þei ra. Á þessari mynd sést nýsjálenzk: vísindamaðurinn dr. William H. Pickering, með liluta af bandaríska gervitunglinu, sem skot- ið var upp í háloftin í fyrrinótt. Arabíska sambands- WASHINGTON, Lundúnum, Moskvu, 1. febr. (Reuter o. fl.) — Klukkan 3 í nótt sem leið skutu Bandaríkjamenn á loft fyrsta gervitungli sínu og gekk það að óskum. Tunglinu var skotið í Júpíter-flugskeyti, frá tilraunastöð í Kaliforníu. Það hefur hlotið nafnið „Explorer“ — „K önnuðu r“. — Tunglið er sívalningur, um 200 sentímetrar á lengd og 15 sentimetrar í þvermál. Þyngd þess er 13,6 kíló, en í þeirri tölu er einnig fólgin þyngd vísindatækjanna, sem komið var fyrir í tunglinu. Þau vega um 4.5 kíló. inn, sem það hafði verið fest í lyftist svo hægt og þung- lamalega, en þaut svo út í himin- hvolfið og var horfið fyrr en varði. Nokkrum mínútum síðar var „Könnuður" kominn á braut sína og snerist umhverfis jörð- ina með 30.500 km hraða á klukkustund, en það jafngildir því, að tunglið fari rúmlega 14 sinnum umhverfis jörðina á dag. Má gera ráð fyrir þvi, að hver ferð kringum jörðina taki um 113 mínútur. Leið tunglsins ligg- ur í sporbraut yfir miðbaug, því að það er talið árangursríkara fyrir vísindastarfsemi alla. Mesta fjarlægð þess frá jörðu er um Framh. á bls 2 Greta. Bjornsson í GÆR hófst sýning á verkum frú Gretu Björnsson listmálara á vegum listkynningar Morgun- blaffsins. Greta Björnsson er fædd í Stokkhólmi 25. janúar 1908, dóttir hins kunna málara Axels Erd- mann. Um þriggja ára skeiff stundaffi hún nám viff Konst- fackskólann í fæðingarborg sinni undir handleiðslu hins þekkta skreytingarmálara Fillip Mánsson, en fluttist til Reykja- víkur áriff 1930. Hér í höfuff. staðnum hefur hún haldiff 9 sjálf- stæffar sýningar á verkum sínum. Einnig hefur hún sýnt á Selfossi og tvívegis á Akranesi, og hún hefur tekiff þátt í mörgum sam- ^ sýningum i Reykjavík. Á síðustu árum hefur Greta Björnsson starfaff mikiff aff skreytingum kirkna víffa um land ásamt manni sínum, Jóni Björnssyni málarameistara. Áriff 1954 ferffuðust þau um Svíþjóff í þeim tilgangi aff kynna sér kirkjuskreytingar þar, og á s.l. ári fóru þau víða um lönd í sama skyni, m.a. tii Ítalíu, Grikklands, Egyptalands og Gyðingalands. Stærsta verkefniff á þessu sviffi, sem þau hafa unniff aff, er skreyt- ing Selfosskirkju, en alls hafa þau skreytt á annan tug kirkna. í sýningarglugga Morgunblaðs ins viff Affalstræti eru nú sýndar 7 myndir eftir frú Gretu, og nokkrar fleiri myndir hafa veriff hengdar upp í affalafgreiffslusal blaffsins. Meffal myndanna er eitt olíumálverk, sem nefnist úr Reykjavík, og frumteikning af kalkmálverki í Selfosskirkju. Hinar myndirnar eru málaffar meff vatnslitum. Meffal þeirra er mynd úr Hofskirkju í Álftafirffi og landslagsmyndir frá Svíþjóð og íslandi. í þágu vísindanna Þegar tilkynnt hafði verið, að Bandaríkjaher hefði tekizt að senda út gervimána í Júpíterskeyti, sendi Eisen- hower vísindamönnunum heillaóskaskeyti og lagði á- herzlu á, að gervitunglið yrði aðeins notað í þágu vísind anna, í þágu mannkyns alls. Meff 30.500 km hraffa á klst. Sjónarvottar segja, að þegar Júpíter-skeytinu hafi verið skot ið á loft, hafi staðið rauðgul eld- rák aftur úr því. Svo virtist sem það stæði nokkurn tíma kyrrt í loftinu rétt fyrir ofan stand-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.